Var nauðgað af öldungi Vottanna en hýddur fyrir að segja frá Sunna Valgerðardóttir skrifar 4. apríl 2022 07:00 Ómar finnur mikið til með börnum sem þurfa að þola ofbeldi innan Votta Jehóva í dag og segir að stjórnvöld verði að koma þeim til bjargar. Vísir/Vilhelm Það getur skaðað fólk fyrir lífstíð að alast upp í sértrúarsöfnuði, eins og hefur komið fram í frásögnum fyrrverandi meðlima. Tveir fyrrverandi Vottar, sem voru sem börn beitt alvarlegu kynferðisofbeldi af öldungum í söfnuðinum, segja engum hafa verið refsað fyrir brotin, nema þeim sjálfum. Þau voru bæði lögð í mikið einelti í skóla og segja grafalvarlegt að börn séu enn alin upp í þessu umhverfi. Ómar Baldursson ólst upp í Keflavík, einn átta systkina. Móðir hans var einn af fyrstu Vottum landsins og gekk í söfnuðinn þegar hann var einungis fimm ára gamall. Hann man eftir einum jólum úr barnæsku, en síðan var það ekki söguna meir. Pabbi hans varð öldungur fljótlega eftir að hann gekk í söfnuðinn, þrátt fyrir mikið drykkjuvandamál. Hýddur heima og strítt í skólanum „Það var eilíf stríðni og skólagangan var hreint helvíti. Það voru krakkar hlaupandi á eftir manni allar götur: Jehóvi, Jehóvi, Jehóvi! Þetta var svona, allan daginn. Og ekki bætti úr skák að ég er svolítið þybbinn. Svo kom maður heim og þá tók ruglið þar við. Ef maður var ekki tilbúinn að einbeita sér að náminu þá var maður hýddur, svo var manni skipað á samkomur, og þar átti maður að sitja eins og stytta og hlusta. Það gekk ekki alltaf fyrir dreng eins og mig sem var með hausinn á fullu í einhverju öðru. Kannski var ég svona erfiður, uppreisnargjarn. Eitthvað. En kannski var ég bara venjulegur krakki.” Að neðan má sjá fréttaauka um málið sem var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Nauðgað af öldungi á Akureyri Hýðingar og barsmíðar voru daglegt brauð, bæði heima fyrir og á samkomum. Ómari var ráðið frá því að halda áfram í skóla, eins og er gert enn þann dag í dag hjá Vottunum. „Ég var sendur með trúboðum norður til Akureyrar, ég veit ekki hvers vegna, og þá gistum við hjá þessum manni sem er Svíi og er einn af öldungunum. Ég veit ekki hvort hann er enn á lífi, síðast þegar ég vissi þá var hann það. Þar lendi ég í klónum á honum,” segir Ómar. „Hann hreint og beint nauðgar mér. Þarna í þrígang, kvöld eftir kvöld. Ég er átta eða níu ára. Og ég flúði þaðan út í sundlaug Akureyrar og var þar allan liðlangan daginn. Þorði ekki upp eftir, þorði ekki heim. Og á endanum þurfti ég að fara. Og hjá þessum manni bjó norsk hjúkrunarkona sem sá að eitthvað væri að og tók mig upp á sína arma, tók mig inn í sitt herbergi og ég var þar það sem eftir var af tímanum.” Ég reyndi margoft að segja frá. En var bara laminn í tætlur. Bara hýddur. „Það var alltaf sagt við mig að ég væri bara ruglaður að vera að segja þetta, hvað hefði komið fyrir, mamma mín þvertók fyrir þetta.” Fékk loks hálfgerða viðurkenningu frá móður sinni Ómar fékk símtal frá móðir sinni skömmu áður en hún lést. „Hún sagðist hafa talað við þessa konu í símann frá Noregi. Þær þekktust náttúrulega í gamla daga. Og að hún hafi kannast við að það væri eitthvað að. En þetta hékk alltaf yfir mér. Ég hélt alltaf að ég væri eitthvað öðruvísi. Og það tók mig langan tíma að fatta að ég var bara eðlilegur.” Smám saman hætti hann að mæta á samkomur og sýna söfnuðinum smá uppreisn. Það leið ekki á löngu þar til öldungarnir bönkuðu upp á og sögðu honum og settu honum stólinn fyrir dyrnar. „Ég var enginn engill. Ég var farinn að drekka og brennivín gerði mig klikkaðan. Mér var alveg sama, það var hvort eð er allt að fara til helvítis.” Bannað að mæta í jarðarför pabba síns Eins og tíðkast hjá Vottum Jehóva, var Ómar rekinn með skömm úr söfnuðinum og útskúfað þannig að hann mátti ekki eiga nein samskipti við fólk í félaginu, fjölskyldu hans meðtalda, og enginn mátti tala við hann. „Hvernig þeir nota þetta brottrekstrardæmi til að hrella þig og bara halda áfram að pína þig. Það er með ólíkindum. Þú stendur allt í einu eins og Palli sem var einn í heiminum. Og hvað geri ég þá? Fór í flöskuna. Allir hættu að tala við mig. Systkini mín, foreldrarnir, vinir. Ég var ekki til. Nema elsti bróðir minn. Hann hætti aldrei að tala við mig. Og sá yngsti.” Ómar var búinn að hnýta snöru til að svipta sig lífi þegar hann kom heim af jarðarför pabba síns. Eitt símtal frá bróður hans varð til þess að hann ákvað að halda áfram að lifa.Vísir/Vilhelm Svo kom að því að pabbi hans veiktist alvarlega og lagðist inn á spítala. Ómar ætlaði að heimsækja hann þangað. „Þá mæta mér tveir öldungar og stoppa mig. Sögðu að ég væri ekki æskilegur hér. Og ég fór heim. Ég er að vinna í frystihúsi í Keflavík og kem einn daginn í vinnu og þá labbar yfirmaðurinn að mér og vottar mér samúð sína.” Ég vissi ekki hvað hann væri að tala um. Þá hafði pabbi dáið og ég var ekki látinn vita. Öldungarnir tilkynntu Ómari að nærveru hans væri ekki óskað á jarðarför föður síns, en gáfu honum leyfi til að koma og sitja aftast svo framarlega sem hann yrti ekki á neinn. Hann varð við því. „Ég man ekkert fyrr en ég er kominn heim til mín, sit við eldhúsborðið, búinn að hnýta snöru. Og hugsaði bara, þetta er búið. Þá hringir síminn. Og þá er það þessi bróðir minn. Og segir: Það var nú ekki fallegt hvað skeði þarna. Hvað skeði? Ég hafði ekki hugmynd um það. Það var ekki fallegt hvernig var farið með þig þarna. En þú lætur þetta ekki buga þig.” Þá tók ég mig aðeins saman í andlitinu, henti reipinu og hélt áfram að lifa. En næsta ár á eftir, ég man ekkert af því. Fékk 80 ára dóm fyrir að drepa lögregluhund Ómar flutti líka búferlum, vestur um haf, eftir að hann hætti í Vottunum. Fyrst um sinn hélt hann áfram að drekka og rak hótel í Flórída um skeið. „Þar býr misjafnt lið. Mikið af krakkreykjurum. Lögreglan gerir þarna böst, það kemur lögregluhundur að mér og ræðst á mig. Og ég enda með að drepa hann. Hundinn? Já. En ég enda þarna í fangelsi með kæru á mig fyrir að hafa drepið lögreglumann, sem var hundurinn. Og ég fæ 80 ára dóm. Ef þetta hefði verið lögreglumaður hefði ég fengið stólinn.” Hann sat inni í fjögur ár og barðist fyrir máli sínu, sem tókst að lokum og honum var sleppt. „Ég var fljótur að segja já og fer heim. Daginn sem ég kom þá ákvað ég að ég skildi aldrei drekka brennivín aftur. Og við það hef ég staðið,” segir Ómar. „Ég hef kynnst mörgu góðu fólki í gegn um tíðina. En ég get aldrei treyst neinum. Og enn þann dag í dag á ég mjög erfitt með að treysta fólki. Ég treysti konunni minni og fjölskyldunni sem ég eignaðist í gegn um hana. Og það er búið.” Enginn trúarflokkur svo heilagur að hann megi níðast á börnum Varðandi börnin sem eru í söfnuðinum í dag segist Ómar finna innilega til með þeim. „Barsmíðar og börn, þó að það séu flengingar, á ekki heima í þessu kerfi í dag. Börnin í þessum söfnuðum eiga að fá aðstoð frá stjórnvöldum. Stjórnvöld eiga að grípa inn í þessa vitleysu,” segir hann. „Það er enginn trúarflokkur það heilagur að þeir geti bara valsað um og haldið fólki í heljargreipum. Og hvað þá börnum.” Hann fær ennþá martraðir. Þetta er heilaþvottur. Hreint og beint. „Myndir sem voru sýndar í blöðunum, af Harmageddon, eru fastar í hausnum á mér. Hús að hrynja yfir fólk, jörðin að opnast og gleypa fólk. Enn þann dag í dag rýk ég stundum upp úr svefni að dreyma þetta,” segir Ómar. Rut Ríkey ólst upp í mikilli fátækt hjá uppeldismóður sinni, sem var Vottur. Öldungur innan safnaðarins beitti hana grófu kynferðisofbeldi þegar hún var átta ára gömul. Vísir/Adelina Barin nánast daglega í skólanum Rut Ríkey Tryggvadóttir ólst mestmegnis upp hjá ömmusystur sinni í mikilli fátækt í Reykjavík. Hún er pínulítil þegar frænka hennar gengur til liðs við Vottana og barnæska hennar einkenndist mikið af því starfi. „Þessar ofboðslega stífu reglur, sem Vottarnir hafa á öllu - hvernig maður á að haga sér, vera, sitja, standa. Guð svona geðvondur kall sem segir manni hvernig maður eigi að vera. Sem var að vera kyrr og hlusta,” segir hún. „Svo hefur þetta áhrif á skólagönguna og félagslíf í skólanum. Mér var strítt mjög mikið í skólanum. Og barin nánast daglega.” Reyndi að öskra en það komu engin hljóð Rut varð fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi af hendi öldungs. „Ég er átta ára þegar þetta gerist. Og mér finnst ekki auðvelt að rifja það upp. Við sátum öll í hring í stofunni að biðja bænir til heilla boðunarstarfinu. Svo er fólk að tínast fram og ég er að bíða eftir honum.” Þegar hann stendur upp grípur hann mig að sér og runkar sér upp við mig, að mér fannst, í ógnartíma. Þar til hann síðan sleppir mér og ég hryn í gólfið. Inni í mér öskraði ég en ég heyrði að það komu engin hljóð.” Innanbúðarréttarhöld í ríkissalnum Rut sagði uppeldismóður sinni frá ofbeldinu, sem brást við með því að tilkynna það innan safnaðarins. Það er að segja, hún lét öldungana vita en ekki lögregluna. Og þeir blésu til mjög einkennilegra innanbúðar réttarhalda, sem tíðkast hjá Vottunum enn þann dag í dag. „Þar sem ég er kölluð til og látin bera vitni um það sem gerðist. Það sitja þrír karlar uppi á sviði fyrir framan mig í ríkissalnum og ég sit ein á fremsta bekk og svo hann við hliðina á mér, gerandinn, og eiginkona hans aftast. Síðan er ég spurð spjörunum úr. Og það var mjög erfitt að sitja og horfa upp á þrjá karla sem voru að véfengja allt sem ég sagði,” segir hún. „Þegar ég kem inn í andyrið, þá sé ég allar hinar stúlkurnar. Sex eða átta stúlkur, á svipuðu reki og ég, ásamt mæðrum sínum. Þá átta ég mig strax á því að það höfðu fleiri lent í honum.” Refsingin var að sitja aftast Nafn öldungsins var svo lesið upp á samkomu og honum var gert að sitja aftast á samkomum í einhvern tíma eftir þetta og helst mátti ekki tala við hann á meðan á refsingunni stóð. Honum var svo tekið fagnandi þegar hann hafði tekið út refsingu sína. Rut hætti svo í Vottunum þegar uppeldismóðir hennar var gerð brottræk. Hún segist fá hnút í magann þegar hún hugsar til barnanna sem enn eru innan safnaðanna. „Líka vitandi það að það sækjast barnaníðingar inn í svona samtök. Og þetta endurtekur sig aftur og aftur og aftur.” „Ég hef heyrt um einstaklinga sem hafa verið svo hræddir, bara eins og í óveðrinu sem gekk yfir í vetur, þá hélt fólk að nú væri bara Harmageddon að koma og nú er bara allt að hrynja. Guð er núna að fara þessari refsihendi með eld og brennistein sem rignir yfir veröldina. Í hugum margra barna er þetta bara raunverulegt. Það er verið að telja börnum trú um það að þetta sé satt. Og líka að leggja þá kvöð á lítil börn að þau eigi að ganga hús úr húsi og að það sé á þeirra ábyrgð að þau eigi að bjarga vinum sínum og öðru fólki frá heimsendi.” Stjórnvöld loksins að stíga inn í En hlutirnir eru vonandi að breytast. Stjórnvöld, undir forystu barnamálaráðuneytisins, ætlar að gera úttekt á aðstæðum barna innan trú- og lífsskoðunarfélaga á Íslandi - og verður það gert vegna nýlegrar beiðni þingmanna úr fjórum flokkum. Sömuleiðis hefur verið stofnaður stuðningshópur fyrir fyrrverandi safnaðarmeðlimi Votta Jehóva, sem fer ört stækkandi og telur nú um þrjátíu manns. Við höfum heyrt af fólki úr öðrum sértrúarsöfnuðum sem hafa reynt að leita sér aðstoðar nýverið, en veit eðlilega ekki hvert það á að leita. Enn vantar fagleg úrræði fyrir fólk sem hefur lent í trúarofbeldi - og ljóst er að eftirspurnin er mikil. Rut þekkir til fólks sem var þess fullvisst um að það væri að koma heimsendir í vetur þegar óveðrið gekk yfir landið. Hún segir það brot á réttindum barna að telja þeim trú um að heimsendir sé í nánd.Vísir/Adelina Trúmál Kompás Tengdar fréttir Útskúfað úr Vottunum og dóttirin lokaði á samskipti Móðir mín, þýsk kona sem tapað hafði öllu sínu, heimili sínu tvisvar í loftárásum, bróður og föður á vígvellinum, sem og öðrum nákomnum í brjálæði heimstyrjaldarinnar, kom til Íslands eftir stríð, kynntist manni eftir tveggja ára dvöl, giftist honum og eignuðust þau tvö börn. 19. mars 2022 09:34 „Eruð þið að pína barnið til að segja þetta?“ Malín Brand, fyrrverandi Vottur Jehóva, segist hafa sagt skilið við allt nema geðheisluna þegar hún yfirgaf söfnuðinn árið 2004. Malín er á meðal fyrrverandi Votta sem stigið hafa fram undanfarna daga í kjölfar umfjöllunar fréttastofu um trúmál og lýst því trúarofbeldi. 17. mars 2022 14:38 Útskúfað úr ríki Guðs og standa ein eftir Ung kona sem var rekin úr söfnuði Votta Jehóva, hefur ekki fengið að hitta fjölskylduna sína í átta ár. Fyrrverandi meðlimir Vottanna lýsa gífurlegu andlegu ofbeldi eftir útskúfun, harðræði gegn börnum í söfnuðinum og hvernig það skorti fagleg úrræði og aðstoð eftir að hafa hætt í sértrúarsöfnuði. Þær kalla eftir því að ofbeldið, sem hefur verið látið viðgangast áratugum saman, hætti og að ríkið stígi inn í. 14. mars 2022 07:00 Engin úrræði fyrir þolendur ofbeldis og útskúfunar í ríkisstyrktum trúfélögum Engin fagleg úrræði eru til staðar fyrir fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum á Íslandi og segja margir fyrrverandi meðlimir að mikil þörf sé á slíku. Þingmaður segir skorta eftirlit með starfsemi trúarhreyfinga og að sóknargjöld séu barn síns tíma. Fyrrverandi meðlimir Votta Jehóva lýsa andlegu ofbeldi eftir útskúfun og harðræði gegn börnum í söfnuðinum. 13. mars 2022 19:31 Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir „Þessar elskur“ eru virðulegir þjóðfélagsþegnar í dag Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Ómar Baldursson ólst upp í Keflavík, einn átta systkina. Móðir hans var einn af fyrstu Vottum landsins og gekk í söfnuðinn þegar hann var einungis fimm ára gamall. Hann man eftir einum jólum úr barnæsku, en síðan var það ekki söguna meir. Pabbi hans varð öldungur fljótlega eftir að hann gekk í söfnuðinn, þrátt fyrir mikið drykkjuvandamál. Hýddur heima og strítt í skólanum „Það var eilíf stríðni og skólagangan var hreint helvíti. Það voru krakkar hlaupandi á eftir manni allar götur: Jehóvi, Jehóvi, Jehóvi! Þetta var svona, allan daginn. Og ekki bætti úr skák að ég er svolítið þybbinn. Svo kom maður heim og þá tók ruglið þar við. Ef maður var ekki tilbúinn að einbeita sér að náminu þá var maður hýddur, svo var manni skipað á samkomur, og þar átti maður að sitja eins og stytta og hlusta. Það gekk ekki alltaf fyrir dreng eins og mig sem var með hausinn á fullu í einhverju öðru. Kannski var ég svona erfiður, uppreisnargjarn. Eitthvað. En kannski var ég bara venjulegur krakki.” Að neðan má sjá fréttaauka um málið sem var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Nauðgað af öldungi á Akureyri Hýðingar og barsmíðar voru daglegt brauð, bæði heima fyrir og á samkomum. Ómari var ráðið frá því að halda áfram í skóla, eins og er gert enn þann dag í dag hjá Vottunum. „Ég var sendur með trúboðum norður til Akureyrar, ég veit ekki hvers vegna, og þá gistum við hjá þessum manni sem er Svíi og er einn af öldungunum. Ég veit ekki hvort hann er enn á lífi, síðast þegar ég vissi þá var hann það. Þar lendi ég í klónum á honum,” segir Ómar. „Hann hreint og beint nauðgar mér. Þarna í þrígang, kvöld eftir kvöld. Ég er átta eða níu ára. Og ég flúði þaðan út í sundlaug Akureyrar og var þar allan liðlangan daginn. Þorði ekki upp eftir, þorði ekki heim. Og á endanum þurfti ég að fara. Og hjá þessum manni bjó norsk hjúkrunarkona sem sá að eitthvað væri að og tók mig upp á sína arma, tók mig inn í sitt herbergi og ég var þar það sem eftir var af tímanum.” Ég reyndi margoft að segja frá. En var bara laminn í tætlur. Bara hýddur. „Það var alltaf sagt við mig að ég væri bara ruglaður að vera að segja þetta, hvað hefði komið fyrir, mamma mín þvertók fyrir þetta.” Fékk loks hálfgerða viðurkenningu frá móður sinni Ómar fékk símtal frá móðir sinni skömmu áður en hún lést. „Hún sagðist hafa talað við þessa konu í símann frá Noregi. Þær þekktust náttúrulega í gamla daga. Og að hún hafi kannast við að það væri eitthvað að. En þetta hékk alltaf yfir mér. Ég hélt alltaf að ég væri eitthvað öðruvísi. Og það tók mig langan tíma að fatta að ég var bara eðlilegur.” Smám saman hætti hann að mæta á samkomur og sýna söfnuðinum smá uppreisn. Það leið ekki á löngu þar til öldungarnir bönkuðu upp á og sögðu honum og settu honum stólinn fyrir dyrnar. „Ég var enginn engill. Ég var farinn að drekka og brennivín gerði mig klikkaðan. Mér var alveg sama, það var hvort eð er allt að fara til helvítis.” Bannað að mæta í jarðarför pabba síns Eins og tíðkast hjá Vottum Jehóva, var Ómar rekinn með skömm úr söfnuðinum og útskúfað þannig að hann mátti ekki eiga nein samskipti við fólk í félaginu, fjölskyldu hans meðtalda, og enginn mátti tala við hann. „Hvernig þeir nota þetta brottrekstrardæmi til að hrella þig og bara halda áfram að pína þig. Það er með ólíkindum. Þú stendur allt í einu eins og Palli sem var einn í heiminum. Og hvað geri ég þá? Fór í flöskuna. Allir hættu að tala við mig. Systkini mín, foreldrarnir, vinir. Ég var ekki til. Nema elsti bróðir minn. Hann hætti aldrei að tala við mig. Og sá yngsti.” Ómar var búinn að hnýta snöru til að svipta sig lífi þegar hann kom heim af jarðarför pabba síns. Eitt símtal frá bróður hans varð til þess að hann ákvað að halda áfram að lifa.Vísir/Vilhelm Svo kom að því að pabbi hans veiktist alvarlega og lagðist inn á spítala. Ómar ætlaði að heimsækja hann þangað. „Þá mæta mér tveir öldungar og stoppa mig. Sögðu að ég væri ekki æskilegur hér. Og ég fór heim. Ég er að vinna í frystihúsi í Keflavík og kem einn daginn í vinnu og þá labbar yfirmaðurinn að mér og vottar mér samúð sína.” Ég vissi ekki hvað hann væri að tala um. Þá hafði pabbi dáið og ég var ekki látinn vita. Öldungarnir tilkynntu Ómari að nærveru hans væri ekki óskað á jarðarför föður síns, en gáfu honum leyfi til að koma og sitja aftast svo framarlega sem hann yrti ekki á neinn. Hann varð við því. „Ég man ekkert fyrr en ég er kominn heim til mín, sit við eldhúsborðið, búinn að hnýta snöru. Og hugsaði bara, þetta er búið. Þá hringir síminn. Og þá er það þessi bróðir minn. Og segir: Það var nú ekki fallegt hvað skeði þarna. Hvað skeði? Ég hafði ekki hugmynd um það. Það var ekki fallegt hvernig var farið með þig þarna. En þú lætur þetta ekki buga þig.” Þá tók ég mig aðeins saman í andlitinu, henti reipinu og hélt áfram að lifa. En næsta ár á eftir, ég man ekkert af því. Fékk 80 ára dóm fyrir að drepa lögregluhund Ómar flutti líka búferlum, vestur um haf, eftir að hann hætti í Vottunum. Fyrst um sinn hélt hann áfram að drekka og rak hótel í Flórída um skeið. „Þar býr misjafnt lið. Mikið af krakkreykjurum. Lögreglan gerir þarna böst, það kemur lögregluhundur að mér og ræðst á mig. Og ég enda með að drepa hann. Hundinn? Já. En ég enda þarna í fangelsi með kæru á mig fyrir að hafa drepið lögreglumann, sem var hundurinn. Og ég fæ 80 ára dóm. Ef þetta hefði verið lögreglumaður hefði ég fengið stólinn.” Hann sat inni í fjögur ár og barðist fyrir máli sínu, sem tókst að lokum og honum var sleppt. „Ég var fljótur að segja já og fer heim. Daginn sem ég kom þá ákvað ég að ég skildi aldrei drekka brennivín aftur. Og við það hef ég staðið,” segir Ómar. „Ég hef kynnst mörgu góðu fólki í gegn um tíðina. En ég get aldrei treyst neinum. Og enn þann dag í dag á ég mjög erfitt með að treysta fólki. Ég treysti konunni minni og fjölskyldunni sem ég eignaðist í gegn um hana. Og það er búið.” Enginn trúarflokkur svo heilagur að hann megi níðast á börnum Varðandi börnin sem eru í söfnuðinum í dag segist Ómar finna innilega til með þeim. „Barsmíðar og börn, þó að það séu flengingar, á ekki heima í þessu kerfi í dag. Börnin í þessum söfnuðum eiga að fá aðstoð frá stjórnvöldum. Stjórnvöld eiga að grípa inn í þessa vitleysu,” segir hann. „Það er enginn trúarflokkur það heilagur að þeir geti bara valsað um og haldið fólki í heljargreipum. Og hvað þá börnum.” Hann fær ennþá martraðir. Þetta er heilaþvottur. Hreint og beint. „Myndir sem voru sýndar í blöðunum, af Harmageddon, eru fastar í hausnum á mér. Hús að hrynja yfir fólk, jörðin að opnast og gleypa fólk. Enn þann dag í dag rýk ég stundum upp úr svefni að dreyma þetta,” segir Ómar. Rut Ríkey ólst upp í mikilli fátækt hjá uppeldismóður sinni, sem var Vottur. Öldungur innan safnaðarins beitti hana grófu kynferðisofbeldi þegar hún var átta ára gömul. Vísir/Adelina Barin nánast daglega í skólanum Rut Ríkey Tryggvadóttir ólst mestmegnis upp hjá ömmusystur sinni í mikilli fátækt í Reykjavík. Hún er pínulítil þegar frænka hennar gengur til liðs við Vottana og barnæska hennar einkenndist mikið af því starfi. „Þessar ofboðslega stífu reglur, sem Vottarnir hafa á öllu - hvernig maður á að haga sér, vera, sitja, standa. Guð svona geðvondur kall sem segir manni hvernig maður eigi að vera. Sem var að vera kyrr og hlusta,” segir hún. „Svo hefur þetta áhrif á skólagönguna og félagslíf í skólanum. Mér var strítt mjög mikið í skólanum. Og barin nánast daglega.” Reyndi að öskra en það komu engin hljóð Rut varð fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi af hendi öldungs. „Ég er átta ára þegar þetta gerist. Og mér finnst ekki auðvelt að rifja það upp. Við sátum öll í hring í stofunni að biðja bænir til heilla boðunarstarfinu. Svo er fólk að tínast fram og ég er að bíða eftir honum.” Þegar hann stendur upp grípur hann mig að sér og runkar sér upp við mig, að mér fannst, í ógnartíma. Þar til hann síðan sleppir mér og ég hryn í gólfið. Inni í mér öskraði ég en ég heyrði að það komu engin hljóð.” Innanbúðarréttarhöld í ríkissalnum Rut sagði uppeldismóður sinni frá ofbeldinu, sem brást við með því að tilkynna það innan safnaðarins. Það er að segja, hún lét öldungana vita en ekki lögregluna. Og þeir blésu til mjög einkennilegra innanbúðar réttarhalda, sem tíðkast hjá Vottunum enn þann dag í dag. „Þar sem ég er kölluð til og látin bera vitni um það sem gerðist. Það sitja þrír karlar uppi á sviði fyrir framan mig í ríkissalnum og ég sit ein á fremsta bekk og svo hann við hliðina á mér, gerandinn, og eiginkona hans aftast. Síðan er ég spurð spjörunum úr. Og það var mjög erfitt að sitja og horfa upp á þrjá karla sem voru að véfengja allt sem ég sagði,” segir hún. „Þegar ég kem inn í andyrið, þá sé ég allar hinar stúlkurnar. Sex eða átta stúlkur, á svipuðu reki og ég, ásamt mæðrum sínum. Þá átta ég mig strax á því að það höfðu fleiri lent í honum.” Refsingin var að sitja aftast Nafn öldungsins var svo lesið upp á samkomu og honum var gert að sitja aftast á samkomum í einhvern tíma eftir þetta og helst mátti ekki tala við hann á meðan á refsingunni stóð. Honum var svo tekið fagnandi þegar hann hafði tekið út refsingu sína. Rut hætti svo í Vottunum þegar uppeldismóðir hennar var gerð brottræk. Hún segist fá hnút í magann þegar hún hugsar til barnanna sem enn eru innan safnaðanna. „Líka vitandi það að það sækjast barnaníðingar inn í svona samtök. Og þetta endurtekur sig aftur og aftur og aftur.” „Ég hef heyrt um einstaklinga sem hafa verið svo hræddir, bara eins og í óveðrinu sem gekk yfir í vetur, þá hélt fólk að nú væri bara Harmageddon að koma og nú er bara allt að hrynja. Guð er núna að fara þessari refsihendi með eld og brennistein sem rignir yfir veröldina. Í hugum margra barna er þetta bara raunverulegt. Það er verið að telja börnum trú um það að þetta sé satt. Og líka að leggja þá kvöð á lítil börn að þau eigi að ganga hús úr húsi og að það sé á þeirra ábyrgð að þau eigi að bjarga vinum sínum og öðru fólki frá heimsendi.” Stjórnvöld loksins að stíga inn í En hlutirnir eru vonandi að breytast. Stjórnvöld, undir forystu barnamálaráðuneytisins, ætlar að gera úttekt á aðstæðum barna innan trú- og lífsskoðunarfélaga á Íslandi - og verður það gert vegna nýlegrar beiðni þingmanna úr fjórum flokkum. Sömuleiðis hefur verið stofnaður stuðningshópur fyrir fyrrverandi safnaðarmeðlimi Votta Jehóva, sem fer ört stækkandi og telur nú um þrjátíu manns. Við höfum heyrt af fólki úr öðrum sértrúarsöfnuðum sem hafa reynt að leita sér aðstoðar nýverið, en veit eðlilega ekki hvert það á að leita. Enn vantar fagleg úrræði fyrir fólk sem hefur lent í trúarofbeldi - og ljóst er að eftirspurnin er mikil. Rut þekkir til fólks sem var þess fullvisst um að það væri að koma heimsendir í vetur þegar óveðrið gekk yfir landið. Hún segir það brot á réttindum barna að telja þeim trú um að heimsendir sé í nánd.Vísir/Adelina
Trúmál Kompás Tengdar fréttir Útskúfað úr Vottunum og dóttirin lokaði á samskipti Móðir mín, þýsk kona sem tapað hafði öllu sínu, heimili sínu tvisvar í loftárásum, bróður og föður á vígvellinum, sem og öðrum nákomnum í brjálæði heimstyrjaldarinnar, kom til Íslands eftir stríð, kynntist manni eftir tveggja ára dvöl, giftist honum og eignuðust þau tvö börn. 19. mars 2022 09:34 „Eruð þið að pína barnið til að segja þetta?“ Malín Brand, fyrrverandi Vottur Jehóva, segist hafa sagt skilið við allt nema geðheisluna þegar hún yfirgaf söfnuðinn árið 2004. Malín er á meðal fyrrverandi Votta sem stigið hafa fram undanfarna daga í kjölfar umfjöllunar fréttastofu um trúmál og lýst því trúarofbeldi. 17. mars 2022 14:38 Útskúfað úr ríki Guðs og standa ein eftir Ung kona sem var rekin úr söfnuði Votta Jehóva, hefur ekki fengið að hitta fjölskylduna sína í átta ár. Fyrrverandi meðlimir Vottanna lýsa gífurlegu andlegu ofbeldi eftir útskúfun, harðræði gegn börnum í söfnuðinum og hvernig það skorti fagleg úrræði og aðstoð eftir að hafa hætt í sértrúarsöfnuði. Þær kalla eftir því að ofbeldið, sem hefur verið látið viðgangast áratugum saman, hætti og að ríkið stígi inn í. 14. mars 2022 07:00 Engin úrræði fyrir þolendur ofbeldis og útskúfunar í ríkisstyrktum trúfélögum Engin fagleg úrræði eru til staðar fyrir fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum á Íslandi og segja margir fyrrverandi meðlimir að mikil þörf sé á slíku. Þingmaður segir skorta eftirlit með starfsemi trúarhreyfinga og að sóknargjöld séu barn síns tíma. Fyrrverandi meðlimir Votta Jehóva lýsa andlegu ofbeldi eftir útskúfun og harðræði gegn börnum í söfnuðinum. 13. mars 2022 19:31 Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir „Þessar elskur“ eru virðulegir þjóðfélagsþegnar í dag Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Útskúfað úr Vottunum og dóttirin lokaði á samskipti Móðir mín, þýsk kona sem tapað hafði öllu sínu, heimili sínu tvisvar í loftárásum, bróður og föður á vígvellinum, sem og öðrum nákomnum í brjálæði heimstyrjaldarinnar, kom til Íslands eftir stríð, kynntist manni eftir tveggja ára dvöl, giftist honum og eignuðust þau tvö börn. 19. mars 2022 09:34
„Eruð þið að pína barnið til að segja þetta?“ Malín Brand, fyrrverandi Vottur Jehóva, segist hafa sagt skilið við allt nema geðheisluna þegar hún yfirgaf söfnuðinn árið 2004. Malín er á meðal fyrrverandi Votta sem stigið hafa fram undanfarna daga í kjölfar umfjöllunar fréttastofu um trúmál og lýst því trúarofbeldi. 17. mars 2022 14:38
Útskúfað úr ríki Guðs og standa ein eftir Ung kona sem var rekin úr söfnuði Votta Jehóva, hefur ekki fengið að hitta fjölskylduna sína í átta ár. Fyrrverandi meðlimir Vottanna lýsa gífurlegu andlegu ofbeldi eftir útskúfun, harðræði gegn börnum í söfnuðinum og hvernig það skorti fagleg úrræði og aðstoð eftir að hafa hætt í sértrúarsöfnuði. Þær kalla eftir því að ofbeldið, sem hefur verið látið viðgangast áratugum saman, hætti og að ríkið stígi inn í. 14. mars 2022 07:00
Engin úrræði fyrir þolendur ofbeldis og útskúfunar í ríkisstyrktum trúfélögum Engin fagleg úrræði eru til staðar fyrir fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum á Íslandi og segja margir fyrrverandi meðlimir að mikil þörf sé á slíku. Þingmaður segir skorta eftirlit með starfsemi trúarhreyfinga og að sóknargjöld séu barn síns tíma. Fyrrverandi meðlimir Votta Jehóva lýsa andlegu ofbeldi eftir útskúfun og harðræði gegn börnum í söfnuðinum. 13. mars 2022 19:31
Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01