Reykvíkingar fara sjálfir með ruslið í aftakaveðri Snorri Másson skrifar 14. mars 2022 23:08 Fjölmargir hafa lagt leið sína í Sorpu síðustu daga. Stöð 2 Sorphirða í Reykjavík er í sögulegum ólestri - pappír og plasttunnur hafa flestar ekki verið tæmdar í tæpar sjö vikur. Skýringin: Röð óheppilegra atvika. Það talar enginn um sorphirðu þegar hún gengur vel. En nú eru allir að tala um hana, af því að hún gengur illa. Fréttastofa kannaði málið í dag og ræddi við fólk í greininni. Fólk sem hefur verið viðriðið sorphirðu í á fjórða áratug kvaðst aldrei hafa séð það svartara. „Það er allt búið að vera í rusli,“ segir Valur Sigurðarson, rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkur. Hvað veldur? Það er ekki eitt; það er allt. Fyrst, óeðlileg snjókoma í febrúar sem stíflaði allt. Síðan hneppti veiran þriðjung starfsliðs sorphirðunnar í einangrun. Og vegna takmarkaðrar sorphirðu hefur fólk leitað með plast og pappa í grenndargáma. En grenndargámar eru tæmdir niður á við ofan í ruslabíla - það er ómögulegt í aftakaveðrinu núna. „Þegar þetta gerðist svona á sama tíma gerðist það að við þurftum að leggja niður hirðu á grænum og bláum ílátum í þrjár vikur til að halda almenna sorpinu á sorphirðudagatali. Okkur fannst það mikilvægara,“ segir Valur, sem bendir á að svörtu tunnurnar hafi allar verið tæmdar. Valur Sigurðarson, rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkur, segir undanfarnar vikur hafa tekið mikið á starfsliðið. En bráðum kemur betri tíð.Vísir Og hvað eiga almennir borgarar að gera? „Það er hægt að fara með þetta á grenndarstöðvar. Þegar þær eru fullar biðjum við fólk að skilja þetta ekki eftir fyrir utan gámana, það er mikið búið að vera að fjúka í dag í þessu, eða þá að fólk fari bara með þetta á Sorpu sjálft,“ segir Valur. Fréttastofa ræddi einmitt við nokkra samviskusama borgara sem voru að fara með ruslið sjálfir á Sorpu. Það var ekki tekið út með sældinni í storminum sem geisaði, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Það er lán í óláni að yfirgengilegri rigningu fylgja leysingar miklar. Á næstu tveimur eða þremur vikum á allt að vera komið í lag. Að óbreyttu. Reykjavík Sorpa Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Búvörulögin dæmd ólögmæt Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Hröð atburðarás eftir myndbirtingu af þjófi með hafnaboltakylfu Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Hæðir og lægðir baráttunnar Hröð atburðarás eftir myndbirtingu af þjófi með hafnaboltakylfu Búvörulögin dæmd ólögmæt Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiðar vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Sjá meira
Það talar enginn um sorphirðu þegar hún gengur vel. En nú eru allir að tala um hana, af því að hún gengur illa. Fréttastofa kannaði málið í dag og ræddi við fólk í greininni. Fólk sem hefur verið viðriðið sorphirðu í á fjórða áratug kvaðst aldrei hafa séð það svartara. „Það er allt búið að vera í rusli,“ segir Valur Sigurðarson, rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkur. Hvað veldur? Það er ekki eitt; það er allt. Fyrst, óeðlileg snjókoma í febrúar sem stíflaði allt. Síðan hneppti veiran þriðjung starfsliðs sorphirðunnar í einangrun. Og vegna takmarkaðrar sorphirðu hefur fólk leitað með plast og pappa í grenndargáma. En grenndargámar eru tæmdir niður á við ofan í ruslabíla - það er ómögulegt í aftakaveðrinu núna. „Þegar þetta gerðist svona á sama tíma gerðist það að við þurftum að leggja niður hirðu á grænum og bláum ílátum í þrjár vikur til að halda almenna sorpinu á sorphirðudagatali. Okkur fannst það mikilvægara,“ segir Valur, sem bendir á að svörtu tunnurnar hafi allar verið tæmdar. Valur Sigurðarson, rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkur, segir undanfarnar vikur hafa tekið mikið á starfsliðið. En bráðum kemur betri tíð.Vísir Og hvað eiga almennir borgarar að gera? „Það er hægt að fara með þetta á grenndarstöðvar. Þegar þær eru fullar biðjum við fólk að skilja þetta ekki eftir fyrir utan gámana, það er mikið búið að vera að fjúka í dag í þessu, eða þá að fólk fari bara með þetta á Sorpu sjálft,“ segir Valur. Fréttastofa ræddi einmitt við nokkra samviskusama borgara sem voru að fara með ruslið sjálfir á Sorpu. Það var ekki tekið út með sældinni í storminum sem geisaði, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Það er lán í óláni að yfirgengilegri rigningu fylgja leysingar miklar. Á næstu tveimur eða þremur vikum á allt að vera komið í lag. Að óbreyttu.
Reykjavík Sorpa Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Búvörulögin dæmd ólögmæt Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Hröð atburðarás eftir myndbirtingu af þjófi með hafnaboltakylfu Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Hæðir og lægðir baráttunnar Hröð atburðarás eftir myndbirtingu af þjófi með hafnaboltakylfu Búvörulögin dæmd ólögmæt Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiðar vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Sjá meira