Nei, fræðslunefnd er ekki fullfær um að stýra kennslu Ragnar Þór Pétursson skrifar 17. febrúar 2022 15:01 Rannveig Ernudóttir skrifar grein á Vísi þar sem hún bregst við grein minni á sama miðli. Grein hennar má lesa hér (https://www.visir.is/g/20222223341d/er-ung-lingurinn-thinn-med-likama-upp-a-tiu-sjou-eda-kannski-bara-fjarka-). Hún varð fyrir vonbrigðum með mína grein og heyrir í henni sérstakan tón. En grein mín fjallaði um það að það væri ekki hlutverk pólitískra nefnda sveitarfélaga að ákveða hvað kennt væri í skólum. Ég neyðist til að taka áhættuna á að valda Rannveigu frekari vonbrigðum því grein hennar gerir það að verkum að ég tel nauðsynlegt að draga enn skýrar fram að ég tel enn gæta misskilnings á hlutverki stjórnmálamanna gagnvart faglegu starfi skóla. Slagsmálafundur fyrir áratug Nýlega rakst ég á fundarpunkta sem ég setti niður þann 27. september 2011. Tilefnið var að skólinn minn (Norðlingaskóli) var að koma sér fyrir í nýju húsnæði og hafði fengið þau tilmæli að velja búnað af tækjalista sem Reykjavíkurborg hafði tekið saman. Þar mátti meðal annars velja um borðtölvur, fartölvur og snjalltöflur (gagnvirkar töflur sem tengdar eru við skjávarpa). Það vildi svo til að teymið sem ég starfaði hafði ásamt stjórnendateymi skólans sett sig mjög vel inn í upplýsingatæknimál í skólastarfi og því vissum við að framundan væri bylting í tæknimálum í skólastarfi. Við fórum því fram á að fá til prufu nokkrar spjaldtölvur og þráðlaust net. Þær myndum við nota til að keyra þróunarverkefni um notkun tækjanna í skapandi, einstaklingsmiðuðu skólastarfi. Við sáum ekki tilgang í rándýrum skjávarpatöflum því verð á flatskjáum fór hratt lækkandi. Reykjavíkurborg sagði nei. Fundurinn sem um ræðir var haldinn til að við kæmum okkar sjónarmiðum á framfæri og borgin sínum. Sjónarmið borgarinnar voru þau að það væri meira en áratugur í það að þráðlaust net yrði veruleiki í skólaumhverfi og að spjaldtölvur ættu ekki erindi í skólastarf. Okkar sjónarmið voru einföld: Það er hlutverk tækniþjónustu sveitarfélaga að þjónusta skólana, ekki öfugt. Svo fór að við höfðum betur en slagurinn var býsna harður og stjórnendur skólans þurftu að bakka kennarana sína upp. Það er skondið til þess að hugsa að nú skuli ein öflugasta sókn sama sveitarfélags í skólamálum snúast um að verða leiðandi í nákvæmlega þeim þáttum sem það reyndi að hindra fyrir áratug. Þetta snýst ekki bara um sund Tilefni þessarar umræðu er skólasund. Umræðan takmarkast þó ekkert við það. Það er fullt af tækifærum til úrbóta í íslensku skólastarfi. Það má spyrja mjög gagnrýninna spurninga um það hvernig á því stendur að markmið með ensku- og dönskunámi séu þau nákvæmlega sömu. Það má velta því fyrir sér hvers vegna áhersla á eðlisfræði sé jafn lítil og raun ber vitni. Það er ennfremur hola í upplýsingatækninámi og margt er skrítið í samfélagsfræðinni. Þá skortir víðast hvar verulega upp á list- og verkkennslu. Spurningin er einfaldlega sú hvert sé hlutverk pólitískra fræðslunefnda sveitarfélaga í ákvörðunum um skólastarf. Til að undirstrika álitamálið skulum við ímynda okkur nokkur dæmi. Hvað gerir skóli ef... ... fræðsluyfirvöld í Reykjavík gefa það út að skólar skuli taka upp námsefni í samfélags- og náttúrufræði þar sem fjallað er um það þvílíkt samfélagslegt umbótaverkefni það sé að þétta byggð og leggja Borgarlínu? ... fræðsluyfirvöld í Vestmannaeyjum gerðu athugasemdir við umfjöllun á unglingastigi þar sem rætt væri um kynferðisofbeldi í tengslum við útihátíðir? ... fræðsluyfirvöld á Dalvík vilja bjóða upp á sjávarútvegslínu á unglingastigi í samstarfi við Samherja? ... fræðsluyfirvöld á Neskaupstað vilja bjóða upp á rannsóknarblaðamennskuáfanga í samstarfi við Kjarnann og Stundina? ...fræðsluyfirvöld í Garðabæ vilja bjóða upp á rannsóknarblaðamennskuáfanga í samstarfi við Fréttin.is? Dæmin leiða klárlega í ljós hve vandasamt hlutverk kennarans getur verið við að fjalla um málefni nútíma nemenda í samhengi við nærsamfélagið. Meðal annars þess vegna eru gerðar miklar kröfur til kennara - og kennsla er líklega það starf sem beintengdast er lýðræðisuppeldi þjóðarinnar. Er ráðið fullfært um að ákveða þetta? Í grein sinni segir Rannveig: „Til að byrja með, þá er skóla- og frístundaráð fagráð sem samsett er af kjörnum fulltrúum en einnig breiðum hópi áheyrnarfulltrúa sem telur sérfræðinga og hagsmunaaðila. Ráðið er því full fært um að taka upplýsta afstöðu, hér má lesa betur um ráðið, hlutverk þess og fulltrúa. Ráðið tekur því ákvarðanir út frá gögnum og upplýsingum frá sérfræðingum, en tryggir jafnframt aðkomu almennings að ákvarðanatökunni. Það er hlutverk stjórnmálanna að samþætta sérþekkingu og ólík blæbrigði daglegs lífs og að stuðla að fjölbreytileika í samfélaginu.“ Ég hnýt við það orðalag að ráðið sé „fullfært“ um að taka upplýsta afstöðu, að minnsta kosti í samhengi þeirrar umræðu sem ég taldi mig vera að taka þátt í. Kveikjan að henni var fyrri grein Rannveigar sem hófst á orðunum: „Þann 11. janúar síðastliðinn samþykkti skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar að skólasund yrði að valfagi á unglingastigi.“ Ef þessi lýsing á hlutverki og starfsháttum skóla- og frístundaráðs á að færa rök að því að eðlilegt sé að ráðið fari fram með þessum hætti verð ég að gera alvarlegar athugasemdir við þá túlkun; ekki aðeins sem fráfarandi formaður Kennarasambands Íslands heldur ekki síður sem kennari í Reykjavík í leyfi. Lögin og aðalnámskrá eru grunnur skólastarfs Starf grunnskóla byggir á lögum um grunnskóla og aðalnámskrá. Á grundvelli þeirra setur skóli sér námskrá sem borin er upp til staðfestingar í fræðslunefnd. Auk þess sér fræðslunefnd til þess að nám í viðkomandi skóla standist eðlilegar kröfur og að nemendur njóti þess náms sem þeir eiga rétt á. Fræðslunefnd getur komið fram með margvíslegar umbótatillögur og fer það eftir eðli tillögunnar hvort hún fær farveg í almennri stefnumörkun (t.d. með því að laga- eða námskrárbreytingar séu skoðaðar) eða á vettvangi viðkomandi skóla (sem getur þá eftir atvikum snert skólanámskrá eða aðra þætti starfseminnar). Það sem fræðslunefnd getur ekki gert er að taka ákvörðun fyrir hönd skóla um skipulag náms og kennslu og nákvæma útfærslu þess. Fræðslunefnd sem reynir það er ekki aðeins komin út á hálan ís - hún beinlínis grefur undan faglegu sjálfstæði þess fólks sem í skólakerfinu starfar. Þess vegna hryggir mig að lesa þetta: „Rétt er að árétta það sem margir virðast vera að misskilja, það er ekki verið að leggja sundkennslu niður á unglingastigi enda breytingar á aðalnámskrá ekki í valdi ráðsins. Heldur verið að hafa áhrif á og stýra því hvernig kennslan fari fram, útfrá hæfniviðmiðunum.“ Þetta er kjarni málsins. Það er ekki fræðslunefndar að stýra því hvernig kennsla fer fram út frá hæfniviðmiðum! Bara alls ekki! Ef lög nr. 95/2019 eru lesin í samhengi við aðalnámskrá og lög um grunnskóla - er algerlega ljóst hvar ábyrgðin liggur. Það má samt taka þessa umræðu – og breyta hlutum Það er alveg ljóst að sveitarfélög geta lagt niður sundkennslu kjósi þau það. Þau einfaldlega sleppa því að útvega aðgang að sundlaugum eða bjóða svo slæm kjör að kennaraskorturinn leiði til þess að sundkennarar fáist ekki til starfa. Það getur enginn skóli og enginn kennari haldið uppi sundkennslu án stuðnings sveitarfélags. En það er þá lögbrot af hálfu sveitarfélagsins - sem ber ábyrgð samkvæmt því. Vilji stjórnmálamenn taka menntapólitíska umræðu um breytingar á kennslu er það hinsvegar sjálfsagt. Ég geri engan ágreining við það heldur fagna því innilega. Og ég styð það hjartanlega að nemendur fái rödd. Ekki aðeins í gegnum margvísleg ungmennaráð (sem því miður hafa oft þann ókost að styðja helst við sterkustu raddirnar í ungmennahópnum) heldur í hverju einasta skólasamfélagi (og sérstaklega á að gefa nemendum í veikri stöðu rödd). Nemendur eiga að hafa mikið um nám sitt að segja og það er útilokað að lesa núgildandi námskrá öðruvísi en að þar eigi nemendur að hafa miklu meira vægi og nám að vera margfalt fjölbreyttara en áður. Meðal annars þess vegna þurfa pólitískar fræðslunefndir af gæta sín. Miðlægar ákvarðanir hafa tilhneigingu til að auka fábreytni og miðstýringu. Það er til dæmis fráleitt að ætlast til þess að námsmat sé staðlað og fari alls staðar fram í tilteknu forriti (það er í hrópandi andstöðu við námskrá). Þegar við í Norðlingaskóla tókum slaginn við Reykjavíkurborg 2011 var sá slagur stuttur. Kerfið sendi okkur að vísu rækilega í gegnum ytra mat næstu árin en kerfið má eiga það að við fundum mjög fljótt stuðninginn við það sem við vorum að gera. Þannig þróaðist slagur yfir í traust á nokkrum misserum. Síðan þá hefur hver skólinn á fætur öðrum komið fram með frábæra nýbreytni í upplýsingatæknimálum og skólaþróun á heimsmælikvarða. Borgin hefur lært af reynslunni og gefur græðlingunum vaxtarrými og skjól. Það sem Reykjavík á að gera núna er að fá skóla til að mæta þeim áskorunum sem t.d. tengjast skólasundi. Veita þeim stuðning og styrkja þróunarverkefni. Hafa þau ólík og fá - en greiða síðan götu þess að fólk læri af því sem vel er gert. Þannig breytum við skólakerfum. Innan frá með virkri þátttöku og faglegu þróunarstarfi. Nefnd sem telur sig fullfæra um að breyta skólakerfinu sjálf hefur illilega misskilið hlutverk sitt. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Skóla - og menntamál Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Rannveig Ernudóttir skrifar grein á Vísi þar sem hún bregst við grein minni á sama miðli. Grein hennar má lesa hér (https://www.visir.is/g/20222223341d/er-ung-lingurinn-thinn-med-likama-upp-a-tiu-sjou-eda-kannski-bara-fjarka-). Hún varð fyrir vonbrigðum með mína grein og heyrir í henni sérstakan tón. En grein mín fjallaði um það að það væri ekki hlutverk pólitískra nefnda sveitarfélaga að ákveða hvað kennt væri í skólum. Ég neyðist til að taka áhættuna á að valda Rannveigu frekari vonbrigðum því grein hennar gerir það að verkum að ég tel nauðsynlegt að draga enn skýrar fram að ég tel enn gæta misskilnings á hlutverki stjórnmálamanna gagnvart faglegu starfi skóla. Slagsmálafundur fyrir áratug Nýlega rakst ég á fundarpunkta sem ég setti niður þann 27. september 2011. Tilefnið var að skólinn minn (Norðlingaskóli) var að koma sér fyrir í nýju húsnæði og hafði fengið þau tilmæli að velja búnað af tækjalista sem Reykjavíkurborg hafði tekið saman. Þar mátti meðal annars velja um borðtölvur, fartölvur og snjalltöflur (gagnvirkar töflur sem tengdar eru við skjávarpa). Það vildi svo til að teymið sem ég starfaði hafði ásamt stjórnendateymi skólans sett sig mjög vel inn í upplýsingatæknimál í skólastarfi og því vissum við að framundan væri bylting í tæknimálum í skólastarfi. Við fórum því fram á að fá til prufu nokkrar spjaldtölvur og þráðlaust net. Þær myndum við nota til að keyra þróunarverkefni um notkun tækjanna í skapandi, einstaklingsmiðuðu skólastarfi. Við sáum ekki tilgang í rándýrum skjávarpatöflum því verð á flatskjáum fór hratt lækkandi. Reykjavíkurborg sagði nei. Fundurinn sem um ræðir var haldinn til að við kæmum okkar sjónarmiðum á framfæri og borgin sínum. Sjónarmið borgarinnar voru þau að það væri meira en áratugur í það að þráðlaust net yrði veruleiki í skólaumhverfi og að spjaldtölvur ættu ekki erindi í skólastarf. Okkar sjónarmið voru einföld: Það er hlutverk tækniþjónustu sveitarfélaga að þjónusta skólana, ekki öfugt. Svo fór að við höfðum betur en slagurinn var býsna harður og stjórnendur skólans þurftu að bakka kennarana sína upp. Það er skondið til þess að hugsa að nú skuli ein öflugasta sókn sama sveitarfélags í skólamálum snúast um að verða leiðandi í nákvæmlega þeim þáttum sem það reyndi að hindra fyrir áratug. Þetta snýst ekki bara um sund Tilefni þessarar umræðu er skólasund. Umræðan takmarkast þó ekkert við það. Það er fullt af tækifærum til úrbóta í íslensku skólastarfi. Það má spyrja mjög gagnrýninna spurninga um það hvernig á því stendur að markmið með ensku- og dönskunámi séu þau nákvæmlega sömu. Það má velta því fyrir sér hvers vegna áhersla á eðlisfræði sé jafn lítil og raun ber vitni. Það er ennfremur hola í upplýsingatækninámi og margt er skrítið í samfélagsfræðinni. Þá skortir víðast hvar verulega upp á list- og verkkennslu. Spurningin er einfaldlega sú hvert sé hlutverk pólitískra fræðslunefnda sveitarfélaga í ákvörðunum um skólastarf. Til að undirstrika álitamálið skulum við ímynda okkur nokkur dæmi. Hvað gerir skóli ef... ... fræðsluyfirvöld í Reykjavík gefa það út að skólar skuli taka upp námsefni í samfélags- og náttúrufræði þar sem fjallað er um það þvílíkt samfélagslegt umbótaverkefni það sé að þétta byggð og leggja Borgarlínu? ... fræðsluyfirvöld í Vestmannaeyjum gerðu athugasemdir við umfjöllun á unglingastigi þar sem rætt væri um kynferðisofbeldi í tengslum við útihátíðir? ... fræðsluyfirvöld á Dalvík vilja bjóða upp á sjávarútvegslínu á unglingastigi í samstarfi við Samherja? ... fræðsluyfirvöld á Neskaupstað vilja bjóða upp á rannsóknarblaðamennskuáfanga í samstarfi við Kjarnann og Stundina? ...fræðsluyfirvöld í Garðabæ vilja bjóða upp á rannsóknarblaðamennskuáfanga í samstarfi við Fréttin.is? Dæmin leiða klárlega í ljós hve vandasamt hlutverk kennarans getur verið við að fjalla um málefni nútíma nemenda í samhengi við nærsamfélagið. Meðal annars þess vegna eru gerðar miklar kröfur til kennara - og kennsla er líklega það starf sem beintengdast er lýðræðisuppeldi þjóðarinnar. Er ráðið fullfært um að ákveða þetta? Í grein sinni segir Rannveig: „Til að byrja með, þá er skóla- og frístundaráð fagráð sem samsett er af kjörnum fulltrúum en einnig breiðum hópi áheyrnarfulltrúa sem telur sérfræðinga og hagsmunaaðila. Ráðið er því full fært um að taka upplýsta afstöðu, hér má lesa betur um ráðið, hlutverk þess og fulltrúa. Ráðið tekur því ákvarðanir út frá gögnum og upplýsingum frá sérfræðingum, en tryggir jafnframt aðkomu almennings að ákvarðanatökunni. Það er hlutverk stjórnmálanna að samþætta sérþekkingu og ólík blæbrigði daglegs lífs og að stuðla að fjölbreytileika í samfélaginu.“ Ég hnýt við það orðalag að ráðið sé „fullfært“ um að taka upplýsta afstöðu, að minnsta kosti í samhengi þeirrar umræðu sem ég taldi mig vera að taka þátt í. Kveikjan að henni var fyrri grein Rannveigar sem hófst á orðunum: „Þann 11. janúar síðastliðinn samþykkti skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar að skólasund yrði að valfagi á unglingastigi.“ Ef þessi lýsing á hlutverki og starfsháttum skóla- og frístundaráðs á að færa rök að því að eðlilegt sé að ráðið fari fram með þessum hætti verð ég að gera alvarlegar athugasemdir við þá túlkun; ekki aðeins sem fráfarandi formaður Kennarasambands Íslands heldur ekki síður sem kennari í Reykjavík í leyfi. Lögin og aðalnámskrá eru grunnur skólastarfs Starf grunnskóla byggir á lögum um grunnskóla og aðalnámskrá. Á grundvelli þeirra setur skóli sér námskrá sem borin er upp til staðfestingar í fræðslunefnd. Auk þess sér fræðslunefnd til þess að nám í viðkomandi skóla standist eðlilegar kröfur og að nemendur njóti þess náms sem þeir eiga rétt á. Fræðslunefnd getur komið fram með margvíslegar umbótatillögur og fer það eftir eðli tillögunnar hvort hún fær farveg í almennri stefnumörkun (t.d. með því að laga- eða námskrárbreytingar séu skoðaðar) eða á vettvangi viðkomandi skóla (sem getur þá eftir atvikum snert skólanámskrá eða aðra þætti starfseminnar). Það sem fræðslunefnd getur ekki gert er að taka ákvörðun fyrir hönd skóla um skipulag náms og kennslu og nákvæma útfærslu þess. Fræðslunefnd sem reynir það er ekki aðeins komin út á hálan ís - hún beinlínis grefur undan faglegu sjálfstæði þess fólks sem í skólakerfinu starfar. Þess vegna hryggir mig að lesa þetta: „Rétt er að árétta það sem margir virðast vera að misskilja, það er ekki verið að leggja sundkennslu niður á unglingastigi enda breytingar á aðalnámskrá ekki í valdi ráðsins. Heldur verið að hafa áhrif á og stýra því hvernig kennslan fari fram, útfrá hæfniviðmiðunum.“ Þetta er kjarni málsins. Það er ekki fræðslunefndar að stýra því hvernig kennsla fer fram út frá hæfniviðmiðum! Bara alls ekki! Ef lög nr. 95/2019 eru lesin í samhengi við aðalnámskrá og lög um grunnskóla - er algerlega ljóst hvar ábyrgðin liggur. Það má samt taka þessa umræðu – og breyta hlutum Það er alveg ljóst að sveitarfélög geta lagt niður sundkennslu kjósi þau það. Þau einfaldlega sleppa því að útvega aðgang að sundlaugum eða bjóða svo slæm kjör að kennaraskorturinn leiði til þess að sundkennarar fáist ekki til starfa. Það getur enginn skóli og enginn kennari haldið uppi sundkennslu án stuðnings sveitarfélags. En það er þá lögbrot af hálfu sveitarfélagsins - sem ber ábyrgð samkvæmt því. Vilji stjórnmálamenn taka menntapólitíska umræðu um breytingar á kennslu er það hinsvegar sjálfsagt. Ég geri engan ágreining við það heldur fagna því innilega. Og ég styð það hjartanlega að nemendur fái rödd. Ekki aðeins í gegnum margvísleg ungmennaráð (sem því miður hafa oft þann ókost að styðja helst við sterkustu raddirnar í ungmennahópnum) heldur í hverju einasta skólasamfélagi (og sérstaklega á að gefa nemendum í veikri stöðu rödd). Nemendur eiga að hafa mikið um nám sitt að segja og það er útilokað að lesa núgildandi námskrá öðruvísi en að þar eigi nemendur að hafa miklu meira vægi og nám að vera margfalt fjölbreyttara en áður. Meðal annars þess vegna þurfa pólitískar fræðslunefndir af gæta sín. Miðlægar ákvarðanir hafa tilhneigingu til að auka fábreytni og miðstýringu. Það er til dæmis fráleitt að ætlast til þess að námsmat sé staðlað og fari alls staðar fram í tilteknu forriti (það er í hrópandi andstöðu við námskrá). Þegar við í Norðlingaskóla tókum slaginn við Reykjavíkurborg 2011 var sá slagur stuttur. Kerfið sendi okkur að vísu rækilega í gegnum ytra mat næstu árin en kerfið má eiga það að við fundum mjög fljótt stuðninginn við það sem við vorum að gera. Þannig þróaðist slagur yfir í traust á nokkrum misserum. Síðan þá hefur hver skólinn á fætur öðrum komið fram með frábæra nýbreytni í upplýsingatæknimálum og skólaþróun á heimsmælikvarða. Borgin hefur lært af reynslunni og gefur græðlingunum vaxtarrými og skjól. Það sem Reykjavík á að gera núna er að fá skóla til að mæta þeim áskorunum sem t.d. tengjast skólasundi. Veita þeim stuðning og styrkja þróunarverkefni. Hafa þau ólík og fá - en greiða síðan götu þess að fólk læri af því sem vel er gert. Þannig breytum við skólakerfum. Innan frá með virkri þátttöku og faglegu þróunarstarfi. Nefnd sem telur sig fullfæra um að breyta skólakerfinu sjálf hefur illilega misskilið hlutverk sitt. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun