Sitjandi formaður misnoti sjóði félaga í persónulegum hefndarleiðangri Árni Sæberg skrifar 1. apríl 2022 19:06 Viðar Þorsteinsson er fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar. vísir/vilhelm Fyrrverandi framkvæmdarstjóri Eflingar sakar sitjandi formann félagsins um að misnota sjóði félaga Eflingar persónulegum hefndarleiðangri gegn sér og Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdarstjóri Eflingar, fer ófögrum orðum um Agnieszku Ewu Ziólkowsku, sitjandi formann félagsins, í færslu sem hann birti í kvöld á Facebook. Tilefnið er lögfræðileg úttekt sem stjórn Eflingar lét framkvæma á viðskiptum félagsins við Sigur ehf. sem hannaði vefsíðu félagsins. Stjórn Eflingar birti ályktun um úttektina á vef sínum í dag. Þar segir að niðurstöður skýrslunnar séu að ákvarðanir um samningssamband félagsins við Sigur vefstofu ehf., umfang þess og kostnað hafi ekki verið bornar undir stjórn félagsins með réttum hætti. Með því hafi fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins farið gegn starfsskyldum sínum og heimildum með alvarlegum hætti. Viðar segir ályktunina vera mátulega óljósa til að gera hann og störf hans tortryggileg. Þá segist hann hvorki hafa fengið skýrsluna afhenta né hafi hann fengið að sjá hana. „Er þetta gert til að tryggja að ég geti engum eðlilegum vörnum haldið uppi fyrir mitt mannorð og starfsheiður,“ segir Viðar. Neitar sök og segir skýrsluna rógburð Viðar segist hafa vitað fyrir fram hvernig atburðarásin í tengslum við úttektina yrði enda hafi Agnieszka og félagar hennar beitt álíka aðferðum áður. „Ég neita því alfarið að hafa á nokkurn hátt „farið gegn starfsskyldum mínum og heimildum“ í starfi mínu sem framkvæmdastjóri Eflingar. Þessar yfirlýsingar stjórnar Eflingar og lögmannsins Odds Ástráðssonar um mín störf eru ekkert nema innihaldslaus og ómarktækur rógburður,“ segir Viðar. Hann segist stoltur störfum sínum fyrir Eflingu og segir byltingu hafa verið gerða í sýnileika og þjónustu Eflingar í hans tíð sem framkvæmdastjóri félagsins, með nýjum vef, Mínum síðum, fjölbreyttu myndbandsefni, glæsilegum auglýsingum, gróskumikilli útgáfu og svo framvegis. „Hin raunverulega misnotkun valdheimilda sem hefur átt sér stað hjá Eflingu er ákvörðun fráfarandi formanns Eflingar að misnota sjóði félagsmanna í persónulegum hefndarleiðangri sínum gegn mér og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, sem framdi þann glæp að hafa betur lýðræðislegum kosningum í félaginu. Skömm stjórnar Eflingar að hafa stutt fráfarandi formann í þessari vegferð er mikil,“ segir Viðar að lokum. Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Viðar telur Odd lögmann Agnieszku hafa brotið siðareglur Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, sakar Odd Ástráðsson lögmann um að hafa gengið á svig við siðareglur lögmanna. Oddur hefur haft með höndum lögfræðilega úttekt á starfi kynningardeildar Eflingar meðan Viðar var þar framkvæmdastjóri. 1. apríl 2022 11:12 Vill að Efling greiði lögmannskostnað vegna úttektar stéttarfélagsins Stjórn Eflingar hyggst láta gera aðra úttekt á störfum Viðars Þorsteinssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra stéttarfélagsins. Úttektin varðar greiðslur til vefhönnunarstofuna Sigurs en Viðar segir fráfarandi formann Eflingar reyna að gera störf hans tortryggileg. Hann óskar eftir því að fá að sitja við sama borð og fráfarandi formaður og spyr hvort stéttarfélagið geti séð sóma sinn í því að greiða honum lögmannskostnað. 31. mars 2022 18:39 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdarstjóri Eflingar, fer ófögrum orðum um Agnieszku Ewu Ziólkowsku, sitjandi formann félagsins, í færslu sem hann birti í kvöld á Facebook. Tilefnið er lögfræðileg úttekt sem stjórn Eflingar lét framkvæma á viðskiptum félagsins við Sigur ehf. sem hannaði vefsíðu félagsins. Stjórn Eflingar birti ályktun um úttektina á vef sínum í dag. Þar segir að niðurstöður skýrslunnar séu að ákvarðanir um samningssamband félagsins við Sigur vefstofu ehf., umfang þess og kostnað hafi ekki verið bornar undir stjórn félagsins með réttum hætti. Með því hafi fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins farið gegn starfsskyldum sínum og heimildum með alvarlegum hætti. Viðar segir ályktunina vera mátulega óljósa til að gera hann og störf hans tortryggileg. Þá segist hann hvorki hafa fengið skýrsluna afhenta né hafi hann fengið að sjá hana. „Er þetta gert til að tryggja að ég geti engum eðlilegum vörnum haldið uppi fyrir mitt mannorð og starfsheiður,“ segir Viðar. Neitar sök og segir skýrsluna rógburð Viðar segist hafa vitað fyrir fram hvernig atburðarásin í tengslum við úttektina yrði enda hafi Agnieszka og félagar hennar beitt álíka aðferðum áður. „Ég neita því alfarið að hafa á nokkurn hátt „farið gegn starfsskyldum mínum og heimildum“ í starfi mínu sem framkvæmdastjóri Eflingar. Þessar yfirlýsingar stjórnar Eflingar og lögmannsins Odds Ástráðssonar um mín störf eru ekkert nema innihaldslaus og ómarktækur rógburður,“ segir Viðar. Hann segist stoltur störfum sínum fyrir Eflingu og segir byltingu hafa verið gerða í sýnileika og þjónustu Eflingar í hans tíð sem framkvæmdastjóri félagsins, með nýjum vef, Mínum síðum, fjölbreyttu myndbandsefni, glæsilegum auglýsingum, gróskumikilli útgáfu og svo framvegis. „Hin raunverulega misnotkun valdheimilda sem hefur átt sér stað hjá Eflingu er ákvörðun fráfarandi formanns Eflingar að misnota sjóði félagsmanna í persónulegum hefndarleiðangri sínum gegn mér og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, sem framdi þann glæp að hafa betur lýðræðislegum kosningum í félaginu. Skömm stjórnar Eflingar að hafa stutt fráfarandi formann í þessari vegferð er mikil,“ segir Viðar að lokum.
Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Viðar telur Odd lögmann Agnieszku hafa brotið siðareglur Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, sakar Odd Ástráðsson lögmann um að hafa gengið á svig við siðareglur lögmanna. Oddur hefur haft með höndum lögfræðilega úttekt á starfi kynningardeildar Eflingar meðan Viðar var þar framkvæmdastjóri. 1. apríl 2022 11:12 Vill að Efling greiði lögmannskostnað vegna úttektar stéttarfélagsins Stjórn Eflingar hyggst láta gera aðra úttekt á störfum Viðars Þorsteinssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra stéttarfélagsins. Úttektin varðar greiðslur til vefhönnunarstofuna Sigurs en Viðar segir fráfarandi formann Eflingar reyna að gera störf hans tortryggileg. Hann óskar eftir því að fá að sitja við sama borð og fráfarandi formaður og spyr hvort stéttarfélagið geti séð sóma sinn í því að greiða honum lögmannskostnað. 31. mars 2022 18:39 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Viðar telur Odd lögmann Agnieszku hafa brotið siðareglur Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, sakar Odd Ástráðsson lögmann um að hafa gengið á svig við siðareglur lögmanna. Oddur hefur haft með höndum lögfræðilega úttekt á starfi kynningardeildar Eflingar meðan Viðar var þar framkvæmdastjóri. 1. apríl 2022 11:12
Vill að Efling greiði lögmannskostnað vegna úttektar stéttarfélagsins Stjórn Eflingar hyggst láta gera aðra úttekt á störfum Viðars Þorsteinssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra stéttarfélagsins. Úttektin varðar greiðslur til vefhönnunarstofuna Sigurs en Viðar segir fráfarandi formann Eflingar reyna að gera störf hans tortryggileg. Hann óskar eftir því að fá að sitja við sama borð og fráfarandi formaður og spyr hvort stéttarfélagið geti séð sóma sinn í því að greiða honum lögmannskostnað. 31. mars 2022 18:39