Innlent

Hvetja Íslendinga í Úkraínu til að láta vita af sér

Samúel Karl Ólason skrifar
Borgarar í Úkraínu æfa vopnaburð.
Borgarar í Úkraínu æfa vopnaburð. AP/Efrem Lukatsky

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur íslenska ríkisborgara sem eru í Úkraínu til að láta vita af sér. Ráðuneytið vekur athygli á því að vegna óvissunnar á svæðinu hafa nokkur flugfélög ákveðið að hætta að fljúga til og frá landinu eftir helgi.

Flest ríki ráðleggja borgurum sínum að ferðast ekki til Úkraínu og þeir sem eru þar fyrir hefur verið bent á að fara þaðan.

Eins og frægt er orðið hafa Rússar komið fyrir allt að 190 þúsund hermönnum við landamæri Úkraínu og er óttast að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi ákveðið að gera aðra innrás í landið.

Í tilkynningu á Facebooksíðu utanríkisráðuneytis Íslands eru Íslendingar í Úkraínu hvattir til að láta vita af sér með tölvupósti á [email protected]. Sömuleiðis eru þeir hvattir til að fylgjast með ferðaviðvörunum utanríkisráðuneyta Norðurlanda.


Tengdar fréttir

Aðskilnaðarsinnar setja á almenna herkvaðningu

Leiðtogar aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, sem studdir eru af Rússlandi, hafa lýst yfir allsherjar herkvaðningu í Donetsk og Luhansk. Í gær tilkynntu þeir að almennir borgarar yrðu fluttir úr héruðunum og til Rússlands.

Blinken segir Vesturlönd standa saman hvað sem Putin geri

Stjórnvöld í Rússlandi hvetja rússneskumælandi Úkraínumenn til að flýja austurhéruð landsins yfir til Rússlands og heita þeim stuðningi. Sendiherra Rússlands er vonsvikinn yfir því sem hann kallar einhliða stuðning forseta Íslands og utanríkisráðherra við málstað Úkraínu.

Leiðtogar aðskilnaðarsinna skipa borgurum að flýja til Rússlands

Denisi Pushilin, leiðtogi aðskilnaðarsinna Donetsk í austurhluta Úkraínu, tilkynnti í dag að almennir borgarar héraðsins yrðu fluttir til Rússlands. Leiðtogar Lunhansk, hins héraðsins þar sem aðskilnaðarsinnar sem studdir eru af Rússum stjórna, hafa einnig tilkynnt að flytja eigi íbúa á brott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×