Stækkum Viðreisn Þórdís Sigurðardóttir skrifar 2. mars 2022 15:01 Viðreisn vill skapa réttlátt samfélag, þar sem almannahagsmunir ganga alltaf framar sérhagsmunum og allir einstaklingar, heimili og fyrirtæki njóta jafnræðis. Þetta er pólitík sem ég brenn fyrir og vil vinna að. Ég trúi því að stefna Viðreisnar sé lykill að farsælu samfélagi. Ég vil starfa með víðsýnu fólki með skýra pólitíska sýn fyrir fólkið í borginni. Ég vil tala fyrir ábyrgri stefnu sem mætir áskorunum samtímans af hugrekki, hlustar á vanda fólks af hlýju og leitar eftir hugmyndum að lausnum hjá þeim sem best þekkja verkefnin. Ég vil vinna að því að einfalda flókin kerfi og gera þau gagnsærri og mannlegri því þannig þjóna þau best þörfum fólk eins og þeim er ætlað. Þættirnir Verbúðin eru okkur flestum hugleiknir um þessar mundir. Galdur Verbúðarinnar tel ég að miklu leyti falinn í því að hver einasti rammi og hljóðmynd ber vott um aðkomu fjölda fólks en ekki eins snillings. Fókusinn er ekki aðeins á að það sem er mest áberandi eða á frægasta leikarann heldur sýnir heildarmyndin mikla vinnu fjölda ólíkra einstaklinga sem vinna að sama markmiði – það er að búa til innihaldsríkt og áhrifamikið verk sem þau trúa á. Við eigum mörg fleiri dæmi um slíkt verk í kringum okkur þótt stundum skorti okkur næmni til að koma auga á þau. Dæmin geta verið leikskóli sem skilar hamingjusömum og forvitnum börnum út í grunnskólana, íþrótta- og tómstundastarf sem byggir upp sjálfstraust og lífsgleði þeirra sem það stunda nú eða fyrirtæki sem skiptir hverfið sem það starfar í miklu máli og skapar þannig góðan brag og umtal. Hver einstaklingur og verk hans skiptir máli og samvinna og gagnkvæm virðing getur skilað samfélaginu einhverju stórkostlegu. Almannahagsmunir alltaf alls staðar Við í Viðreisn viljum að almannahagur sé alls staðar hafður að leiðarljósi en ekki sérhagsmunir. Við viljum samtal og samvinnu við önnur sveitarfélög um mál eins og almenningssamgöngur og uppbyggingu félagslegs húsnæðis því þannig er verkefnum er best tryggt brautargengi. Við viljum styðja við framtak einstaklinga og sjá til þess að hverri manneskju séu tryggð skilyrði til að rækta hæfileika sína – því við vitum að það er í þágu samfélagsins alls og framtíðarinnar. Við viljum að stjórnsýslan hafi skýra og gegnsæja umgjörð um starfsemi í borgarinnar þannig kraftar starfsfólks borgarinnar nýtist sem best. Við viljum samfélag þar sem ungt fólk hefur aðgang að öruggu húsnæði. Við viljum skóla sem setja velferð barna í öndvegi og leggja áherslu á að athygli og verkefni kennarans snúist fyrst og fremst um þau, við viljum að gætt sé að því að byggja upp innviði í hverfum þannig að fólk þurfi ekki að fara um langan veg eftir þjónustu, að við getum öll nýtt sér almenningssamgöngur og gætt sé að því að fær leið sé að stoppistöðvum. Við viljum samfélag þar sem börn geta vaxið áhyggjulaus úr grasi og jafnvægi ríkir milli vinnu og heimilis. Við viljum starfsfólk sem er treyst til að leysa verkefni sín í þágu borgarbúa á sem bestan hátt en taki ekki við stöðugum stefnum að ofan frá fólki sem er mun fjarlægara verkefnunum. Við vitum að þannig sýnum við öllum störfum þá virðingu sem þau eiga skilið, færum þeim sem þiggur þjónustuna frekari áhrif, drögum úr sóun en aukum skilvirkni og starfsgleði. Sé virðing borin fyrir hverju starfi og sá sem það vinnur fái að hafa eitthvað um það að segja, þá fæst besta útkoman. Við í Viðreisn vitum að frelsi fylgir ábyrgð og um leið að við vinnum að því að tryggja fólki tækifæri verður það til að auka tækifæri annarra. Stefna Viðreisnar í borginni hefur skipt höfuðmáli við stjórn Reykjavíkurborgar síðustu ár en það er brýnt að koma enn meira af þeirri stefnu í framkvæmd. Ég tel mig hafa alla burði til þess að koma að tryggja að stefna Viðreisnar um framsæknari, fjölbreyttari, grænni og meiri borg verði leiðarstef í stefnu borgarinnar næstu fjögur árin. Til þess hef ég reynslu, þor og pólitíska sýn. Til þess þarf ég þinn stuðning í 1. sæti lista Viðreisnar í prófkjöri flokksins sem fer fram 4. og 5. mars. Höfundur býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík 4. – 5. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Þórdís Sigurðardóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Viðreisn vill skapa réttlátt samfélag, þar sem almannahagsmunir ganga alltaf framar sérhagsmunum og allir einstaklingar, heimili og fyrirtæki njóta jafnræðis. Þetta er pólitík sem ég brenn fyrir og vil vinna að. Ég trúi því að stefna Viðreisnar sé lykill að farsælu samfélagi. Ég vil starfa með víðsýnu fólki með skýra pólitíska sýn fyrir fólkið í borginni. Ég vil tala fyrir ábyrgri stefnu sem mætir áskorunum samtímans af hugrekki, hlustar á vanda fólks af hlýju og leitar eftir hugmyndum að lausnum hjá þeim sem best þekkja verkefnin. Ég vil vinna að því að einfalda flókin kerfi og gera þau gagnsærri og mannlegri því þannig þjóna þau best þörfum fólk eins og þeim er ætlað. Þættirnir Verbúðin eru okkur flestum hugleiknir um þessar mundir. Galdur Verbúðarinnar tel ég að miklu leyti falinn í því að hver einasti rammi og hljóðmynd ber vott um aðkomu fjölda fólks en ekki eins snillings. Fókusinn er ekki aðeins á að það sem er mest áberandi eða á frægasta leikarann heldur sýnir heildarmyndin mikla vinnu fjölda ólíkra einstaklinga sem vinna að sama markmiði – það er að búa til innihaldsríkt og áhrifamikið verk sem þau trúa á. Við eigum mörg fleiri dæmi um slíkt verk í kringum okkur þótt stundum skorti okkur næmni til að koma auga á þau. Dæmin geta verið leikskóli sem skilar hamingjusömum og forvitnum börnum út í grunnskólana, íþrótta- og tómstundastarf sem byggir upp sjálfstraust og lífsgleði þeirra sem það stunda nú eða fyrirtæki sem skiptir hverfið sem það starfar í miklu máli og skapar þannig góðan brag og umtal. Hver einstaklingur og verk hans skiptir máli og samvinna og gagnkvæm virðing getur skilað samfélaginu einhverju stórkostlegu. Almannahagsmunir alltaf alls staðar Við í Viðreisn viljum að almannahagur sé alls staðar hafður að leiðarljósi en ekki sérhagsmunir. Við viljum samtal og samvinnu við önnur sveitarfélög um mál eins og almenningssamgöngur og uppbyggingu félagslegs húsnæðis því þannig er verkefnum er best tryggt brautargengi. Við viljum styðja við framtak einstaklinga og sjá til þess að hverri manneskju séu tryggð skilyrði til að rækta hæfileika sína – því við vitum að það er í þágu samfélagsins alls og framtíðarinnar. Við viljum að stjórnsýslan hafi skýra og gegnsæja umgjörð um starfsemi í borgarinnar þannig kraftar starfsfólks borgarinnar nýtist sem best. Við viljum samfélag þar sem ungt fólk hefur aðgang að öruggu húsnæði. Við viljum skóla sem setja velferð barna í öndvegi og leggja áherslu á að athygli og verkefni kennarans snúist fyrst og fremst um þau, við viljum að gætt sé að því að byggja upp innviði í hverfum þannig að fólk þurfi ekki að fara um langan veg eftir þjónustu, að við getum öll nýtt sér almenningssamgöngur og gætt sé að því að fær leið sé að stoppistöðvum. Við viljum samfélag þar sem börn geta vaxið áhyggjulaus úr grasi og jafnvægi ríkir milli vinnu og heimilis. Við viljum starfsfólk sem er treyst til að leysa verkefni sín í þágu borgarbúa á sem bestan hátt en taki ekki við stöðugum stefnum að ofan frá fólki sem er mun fjarlægara verkefnunum. Við vitum að þannig sýnum við öllum störfum þá virðingu sem þau eiga skilið, færum þeim sem þiggur þjónustuna frekari áhrif, drögum úr sóun en aukum skilvirkni og starfsgleði. Sé virðing borin fyrir hverju starfi og sá sem það vinnur fái að hafa eitthvað um það að segja, þá fæst besta útkoman. Við í Viðreisn vitum að frelsi fylgir ábyrgð og um leið að við vinnum að því að tryggja fólki tækifæri verður það til að auka tækifæri annarra. Stefna Viðreisnar í borginni hefur skipt höfuðmáli við stjórn Reykjavíkurborgar síðustu ár en það er brýnt að koma enn meira af þeirri stefnu í framkvæmd. Ég tel mig hafa alla burði til þess að koma að tryggja að stefna Viðreisnar um framsæknari, fjölbreyttari, grænni og meiri borg verði leiðarstef í stefnu borgarinnar næstu fjögur árin. Til þess hef ég reynslu, þor og pólitíska sýn. Til þess þarf ég þinn stuðning í 1. sæti lista Viðreisnar í prófkjöri flokksins sem fer fram 4. og 5. mars. Höfundur býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík 4. – 5. mars.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun