Seðlabankinn sýknaður en Þorsteinn Már fær skaðabætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. mars 2022 14:30 Þorsteinn Már Baldvinsson fær þrjár milljónir í bætur frá Seðlabanka Íslands. Vísir/Vilhelm Seðlabanki Íslands var sýknaður í Landsrétti í dag af skaðabótakröfu sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja en hluta málsins var vísað frá dómi. Seðlabankinn var hins vegar dæmdur til að greiða Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, 2,7 milljónir króna í skaðabætur. Málið spannar áratug og gott betur. Samherja var ætlað að hafa brotið lög á meðan fjármagnshöft voru við lýði eftir hrunið haustið 2008. Var ráðist í húsleitir á skrifstofum Samherja bæði í Reykjavík og Akureyri í mars 2012 í tengslum við málið. Að lokinni rannsókn Seðlabankans fór málið í hendur sérstaks saksóknara sem felldi það niður tvisvar sinnum. Ástæðan var sú að ekki væri refsiheimlid í reglugerð til að refsa fyrir meint brot. Seðlabankinn lagði þá fimmtán milljóna króna stjórnvaldssekt á Samherja sem var felld úr gildi með Hæstaréttardómi í nóvember fyrir tveimur árum. Samherji og Þorsteinn Már höfðuðu því mál gegn Seðlabankanum, meðal annars til þess að fá endurgreiddan kostnað sem hlaust af við það að hafa þurft að grípa til varna vegna málareksturs bankans, sá kostnaður sagði fyrirtækið hafa verið 306 milljónir. Kröfðust 306 milljóna króna í skaðabætur Málin voru rekin fyrir héraðsdómi í september 2020. Annars vegar mál Samherja gegn bankanum þar sem krafist var 306 milljóna króna í skaðabætur auk tíu milljóna í miskabætur. Hins vegar einkamál Þorsteins Más sem krafðist þess að fá 6,5 milljónir króna í bætur frá bankanum. Krafa Samherja gegn Seðlabankanum byggði á endurkröfu á launagreiðslum starfsmanna fyrirtækisins sem komu að því að verja það í málarekstri Seðlabankans gegn fyrirtækinu, alls 306 milljónir. Lögmaður Samherja sagði við málflutning í héraði að stærstur hluti kröfunnar væri tilkominn vegna kostnaðar við lögmenn og endurskoðendur, eða hátt í 247 milljónir króna. Um 59 milljónir króna væru vegna ýmiss kostnaðar sem fyrirtækið hefði orðið fyrir. Vísaði hann til þess að rannsóknin hefði staðið yfir í hátt í átta ár. Þá hefði rannsóknin beinst að um þrjátíu fyrirtækjum í samstæðu Samherja. Við málsmeðferðina kom fram að 131 milljón af þeirri tölu væri vegna launa til Jóns Óttars Ólafssonar, sem starfað hefur fyrir Samherja undanfarin ár. Landsréttur staðfesti sýknudóm yfir Seðlabankanum úr héraði. Bótagreiðslur til Þorsteins Más staðfestar Í dómi héraðsdóms í máli Þorsteins Más var sjónarmiðum Seðlabankans hafnað um að röng túlkun bankans á refsiheimildum og beiting á sektarheimild í málinu hafi verið afsakanleg í ljósi atvika þess. Dómurinn lagði því til grundvallar að sú ranga túlkun á refsiheimildum sem bankinn viðhafði við meðferð máls Þorsteins Más og þegar bankinn tók ákvörðun um að leggja á hann sekt 1. september 2016 hafi falið í sér saknæma og ólögmæta háttsemi, og fyrir það bæri að greiða skaðabætur. Landsréttur staðfesti bótagreiðslur upp á 2,7 milljónir króna auk þess sem Seðlabankinn skildi greiða þrjár milljónir í málskostnað í máli Þorsteins gegn bankanum, bæði fyrir héraði og Landsrétti. Dómur Landsréttar í máli Þorsteins Más gegn Seðlabankanum. Dómur Landsréttar í máli Samherja gegn Seðlabanka Íslands. Dómsmál Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn sýknaður af kröfu Samherja en Þorsteinn Már fær 2,5 milljónir Seðlabankinn þarf að greiða Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, 2,5 milljónir í skaðabætur vegna Samherjamálsins svokallaða. Seðlabankinn var hins vegar sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna málsins. 30. október 2020 13:40 Samherji hyggst áfrýja dómnum Seðlabankinn var í dag sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna Samherjamálsins svokallaða. 30. október 2020 17:27 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Málið spannar áratug og gott betur. Samherja var ætlað að hafa brotið lög á meðan fjármagnshöft voru við lýði eftir hrunið haustið 2008. Var ráðist í húsleitir á skrifstofum Samherja bæði í Reykjavík og Akureyri í mars 2012 í tengslum við málið. Að lokinni rannsókn Seðlabankans fór málið í hendur sérstaks saksóknara sem felldi það niður tvisvar sinnum. Ástæðan var sú að ekki væri refsiheimlid í reglugerð til að refsa fyrir meint brot. Seðlabankinn lagði þá fimmtán milljóna króna stjórnvaldssekt á Samherja sem var felld úr gildi með Hæstaréttardómi í nóvember fyrir tveimur árum. Samherji og Þorsteinn Már höfðuðu því mál gegn Seðlabankanum, meðal annars til þess að fá endurgreiddan kostnað sem hlaust af við það að hafa þurft að grípa til varna vegna málareksturs bankans, sá kostnaður sagði fyrirtækið hafa verið 306 milljónir. Kröfðust 306 milljóna króna í skaðabætur Málin voru rekin fyrir héraðsdómi í september 2020. Annars vegar mál Samherja gegn bankanum þar sem krafist var 306 milljóna króna í skaðabætur auk tíu milljóna í miskabætur. Hins vegar einkamál Þorsteins Más sem krafðist þess að fá 6,5 milljónir króna í bætur frá bankanum. Krafa Samherja gegn Seðlabankanum byggði á endurkröfu á launagreiðslum starfsmanna fyrirtækisins sem komu að því að verja það í málarekstri Seðlabankans gegn fyrirtækinu, alls 306 milljónir. Lögmaður Samherja sagði við málflutning í héraði að stærstur hluti kröfunnar væri tilkominn vegna kostnaðar við lögmenn og endurskoðendur, eða hátt í 247 milljónir króna. Um 59 milljónir króna væru vegna ýmiss kostnaðar sem fyrirtækið hefði orðið fyrir. Vísaði hann til þess að rannsóknin hefði staðið yfir í hátt í átta ár. Þá hefði rannsóknin beinst að um þrjátíu fyrirtækjum í samstæðu Samherja. Við málsmeðferðina kom fram að 131 milljón af þeirri tölu væri vegna launa til Jóns Óttars Ólafssonar, sem starfað hefur fyrir Samherja undanfarin ár. Landsréttur staðfesti sýknudóm yfir Seðlabankanum úr héraði. Bótagreiðslur til Þorsteins Más staðfestar Í dómi héraðsdóms í máli Þorsteins Más var sjónarmiðum Seðlabankans hafnað um að röng túlkun bankans á refsiheimildum og beiting á sektarheimild í málinu hafi verið afsakanleg í ljósi atvika þess. Dómurinn lagði því til grundvallar að sú ranga túlkun á refsiheimildum sem bankinn viðhafði við meðferð máls Þorsteins Más og þegar bankinn tók ákvörðun um að leggja á hann sekt 1. september 2016 hafi falið í sér saknæma og ólögmæta háttsemi, og fyrir það bæri að greiða skaðabætur. Landsréttur staðfesti bótagreiðslur upp á 2,7 milljónir króna auk þess sem Seðlabankinn skildi greiða þrjár milljónir í málskostnað í máli Þorsteins gegn bankanum, bæði fyrir héraði og Landsrétti. Dómur Landsréttar í máli Þorsteins Más gegn Seðlabankanum. Dómur Landsréttar í máli Samherja gegn Seðlabanka Íslands.
Dómsmál Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn sýknaður af kröfu Samherja en Þorsteinn Már fær 2,5 milljónir Seðlabankinn þarf að greiða Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, 2,5 milljónir í skaðabætur vegna Samherjamálsins svokallaða. Seðlabankinn var hins vegar sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna málsins. 30. október 2020 13:40 Samherji hyggst áfrýja dómnum Seðlabankinn var í dag sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna Samherjamálsins svokallaða. 30. október 2020 17:27 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Seðlabankinn sýknaður af kröfu Samherja en Þorsteinn Már fær 2,5 milljónir Seðlabankinn þarf að greiða Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, 2,5 milljónir í skaðabætur vegna Samherjamálsins svokallaða. Seðlabankinn var hins vegar sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna málsins. 30. október 2020 13:40
Samherji hyggst áfrýja dómnum Seðlabankinn var í dag sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna Samherjamálsins svokallaða. 30. október 2020 17:27