Fyrir hverja er foreldrafræðsla? Hildur Inga Magnadóttir skrifar 29. mars 2022 09:00 Í heiminn kemur lítið kraftaverk - öskrandi, klístrað og dásamlegt kraftaverk. Nýbakaðir foreldrar hafa varið tíma í að undirbúa komu erfingjans. Ef til vill hafa ættingjar og vinir lagt hönd á plóg við undirbúninginn. Sett saman vöggu, útbúið barnaherbergi, prjónað heimfarasett eða hafa keypt svo lítil föt að ómögulegt er að ímynda sér að nokkur mannvera muni passa í þau. Svo kemur þessi litla mannvera í heiminn og heimurinn snýst á hvolf. Aðstæður foreldra eru misjafnar, sumir svífa um á bleiku skýi í kjölfar fæðingar, aðrir ganga í gegnum veikindi, upplifa erfiðar tilfinningar, sumir hafa stórt stuðningsnet, aðrir ekki og einhverjir fá jafnvel ekki tækifæri til þess að mynda tengingu við nýburann sinn. Það sem allir foreldrar eiga þó sameiginlegt er að lífið er breytt til frambúðar. Nú er lítil ósjálfbjarga mannvera algjörlega upp á foreldrana komin. Og hvað nú? Það er afar áhugavert að velta því fyrir sér hvers vegna það hefur ekki tíðkast hér á landi að foreldrar sækist eftir fræðslu um ýmsa þætti í tengslum við uppeldi, stærsta hlutverkið sem við fáum í lífinu. Allir vilja að börnum sínum líði vel og að þeim farnist vel í framtíðinni. Tækifæri og aðstæður foreldra eru auðvitað misjafnar og þekking og reynsla þeirra mismikil þegar í aðstæðurnar er komið. Það er því miður stundum þannig að foreldrar upplifa að það sé ,,tabú” að sækja sér fræðslu um þroska barna, uppeldi, samskipti og svo margt fleira sem foreldrar fást við. Hefur þú velt því fyrir þér hvernig viðhorfin þín eru gagnvart foreldrafræðslu? Foreldrar virðast oft á tíðum halda að með því að sækja sér fræðslu viðurkenni þeir vanmátt sinn, að þeir ráði ekki við hlutverk sitt. Þarna liggur stór misskilningur – það er einmitt merki um mikinn styrk að viða að sér þekkingu, læra um mismunandi uppeldisaðferðir, læra af fagaðilum og öðrum foreldrum. Uppeldi er nefnilega samvinnuverkefni, að því koma ekki bara foreldrar heldur líka ömmur og afar, frænkur og frændur, starfsmenn leikskóla og skóla, íþróttafélögin, vinir og vandamenn, jafnvel fagaðilar. Með tilkomu nýrrar námsleiðar hjá Háskóla Íslands, Foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf, er að stækka ný starfsstétt hér á landi. Foreldra- og uppeldisráðgjöfum fer fjölgandi og er markmið þeirra að styðja við og styrkja foreldra í krefjandi hlutverki sínu. Þessir nýju fagaðilar eru komnir til að vera og eitt af fyrstu verkefnum þeirra er að hvetja til hugarfarsbreytingar. Ef við hjálpumst að, öll sem eitt, getum við breytt þessu hugarfari, að foreldrafræðsla sé ,,tabú“. Foreldrafræðsla er fyrir alla. Alla þá sem vilja auka eigin vellíðan og vellíðan barna sinna. Kraftaverkið okkar getur verið svo nýtt að klístrið sé varla runnið af. Kraftaverkið getur líka verið að ganga í gegnum áskoranir unglingsáranna eða að feta fyrstu skref fullorðinsáranna og allt þar á milli. Innan foreldrafræðslu er pláss fyrir alla foreldra, óháð aldri barnanna. Fræðumst, lærum og ræðum saman til þess að fyrirbyggja vanda. Við þurfum ekki að bíða eftir því að áskoranirnar í uppeldinu verði svo stórar að þær virðist óyfirstíganlegar. Verum skrefinu á undan. Ákvarðanir sem við tökum núna hafa áhrif á framtíð okkar og barnanna okkar. Höfundur er foreldra- og uppeldisráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Inga Magnadóttir Börn og uppeldi Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Í heiminn kemur lítið kraftaverk - öskrandi, klístrað og dásamlegt kraftaverk. Nýbakaðir foreldrar hafa varið tíma í að undirbúa komu erfingjans. Ef til vill hafa ættingjar og vinir lagt hönd á plóg við undirbúninginn. Sett saman vöggu, útbúið barnaherbergi, prjónað heimfarasett eða hafa keypt svo lítil föt að ómögulegt er að ímynda sér að nokkur mannvera muni passa í þau. Svo kemur þessi litla mannvera í heiminn og heimurinn snýst á hvolf. Aðstæður foreldra eru misjafnar, sumir svífa um á bleiku skýi í kjölfar fæðingar, aðrir ganga í gegnum veikindi, upplifa erfiðar tilfinningar, sumir hafa stórt stuðningsnet, aðrir ekki og einhverjir fá jafnvel ekki tækifæri til þess að mynda tengingu við nýburann sinn. Það sem allir foreldrar eiga þó sameiginlegt er að lífið er breytt til frambúðar. Nú er lítil ósjálfbjarga mannvera algjörlega upp á foreldrana komin. Og hvað nú? Það er afar áhugavert að velta því fyrir sér hvers vegna það hefur ekki tíðkast hér á landi að foreldrar sækist eftir fræðslu um ýmsa þætti í tengslum við uppeldi, stærsta hlutverkið sem við fáum í lífinu. Allir vilja að börnum sínum líði vel og að þeim farnist vel í framtíðinni. Tækifæri og aðstæður foreldra eru auðvitað misjafnar og þekking og reynsla þeirra mismikil þegar í aðstæðurnar er komið. Það er því miður stundum þannig að foreldrar upplifa að það sé ,,tabú” að sækja sér fræðslu um þroska barna, uppeldi, samskipti og svo margt fleira sem foreldrar fást við. Hefur þú velt því fyrir þér hvernig viðhorfin þín eru gagnvart foreldrafræðslu? Foreldrar virðast oft á tíðum halda að með því að sækja sér fræðslu viðurkenni þeir vanmátt sinn, að þeir ráði ekki við hlutverk sitt. Þarna liggur stór misskilningur – það er einmitt merki um mikinn styrk að viða að sér þekkingu, læra um mismunandi uppeldisaðferðir, læra af fagaðilum og öðrum foreldrum. Uppeldi er nefnilega samvinnuverkefni, að því koma ekki bara foreldrar heldur líka ömmur og afar, frænkur og frændur, starfsmenn leikskóla og skóla, íþróttafélögin, vinir og vandamenn, jafnvel fagaðilar. Með tilkomu nýrrar námsleiðar hjá Háskóla Íslands, Foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf, er að stækka ný starfsstétt hér á landi. Foreldra- og uppeldisráðgjöfum fer fjölgandi og er markmið þeirra að styðja við og styrkja foreldra í krefjandi hlutverki sínu. Þessir nýju fagaðilar eru komnir til að vera og eitt af fyrstu verkefnum þeirra er að hvetja til hugarfarsbreytingar. Ef við hjálpumst að, öll sem eitt, getum við breytt þessu hugarfari, að foreldrafræðsla sé ,,tabú“. Foreldrafræðsla er fyrir alla. Alla þá sem vilja auka eigin vellíðan og vellíðan barna sinna. Kraftaverkið okkar getur verið svo nýtt að klístrið sé varla runnið af. Kraftaverkið getur líka verið að ganga í gegnum áskoranir unglingsáranna eða að feta fyrstu skref fullorðinsáranna og allt þar á milli. Innan foreldrafræðslu er pláss fyrir alla foreldra, óháð aldri barnanna. Fræðumst, lærum og ræðum saman til þess að fyrirbyggja vanda. Við þurfum ekki að bíða eftir því að áskoranirnar í uppeldinu verði svo stórar að þær virðist óyfirstíganlegar. Verum skrefinu á undan. Ákvarðanir sem við tökum núna hafa áhrif á framtíð okkar og barnanna okkar. Höfundur er foreldra- og uppeldisráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun