Sólveig Anna hellir sér yfir Halldóru Sveinsdóttur Jakob Bjarnar skrifar 7. mars 2022 16:14 Sólveig Anna lætur Halldóru Sveinsdóttur, 3. varaforseta ASÍ og formann stéttarfélagsins Bárunnar hafa það óþvegið í pistli á Facebooksíðu sinni. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, sem nú bíður þess að taka aftur við stjórnartaumunum í verkalýðsfélaginu eftir sigur í formannskosningum fyrir nokkru, vandar þriðja varaforseta ASÍ, Halldóru Sveinsdóttur, ekki kveðjurnar í pistli sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. „Þegar ég hélt að botninum væri mögulega náð í andstyggð og rugli þarf ég að horfast í augu við að það er auðvitað enginn botn til staðar. Hatrið og heimskan eru bókstaflega óendanlegar uppsprettur fyrir hin siðferðilega takmörkuðu til að drekka af,“ segir Sólveig Anna. Tilefni orða hennar er viðtal mbl.is við Halldóru, sem er að auki formaður stéttarfélagsins Bárunnar, en henni er brugðið vegna „frétta af fjármálum Eflingar og segir að ef niðurstaðan þar innanhúss verður sú að um fjárdrátt hafi verið að ræða þurfi félagið að kalla til félagsfundar,“ segir í frétt Freys Bjarnasonar á mbl.is. Halldóra tjáir sig vegna kostnaðar við vefsíðu Eflingar, 20 milljóna króna en uppfærslu hennar annaðist Andri Sigurðsson. Halldóra er þess fullviss að þar sé eitthvað gruggugt á ferðinni. Hið eina grugguga í málinu að mati Sólveigar Önnu er það sem hún kallar viðbjóðslega aðför sem „nú er í gangi gagnvart Viðari Þorsteinssyni, Andra Sigurðssyni og mér vegna vinnu Andra við kynningarmál, hönnun nýrrar þrítyngdrar vefsíðu, grafík og samfélagsmiðla Eflingar. Með því að taka undir rógburðinn ræðst hún einnig að mannorði fjármálastjóra félagsins (sem og þess starfsfólks sem var ábyrgðaraðilar vinnunar við vefsíðuna og annað það sem vefstofan Sigur vann á þriggja ára tímabili, þeirra sem lögðu fram verkbeiðnir, höfðu umsjón með verkum og samþykktu reikninga),“ segir Sólveig Anna. Og reynir ekki að leyna því að henni er heitt í hamsi. Sólveig Anna segir Halldóru ekki hafa neitt í höndum nema ósannar ásakanir starfandi formanns Eflingar: „Þriðji varaforseti ASÍ er tilbúin til að ráðast að fólki með ósönnum grafalvarlegum ásökunum um refsiverða háttsemi og glæpi!“ Miðað við tóninn í þeim sem fara fyrir verkalýðsfélögum landsins er ljóst að það stefnir í verulegar væringar innan verkalýðshreyfingarinnar áður en hún sest niður til samninga við forsvarsmenn atvinnulífsins. Þar eru ýmis mál óuppgerð. Sólveig Anna og hennar fólk sækir það nú fast að formannskipti verði áður en til aðalfundar Starfsgreinasambandsins kemur. Stéttarfélög Samfélagsmiðlar Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Fjármálastjóri Eflingar sagði upp af persónulegum ástæðum Fjármálastjóri Eflingar hefur sagt upp störfum en hann segir það ekki tengjast neinu öðru en hans persónulegu ástæðum. 6. mars 2022 16:54 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
„Þegar ég hélt að botninum væri mögulega náð í andstyggð og rugli þarf ég að horfast í augu við að það er auðvitað enginn botn til staðar. Hatrið og heimskan eru bókstaflega óendanlegar uppsprettur fyrir hin siðferðilega takmörkuðu til að drekka af,“ segir Sólveig Anna. Tilefni orða hennar er viðtal mbl.is við Halldóru, sem er að auki formaður stéttarfélagsins Bárunnar, en henni er brugðið vegna „frétta af fjármálum Eflingar og segir að ef niðurstaðan þar innanhúss verður sú að um fjárdrátt hafi verið að ræða þurfi félagið að kalla til félagsfundar,“ segir í frétt Freys Bjarnasonar á mbl.is. Halldóra tjáir sig vegna kostnaðar við vefsíðu Eflingar, 20 milljóna króna en uppfærslu hennar annaðist Andri Sigurðsson. Halldóra er þess fullviss að þar sé eitthvað gruggugt á ferðinni. Hið eina grugguga í málinu að mati Sólveigar Önnu er það sem hún kallar viðbjóðslega aðför sem „nú er í gangi gagnvart Viðari Þorsteinssyni, Andra Sigurðssyni og mér vegna vinnu Andra við kynningarmál, hönnun nýrrar þrítyngdrar vefsíðu, grafík og samfélagsmiðla Eflingar. Með því að taka undir rógburðinn ræðst hún einnig að mannorði fjármálastjóra félagsins (sem og þess starfsfólks sem var ábyrgðaraðilar vinnunar við vefsíðuna og annað það sem vefstofan Sigur vann á þriggja ára tímabili, þeirra sem lögðu fram verkbeiðnir, höfðu umsjón með verkum og samþykktu reikninga),“ segir Sólveig Anna. Og reynir ekki að leyna því að henni er heitt í hamsi. Sólveig Anna segir Halldóru ekki hafa neitt í höndum nema ósannar ásakanir starfandi formanns Eflingar: „Þriðji varaforseti ASÍ er tilbúin til að ráðast að fólki með ósönnum grafalvarlegum ásökunum um refsiverða háttsemi og glæpi!“ Miðað við tóninn í þeim sem fara fyrir verkalýðsfélögum landsins er ljóst að það stefnir í verulegar væringar innan verkalýðshreyfingarinnar áður en hún sest niður til samninga við forsvarsmenn atvinnulífsins. Þar eru ýmis mál óuppgerð. Sólveig Anna og hennar fólk sækir það nú fast að formannskipti verði áður en til aðalfundar Starfsgreinasambandsins kemur.
Stéttarfélög Samfélagsmiðlar Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Fjármálastjóri Eflingar sagði upp af persónulegum ástæðum Fjármálastjóri Eflingar hefur sagt upp störfum en hann segir það ekki tengjast neinu öðru en hans persónulegu ástæðum. 6. mars 2022 16:54 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Fjármálastjóri Eflingar sagði upp af persónulegum ástæðum Fjármálastjóri Eflingar hefur sagt upp störfum en hann segir það ekki tengjast neinu öðru en hans persónulegu ástæðum. 6. mars 2022 16:54