Réttarvitund almennings Sævar Þór Jónsson skrifar 12. mars 2022 14:31 Með réttarvitund almennings er átt við ríkjandi viðhorf þorra manna í samfélaginu á hverjum tíma um það hvernig gildandi réttur er eða eigi að vera í ákveðnu tilviki eða tilvikum. Um er að ræða hugmyndir hvers einstaklings um lög og réttlæti. Ef réttarvitund helst stöðug og henni er fylgt, getur hún orðið að venju. Sumir halda því fram að sú niðurstaða sé eðlilegust sem er í samræmi við réttarvitund almennings á hverjum tíma. Fræðimenn eru ekki á sama máli um hvort réttarvitund almennings teljist sem réttarheimild. Sumir fræðimenn viðurkenna réttarvitund almennings ekki sem sjálfstæða réttarheimild þar sem það skorti viðhlítandi rök til að veita henni slíkt gildi eða að um sé að ræða óáþreifanlegt og óákveðið viðmið og þar af leiðandi sé ekki hægt að nota það við refsiákvörðun. Sumir fræðimenn telja að regluverk þjóðfélagsins hafi mótast af réttarvitund almennings og fornri lagahefð og að til staðar séu viðmið sem ekki hafa mótast til hlítar eins og meginreglur laga, eðli máls og almenn réttarvitund. Ísland er réttarríki. Samkvæmt 1. mgr. 69. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 verður gild refsiregla að endurspegla lýðræðislega ákvarðanatöku kjörinna fulltrúa á Alþingi. Hlutverk löggjafans er að sjá til þess að vilji þjóðarinnar endurspeglist í refsilöggjöfinni. Refsiákvæði sem lögfest eru verða að vera í samræmi við kröfur stjórnarskrár sem og almenn siðferðis- og sanngirnissjónarmið. Því verður að telja rétt og eðlilegt að réttarvitund almennings kunni að hafa áhrif við setningu refsiákvæða. Meginhlutverk dómstóla er að ákvarða umfang og eðli refsinga við refsiverðri háttsemi. Þau sjónarmið sem dómstólar hafa í huga við ákvörðun refsinga verða ekki tæmandi talin en í 61. gr. stjórnarskrárinnar er kveðið svo að dómendur skuli í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögum. Löggjafinn hér á landi hefur veitt dómstólum nokkuð rúmt svigrúm til að ákvarða refsingu. Viðfangsefni lögfræðinnar verða sífellt flóknari og erfiðari en samt sem áður verða dómstólar að komast að niðurstöðu. Ekki er hægt að vísa máli frá sé ekki til lagaregla um úrlausnarefnið. Dómara ber að velja þá leið sem hann telur vera rétta út frá lögfræðilegu sjónarmiði. Hlutverk dómara er að leiða fram rétta niðurstöðu. Dómarar eru mannlegir og hluti af samfélaginu og því kann að vera að þeir mótist af þjóðfélagsumræðunni. Dómarar fylgjast með fjölmiðlum og vita hvað er í gangi hverju sinni í samfélaginu. Ljóst er þó að dómarar geta ekki tekið mið af tilfinningaþrungnum og oft á tíðum samhengislausum röddum í samfélaginu. Fjölmiðlar fjalla eðli málsins samkvæmt um málefni líðandi stundar. Sumir refsiverðir verknaðir fá meiri umfjöllun hjá almenningi en önnur málefni. Mikið var fjallað um efnahagskreppuna á Íslandi sem skall á haustið 2008. Jafnvel hafa verið kenningar á lofti um að réttarvitund almennings hafi haft áhrif á ákvarðanir dómstóla í svokölluðum hrunmálum, þ.e. í þeim málum þar sem sakfellt var eins og í Hæstaréttardómum í málum Exista, Al-Thani og Ímon. Jafnframt hafa fíkniefnamál fengið mikla athygli. Lengi vel hafa dómstólar verið gagnrýndir af almenningi fyrir vægar refsingar í fíkniefnabrotamálum en refsingar í þeim brotaflokki hafa þyngst verulega á síðustu árum. Þá hafa umræður í þjóðfélaginu verið á þá leið að fólki þyki refsingar vera orðnar of þungar í fíkniefnamálum, svo sem í þeim tilvikum þar sem um er að ræða svokölluð burðardýr. Síðustu ár hafa verið háværar raddir í þjóðfélaginu um að refsingar fyrir kynferðisbrot séu of vægar. Því er haldið fram að refsingar séu ekki í samræmi við réttarvitund almennings, sem krefjast að refsingar séu þyngdar fyrir slík brot. Viðurlögin þykja ekki réttlát og hefur umræðan verið á þá leið að breyta verði almennum hegningarlögum. Fjölmiðlar hafa farið mikinn eftir að dómar í kynferðisbrotamálum hafa fallið. Hafa nokkrar byltingar átt sér stað á síðustu árum vegna kynferðisbrota, svo sem Ekki mínir #almannahagsmunir þar sem verið var að mótmæla aðgerðarleysi löreglunnar í kynferðisbrotamálum í kjölfar Hlíðarmálsins svokallaðs og svo #MeToo byltingarnar þar sem fjöldi þolenda hefur stigið fram undir nafni eða nafnlaust og sagt frá kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi. Nú upp á síðkastið hafa fjölmiðlar og hlaðvörp fjallað um mál einstaklinga sem stigið hafa fram og sakað ákveðna aðila um að hafa brotið gegn sér kynferðislega og hafa þau mál jafnvel ekki verið kærð eða verið felld niður á rannsóknarstigi. Hefur það þróast þannig að slíkar ásakanir hafa haft afleiðingar fyrir viðkomandi sem sakaðir eru um ofbeldið. Kann þessi þróun að hafa orðið með tilkomu samfélagsmiðla nútímans þar sem fólk getur tjáð sig um sína upplifun á eigin samfélagsmiðlum. Þá hefur lögregla lýst yfir áhyggjum af auknum vopnaburði í undirheimum og fólks almennt upp á síðkastið, sem hefur haft slæmar afleiðingar í för með sér. Kann það að vera vegna þess að skipulögð glæpastarfsemi á Íslandi hefur farið vaxandi síðustu ár. Um er að ræða alvarlega ógn við samfélag og einstaklinga á Íslandi. Það vakna upp ýmsar spurningar hvers vegna Íslendingar krefjast þyngri refsinga í hinum ýmsu brotaflokkum og hverju slík framkvæmd myndi skila. Telja má að þau sjónarmið er búa að baki þeirri skoðun almennings eigi margt sameiginlegt með þeim grundvallarsjónarmiðum sem færð hafa verið fram í aldanna rás um markmið og réttlætingu refsinga. Í fyrsta lagi má nefna það sjónarmið að þyngri refsingar séu besta ráðið til að draga úr afbrotum. Rannsóknir fræðimanna hafa sýnt fram á að stórhertar refsingar hafi almennt ekki meira en tímabundin áhrif á tíðni afbrota. Í öðru lagi má nefna það sjónarmið að með lengri fangelsisrefsingu sé brotamaðurinn gerður óskaðlegur fyrir samfélagið og möguleikar hans til brotastarfsemi í refsivist séu mjög takmarkaðir. Í þriðja lagi er sjónarmið um betrun brotamannsins í fangelsi. Gengið er út frá því að löng refsivist muni hvort tveggja í senn fæla afbrotamanninn frá því að brjóta aftur af sér svo hann fari ekki aftur í fangelsi og að refsivistin verði honum tími til umhugsunar um nýtt líf eða endurskoðaða breytni. Í fjórða lagi má draga þá ályktun að hefndarsjónarmið ráði þar miklu. Það er viðhorf almennings til einstakra brotaflokka með þeim hætti að þar birtast hefndarsjónarmiðin í sinni skýrustu mynd. Í fimmta lagi má telja að kröfu almennings um þyngri refsingar megi rekja til aukinnar umfjöllunar fjölmiðla um sakamál. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur hefur m.a. varpað fram því sjónarmiði að auknar áhyggjur Íslendinga af afbrotum séu hugsanlega tilkomnar frá fjölmiðlum. Aukinn áhugi fjölmiðla á afbrotum felst í frekari fréttaflutningi, sé það meginskýringin á auknum áhyggjum fólks, en ekki hinn félagslegi raunveruleiki afbrota í samfélaginu. Oft er þekking almennings á réttarvörslukerfinu ekki nægjanlega mikil, en hugmyndir almennings byggja oft á brotakenndum fréttaflutningi fjölmiðla, sem hafa almennt ekki tilhneigingu til að greina í heild, heldur einskorða umfjöllun sína við einstök og óvenjuleg sakamál, þar sem almenningur bregst oft við með þeim hætti að refsingar fyrir slík brot beri að þyngja sérstaklega. Að lokum verður að hafa í huga að almenn réttarvitund er ekki alltaf byggð á staðreyndum eða þekkingu almennings á viðfangsefninu. Oft er um að ræða að almenningur kynni sér einungis málefni í fjölmiðlum, eins og sjá má á kommentakerfum. Þá tekur dómstóll götunnar við og deila má um ágæti þess. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Sævar Þór Jónsson Mest lesið Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Með réttarvitund almennings er átt við ríkjandi viðhorf þorra manna í samfélaginu á hverjum tíma um það hvernig gildandi réttur er eða eigi að vera í ákveðnu tilviki eða tilvikum. Um er að ræða hugmyndir hvers einstaklings um lög og réttlæti. Ef réttarvitund helst stöðug og henni er fylgt, getur hún orðið að venju. Sumir halda því fram að sú niðurstaða sé eðlilegust sem er í samræmi við réttarvitund almennings á hverjum tíma. Fræðimenn eru ekki á sama máli um hvort réttarvitund almennings teljist sem réttarheimild. Sumir fræðimenn viðurkenna réttarvitund almennings ekki sem sjálfstæða réttarheimild þar sem það skorti viðhlítandi rök til að veita henni slíkt gildi eða að um sé að ræða óáþreifanlegt og óákveðið viðmið og þar af leiðandi sé ekki hægt að nota það við refsiákvörðun. Sumir fræðimenn telja að regluverk þjóðfélagsins hafi mótast af réttarvitund almennings og fornri lagahefð og að til staðar séu viðmið sem ekki hafa mótast til hlítar eins og meginreglur laga, eðli máls og almenn réttarvitund. Ísland er réttarríki. Samkvæmt 1. mgr. 69. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 verður gild refsiregla að endurspegla lýðræðislega ákvarðanatöku kjörinna fulltrúa á Alþingi. Hlutverk löggjafans er að sjá til þess að vilji þjóðarinnar endurspeglist í refsilöggjöfinni. Refsiákvæði sem lögfest eru verða að vera í samræmi við kröfur stjórnarskrár sem og almenn siðferðis- og sanngirnissjónarmið. Því verður að telja rétt og eðlilegt að réttarvitund almennings kunni að hafa áhrif við setningu refsiákvæða. Meginhlutverk dómstóla er að ákvarða umfang og eðli refsinga við refsiverðri háttsemi. Þau sjónarmið sem dómstólar hafa í huga við ákvörðun refsinga verða ekki tæmandi talin en í 61. gr. stjórnarskrárinnar er kveðið svo að dómendur skuli í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögum. Löggjafinn hér á landi hefur veitt dómstólum nokkuð rúmt svigrúm til að ákvarða refsingu. Viðfangsefni lögfræðinnar verða sífellt flóknari og erfiðari en samt sem áður verða dómstólar að komast að niðurstöðu. Ekki er hægt að vísa máli frá sé ekki til lagaregla um úrlausnarefnið. Dómara ber að velja þá leið sem hann telur vera rétta út frá lögfræðilegu sjónarmiði. Hlutverk dómara er að leiða fram rétta niðurstöðu. Dómarar eru mannlegir og hluti af samfélaginu og því kann að vera að þeir mótist af þjóðfélagsumræðunni. Dómarar fylgjast með fjölmiðlum og vita hvað er í gangi hverju sinni í samfélaginu. Ljóst er þó að dómarar geta ekki tekið mið af tilfinningaþrungnum og oft á tíðum samhengislausum röddum í samfélaginu. Fjölmiðlar fjalla eðli málsins samkvæmt um málefni líðandi stundar. Sumir refsiverðir verknaðir fá meiri umfjöllun hjá almenningi en önnur málefni. Mikið var fjallað um efnahagskreppuna á Íslandi sem skall á haustið 2008. Jafnvel hafa verið kenningar á lofti um að réttarvitund almennings hafi haft áhrif á ákvarðanir dómstóla í svokölluðum hrunmálum, þ.e. í þeim málum þar sem sakfellt var eins og í Hæstaréttardómum í málum Exista, Al-Thani og Ímon. Jafnframt hafa fíkniefnamál fengið mikla athygli. Lengi vel hafa dómstólar verið gagnrýndir af almenningi fyrir vægar refsingar í fíkniefnabrotamálum en refsingar í þeim brotaflokki hafa þyngst verulega á síðustu árum. Þá hafa umræður í þjóðfélaginu verið á þá leið að fólki þyki refsingar vera orðnar of þungar í fíkniefnamálum, svo sem í þeim tilvikum þar sem um er að ræða svokölluð burðardýr. Síðustu ár hafa verið háværar raddir í þjóðfélaginu um að refsingar fyrir kynferðisbrot séu of vægar. Því er haldið fram að refsingar séu ekki í samræmi við réttarvitund almennings, sem krefjast að refsingar séu þyngdar fyrir slík brot. Viðurlögin þykja ekki réttlát og hefur umræðan verið á þá leið að breyta verði almennum hegningarlögum. Fjölmiðlar hafa farið mikinn eftir að dómar í kynferðisbrotamálum hafa fallið. Hafa nokkrar byltingar átt sér stað á síðustu árum vegna kynferðisbrota, svo sem Ekki mínir #almannahagsmunir þar sem verið var að mótmæla aðgerðarleysi löreglunnar í kynferðisbrotamálum í kjölfar Hlíðarmálsins svokallaðs og svo #MeToo byltingarnar þar sem fjöldi þolenda hefur stigið fram undir nafni eða nafnlaust og sagt frá kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi. Nú upp á síðkastið hafa fjölmiðlar og hlaðvörp fjallað um mál einstaklinga sem stigið hafa fram og sakað ákveðna aðila um að hafa brotið gegn sér kynferðislega og hafa þau mál jafnvel ekki verið kærð eða verið felld niður á rannsóknarstigi. Hefur það þróast þannig að slíkar ásakanir hafa haft afleiðingar fyrir viðkomandi sem sakaðir eru um ofbeldið. Kann þessi þróun að hafa orðið með tilkomu samfélagsmiðla nútímans þar sem fólk getur tjáð sig um sína upplifun á eigin samfélagsmiðlum. Þá hefur lögregla lýst yfir áhyggjum af auknum vopnaburði í undirheimum og fólks almennt upp á síðkastið, sem hefur haft slæmar afleiðingar í för með sér. Kann það að vera vegna þess að skipulögð glæpastarfsemi á Íslandi hefur farið vaxandi síðustu ár. Um er að ræða alvarlega ógn við samfélag og einstaklinga á Íslandi. Það vakna upp ýmsar spurningar hvers vegna Íslendingar krefjast þyngri refsinga í hinum ýmsu brotaflokkum og hverju slík framkvæmd myndi skila. Telja má að þau sjónarmið er búa að baki þeirri skoðun almennings eigi margt sameiginlegt með þeim grundvallarsjónarmiðum sem færð hafa verið fram í aldanna rás um markmið og réttlætingu refsinga. Í fyrsta lagi má nefna það sjónarmið að þyngri refsingar séu besta ráðið til að draga úr afbrotum. Rannsóknir fræðimanna hafa sýnt fram á að stórhertar refsingar hafi almennt ekki meira en tímabundin áhrif á tíðni afbrota. Í öðru lagi má nefna það sjónarmið að með lengri fangelsisrefsingu sé brotamaðurinn gerður óskaðlegur fyrir samfélagið og möguleikar hans til brotastarfsemi í refsivist séu mjög takmarkaðir. Í þriðja lagi er sjónarmið um betrun brotamannsins í fangelsi. Gengið er út frá því að löng refsivist muni hvort tveggja í senn fæla afbrotamanninn frá því að brjóta aftur af sér svo hann fari ekki aftur í fangelsi og að refsivistin verði honum tími til umhugsunar um nýtt líf eða endurskoðaða breytni. Í fjórða lagi má draga þá ályktun að hefndarsjónarmið ráði þar miklu. Það er viðhorf almennings til einstakra brotaflokka með þeim hætti að þar birtast hefndarsjónarmiðin í sinni skýrustu mynd. Í fimmta lagi má telja að kröfu almennings um þyngri refsingar megi rekja til aukinnar umfjöllunar fjölmiðla um sakamál. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur hefur m.a. varpað fram því sjónarmiði að auknar áhyggjur Íslendinga af afbrotum séu hugsanlega tilkomnar frá fjölmiðlum. Aukinn áhugi fjölmiðla á afbrotum felst í frekari fréttaflutningi, sé það meginskýringin á auknum áhyggjum fólks, en ekki hinn félagslegi raunveruleiki afbrota í samfélaginu. Oft er þekking almennings á réttarvörslukerfinu ekki nægjanlega mikil, en hugmyndir almennings byggja oft á brotakenndum fréttaflutningi fjölmiðla, sem hafa almennt ekki tilhneigingu til að greina í heild, heldur einskorða umfjöllun sína við einstök og óvenjuleg sakamál, þar sem almenningur bregst oft við með þeim hætti að refsingar fyrir slík brot beri að þyngja sérstaklega. Að lokum verður að hafa í huga að almenn réttarvitund er ekki alltaf byggð á staðreyndum eða þekkingu almennings á viðfangsefninu. Oft er um að ræða að almenningur kynni sér einungis málefni í fjölmiðlum, eins og sjá má á kommentakerfum. Þá tekur dómstóll götunnar við og deila má um ágæti þess. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar