„Verið hérna í eitt og hálft ár og hef varla getað notað sama liðið tvo leiki í röð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. mars 2022 20:35 Gunnar Magnússon sagði að tæknimistök hefðu gert út af við möguleika sinna manna gegn ÍBV. vísir/daníel Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, sagði að fjöldi sóknarmistaka hefði verið munurinn á milli feigs og ófeigs gegn ÍBV í kvöld. „Annað liðið var sextán tapaða bolta en hitt bara sex. Þetta eru tíu sóknir. Markvarslan var lítil báðu megin en við komum ekki nógu mörgum skotum á markið. Við getum greint einhver smáatriði hingað og þangað og það er margt sem við getum lagað en þú vinnur ekki leik með sextán tæknimistök, sama hver andstæðingurinn er,“ sagði Gunnar við Vísi eftir leik. Þrátt fyrir fjölda mistaka var Afturelding alltaf inni í leiknum. En á augnablikum þegar Mosfellingar gátu komið sér almennilega inn í leikinn gerðu þeir sig seka um klaufaleg mistök. „Við náðum mörgum góðum köflum en þetta var alltaf sama sagan. Tæknimistökin fóru með þetta,“ sagði Gunnar. „Þetta voru ekki bara tapaðir boltar heldur líka 6-7 hraðaupphlaup sem við fengum í bakið á okkur án þess að komast í vörn. Þetta var erfitt en við vitum hvað við þurfum að laga.“ Gunnar hefur ekki úr mörgum leikmönnum að spila og notaði aðeins níu útileikmenn í leiknum í kvöld. Sveinn Andri Sveinsson var utan hóps vegna meiðsla en Gunnar vonast til að hann snúi til baka áður en úrslitakeppnin hefst. „Ég vona að Sveinn Andri nái einhverjum leikjum. Þorsteinn Leó [Gunnarsson] er búinn að liggja í flensu og svo er þetta bara sama sagan. Ég hef verið hérna í eitt og hálft ár og hef varla getað notað sama liðið tvo leiki í röð. Við erum alltaf að byrja upp á nýtt og leysa einhver vandamál og höldum því áfram,“ sagði Gunnar. „En auðvitað er þetta þreytandi, ég viðurkenni það alveg. Við náum engum stöðugleika og kannski er það einhver skýring á tæknimistökunum. Menn mega samt ekki að kasta boltanum frá sér svona auðveldlega en við erum alltaf að lenda í áföllum, stórum áföllum.“ Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Sjá meira
„Annað liðið var sextán tapaða bolta en hitt bara sex. Þetta eru tíu sóknir. Markvarslan var lítil báðu megin en við komum ekki nógu mörgum skotum á markið. Við getum greint einhver smáatriði hingað og þangað og það er margt sem við getum lagað en þú vinnur ekki leik með sextán tæknimistök, sama hver andstæðingurinn er,“ sagði Gunnar við Vísi eftir leik. Þrátt fyrir fjölda mistaka var Afturelding alltaf inni í leiknum. En á augnablikum þegar Mosfellingar gátu komið sér almennilega inn í leikinn gerðu þeir sig seka um klaufaleg mistök. „Við náðum mörgum góðum köflum en þetta var alltaf sama sagan. Tæknimistökin fóru með þetta,“ sagði Gunnar. „Þetta voru ekki bara tapaðir boltar heldur líka 6-7 hraðaupphlaup sem við fengum í bakið á okkur án þess að komast í vörn. Þetta var erfitt en við vitum hvað við þurfum að laga.“ Gunnar hefur ekki úr mörgum leikmönnum að spila og notaði aðeins níu útileikmenn í leiknum í kvöld. Sveinn Andri Sveinsson var utan hóps vegna meiðsla en Gunnar vonast til að hann snúi til baka áður en úrslitakeppnin hefst. „Ég vona að Sveinn Andri nái einhverjum leikjum. Þorsteinn Leó [Gunnarsson] er búinn að liggja í flensu og svo er þetta bara sama sagan. Ég hef verið hérna í eitt og hálft ár og hef varla getað notað sama liðið tvo leiki í röð. Við erum alltaf að byrja upp á nýtt og leysa einhver vandamál og höldum því áfram,“ sagði Gunnar. „En auðvitað er þetta þreytandi, ég viðurkenni það alveg. Við náum engum stöðugleika og kannski er það einhver skýring á tæknimistökunum. Menn mega samt ekki að kasta boltanum frá sér svona auðveldlega en við erum alltaf að lenda í áföllum, stórum áföllum.“
Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Sjá meira