Mannréttindi, umhverfismál og menntun í brennidepli Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. mars 2022 15:09 Frá Barnaþinginu árið 2019. Vísir/SigurjónÓ Stjórnvöld ætla að nýta tillögur Barnaþings markvisst í opinberri stefnumótun að sögn umboðsmanns barna en þingið verður sett í annað skipti í dag í Hörpu. Ríflega hundrað börn ræða þar um um mannréttindi umhverfismál og menntun. Krakkarnir eru á aldrinum ellefu til fimmtán ára og eru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Þjóðfundarfyrirkomulag er notað á þinginu þar sem þátttakendum er skipt á borð þar sem umræðan á sér stað undir stjórn sérþjálfaðra borðstjóra. Þingið fór í fyrsta skipti fram árið 2019. Þá lögðu börnin áherslu menntamál en meðal þess sem börnin kröfðust þá var betri og fjölbreyttari matur í skólum og jafnrétti til náms og heilbrigðisþjónustu. Salvör Nordal umboðsmaður barna sem heldur utan um Barnaþingið segir að krakkarnir sjálfir valið áhersluatriðin sem ræða á. „Þau munu leggja áherslu á mannréttindi, umhverfismál og menntun,“ segir Salvör. Hún segir að niðurstöður þingsins muni koma að margvíslegum notum. „Við höfum verið dugleg við að halda því á lofti sem þau fjölluðu um þá. En síðan ákvað Alþingi síðasta vor að nýta tillögur Barnaþings markvisst við opinbera stefnumótun. Það verður tryggt núna og stjórnvöld hafa svona skuldbundið sig til að nýta niðurstöður barnaþings markvisst,“ segir Salvör. Hátíðardagskrá þingsins hófst í dag klukkan þrjú en á morgun hefst svo sjálfur Þjóðfundurinn. Um Barnaþing Barnaþing er nú haldið í annað sinn en samkvæmt lögum um umboðsmann barna er honum ætlað að halda þing um málefni barna á tveggja ára fresti og bjóða til þingsins alþingismönnum, fulltrúum sveitarfélaga, stofnana, félagasamtaka og atvinnulífsins. Í aðdraganda þessa barnaþings hafa barnaþingmenn valið þrjá málaflokka sem þau hyggjast leggja áherslu á: Mannréttindi, umhverfismál og menntun. Barnaþingi er ætlað að efla börn til þátttöku í lýðræðislegri umræðu um málefni sem snerta þau og veita sjónarmiðum þeirra farveg inn í almenna stefnumótun og þjóðfélagsumræðu í samræmi við 12. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hér er um einstæðan viðburð að ræða á heimsvísu enda börnin valin með slembivali úr þjóðskrá með það að markmiði að ná til sem fjölbreyttasts hóps barna frá ólíkum stöðum á landinu. Einnig er lögð áhersla á að tryggja þeim börnum stuðning sem á því þurfa að halda sem og táknmálstúlkun og túlk á pólsku. Þá er embætti umboðsmanns barna í samvinnu við Þroskahjálp um sérstakan stuðning við fötluð börn á þinginu. Í þingsályktunartillögu um barnvænt Ísland sem Alþingi samþykkti síðast liðið vor er kveðið á um að niðurstöður barnaþings verði nýttar markvisst við opinbera stefnumótun hjá stjórnvöldum og eftirfylgni með niðurstöðunum innan stjórnarráðsins verði tryggð. Barnaþing er því einn mikilvægasti samráðsvettvangur fyrir börn hér á landi og þar fer fram mikilvæg samræða barna og fullorðinna um þau mál sem á börnum brenna. Réttindi barna Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Krakkarnir eru á aldrinum ellefu til fimmtán ára og eru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Þjóðfundarfyrirkomulag er notað á þinginu þar sem þátttakendum er skipt á borð þar sem umræðan á sér stað undir stjórn sérþjálfaðra borðstjóra. Þingið fór í fyrsta skipti fram árið 2019. Þá lögðu börnin áherslu menntamál en meðal þess sem börnin kröfðust þá var betri og fjölbreyttari matur í skólum og jafnrétti til náms og heilbrigðisþjónustu. Salvör Nordal umboðsmaður barna sem heldur utan um Barnaþingið segir að krakkarnir sjálfir valið áhersluatriðin sem ræða á. „Þau munu leggja áherslu á mannréttindi, umhverfismál og menntun,“ segir Salvör. Hún segir að niðurstöður þingsins muni koma að margvíslegum notum. „Við höfum verið dugleg við að halda því á lofti sem þau fjölluðu um þá. En síðan ákvað Alþingi síðasta vor að nýta tillögur Barnaþings markvisst við opinbera stefnumótun. Það verður tryggt núna og stjórnvöld hafa svona skuldbundið sig til að nýta niðurstöður barnaþings markvisst,“ segir Salvör. Hátíðardagskrá þingsins hófst í dag klukkan þrjú en á morgun hefst svo sjálfur Þjóðfundurinn. Um Barnaþing Barnaþing er nú haldið í annað sinn en samkvæmt lögum um umboðsmann barna er honum ætlað að halda þing um málefni barna á tveggja ára fresti og bjóða til þingsins alþingismönnum, fulltrúum sveitarfélaga, stofnana, félagasamtaka og atvinnulífsins. Í aðdraganda þessa barnaþings hafa barnaþingmenn valið þrjá málaflokka sem þau hyggjast leggja áherslu á: Mannréttindi, umhverfismál og menntun. Barnaþingi er ætlað að efla börn til þátttöku í lýðræðislegri umræðu um málefni sem snerta þau og veita sjónarmiðum þeirra farveg inn í almenna stefnumótun og þjóðfélagsumræðu í samræmi við 12. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hér er um einstæðan viðburð að ræða á heimsvísu enda börnin valin með slembivali úr þjóðskrá með það að markmiði að ná til sem fjölbreyttasts hóps barna frá ólíkum stöðum á landinu. Einnig er lögð áhersla á að tryggja þeim börnum stuðning sem á því þurfa að halda sem og táknmálstúlkun og túlk á pólsku. Þá er embætti umboðsmanns barna í samvinnu við Þroskahjálp um sérstakan stuðning við fötluð börn á þinginu. Í þingsályktunartillögu um barnvænt Ísland sem Alþingi samþykkti síðast liðið vor er kveðið á um að niðurstöður barnaþings verði nýttar markvisst við opinbera stefnumótun hjá stjórnvöldum og eftirfylgni með niðurstöðunum innan stjórnarráðsins verði tryggð. Barnaþing er því einn mikilvægasti samráðsvettvangur fyrir börn hér á landi og þar fer fram mikilvæg samræða barna og fullorðinna um þau mál sem á börnum brenna.
Réttindi barna Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira