Kallar eftir afsögn fjármálaráðherra vegna afsláttar á söluverði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. mars 2022 18:42 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR gagnrýnir að fagfjárferstar hafi fengið afslátt af kaupum á fjórðungshlut í Íslandsbanka. Vísir/Arnar Formaður VR gagnrýnir harðlega að hlutur ríkisins í Íslandsbanka hafi ekki verið seldur á markaðsvirði og kallar eftir afsögn fjármálaráðherra. Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslunnar á tæplega fjórðungs hlut ríkisins í Íslandsbanka sem hófst í gær og lauk sex í morgun. Velflestir lífeyrissjóðir og verðbréfasjóðir hér sýndu útboðinu áhuga ásamt erlendum fjárfestum. Söluverð á hvern hlut var 117 kr. en Bankasýslan, Verðbréfamiðlun Íslandsbanka, JP Morgan og Citigroup sáu m.a. um verðmatið. Fram kemur í upplýsingum frá Bankasýslunni að endanleg ákvörðun um verðið hafi verið í höndum fjármálaráðherra. Athygli hefur vakið að markaðsverð á hvern hlut í bankanum í Kauphöllinni í gær var hærra eða 122 kr. á hvern hlut og hafa þeir greiningaraðilar sem fréttastofa hefur rætt við í dag sagt að óánægju gæti vegna afsláttarins einkum þar sem umfram eftirspurn hafi verið eftir hlutum. Einhver tilboð hafi verið hærra en þetta verð. Þá hækkaði verð í bankanum í dag um tvö prósent. Ríkið fær með sölunni tæplega 53 milljarða króna en hefði fengið um tveimur milljörðum hærra verð hefði markaðsgengi dagsins í gær gilt. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR telur söluverð á hlutum ríkisins í bankanum í fyrra og núna óeðlilegt. „Þetta er enn einn skandall fjármálaráðherra, að gefa fjárfestum ríflegan afslátt af kaupverði og selja eignir ríkisins á undirverði. Það þarf að skoða og rannsaka af hverju verið er að selja hlut ríkisins með afslætti að næturlagi. Þá er vert að benda á að verð á hlutabréfum í bankanum hefur hækkað um 60% frá því ríkið seldi þriðjungs hlut í honum fyrir tíu mánuðum síðan. Sex erlendir fjárfestar seldu til að mynda í bankanum nokkrum dögum eftir fyrra útboðið með gríðarlegum hagnaði. Í heild hefur almenningur nú þegar orðið af tugum milljarða króna hefði bankinn verið seldur á réttu verði í fyrra útboðinu og því sem fór fram í gær. Almenningur hlýtur að krefjast þess að fjármálaráðherra segi af sér, þetta er bara spilling,“ segir Ragnar. Með viðskiptunum fer hlutur ríkissjóðs í bankanum úr 65,0 í 42,5 prósent. Íslenska ríkið er í fyrsta skipti frá bankahruni orðið minnihlutaeigandi í viðskiptabönkunum þremur eftir söluna. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stéttarfélög Tengdar fréttir Óánægja með að fagfjárfestar hafi fengið afslátt Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslu ríkissins á tæplega fjórðungs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Verð á hvern hlut til fagfjárfesta er um 10 prósent lægra en gengi dagsins í Kauphöll nú í morgun og um 4 prósent lægra en í gær. Óánægju gætir með afsláttinn og úthlutun á hlutum. 23. mars 2022 12:02 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslunnar á tæplega fjórðungs hlut ríkisins í Íslandsbanka sem hófst í gær og lauk sex í morgun. Velflestir lífeyrissjóðir og verðbréfasjóðir hér sýndu útboðinu áhuga ásamt erlendum fjárfestum. Söluverð á hvern hlut var 117 kr. en Bankasýslan, Verðbréfamiðlun Íslandsbanka, JP Morgan og Citigroup sáu m.a. um verðmatið. Fram kemur í upplýsingum frá Bankasýslunni að endanleg ákvörðun um verðið hafi verið í höndum fjármálaráðherra. Athygli hefur vakið að markaðsverð á hvern hlut í bankanum í Kauphöllinni í gær var hærra eða 122 kr. á hvern hlut og hafa þeir greiningaraðilar sem fréttastofa hefur rætt við í dag sagt að óánægju gæti vegna afsláttarins einkum þar sem umfram eftirspurn hafi verið eftir hlutum. Einhver tilboð hafi verið hærra en þetta verð. Þá hækkaði verð í bankanum í dag um tvö prósent. Ríkið fær með sölunni tæplega 53 milljarða króna en hefði fengið um tveimur milljörðum hærra verð hefði markaðsgengi dagsins í gær gilt. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR telur söluverð á hlutum ríkisins í bankanum í fyrra og núna óeðlilegt. „Þetta er enn einn skandall fjármálaráðherra, að gefa fjárfestum ríflegan afslátt af kaupverði og selja eignir ríkisins á undirverði. Það þarf að skoða og rannsaka af hverju verið er að selja hlut ríkisins með afslætti að næturlagi. Þá er vert að benda á að verð á hlutabréfum í bankanum hefur hækkað um 60% frá því ríkið seldi þriðjungs hlut í honum fyrir tíu mánuðum síðan. Sex erlendir fjárfestar seldu til að mynda í bankanum nokkrum dögum eftir fyrra útboðið með gríðarlegum hagnaði. Í heild hefur almenningur nú þegar orðið af tugum milljarða króna hefði bankinn verið seldur á réttu verði í fyrra útboðinu og því sem fór fram í gær. Almenningur hlýtur að krefjast þess að fjármálaráðherra segi af sér, þetta er bara spilling,“ segir Ragnar. Með viðskiptunum fer hlutur ríkissjóðs í bankanum úr 65,0 í 42,5 prósent. Íslenska ríkið er í fyrsta skipti frá bankahruni orðið minnihlutaeigandi í viðskiptabönkunum þremur eftir söluna.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stéttarfélög Tengdar fréttir Óánægja með að fagfjárfestar hafi fengið afslátt Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslu ríkissins á tæplega fjórðungs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Verð á hvern hlut til fagfjárfesta er um 10 prósent lægra en gengi dagsins í Kauphöll nú í morgun og um 4 prósent lægra en í gær. Óánægju gætir með afsláttinn og úthlutun á hlutum. 23. mars 2022 12:02 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Óánægja með að fagfjárfestar hafi fengið afslátt Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslu ríkissins á tæplega fjórðungs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Verð á hvern hlut til fagfjárfesta er um 10 prósent lægra en gengi dagsins í Kauphöll nú í morgun og um 4 prósent lægra en í gær. Óánægju gætir með afsláttinn og úthlutun á hlutum. 23. mars 2022 12:02