Fékk ekki að taka 250 þúsund króna sængurgjafirnar með sér heim Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. mars 2022 20:05 Guðrún fékk meðal annars barnabílstól, barnavagn og leikgrind. Skjáskot Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, eða GDRN, fékk ekki að halda sængurgjöfum sem henni voru færðar á síðara undanúrslitakvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins, sem fór fram á laugardag. Seinna undanúrslitakvöld Söngvakeppninnar fór fram á laugardag. Guðrún Ýr Eyfjörð var ein þeirra tónlistarmanna sem stigu á svið til að skemmta áhorfendum meðan þeir biðu eftir niðurstöðum keppninnar. Hún flutti lagið Open Your Heart, sem Birgitta Haukdal flutti fyrir Íslands hönd í Eurovision árið 2003. Að loknum flutningi steig Guðrún niður af sviðinu og Jón Jónsson, einn kynna keppninnar, greip hana til að ræða stuttlega við hana. Hann kom henni þó heldur betur á óvart og færði henni hverja gjöfina á fætur annarri, þar á meðal barnabílstól og barnavagn, en Guðrún á von á sínu fyrsta barni. Meðal gjafa voru leikgrind, barnabílstóll, barnavagn, göngugrind fyrir barnið og hreiður. Uppátækið vakti nokkra athygli og einhverjir hafa velt því fyrir sér hver hafi greitt fyrir gjafirnar, sem samkvæmt útreikningi fréttastofu kosta ekki minna en 250 þúsund krónur í heildina. Sá útreikningur fæst þó með því að velja lægsta mögulega verðið fyrir þær gjafir sem hún fékk. hver borgaði gjarirnar til GDRN ? #12stig— sourjuls (@sourjuls) March 5, 2022 Er skattpeningur íslenska verkalýðsins að fara í þetta?!! Barnadrasl fyrir GDRN! Mér blöskrar #12stig— Malín (@MalinEyfjord) March 5, 2022 Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, einn kynna Söngvakeppninnar, segir í samtali við fréttastofu að Guðrún hafi ekki fengið að halda gjöfunum. Um hafi verið að ræða grín og Guðrún hafi vitað af því fyrir fram. „Þetta voru propp sem voru fengin að láni og öllu skilað. Þetta var nú bara brandari hjá okkur og þessu var öllu skilað. Guðrún vissi að það yrði smá grín,“ segir Ragnhildur. „Ríkisútvarpið má ekkert gefa svona gjafir þannig að það var gengið út frá því strax að þessu yrði skilað og þess vegna var þetta allt sett í plast og sellófan.“ Hægt er að horfa á uppátækið hér en það hefst þegar klukkutími og fjórar mínútur eru liðnar. Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Seinna undanúrslitakvöld Söngvakeppninnar fór fram á laugardag. Guðrún Ýr Eyfjörð var ein þeirra tónlistarmanna sem stigu á svið til að skemmta áhorfendum meðan þeir biðu eftir niðurstöðum keppninnar. Hún flutti lagið Open Your Heart, sem Birgitta Haukdal flutti fyrir Íslands hönd í Eurovision árið 2003. Að loknum flutningi steig Guðrún niður af sviðinu og Jón Jónsson, einn kynna keppninnar, greip hana til að ræða stuttlega við hana. Hann kom henni þó heldur betur á óvart og færði henni hverja gjöfina á fætur annarri, þar á meðal barnabílstól og barnavagn, en Guðrún á von á sínu fyrsta barni. Meðal gjafa voru leikgrind, barnabílstóll, barnavagn, göngugrind fyrir barnið og hreiður. Uppátækið vakti nokkra athygli og einhverjir hafa velt því fyrir sér hver hafi greitt fyrir gjafirnar, sem samkvæmt útreikningi fréttastofu kosta ekki minna en 250 þúsund krónur í heildina. Sá útreikningur fæst þó með því að velja lægsta mögulega verðið fyrir þær gjafir sem hún fékk. hver borgaði gjarirnar til GDRN ? #12stig— sourjuls (@sourjuls) March 5, 2022 Er skattpeningur íslenska verkalýðsins að fara í þetta?!! Barnadrasl fyrir GDRN! Mér blöskrar #12stig— Malín (@MalinEyfjord) March 5, 2022 Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, einn kynna Söngvakeppninnar, segir í samtali við fréttastofu að Guðrún hafi ekki fengið að halda gjöfunum. Um hafi verið að ræða grín og Guðrún hafi vitað af því fyrir fram. „Þetta voru propp sem voru fengin að láni og öllu skilað. Þetta var nú bara brandari hjá okkur og þessu var öllu skilað. Guðrún vissi að það yrði smá grín,“ segir Ragnhildur. „Ríkisútvarpið má ekkert gefa svona gjafir þannig að það var gengið út frá því strax að þessu yrði skilað og þess vegna var þetta allt sett í plast og sellófan.“ Hægt er að horfa á uppátækið hér en það hefst þegar klukkutími og fjórar mínútur eru liðnar.
Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira