Kosið um sameiningu sex sveitarfélaga Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. febrúar 2022 14:29 Íbúar Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps munu meðal annarra kjósa um sameiningu. Vísir/Vilhelm Kosið verður um sameiningu í sex sveitarfélögum í dag. Oddviti eins af smærri sveitarfélögunum segir það rökrétta þróun að lítil sveitarfélög sameinist þeim stærri um alla þjónustu við íbúa. Kjörstaðir hafa nú opnað í sex sveitarfélögum sem kjósa um þrjár mismunandi sameiningar. Það eru Blönduósbær og Húnavatnshreppur sem kjósa um að sameinast, Eyja- og Miklaholtshreppur kýs um sameiningu við Snæfellsbæ og loks eru það Akrahreppur og Sveitarfélagið Skagafjörður sem gætu orðið sameinuð í eitt á næstunni ef íbúar kjósa með því í dag. Hrefna Jóhannesdóttir er oddviti í Akrahreppi þar sem búa um 200 manns. Hún segir það afar rökrétta þróun fyrir svo lítið sveitarfélag að sameinast stærri sveitarfélagi eins og Skagafirði þar sem búa um fjögur þúsund manns. „Vegna þess að hlutverk sveitarfélaga hefur náttúrulega breyst mjög mikið á undanförnum árum og áratug jafnvel. Það er búið að færa mjög mörg stór verkefni frá ríki til sveitarfélaga og þá er einfaldara og meira hagræði í því að vinna þetta bara saman, hreinlega,“ segir Hrefna. Hún er vongóð um að íbúar Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykki sameininguna í dag. „Hér vinnum við alveg þvers og kruss yfir landamærin, ef svo má segja, og öll menningarstarfsemi, kórastarf til dæmis og ýmiskonar félagastarfsemi hún er líka alveg þvers og kruss yfir vötnin,“ segir Hrefna. Íbúar beggja sveitarfélaga líti því einfaldlega á sig sem Skagfirðinga. „Við tölum líka alltaf um okkur sem Skagfirðinga. Ég kalla mig til að mynda ekki Akrahrepping. Ég er fyrst og fremst Skagfirðingur, þannig að ég held að þetta sé nú skref í rétta átt fyrir okkur. Að hætta bara að hugsa um okkur sem þið og við, heldur sem eina heild og vinna að okkar hagsmunum saman,“ segir Hrefna Jóhannesdóttir oddviti í Akrahreppi. Niðurstaða úr kosningum allra sveitarfélaganna má vænta seint í kvöld, líklega ekki fyrr en nokkuð eftir 10. Sveitarstjórnarmál Blönduós Húnavatnshreppur Eyja- og Miklaholtshreppur Snæfellsbær Akrahreppur Skagafjörður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Kjörstaðir hafa nú opnað í sex sveitarfélögum sem kjósa um þrjár mismunandi sameiningar. Það eru Blönduósbær og Húnavatnshreppur sem kjósa um að sameinast, Eyja- og Miklaholtshreppur kýs um sameiningu við Snæfellsbæ og loks eru það Akrahreppur og Sveitarfélagið Skagafjörður sem gætu orðið sameinuð í eitt á næstunni ef íbúar kjósa með því í dag. Hrefna Jóhannesdóttir er oddviti í Akrahreppi þar sem búa um 200 manns. Hún segir það afar rökrétta þróun fyrir svo lítið sveitarfélag að sameinast stærri sveitarfélagi eins og Skagafirði þar sem búa um fjögur þúsund manns. „Vegna þess að hlutverk sveitarfélaga hefur náttúrulega breyst mjög mikið á undanförnum árum og áratug jafnvel. Það er búið að færa mjög mörg stór verkefni frá ríki til sveitarfélaga og þá er einfaldara og meira hagræði í því að vinna þetta bara saman, hreinlega,“ segir Hrefna. Hún er vongóð um að íbúar Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykki sameininguna í dag. „Hér vinnum við alveg þvers og kruss yfir landamærin, ef svo má segja, og öll menningarstarfsemi, kórastarf til dæmis og ýmiskonar félagastarfsemi hún er líka alveg þvers og kruss yfir vötnin,“ segir Hrefna. Íbúar beggja sveitarfélaga líti því einfaldlega á sig sem Skagfirðinga. „Við tölum líka alltaf um okkur sem Skagfirðinga. Ég kalla mig til að mynda ekki Akrahrepping. Ég er fyrst og fremst Skagfirðingur, þannig að ég held að þetta sé nú skref í rétta átt fyrir okkur. Að hætta bara að hugsa um okkur sem þið og við, heldur sem eina heild og vinna að okkar hagsmunum saman,“ segir Hrefna Jóhannesdóttir oddviti í Akrahreppi. Niðurstaða úr kosningum allra sveitarfélaganna má vænta seint í kvöld, líklega ekki fyrr en nokkuð eftir 10.
Sveitarstjórnarmál Blönduós Húnavatnshreppur Eyja- og Miklaholtshreppur Snæfellsbær Akrahreppur Skagafjörður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira