„Var ekki manneskja fyrir honum á þessum tíma, ég var bara kynlífsleikfang“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. febrúar 2022 10:30 Sara Björk bjó við mikið heimilisofbeldi í nokkur ár. Sara Björk Sigurðardóttir lýsir áralöngu sambandi með karlmanni sem ofbeldisfullu á margan hátt. Karlmaðurinn hafi beitt hana andlegu ofbeldi, neytt hana til kynlífs með öðrum mönnum og tekið athæfið upp á myndbönd. Sara Björk sagði sögu sína í þættinum Heimilisofbeldi á Stöð 2 í gærkvöldi. Sara segir manninn hafa nauðgað sér þegar hún svaf og tekið það einnig upp á myndband. Sara eignaðist stúlku með manninum og hafa þau í dag sameiginlega forsjá yfir barninu. Hún ákvað einn daginn að kæra hann, en málið var látið niður falla þrátt fyrir að myndbönd hafi verið til. Hún segist seinna hafa komist að því að maðurinn hafi haldið fram hjá sér öll árin og meðal annars með fjölskyldumeðlimum hennar. Hann hafi einfaldlega logið að þeim konum að þau væru í opnu sambandi. Brotin og ónýt Í þættinum í gær lýsir Sara atviki þegar maðurinn hafði skipulagt kynlífskvöld ásamt öðrum manni á hóteli. „Þá var aðalmálið að hann vildi sjá mig vera með manni sem væri með rosalega stóran. Ég sagði að það væri ekki nein fantasía hjá mér að vera með einhverjum öðrum manni en ég var bara brotin og ónýt,“ segir Sara og heldur áfram. „Eins ljótt og það er þá hafði mamma mín gefið okkur nótt á hóteli og hann vildi nýta hana í þetta. Mamma kom að norðan og passaði fyrir mig. Ég drekk í mig kjark eins og áður og ég man eftir því að hann er að sofa hjá mér þessi maður og mér finnst það vont af því að hann er eins og hann er. Hann dregur mig inn á bað og ég er að reyna útskýra fyrir honum að mér finnist þetta vont og mig langaði ekki að gera þetta,“ segir Sara. Hún bætir við að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem hún æsir sig við barnsföður sinn. „Ég segi við hann, mér finnst þetta svo vont af því að hann er með svo stóran. Þarna var ég með tárin í augunum. Ég gleymi aldrei grímunni sem kom upp á honum, að ég skyldi voga mér að segja að þessi maður væri á einhvern hátt stærri en hann og þarna eyðilagði ég kvöldið og hann lét mig aldrei gleyma þessu. Þessi maður sem kom þarna og ég þekki ekki neitt, hann sýndi þessu meiri skilning en maki minn. Ef hún vill ekki meir, eða henni finnst þetta vont þá eigum við ekki að vera að þessu. Ég var ekki manneskja fyrir honum á þessum tíma, ég var bara kynlífsleikfang sem hann gat notað.“ Í gærkvöldi fór Sindri Sindrason af stað með nýja þætti sem kallast Heimilisofbeldi. Í þeim fær hann að skyggnast inn í heim þolenda sem virðast eiga það sameiginlegt að þora lengst af ekki að segja frá, skammast sín og vilja að enginn viti. Klippa: Var ekki manneskja fyrir honum á þessum tíma, ég var bara kynlífsleikfang Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Sara segir manninn hafa nauðgað sér þegar hún svaf og tekið það einnig upp á myndband. Sara eignaðist stúlku með manninum og hafa þau í dag sameiginlega forsjá yfir barninu. Hún ákvað einn daginn að kæra hann, en málið var látið niður falla þrátt fyrir að myndbönd hafi verið til. Hún segist seinna hafa komist að því að maðurinn hafi haldið fram hjá sér öll árin og meðal annars með fjölskyldumeðlimum hennar. Hann hafi einfaldlega logið að þeim konum að þau væru í opnu sambandi. Brotin og ónýt Í þættinum í gær lýsir Sara atviki þegar maðurinn hafði skipulagt kynlífskvöld ásamt öðrum manni á hóteli. „Þá var aðalmálið að hann vildi sjá mig vera með manni sem væri með rosalega stóran. Ég sagði að það væri ekki nein fantasía hjá mér að vera með einhverjum öðrum manni en ég var bara brotin og ónýt,“ segir Sara og heldur áfram. „Eins ljótt og það er þá hafði mamma mín gefið okkur nótt á hóteli og hann vildi nýta hana í þetta. Mamma kom að norðan og passaði fyrir mig. Ég drekk í mig kjark eins og áður og ég man eftir því að hann er að sofa hjá mér þessi maður og mér finnst það vont af því að hann er eins og hann er. Hann dregur mig inn á bað og ég er að reyna útskýra fyrir honum að mér finnist þetta vont og mig langaði ekki að gera þetta,“ segir Sara. Hún bætir við að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem hún æsir sig við barnsföður sinn. „Ég segi við hann, mér finnst þetta svo vont af því að hann er með svo stóran. Þarna var ég með tárin í augunum. Ég gleymi aldrei grímunni sem kom upp á honum, að ég skyldi voga mér að segja að þessi maður væri á einhvern hátt stærri en hann og þarna eyðilagði ég kvöldið og hann lét mig aldrei gleyma þessu. Þessi maður sem kom þarna og ég þekki ekki neitt, hann sýndi þessu meiri skilning en maki minn. Ef hún vill ekki meir, eða henni finnst þetta vont þá eigum við ekki að vera að þessu. Ég var ekki manneskja fyrir honum á þessum tíma, ég var bara kynlífsleikfang sem hann gat notað.“ Í gærkvöldi fór Sindri Sindrason af stað með nýja þætti sem kallast Heimilisofbeldi. Í þeim fær hann að skyggnast inn í heim þolenda sem virðast eiga það sameiginlegt að þora lengst af ekki að segja frá, skammast sín og vilja að enginn viti. Klippa: Var ekki manneskja fyrir honum á þessum tíma, ég var bara kynlífsleikfang
Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira