Áróðurinn dynur á opinberum starfsmönnum Arna Jakobína Björnsdóttir skrifar 17. febrúar 2022 11:00 Það er svo sem ekki óvenjulegt að talsmenn fyrirtækja á frjálsum markaði barmi sér yfir því að þurfa að standa í samkeppni, enda eflaust þægilegra að sleppa við þesskonar vesen. Nú ber hins vegar svo við að einn forsvarsmanna samtaka atvinnurekenda kvartar yfir því að fyrirtækin geti ekki keppt við hið opinbera um hæft starfsfólk. Það hefði vissulega verið áhugavert að sjá einhver dæmi um þau fyrirtæki sem eiga í þessum hræðilegu erfiðleikum. Þar sem þau dæmi vantar verðum við hin að giska á hvort þar er um að ræða eitthvað af þeim fyrirtækjum sem hafa efni á að borga forstjórum sínum árslaun verkafólks á í laun á mánuði, nú eða fyrirtæki sem vilja taka upp bónusa fyrir svokallað lykilstarfsfólk. Það kemur kannski einhverjum á óvart að lykilstarfsfólkið er ekki fólkið á gólfinu sem býr til verðmætin, en það er önnur saga. Í þessum nýjustu umkvörtunum er vitnað í bráðabirgðatölur Hagstofunnar um þróun starfsmannafjölda og heildarlaunagreiðslna á síðasta ári. Á árinu 2021, sem við vitum öll að einkenndist öðru fremur af heimsfaraldri kórónuveirunnar, fækkaði starfsfólki á almenna markaðnum á sama tíma og starfsfólki í opinbera geiranum fjölgaði. Það er eiginlega varla fréttnæmt að tína það til, enda augljóst að faraldurinn hefur farið illa með ákveðnar atvinnugreinar á meðan aukin þörf hefur verið fyrir starfsfólk hjá ýmsum stofnunum ríkis og sveitarfélaga til að bregðast við faraldrinum, sem bætist við aukna þjónustuþörf vegna fjölgunar landsmanna og hlutfallslegrar fjölgunar aldraðra. Þá sköpuðu ríki og sveitarfélög tímabundin störf til að bregðast við mesta atvinnuleysinu. Nú ber hins vegar svo við að talsmaður atvinnurekenda segir erfitt að ná starfsfólki til baka. Svona í ljósi góðra launa og annarra kjara hjá hinu opinbera. Þrátt fyrir að sæmilega skynsamt fólk sem rýnir í tölurnar átti sig á því að þær sýni allt aðra mynd. Það er sama hvar borið er niður. Við getum skoðað meðaltal grunnlauna eða reglulegra heildarlauna hjá hópum innan BSRB, ASÍ eða BHM. Staðan er alltaf sú sama. Launin eru hæst á almenna markaðinum. Það er eiginlega hlægilegt að þurfa að deila um það. Blöskrar stanslaus áróður Okkur sem störfum fyrir starfsfólkið sem hefur staðið í framlínunni í heimsfaraldrinum er satt að segja farið að blöskra þessi stanslausi áróður sem talsmenn samtaka atvinnurekenda láta dynja á opinberum starfsmönnum. Áróður sem dynur daginn út og daginn inn á starfsfólki sem helgar störf sín þjónustu við fólkið í landinu. Þetta starfsfólk veitir okkur hinum grunnþjónustu, ber uppi velferðarkerfið og gætir almannaöryggis. Það er með öllu óskiljanlegt að þeir sem tjá sig opinberlega fyrir hönd atvinnurekenda í þessu landi ekki bara líti framhjá framlagi opinberra starfsmanna í heimsfaraldrinum heldur finni sér ítrekað tækifæri til að níða skóinn af þessu fólki með því að gefa í skyn að það sé ofhaldið í launum og jafnvel að fækka mætti hressilega í þeirra hópi. Staðreyndin er sú að starfsfólk ríkis og sveitarfélaga vinnur oft á tíðum erfið störf fyrir lægri laun en starfsfólk á almenna markaðinum. Atvinnurekendur og talsmenn þeirra ættu að gera sér far um að þakka þessu fólki fyrir að halda atvinnulífinu gangandi með sínum störfum í stað þess að standa í áróðursherferð gegn þeim. Höfundur er 2. varaformaður BSRB og formaður Kjalar – stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Sjá meira
Það er svo sem ekki óvenjulegt að talsmenn fyrirtækja á frjálsum markaði barmi sér yfir því að þurfa að standa í samkeppni, enda eflaust þægilegra að sleppa við þesskonar vesen. Nú ber hins vegar svo við að einn forsvarsmanna samtaka atvinnurekenda kvartar yfir því að fyrirtækin geti ekki keppt við hið opinbera um hæft starfsfólk. Það hefði vissulega verið áhugavert að sjá einhver dæmi um þau fyrirtæki sem eiga í þessum hræðilegu erfiðleikum. Þar sem þau dæmi vantar verðum við hin að giska á hvort þar er um að ræða eitthvað af þeim fyrirtækjum sem hafa efni á að borga forstjórum sínum árslaun verkafólks á í laun á mánuði, nú eða fyrirtæki sem vilja taka upp bónusa fyrir svokallað lykilstarfsfólk. Það kemur kannski einhverjum á óvart að lykilstarfsfólkið er ekki fólkið á gólfinu sem býr til verðmætin, en það er önnur saga. Í þessum nýjustu umkvörtunum er vitnað í bráðabirgðatölur Hagstofunnar um þróun starfsmannafjölda og heildarlaunagreiðslna á síðasta ári. Á árinu 2021, sem við vitum öll að einkenndist öðru fremur af heimsfaraldri kórónuveirunnar, fækkaði starfsfólki á almenna markaðnum á sama tíma og starfsfólki í opinbera geiranum fjölgaði. Það er eiginlega varla fréttnæmt að tína það til, enda augljóst að faraldurinn hefur farið illa með ákveðnar atvinnugreinar á meðan aukin þörf hefur verið fyrir starfsfólk hjá ýmsum stofnunum ríkis og sveitarfélaga til að bregðast við faraldrinum, sem bætist við aukna þjónustuþörf vegna fjölgunar landsmanna og hlutfallslegrar fjölgunar aldraðra. Þá sköpuðu ríki og sveitarfélög tímabundin störf til að bregðast við mesta atvinnuleysinu. Nú ber hins vegar svo við að talsmaður atvinnurekenda segir erfitt að ná starfsfólki til baka. Svona í ljósi góðra launa og annarra kjara hjá hinu opinbera. Þrátt fyrir að sæmilega skynsamt fólk sem rýnir í tölurnar átti sig á því að þær sýni allt aðra mynd. Það er sama hvar borið er niður. Við getum skoðað meðaltal grunnlauna eða reglulegra heildarlauna hjá hópum innan BSRB, ASÍ eða BHM. Staðan er alltaf sú sama. Launin eru hæst á almenna markaðinum. Það er eiginlega hlægilegt að þurfa að deila um það. Blöskrar stanslaus áróður Okkur sem störfum fyrir starfsfólkið sem hefur staðið í framlínunni í heimsfaraldrinum er satt að segja farið að blöskra þessi stanslausi áróður sem talsmenn samtaka atvinnurekenda láta dynja á opinberum starfsmönnum. Áróður sem dynur daginn út og daginn inn á starfsfólki sem helgar störf sín þjónustu við fólkið í landinu. Þetta starfsfólk veitir okkur hinum grunnþjónustu, ber uppi velferðarkerfið og gætir almannaöryggis. Það er með öllu óskiljanlegt að þeir sem tjá sig opinberlega fyrir hönd atvinnurekenda í þessu landi ekki bara líti framhjá framlagi opinberra starfsmanna í heimsfaraldrinum heldur finni sér ítrekað tækifæri til að níða skóinn af þessu fólki með því að gefa í skyn að það sé ofhaldið í launum og jafnvel að fækka mætti hressilega í þeirra hópi. Staðreyndin er sú að starfsfólk ríkis og sveitarfélaga vinnur oft á tíðum erfið störf fyrir lægri laun en starfsfólk á almenna markaðinum. Atvinnurekendur og talsmenn þeirra ættu að gera sér far um að þakka þessu fólki fyrir að halda atvinnulífinu gangandi með sínum störfum í stað þess að standa í áróðursherferð gegn þeim. Höfundur er 2. varaformaður BSRB og formaður Kjalar – stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun