Máli ÁTVR gegn Sante og Bjórlandi vísað frá Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. mars 2022 15:14 ÁTVR hafði ekki erindi sem erfiði. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað málum ÁTVR gegn Sante ehf, Santewines SAS og Bjórlandi vegna smásölu á áfengi frá dómi. Þetta staðfesta Arnar Sigurðsson, eigandi Sante ehf. og Santewines SAS og Þórgnýr Thoroddsen, eigandi Bjórlands í samtali við fréttastofu. ÁTVR krafðist þess að félögin myndu hætta smásölu áfengis á Íslandi á grundvelli þess að ÁTVR hefði einkarétt á sölu áfengis hér á landi. Þá krafðist ÁTVR þess einnig að skaðabótaskylda urði viðurkennd vegna meints tjóns sem ríkisfyrirtækið taldi sig hafa orðið fyrir vegna smásölu annara aðila á áfengi í vefverslun. Sante, Santewines og Bjórland kröfðust þess hins vegar að málunum gegn þeim yrði vísað frá dómi. Fréttastofa hefur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í málunum tveimur undir höndum, og segja má að þar fái málatilbúningur ÁTVR á baukinn. Skorti verulega á að ÁTVR hafi sýnt fram á tjón Kemst dómurinn meðal annars að sú krafa ÁTVR að Bjórlandi yrði gert að láta af smásölu áfengis í vefverslun sé háð það miklum annmörkum að ekki sé hægt að taka hana fyrir dóm. Var henni því vísað frá. „Yrði fallist á þessa dómkröfu stefndana er einsýnt að stefnda yrði óheimilt að starfrækja vefverslun, sama undir hvaða nafni hún væri, þar sem áfengi er væri selt til íslenskra neytenda til eigin nota í gegnum lager á erlendri grunu, þar sem neytandinn stæði sjálfur að innflutningi áfengis hingað til lands, sem er þó heimilt samkvæmt lögum,“ segir í úrskurðinum. Þá kemst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að ÁTVR hafi ekki upplýst nánar eða lagt fram gögn um það tjón sem fyrirtækið taldi sig hafa orðið fyrir vegna vefverslunar annarra aðila á áfengi, ekki hafi verið sýnt fram á að kaup í vefverslun annarra aðila hafi komið í stað kaupa í ÁTVR, en ekki verið til viðbótar kaupum í ÁTVR. Deilt var um rétt til að selja áfengi í smásölu.Vísir/Vilhelm Telur dómurinn í báðum tilvikum að verulega skorti á að þeim skilyrðum sé fullnægt sem gerð eru til sönnunar á tilvist tjóns. Af þeim sökum telur dómurinn að ÁTVR hafi ekki lögvarða hagsmuni af því að fá dóm um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. Alls þarf ÁTVR að greiða Bjórlandi 950 þúsund krónur í málskostnað og Sante og Santewines 1,65 milljónir í málskostnað. Í tilkynningu sem send var á fjölmiða af hálfu Sante.is segir að málarekstur ÁTVR hafi verið erindisleysa og það hafi úrskurður héraðsdóms staðfest. Í tilkynningunni segir Birgir Már Björnsson, lögmaður Sante.is, að niðurstaða héraðsdóms komi honum ekki á óvart, hún staðfesti að öllu leyti það sem haldið var fram fyrir dómi um að ÁTVR hafi tekið sér vald sem stofnunin hefur ekki. Hann telji jafnframt að fá dæmi séu í íslenskri réttarsögu um viðlíka vísvitandi heimildarskort stjórnvalds í eigin málarekstri fyrir dómstólum. Hann vænti þess að ÁTVR láti nú gott heita í málaskaki gegn Sante.is og fagni þess í stað nútímalegri samkeppni, neytendum til heilla. Áfengi og tóbak Verslun Dómsmál Neytendur Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Nokkur mál í skoðun hjá ÁTVR: „Við ætlum að grípa til varna“ Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins vill ekki svara því hversu mörg mál hafa verið höfðuð eða eru í skoðun gegn innlendum aðilum sem stunda netsölu á áfengi. Lögmaður ÁTVR segir „nokkur sambærileg mál til skoðunar“. 20. september 2021 08:11 ÁTVR stefnir Arnari og Sante vegna brots á einkarétti til smásölu áfengis Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur stefnt Sante ehf, Santewines SAS og Arnari Sigurðssyni, sem er skráður eigandi beggja fyrirtækjanna, til þess að hætta smásölu áfengis á Íslandi. 18. september 2021 18:39 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Þetta staðfesta Arnar Sigurðsson, eigandi Sante ehf. og Santewines SAS og Þórgnýr Thoroddsen, eigandi Bjórlands í samtali við fréttastofu. ÁTVR krafðist þess að félögin myndu hætta smásölu áfengis á Íslandi á grundvelli þess að ÁTVR hefði einkarétt á sölu áfengis hér á landi. Þá krafðist ÁTVR þess einnig að skaðabótaskylda urði viðurkennd vegna meints tjóns sem ríkisfyrirtækið taldi sig hafa orðið fyrir vegna smásölu annara aðila á áfengi í vefverslun. Sante, Santewines og Bjórland kröfðust þess hins vegar að málunum gegn þeim yrði vísað frá dómi. Fréttastofa hefur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í málunum tveimur undir höndum, og segja má að þar fái málatilbúningur ÁTVR á baukinn. Skorti verulega á að ÁTVR hafi sýnt fram á tjón Kemst dómurinn meðal annars að sú krafa ÁTVR að Bjórlandi yrði gert að láta af smásölu áfengis í vefverslun sé háð það miklum annmörkum að ekki sé hægt að taka hana fyrir dóm. Var henni því vísað frá. „Yrði fallist á þessa dómkröfu stefndana er einsýnt að stefnda yrði óheimilt að starfrækja vefverslun, sama undir hvaða nafni hún væri, þar sem áfengi er væri selt til íslenskra neytenda til eigin nota í gegnum lager á erlendri grunu, þar sem neytandinn stæði sjálfur að innflutningi áfengis hingað til lands, sem er þó heimilt samkvæmt lögum,“ segir í úrskurðinum. Þá kemst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að ÁTVR hafi ekki upplýst nánar eða lagt fram gögn um það tjón sem fyrirtækið taldi sig hafa orðið fyrir vegna vefverslunar annarra aðila á áfengi, ekki hafi verið sýnt fram á að kaup í vefverslun annarra aðila hafi komið í stað kaupa í ÁTVR, en ekki verið til viðbótar kaupum í ÁTVR. Deilt var um rétt til að selja áfengi í smásölu.Vísir/Vilhelm Telur dómurinn í báðum tilvikum að verulega skorti á að þeim skilyrðum sé fullnægt sem gerð eru til sönnunar á tilvist tjóns. Af þeim sökum telur dómurinn að ÁTVR hafi ekki lögvarða hagsmuni af því að fá dóm um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. Alls þarf ÁTVR að greiða Bjórlandi 950 þúsund krónur í málskostnað og Sante og Santewines 1,65 milljónir í málskostnað. Í tilkynningu sem send var á fjölmiða af hálfu Sante.is segir að málarekstur ÁTVR hafi verið erindisleysa og það hafi úrskurður héraðsdóms staðfest. Í tilkynningunni segir Birgir Már Björnsson, lögmaður Sante.is, að niðurstaða héraðsdóms komi honum ekki á óvart, hún staðfesti að öllu leyti það sem haldið var fram fyrir dómi um að ÁTVR hafi tekið sér vald sem stofnunin hefur ekki. Hann telji jafnframt að fá dæmi séu í íslenskri réttarsögu um viðlíka vísvitandi heimildarskort stjórnvalds í eigin málarekstri fyrir dómstólum. Hann vænti þess að ÁTVR láti nú gott heita í málaskaki gegn Sante.is og fagni þess í stað nútímalegri samkeppni, neytendum til heilla.
Áfengi og tóbak Verslun Dómsmál Neytendur Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Nokkur mál í skoðun hjá ÁTVR: „Við ætlum að grípa til varna“ Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins vill ekki svara því hversu mörg mál hafa verið höfðuð eða eru í skoðun gegn innlendum aðilum sem stunda netsölu á áfengi. Lögmaður ÁTVR segir „nokkur sambærileg mál til skoðunar“. 20. september 2021 08:11 ÁTVR stefnir Arnari og Sante vegna brots á einkarétti til smásölu áfengis Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur stefnt Sante ehf, Santewines SAS og Arnari Sigurðssyni, sem er skráður eigandi beggja fyrirtækjanna, til þess að hætta smásölu áfengis á Íslandi. 18. september 2021 18:39 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Nokkur mál í skoðun hjá ÁTVR: „Við ætlum að grípa til varna“ Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins vill ekki svara því hversu mörg mál hafa verið höfðuð eða eru í skoðun gegn innlendum aðilum sem stunda netsölu á áfengi. Lögmaður ÁTVR segir „nokkur sambærileg mál til skoðunar“. 20. september 2021 08:11
ÁTVR stefnir Arnari og Sante vegna brots á einkarétti til smásölu áfengis Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur stefnt Sante ehf, Santewines SAS og Arnari Sigurðssyni, sem er skráður eigandi beggja fyrirtækjanna, til þess að hætta smásölu áfengis á Íslandi. 18. september 2021 18:39