Telja „íslensku plastsyndina“ líklega sænska að mestu leyti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. febrúar 2022 14:01 Mynd tekin í ferð sendinefndarinnar. Úrvinnslusjóður Það er mat íslenskrar sendinefndar, sem tók út mikið magn plastúrgangs sem fannst í vöruskemmu í Svíþjóð, að það sé líklega að stærstum hluta ættað þaðan, en ekki frá Íslandi. Það vakti töluverða athygli í desember á síðasta ári þegar Stundin birti myndir og myndbönd af íslensku plasti sem finna mátti í vöruhúsi í bænum Påryd í Suður-Svíþjóð. Í frétt Stundarinnar kom fram að áætla væri að minnst 1.500 tonn af íslensku plasti væru í húsinu. Á myndunum mátti sjá þekkt íslensk vörumerki á plastúrgangi. „Íslenska plastsyndin fundin í Svíþjóð“ var yfirskrift umfjöllunar Stundarinnar. Sænska endurvinnslufyrirtækið Swerec. sem íslenskir aðilar skiptu við, hafði sent plastið í bæinn á sínum tíma til nýstofnaðs fyrirtækis, Webbo Sverige AS. Það fyrirtæki skildi plastið eftir í vöruhúsinu. Fóru í vettvangsferð til Svíþjóðar Í tilkynningu frá Úrvinnslusjóði, sem ber ábyrgð á því að íslenskt plast sé endurunnið, sem send var á fjölmiðla af almannatengslafyrirtækinu KOM í dag, kemur fram að íslensk sendinefnd skipuð fulltrúa sjóðsins og fulltrúum Terra og Íslenska gámafélagsins, hafi haldið til Svíþjóðar í janúar til að taka út umrætt vöruhús og skoða aðstæður. Tilgangur ferðarinnar var fyrst og fremst sá að skoða og meta magn flokkaðs úrgangs frá Íslandi á staðnum, en einnig og ekki síður sá að ræða við samstarfsaðila til að tryggja eins vel og kostur er að allur plastúrgangur sem sendur er utan frá Íslandi fari ávallt og án óeðlilegra tafa í það ferli sem samið er um hverju sinni, hvort sem er brennslu til orkunýtingar eða annara ásættanlegra nota, eins og egir í tilkynningunni. Telja útilokað að áætla með nákvæmni hversu mikið af plastinu sé Íslands en áætla að nokkrir tugir tonna komi frá Íslandi Meðfylgjandi tilkynningunni fylgir greinargerð sendinefndarinnar frá vettvangsskoðuninni þar sem meðal annars er reynt að leggja mat á hversu mikið íslenskt plast leynist í vöruhúsinu. Þar kemur fram að áætlað sé að um 2.300 til 2.500 tonn af plasti séu eftir innanhús. Er tekið fram að íslenskt plast sé í „miklum minnihluta þess plasts sem er að finna á svæðinu“. Einstaka plastumbúð merkt íslenskum aðilum sjáist á stangli í böggum inni í skemmunni. „Útilokað er hins vegar að áætla með einhverri nákvæmni hve mikið er þarna af íslensku plast en Ijóst að það er aðeins mjög lítill hluti af því sem þarna er,“ segir í greinargerðinni. Myndband sem Stundin birti í desember og var tekið í og við vöruhúsið í Svíþjóð. Þrátt fyrir að tekið sé fram að útilokað sé að áætla með nákvæmni hversu mikið af plastinu sé frá Íslandi er engu að síður reynt að skjóta á magnið í greinargerðinni. Þar er tekið fram að 51 þúsund tonn af plasti hafi verið meðhöndlað af Swerec fá árinu 2016. 1.500 tonn af því hafi komið frá Íslandi, eða um 3 prósent af heildarmagninu. 2.700 tonn af plasti sé á svæðinu í Påryd og um helmingur þess sé frá Swerec. Því áætlar sendinefndin að 1,5 prósent af því plasti sem sé í Påryd sé frá Íslandi. „Ef við gæfum okkur að það væri svipað hlutfall af íslensku plasti og öðru sem Swerec tók við á árinu 2016 sem lentu í geymslunni í Påryd þá má ætla að um 45 tonn af plastúrganginum frá íslandi hefði lent þarna. Það gæti alveg verið raunin þar sem að sendinefndin sá ekki mikið plast í skemmunum sem rekja má til íslands, þó um það verði að sjálfsögðu ekkert fullyrt,“ segir í greinargerðinni. Mynd tekin úr vöruhúsinu í ferð sendinefndarinnar.Úrvinnslusjóður Plastið á ábyrgð sænska fyrirtækisins og úrlausnarefni sveitarfélagsins Í tilkynningu Úrvinnslusjóðs segir einnig að það sé mat fulltrúa sænska sveitarfélagsins Kalmar að plastúrgangurinn á svæðinu sé á ábyrgð Webbo Sverige AB og að það væri hlutverk sveitarfélagsins að leysa úr þeim vanda sem úrgangurinn hafi í för með sér. Það sé mat starfsmanna sveitarfélagsins að hvorki Terra né Íslenska gámafélagið hafi gert neitt rangt, eins og það er orðað í tilkynningunni. „Þar sem Webbo Sverige KB er þó enn skráð fyrirtæki og lögmætur eigandi plastsins í Påryd telur sveitarfélagið sér ófært að ráðstafa plastinu án þess að skapa sér skaðabótaskyldu gagnvart eiganda þess. Fulltrúar sveitarfélagsins gera sér hins vegar fyllilega ljóst að það sé hlutverk þess, en ekki annarra, að leysa þetta vandamál og engin áhöld eru um að íslenskir aðilar fylgdu öllum reglum við innflutning plastúrgangsins til Svíþjóðar á sínum tíma,“ segir í tilkynningunni. Tengd skjöl UNDIRRITUÐ_GREINARGERÐ_ÍSLENSKU_SENDINEFNDARINNARDOCX3.8MBSækja skjal Umhverfismál Svíþjóð Tengdar fréttir Segir afsögn ótengda umdeildri starfsemi Úrvinnslusjóðs Fráfarandi stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs segir afsögn sína ekki tengjast starfsemi sjóðsins. Ríkisendurskoðun vinnur nú að skýrslu um úttekt sína á starfseminni en sjóðurinn hefur sætt gagnrýni fyrir að ofmeta stórlega hversu hátt hlutfalls íslensks plasts er endurunnið. 23. nóvember 2021 14:02 Verst væri ef fólk missti trúna á endurvinnslu Gríðarlegt magn plasts frá Íslandi hefur legið óhreyft í vöruhúsi í Svíþjóð undanfarin fimm ár. Umhverfisráðherra segir mikilvægt að bregðast við en áhugamaður um endurvinnslu óttast áhrifin sem málið gæti haft á viðhorf fólks. 10. desember 2021 21:02 Munu krefjast þess að plastið fari í réttan farveg Úrvinnslusjóður mun fara fram á það við sænska fyrirtækið Swerec að íslenskt plast sem Stundin greinir frá að hafi legið óhreyft undanfarin ár í vöruskemmu verði sett í réttan farveg. 10. desember 2021 13:30 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Það vakti töluverða athygli í desember á síðasta ári þegar Stundin birti myndir og myndbönd af íslensku plasti sem finna mátti í vöruhúsi í bænum Påryd í Suður-Svíþjóð. Í frétt Stundarinnar kom fram að áætla væri að minnst 1.500 tonn af íslensku plasti væru í húsinu. Á myndunum mátti sjá þekkt íslensk vörumerki á plastúrgangi. „Íslenska plastsyndin fundin í Svíþjóð“ var yfirskrift umfjöllunar Stundarinnar. Sænska endurvinnslufyrirtækið Swerec. sem íslenskir aðilar skiptu við, hafði sent plastið í bæinn á sínum tíma til nýstofnaðs fyrirtækis, Webbo Sverige AS. Það fyrirtæki skildi plastið eftir í vöruhúsinu. Fóru í vettvangsferð til Svíþjóðar Í tilkynningu frá Úrvinnslusjóði, sem ber ábyrgð á því að íslenskt plast sé endurunnið, sem send var á fjölmiðla af almannatengslafyrirtækinu KOM í dag, kemur fram að íslensk sendinefnd skipuð fulltrúa sjóðsins og fulltrúum Terra og Íslenska gámafélagsins, hafi haldið til Svíþjóðar í janúar til að taka út umrætt vöruhús og skoða aðstæður. Tilgangur ferðarinnar var fyrst og fremst sá að skoða og meta magn flokkaðs úrgangs frá Íslandi á staðnum, en einnig og ekki síður sá að ræða við samstarfsaðila til að tryggja eins vel og kostur er að allur plastúrgangur sem sendur er utan frá Íslandi fari ávallt og án óeðlilegra tafa í það ferli sem samið er um hverju sinni, hvort sem er brennslu til orkunýtingar eða annara ásættanlegra nota, eins og egir í tilkynningunni. Telja útilokað að áætla með nákvæmni hversu mikið af plastinu sé Íslands en áætla að nokkrir tugir tonna komi frá Íslandi Meðfylgjandi tilkynningunni fylgir greinargerð sendinefndarinnar frá vettvangsskoðuninni þar sem meðal annars er reynt að leggja mat á hversu mikið íslenskt plast leynist í vöruhúsinu. Þar kemur fram að áætlað sé að um 2.300 til 2.500 tonn af plasti séu eftir innanhús. Er tekið fram að íslenskt plast sé í „miklum minnihluta þess plasts sem er að finna á svæðinu“. Einstaka plastumbúð merkt íslenskum aðilum sjáist á stangli í böggum inni í skemmunni. „Útilokað er hins vegar að áætla með einhverri nákvæmni hve mikið er þarna af íslensku plast en Ijóst að það er aðeins mjög lítill hluti af því sem þarna er,“ segir í greinargerðinni. Myndband sem Stundin birti í desember og var tekið í og við vöruhúsið í Svíþjóð. Þrátt fyrir að tekið sé fram að útilokað sé að áætla með nákvæmni hversu mikið af plastinu sé frá Íslandi er engu að síður reynt að skjóta á magnið í greinargerðinni. Þar er tekið fram að 51 þúsund tonn af plasti hafi verið meðhöndlað af Swerec fá árinu 2016. 1.500 tonn af því hafi komið frá Íslandi, eða um 3 prósent af heildarmagninu. 2.700 tonn af plasti sé á svæðinu í Påryd og um helmingur þess sé frá Swerec. Því áætlar sendinefndin að 1,5 prósent af því plasti sem sé í Påryd sé frá Íslandi. „Ef við gæfum okkur að það væri svipað hlutfall af íslensku plasti og öðru sem Swerec tók við á árinu 2016 sem lentu í geymslunni í Påryd þá má ætla að um 45 tonn af plastúrganginum frá íslandi hefði lent þarna. Það gæti alveg verið raunin þar sem að sendinefndin sá ekki mikið plast í skemmunum sem rekja má til íslands, þó um það verði að sjálfsögðu ekkert fullyrt,“ segir í greinargerðinni. Mynd tekin úr vöruhúsinu í ferð sendinefndarinnar.Úrvinnslusjóður Plastið á ábyrgð sænska fyrirtækisins og úrlausnarefni sveitarfélagsins Í tilkynningu Úrvinnslusjóðs segir einnig að það sé mat fulltrúa sænska sveitarfélagsins Kalmar að plastúrgangurinn á svæðinu sé á ábyrgð Webbo Sverige AB og að það væri hlutverk sveitarfélagsins að leysa úr þeim vanda sem úrgangurinn hafi í för með sér. Það sé mat starfsmanna sveitarfélagsins að hvorki Terra né Íslenska gámafélagið hafi gert neitt rangt, eins og það er orðað í tilkynningunni. „Þar sem Webbo Sverige KB er þó enn skráð fyrirtæki og lögmætur eigandi plastsins í Påryd telur sveitarfélagið sér ófært að ráðstafa plastinu án þess að skapa sér skaðabótaskyldu gagnvart eiganda þess. Fulltrúar sveitarfélagsins gera sér hins vegar fyllilega ljóst að það sé hlutverk þess, en ekki annarra, að leysa þetta vandamál og engin áhöld eru um að íslenskir aðilar fylgdu öllum reglum við innflutning plastúrgangsins til Svíþjóðar á sínum tíma,“ segir í tilkynningunni. Tengd skjöl UNDIRRITUÐ_GREINARGERÐ_ÍSLENSKU_SENDINEFNDARINNARDOCX3.8MBSækja skjal
Umhverfismál Svíþjóð Tengdar fréttir Segir afsögn ótengda umdeildri starfsemi Úrvinnslusjóðs Fráfarandi stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs segir afsögn sína ekki tengjast starfsemi sjóðsins. Ríkisendurskoðun vinnur nú að skýrslu um úttekt sína á starfseminni en sjóðurinn hefur sætt gagnrýni fyrir að ofmeta stórlega hversu hátt hlutfalls íslensks plasts er endurunnið. 23. nóvember 2021 14:02 Verst væri ef fólk missti trúna á endurvinnslu Gríðarlegt magn plasts frá Íslandi hefur legið óhreyft í vöruhúsi í Svíþjóð undanfarin fimm ár. Umhverfisráðherra segir mikilvægt að bregðast við en áhugamaður um endurvinnslu óttast áhrifin sem málið gæti haft á viðhorf fólks. 10. desember 2021 21:02 Munu krefjast þess að plastið fari í réttan farveg Úrvinnslusjóður mun fara fram á það við sænska fyrirtækið Swerec að íslenskt plast sem Stundin greinir frá að hafi legið óhreyft undanfarin ár í vöruskemmu verði sett í réttan farveg. 10. desember 2021 13:30 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Segir afsögn ótengda umdeildri starfsemi Úrvinnslusjóðs Fráfarandi stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs segir afsögn sína ekki tengjast starfsemi sjóðsins. Ríkisendurskoðun vinnur nú að skýrslu um úttekt sína á starfseminni en sjóðurinn hefur sætt gagnrýni fyrir að ofmeta stórlega hversu hátt hlutfalls íslensks plasts er endurunnið. 23. nóvember 2021 14:02
Verst væri ef fólk missti trúna á endurvinnslu Gríðarlegt magn plasts frá Íslandi hefur legið óhreyft í vöruhúsi í Svíþjóð undanfarin fimm ár. Umhverfisráðherra segir mikilvægt að bregðast við en áhugamaður um endurvinnslu óttast áhrifin sem málið gæti haft á viðhorf fólks. 10. desember 2021 21:02
Munu krefjast þess að plastið fari í réttan farveg Úrvinnslusjóður mun fara fram á það við sænska fyrirtækið Swerec að íslenskt plast sem Stundin greinir frá að hafi legið óhreyft undanfarin ár í vöruskemmu verði sett í réttan farveg. 10. desember 2021 13:30