Hefjum störf breytir lífi fólks: Þakkir og hvatning til Vinnumálastofnunnar Sveinn Waage skrifar 8. mars 2022 07:01 Merkilegt hvernig mismunandi hlutir sitja eftir úr skólagöngunni. Á meðan ótrúlega lítið situr eftir af algebrunni urðu önnur atriði naglföst í langtímaminninu. Eitt af því sem sat eftir úr framhaldsskólanum á síðustu öld var eldfim umræða í sálfræði 203 um hvaða atburðir í lífi fólks hefði mestu áhrif andlega á það til langframa. Að missa elskandi maka var efst á listanum og gátu flestir tengt við það. En svo kom að atriði nr.2 og þá vandaðist málið. „Langtíma atvinnuleysi“ var næst á listanum. Ha!? Hvernig gat það verið framar í röðinni en allar hugsanlegar hörmungar og sorg, sem á fólk er lagt í daglegu lífi? Ekki séns. Fyrir 18 ára peyja úr Eyjum sem upplifði að vinna væri næg fyrir alla, alltaf, var þetta of stór fullyrðing til að meðtaka. En þegar heimurinn stækkaði og árin færðust yfir fór þessi furðulega ályktun úr sálfræðibókinni, að útskýrast betur og betur. Heilu kynslóðirnar erlendis brennimerktar í vítahring atvinnuleysis og hér heima sá maður betur með aldrinum hvaða eyðileggjandi áhrif það hafði á fólk að vera án vinnu í lengri tíma. Hver svo sem ástæðan var. Svo var það líklega ekki fyrr en í svokölluðu hruni og seinna í covid sem miðaldra Sveinn fyllilega náði að meðtaka sjálfur að líklega var eitthvað að marka þessa kennslubók í sálfræði 203. En ég er heppinn. Ég á góða að, vini, fjölskyldu og tengslanet. Og málin hafa þróast þannig að ég hef fengið að vinna við fjölbreytt verkefni samhliða öðrum störfum sem hafa svo gripið mig þegar aðstæður breytast. Nóg um það. Talandi um heppni. Ég fékk tækifæri í haust að taka að mér ráðgjafaverkefni sem hefur verið ótrúleg reynsla sem vert er að deila áfram og vekja athygli á. Það hefur a.m.k. ekki mikið borið á vitnisburði og fréttum af fólkinu sjálfu sem hefur hreinlega LIFNAÐ VIÐ í átakinu „Hefjum störf“ hjá Vinnumálastofnun. Hér skal sú saga sögð. Spennandi og þörf hugmynd kviknaði hjá Góðgerðarfélaginu Gleipni í haust að leggja af stað og þróa hugbúnað og tölvuleik með því markmiði að leikjavæða lærdóm með áherslu á íslenskt mál og menningu. Viðtöl og vinna með kennurum í grunnskólum út um allt land átti eftir að sýna enn betur fram á brýna þörfina á að viðhalda móðurmálinu okkar. Mikill áhugi og vilji til samstarfs, var auðsýndur, samstarf sem þegar er byrjað, þegar þetta er skrifað. Stefnt er að því að hugbúnaðurinn verði öllum aðgengilegur að kostnaðarlausu. Það sem kannski var og er óvenjulegt við þetta verkefni er að fengið var, í samvinnu með Vinnumálastofnun, tugir manns til að vinna að verkefninu í það minnsta í sex mánuði undir átakinu „Hefjum störf“. Starfsfólkið sem hefur unnið að þessu undanfarna mánuði var allt búið að vera án fastrar atvinnu í ár eða lengur. Hér eftir verður það mikil áskorun að missa sig ekki í lýsingarorðum á því sem gerst hefur síðan við byrjuðum, en byrjum á að henda í eitt gott útlenskt ó-mæ-god! Til að byrja með eru orðið fjarstæðukennt kannski besta orðið til að lýsa ráðningarferlinu. Fjöldinn af hæfu vel menntuðu fólki á skrá hjá VMST er sláandi. Við þurftum forritara, hönnuði, markaðsfólk, mannauðs- og skrifstofufólk. Í draumaheimi fyndum við svo líka hæft fólk sem hefði reynslu og þekkingu á að sækja styrki og samstarfsaðila fyrir slíkt verkefni. Allt þetta tókst og gott betur. Við gátum valið úr hæfu fólki. Að sjá síðan kraftinn, gleðina og afköstin sem þetta verkefni hefur leyst úr læðingi er lygilegt. Að sjá fólk sem mætti með hettuna á hausnum og þorði ekki augnsambandi, skara fram úr í forritun, hugmyndavinnu og samskiptum við hagaðila er hreinlega magnað. Þetta verkefni er að gefa svo hæfu fólki aftur trú á sjálft sig og maður á erfitt með að trúa því að þessi öflugi mannauður hafi staðið ónýttur í allan þennan tíma. Þvílík sóun. Við áttum svo von á því fljótlega að þessi kraftur leystur úr læðingi myndi kasta fólki í önnur föst langtímastörf og það er raunin. Að sjá þau fara í önnur störf er bæði gefandi og dásamlegt þrátt fyrir að missinn úr teyminu okkar. Hvað sem verður, hversu langt sem við náum, verður alltaf hægt að líta til baka og þakka fyrir allt þetta fólk sem fór á flug með okkur í Gleipni. Markmiðið með þessum orðum er að veita innsýn í hvernig átak eins og „Hefjum störf“ virkar í raun og veru. Við viljum fyrst þakka Vinnumálastofnun kærlega fyrir traustið og samstarfið en jafnframt skora á VMST og stjórnvöld að endurskoða ákvörðun um að leggja átakið til hliðar. Við erum til vitnis og umræðu um virknina og hvernig þetta átak hreinlega breytir lífi fólks. Ekkert minna. Ég sá svo sjálfur í vikunni að 170 manns sóttu um eitt 50% starf á næturvaktir á hóteli. Langflest með mikla menntun og reynslu. Ónýttur mannauður. Ónýtt tækifæri í verðmætasköpun fyrir samfélagið allt. Nánar um verkefnið Lækjavæðum Lærdóm á www.gleipnir.org Höfundur er ráðgjafi og leiðbeinandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Sveinn Waage Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Halldór 16.11.2024 skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Merkilegt hvernig mismunandi hlutir sitja eftir úr skólagöngunni. Á meðan ótrúlega lítið situr eftir af algebrunni urðu önnur atriði naglföst í langtímaminninu. Eitt af því sem sat eftir úr framhaldsskólanum á síðustu öld var eldfim umræða í sálfræði 203 um hvaða atburðir í lífi fólks hefði mestu áhrif andlega á það til langframa. Að missa elskandi maka var efst á listanum og gátu flestir tengt við það. En svo kom að atriði nr.2 og þá vandaðist málið. „Langtíma atvinnuleysi“ var næst á listanum. Ha!? Hvernig gat það verið framar í röðinni en allar hugsanlegar hörmungar og sorg, sem á fólk er lagt í daglegu lífi? Ekki séns. Fyrir 18 ára peyja úr Eyjum sem upplifði að vinna væri næg fyrir alla, alltaf, var þetta of stór fullyrðing til að meðtaka. En þegar heimurinn stækkaði og árin færðust yfir fór þessi furðulega ályktun úr sálfræðibókinni, að útskýrast betur og betur. Heilu kynslóðirnar erlendis brennimerktar í vítahring atvinnuleysis og hér heima sá maður betur með aldrinum hvaða eyðileggjandi áhrif það hafði á fólk að vera án vinnu í lengri tíma. Hver svo sem ástæðan var. Svo var það líklega ekki fyrr en í svokölluðu hruni og seinna í covid sem miðaldra Sveinn fyllilega náði að meðtaka sjálfur að líklega var eitthvað að marka þessa kennslubók í sálfræði 203. En ég er heppinn. Ég á góða að, vini, fjölskyldu og tengslanet. Og málin hafa þróast þannig að ég hef fengið að vinna við fjölbreytt verkefni samhliða öðrum störfum sem hafa svo gripið mig þegar aðstæður breytast. Nóg um það. Talandi um heppni. Ég fékk tækifæri í haust að taka að mér ráðgjafaverkefni sem hefur verið ótrúleg reynsla sem vert er að deila áfram og vekja athygli á. Það hefur a.m.k. ekki mikið borið á vitnisburði og fréttum af fólkinu sjálfu sem hefur hreinlega LIFNAÐ VIÐ í átakinu „Hefjum störf“ hjá Vinnumálastofnun. Hér skal sú saga sögð. Spennandi og þörf hugmynd kviknaði hjá Góðgerðarfélaginu Gleipni í haust að leggja af stað og þróa hugbúnað og tölvuleik með því markmiði að leikjavæða lærdóm með áherslu á íslenskt mál og menningu. Viðtöl og vinna með kennurum í grunnskólum út um allt land átti eftir að sýna enn betur fram á brýna þörfina á að viðhalda móðurmálinu okkar. Mikill áhugi og vilji til samstarfs, var auðsýndur, samstarf sem þegar er byrjað, þegar þetta er skrifað. Stefnt er að því að hugbúnaðurinn verði öllum aðgengilegur að kostnaðarlausu. Það sem kannski var og er óvenjulegt við þetta verkefni er að fengið var, í samvinnu með Vinnumálastofnun, tugir manns til að vinna að verkefninu í það minnsta í sex mánuði undir átakinu „Hefjum störf“. Starfsfólkið sem hefur unnið að þessu undanfarna mánuði var allt búið að vera án fastrar atvinnu í ár eða lengur. Hér eftir verður það mikil áskorun að missa sig ekki í lýsingarorðum á því sem gerst hefur síðan við byrjuðum, en byrjum á að henda í eitt gott útlenskt ó-mæ-god! Til að byrja með eru orðið fjarstæðukennt kannski besta orðið til að lýsa ráðningarferlinu. Fjöldinn af hæfu vel menntuðu fólki á skrá hjá VMST er sláandi. Við þurftum forritara, hönnuði, markaðsfólk, mannauðs- og skrifstofufólk. Í draumaheimi fyndum við svo líka hæft fólk sem hefði reynslu og þekkingu á að sækja styrki og samstarfsaðila fyrir slíkt verkefni. Allt þetta tókst og gott betur. Við gátum valið úr hæfu fólki. Að sjá síðan kraftinn, gleðina og afköstin sem þetta verkefni hefur leyst úr læðingi er lygilegt. Að sjá fólk sem mætti með hettuna á hausnum og þorði ekki augnsambandi, skara fram úr í forritun, hugmyndavinnu og samskiptum við hagaðila er hreinlega magnað. Þetta verkefni er að gefa svo hæfu fólki aftur trú á sjálft sig og maður á erfitt með að trúa því að þessi öflugi mannauður hafi staðið ónýttur í allan þennan tíma. Þvílík sóun. Við áttum svo von á því fljótlega að þessi kraftur leystur úr læðingi myndi kasta fólki í önnur föst langtímastörf og það er raunin. Að sjá þau fara í önnur störf er bæði gefandi og dásamlegt þrátt fyrir að missinn úr teyminu okkar. Hvað sem verður, hversu langt sem við náum, verður alltaf hægt að líta til baka og þakka fyrir allt þetta fólk sem fór á flug með okkur í Gleipni. Markmiðið með þessum orðum er að veita innsýn í hvernig átak eins og „Hefjum störf“ virkar í raun og veru. Við viljum fyrst þakka Vinnumálastofnun kærlega fyrir traustið og samstarfið en jafnframt skora á VMST og stjórnvöld að endurskoða ákvörðun um að leggja átakið til hliðar. Við erum til vitnis og umræðu um virknina og hvernig þetta átak hreinlega breytir lífi fólks. Ekkert minna. Ég sá svo sjálfur í vikunni að 170 manns sóttu um eitt 50% starf á næturvaktir á hóteli. Langflest með mikla menntun og reynslu. Ónýttur mannauður. Ónýtt tækifæri í verðmætasköpun fyrir samfélagið allt. Nánar um verkefnið Lækjavæðum Lærdóm á www.gleipnir.org Höfundur er ráðgjafi og leiðbeinandi.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun