„Búinn að vera að pota í hann á LinkedIn alla daga í fimm ár“ Stefán Árni Pálsson og Frosti Logason skrifa 2. mars 2022 11:31 Sigurður Ásgeir Árnason er framkvæmdastjóri fyrirtækisins og er hann hér lengst til vinstri ásamt meðstofnendum sínum. mynd/overtune Sigurður Ásgeir Árnason er framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins OverTune sem hefur verið að vekja athygli í viðskiptalífinu á Íslandi fyrir hraðan vöxt og spennandi nýsköpun en fyrirtækið hefur að undanförnu verið að laða að sér stóra fjárfesta víðs vegar að úr heiminum. Sigurður var á árum áður söngvari i Ultra Mega Techno bandinu Stefán sem var hljómsveit sem naut vinsælda fyrir rúmum áratug eða svo. Í milli tíðinni hefur Sigurður meðal annars starfað sem yfirmaður viðskiptaþróunar hjá Larsen Energy Branding sem er ráðgjafafyrirtæki á sviði vörumerkjastjórnunnar í orkuiðnaði. Frosti Logason hitti Sigga eins og hann er gjarnan kallaður á skrifstofu OverTune niður í bæ í síðustu viku og fékk hann til að segja sér betur frá þessu mjög svo spennandi verkefni sem hann og félagar hans hafa verið að skapa. Frosti ræddi við hann í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „OverTune er vettvangur þar sem notandinn getur raðað upp hljóðbútum eftir aðra listamenn og þaðan syngur hann yfir þessa hljóðbúta með hljóðeffektum í rauntíma og getur einnig tekið upp myndband í leiðinni. Pælingin er þessi að þegar TikTokarar eða notendur á samfélagsmiðlum eru að taka upp tónlistarefni geti þeir búið til tónlistina sjálfir. Við köllum þetta ekki lög, heldur efni þar sem tímalengdin er miklu minni,“ segir Sigurður. Röð tilviljana Siggi segir að OverTune sé að einhverju leiti afsprengi Covid faraldursins mikla. Hugmyndin er sprottinn frá honum, öllum stofnendum fyrirtækisins og félaga hans Pétri Eggerz sem er vöru og tæknistjóri fyrirtækisins en þeir stofnuðu félagið ásamt feðgunum Jasoni Daða Guðjónssyni og Guðjóni Má Guðjónssyni, betur þekktum sem Guðjón í OZ, um mitt sumar 2020 þegar veröldin öll virtist vera stöðvast vegna þeirrar miklu óvissu sem faraldurinn skapaði. Þeir byrjuðu að safna fé þá síðar um haustið og voru í raun búnir að fullfjármagna fyrirtækið á síðari hluta ársins 2021. Allt fyrirtækið er þannig í raun skapað og fjármagnað í miðjum heimsfaraldri. Sem fyrr segir gekk fjármögnun fyrirtækisins vel og Siggi segir að það séu í raun röð tilviljana sem hafi ráðið því. „Heimurinn breytist rosalega mikið á þessum litla tíma. Hegðun á samfélagsmiðlum breytist alveg umtalsvert. Frá því að það sé enginn lausn á markaðnum frá því að við komum fram breytist heimurinn alveg svakalega. Fólk áttar sig ekki á þessu gríðarlega tækifæri. Við erum á milli Bandaríkjanna og Evrópu. Tímabeltislega séð að vinna að hugvitsverkefni hér er alveg svakalegt tækifæri. Þetta hefur breytt öllu landslaginu fyrir okkur. Þessi nýsköpunarfyrirtæki hér áður þurftu alltaf að taka flugvél til San Fransisco eða Los Angeles sem er algjört brjálæði. Við erum að stjórna teymum í Indlandi, Hvíta-Rússlandi, Tyrklandi í gegnum Zoom.“ Overtune mun verða gefið út næsta laugardag en notendur geta nú þegar forpantað það á Appstore og þannig verið með frá fyrsta degi þegar fjörið hefst. Siggi segist halda að innan fjögurra mánaða verði önnur hver manneskja með iPhone á Íslandi farin að nota Overtune og síðan verði bara spennandi að sjá hvernig heimurinn mun taka við sér í kjölfarið. En Siggi segir að koma Overtune inn á markaðinn sé einstaklega vel tímasett enda sé tími smáforrita runninn upp og sá iðnaður eigi bara eftir að vaxa á komandi árum. Þessi bylting er næst „Þetta er mjög skemmtileg pæling. Við munum eftir bankahruninu þegar Ísland átti að vera fjármálamiðstöð Evrópu svo hrynur það. Svo veður eldgos hér árið 2011 og þá verður til nýr iðnaður. Núna er teppinu kippt undan því, ferðamannaiðnaðnum og núna er þetta það sem gerist næst. Þessi nýsköpunarbylting, tæknibylting.“ Það er ljóst að Sigurður brennur mjög heitt fyrir verkefninu og hefur mikla trú á að OverTune geti slegið í gegn og orðið risavaxið fyrirtæki þegar fram líða stundir. Það er fyrst og fremst vegna þess að OverTune, að mati Sigga, býður upp á ákveðna byltingu á formi tónlistar og efnissköpunar. Siggi segir að með appinu hafi Overtune tekist að umbreyta tækni sem áður hafi eingöngu verið aðgengileg einstaklingum með mikla tækni og tónlistarþekkingu, og þróað hana þannig að allir geti nýtt sér hana við efnissköpun á samfélagsmiðlum með einföldum hætti. „Það sem gerist í appinu er að listamenn og við gefum út það sem kallast beatpakkar. Taktpakkar með lúppum sem allar falla saman. Þú getur síðan sungið yfir þessa takta með alvöru effektum eins og autotune og fleira. Við erum búin að massa þetta saman með græju sem allir geta notað.“ Overtune hefur nú þegar sankað að sér 2 milljónum Bandaríkjadala í fjármögnun en fjárfestarnir koma meðal annars frá Kanada, Noregi, Bandaríkjunum og Íslandi. Eins og Siggi sagði áðan kom fjarfundarbúnaðurinn Zoom þar að ótrúlega góðum notum. Einn stór fjárfestir í Overtune er stofnandi tölvuleiksins Guitar Hero, Charles Huang, en Siggi segir aðkomu hans fyrst og fremst vera í gegnum sterkt tengslanet þeirra sem koma að fyrirtækinu. Þá hefur fyrrverandi forstjóri Sony Music í Bretlandi, Nick Gatfield, einnig gengið til liðs við fyrirtækið með fjárfestingu en Nick, sem einnig var forstöðumaður hjá EMI Records á árum áður, leiðir nú ráðgjafaráð Overtune. Siggi segir að innkoma hans inn í fyrirtækið muni skipta sköpum í því að koma OverTune á kortið út í hinum stóra heimi. „Hann er mesta jarðýta sem ég hef unnið með og með ótrúlegt tengslanet. Hann hefur umbreytt öllu hjá okkur. Ég er búinn að vera pota í hann á LinkedIn alla daga í fimm ár. Hann vildi loksins hitta okkur örugglega til að losna við mig. Loksins hitti hann á okkur og er kominn um borð.“ Siggi viðurkennir fúslega að hann sé ástríðufullur fyrir þessu verkefni en hann hafi líka alltaf sett markið hátt frá því hann byrjaði fyrst að gera tónlist sem krakki. Hann byrjaði að læra á píanó sex ára gamall og menntaði sig í klassískum píanóleik í tónlistarskólanum í Reykjavík áður en hann fór í framhaldsnám í Berkley College of Music í Boston. Þá tók hann líka BA gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands og seinna meistaragráðu í hagnýtri menningarmiðlum áður en hann bætti annarri meistaragráðu við í nýsköpun og viðskiptaþróun. Já við erum hér að tala um einstaklega ákveðinn og metnaðarfullan ungan mann. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Nýsköpun Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Sigurður var á árum áður söngvari i Ultra Mega Techno bandinu Stefán sem var hljómsveit sem naut vinsælda fyrir rúmum áratug eða svo. Í milli tíðinni hefur Sigurður meðal annars starfað sem yfirmaður viðskiptaþróunar hjá Larsen Energy Branding sem er ráðgjafafyrirtæki á sviði vörumerkjastjórnunnar í orkuiðnaði. Frosti Logason hitti Sigga eins og hann er gjarnan kallaður á skrifstofu OverTune niður í bæ í síðustu viku og fékk hann til að segja sér betur frá þessu mjög svo spennandi verkefni sem hann og félagar hans hafa verið að skapa. Frosti ræddi við hann í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „OverTune er vettvangur þar sem notandinn getur raðað upp hljóðbútum eftir aðra listamenn og þaðan syngur hann yfir þessa hljóðbúta með hljóðeffektum í rauntíma og getur einnig tekið upp myndband í leiðinni. Pælingin er þessi að þegar TikTokarar eða notendur á samfélagsmiðlum eru að taka upp tónlistarefni geti þeir búið til tónlistina sjálfir. Við köllum þetta ekki lög, heldur efni þar sem tímalengdin er miklu minni,“ segir Sigurður. Röð tilviljana Siggi segir að OverTune sé að einhverju leiti afsprengi Covid faraldursins mikla. Hugmyndin er sprottinn frá honum, öllum stofnendum fyrirtækisins og félaga hans Pétri Eggerz sem er vöru og tæknistjóri fyrirtækisins en þeir stofnuðu félagið ásamt feðgunum Jasoni Daða Guðjónssyni og Guðjóni Má Guðjónssyni, betur þekktum sem Guðjón í OZ, um mitt sumar 2020 þegar veröldin öll virtist vera stöðvast vegna þeirrar miklu óvissu sem faraldurinn skapaði. Þeir byrjuðu að safna fé þá síðar um haustið og voru í raun búnir að fullfjármagna fyrirtækið á síðari hluta ársins 2021. Allt fyrirtækið er þannig í raun skapað og fjármagnað í miðjum heimsfaraldri. Sem fyrr segir gekk fjármögnun fyrirtækisins vel og Siggi segir að það séu í raun röð tilviljana sem hafi ráðið því. „Heimurinn breytist rosalega mikið á þessum litla tíma. Hegðun á samfélagsmiðlum breytist alveg umtalsvert. Frá því að það sé enginn lausn á markaðnum frá því að við komum fram breytist heimurinn alveg svakalega. Fólk áttar sig ekki á þessu gríðarlega tækifæri. Við erum á milli Bandaríkjanna og Evrópu. Tímabeltislega séð að vinna að hugvitsverkefni hér er alveg svakalegt tækifæri. Þetta hefur breytt öllu landslaginu fyrir okkur. Þessi nýsköpunarfyrirtæki hér áður þurftu alltaf að taka flugvél til San Fransisco eða Los Angeles sem er algjört brjálæði. Við erum að stjórna teymum í Indlandi, Hvíta-Rússlandi, Tyrklandi í gegnum Zoom.“ Overtune mun verða gefið út næsta laugardag en notendur geta nú þegar forpantað það á Appstore og þannig verið með frá fyrsta degi þegar fjörið hefst. Siggi segist halda að innan fjögurra mánaða verði önnur hver manneskja með iPhone á Íslandi farin að nota Overtune og síðan verði bara spennandi að sjá hvernig heimurinn mun taka við sér í kjölfarið. En Siggi segir að koma Overtune inn á markaðinn sé einstaklega vel tímasett enda sé tími smáforrita runninn upp og sá iðnaður eigi bara eftir að vaxa á komandi árum. Þessi bylting er næst „Þetta er mjög skemmtileg pæling. Við munum eftir bankahruninu þegar Ísland átti að vera fjármálamiðstöð Evrópu svo hrynur það. Svo veður eldgos hér árið 2011 og þá verður til nýr iðnaður. Núna er teppinu kippt undan því, ferðamannaiðnaðnum og núna er þetta það sem gerist næst. Þessi nýsköpunarbylting, tæknibylting.“ Það er ljóst að Sigurður brennur mjög heitt fyrir verkefninu og hefur mikla trú á að OverTune geti slegið í gegn og orðið risavaxið fyrirtæki þegar fram líða stundir. Það er fyrst og fremst vegna þess að OverTune, að mati Sigga, býður upp á ákveðna byltingu á formi tónlistar og efnissköpunar. Siggi segir að með appinu hafi Overtune tekist að umbreyta tækni sem áður hafi eingöngu verið aðgengileg einstaklingum með mikla tækni og tónlistarþekkingu, og þróað hana þannig að allir geti nýtt sér hana við efnissköpun á samfélagsmiðlum með einföldum hætti. „Það sem gerist í appinu er að listamenn og við gefum út það sem kallast beatpakkar. Taktpakkar með lúppum sem allar falla saman. Þú getur síðan sungið yfir þessa takta með alvöru effektum eins og autotune og fleira. Við erum búin að massa þetta saman með græju sem allir geta notað.“ Overtune hefur nú þegar sankað að sér 2 milljónum Bandaríkjadala í fjármögnun en fjárfestarnir koma meðal annars frá Kanada, Noregi, Bandaríkjunum og Íslandi. Eins og Siggi sagði áðan kom fjarfundarbúnaðurinn Zoom þar að ótrúlega góðum notum. Einn stór fjárfestir í Overtune er stofnandi tölvuleiksins Guitar Hero, Charles Huang, en Siggi segir aðkomu hans fyrst og fremst vera í gegnum sterkt tengslanet þeirra sem koma að fyrirtækinu. Þá hefur fyrrverandi forstjóri Sony Music í Bretlandi, Nick Gatfield, einnig gengið til liðs við fyrirtækið með fjárfestingu en Nick, sem einnig var forstöðumaður hjá EMI Records á árum áður, leiðir nú ráðgjafaráð Overtune. Siggi segir að innkoma hans inn í fyrirtækið muni skipta sköpum í því að koma OverTune á kortið út í hinum stóra heimi. „Hann er mesta jarðýta sem ég hef unnið með og með ótrúlegt tengslanet. Hann hefur umbreytt öllu hjá okkur. Ég er búinn að vera pota í hann á LinkedIn alla daga í fimm ár. Hann vildi loksins hitta okkur örugglega til að losna við mig. Loksins hitti hann á okkur og er kominn um borð.“ Siggi viðurkennir fúslega að hann sé ástríðufullur fyrir þessu verkefni en hann hafi líka alltaf sett markið hátt frá því hann byrjaði fyrst að gera tónlist sem krakki. Hann byrjaði að læra á píanó sex ára gamall og menntaði sig í klassískum píanóleik í tónlistarskólanum í Reykjavík áður en hann fór í framhaldsnám í Berkley College of Music í Boston. Þá tók hann líka BA gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands og seinna meistaragráðu í hagnýtri menningarmiðlum áður en hann bætti annarri meistaragráðu við í nýsköpun og viðskiptaþróun. Já við erum hér að tala um einstaklega ákveðinn og metnaðarfullan ungan mann. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Nýsköpun Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira