Aðeins snjóbílar ráða við aðstæður í kolvitlausu veðri á Vatnajökli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. febrúar 2022 13:04 Snjóbíll Björgunarfélags Árborgar er á leið á vettvang. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarmenn á tveimur öflugum snjóbílum eru nú á leið að þeim stað þar sem talið er að tveir erlendir fjallgöngumenn hafi grafið sig í fönn á Vatnajökli, við Hermannaskarð. Um er að ræða vana gönguskíðamenn frá Tékklandi sem hafa þverað Ísland að vetri til áður en þó aldrei farið yfir jökul. Neyðarkall frá neyðarsendi barst björgunaraðilum í nótt og var fjölmennt lið björgunarsveita kallað út til að halda á jökulinn, nánar tiltekið í Hermannaskarð, sem er á milli Vatnajökuls og Öræfajökuls. Samkvæmt upplýsingum frá Guðbrandi Erni Arnarssyni, verkefnastjóra aðgerða hjá Landsbjörgu, er minnst annar mannanna mjög vanur íslenskum vetrarferðum, en þeir voru að skíða á jöklinum. Hafa björgunarsveitarmenn verið í samskiptum við menninna. Búnir að grafa sig í fönn „Það hefur í sjálfu sér ekkert amað neitt að þeim þarna uppi. Það er blautt og kalt, það er kolvitlaust veður,“ segir Guðbrandur í samtali við Vísi. Vegna veðursins hefur gengið hægt að komast áleiðis til mannanna og snúa hefur við þurft björgunarsveitamönnum á tækjum sem ekki ráða við aðstæður. Öflugir snjóbílar eru nú á leiðinni í átt að mönnnunum tveimur. Öræfajökull. Hermannaskarð er milli Vatnajökuls og Öræfajökuls.Vísir/Vilhelm „Í raun og veru er staðan þannig að það eru engin tæki sem ráða við þessar aðstæður önnur en snjóbílar. Við eru þarna með tvo af öflugustu snjóbílum á landinu sem eru komnir á jökulinn,“ segir hann. Ferðamennirnir tveir geta lítið annað gert en að bíða átekta eftir aðstoð. Frá aðgerðum BjörgunarfélagsHornafjarðar í dag.Björgunarfélag Hornafjarðar „Þeir eru að gera allt rétt í viðbrögðum við ástandinu. Þeir eru búnir að grafa sig í fönn og eru komnir ofan í poka,“ segir Guðbrandur sem vonast til þess að veðrið fari batnandi. „Það er búið að vera niður í þriggja metra skyggni, snjóbylur og mikil ofankoma en vindurinn er aðeins að ganga niður. Það er von til þess að það sé að létta til.“ Vanir Tékkar Friðrik Friðriksson, formaður svæðisstjórnar hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar, segir allar upplýsingar liggja fyrir um hverjir mennirnir séu og hvernig leiðangurinn átti að vera. „Þeir hafa verið á Íslandi áður og þverað Ísland tvisvar, en þó ekki jökul,“ segir Friðrik. Í bæði skiptin hafi þeir verið á gönguskíðum að vetri til. Um sé að ræða reynda kappa. Verið að flytja snjóbílinn áleiðis á jökulinn.Björgunarfélag Hornafjarðar „Við náum sambandi við þá í gegnum neyðarsendinn með skilaboðum. Síðustu skilaboð sem við sendum voru klukkan tólf þegar við óskuðum eftir því að þeir kveiktu á snjóflóðaýlunum,“ segir Friðrik. Klukkan var um 13:30 þegar þegar fréttastofa náði tali af Friðriki. Þá sagði hann áhyggjur vera að Tékkarnir væru fentir í kaf því ofankoman væri gríðarleg. Veður væri þó að skána. „Fullt af tækjum eru komin upp á jökul. Sleðar og snjóbílar eiga svona 12-14 kílómetra í punktinn,“ segir Friðrik. Hraði farartækjanna sé um 14 kílómetrar á klukkustund svo vonir standi til að vera komnir á staðinn eftir um klukkustund. Frá aðgerðum björgunarsveitarinnar.Björgunarfélag Hornafjarðar Á jöklinum.Björgunarfélag Hornafjarðar Fjallamennska Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Tengdar fréttir Tugir leita erlends gönguskíðafólks á Vatnajökli Fimmtíu björgunarsveitarmenn frá níu björgunarsveitum eru á leið upp á Vatnajökul vegna neyðarkalls sem barst frá neyðarsendi í gærkvöldi eða nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. 15. febrúar 2022 11:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Neyðarkall frá neyðarsendi barst björgunaraðilum í nótt og var fjölmennt lið björgunarsveita kallað út til að halda á jökulinn, nánar tiltekið í Hermannaskarð, sem er á milli Vatnajökuls og Öræfajökuls. Samkvæmt upplýsingum frá Guðbrandi Erni Arnarssyni, verkefnastjóra aðgerða hjá Landsbjörgu, er minnst annar mannanna mjög vanur íslenskum vetrarferðum, en þeir voru að skíða á jöklinum. Hafa björgunarsveitarmenn verið í samskiptum við menninna. Búnir að grafa sig í fönn „Það hefur í sjálfu sér ekkert amað neitt að þeim þarna uppi. Það er blautt og kalt, það er kolvitlaust veður,“ segir Guðbrandur í samtali við Vísi. Vegna veðursins hefur gengið hægt að komast áleiðis til mannanna og snúa hefur við þurft björgunarsveitamönnum á tækjum sem ekki ráða við aðstæður. Öflugir snjóbílar eru nú á leiðinni í átt að mönnnunum tveimur. Öræfajökull. Hermannaskarð er milli Vatnajökuls og Öræfajökuls.Vísir/Vilhelm „Í raun og veru er staðan þannig að það eru engin tæki sem ráða við þessar aðstæður önnur en snjóbílar. Við eru þarna með tvo af öflugustu snjóbílum á landinu sem eru komnir á jökulinn,“ segir hann. Ferðamennirnir tveir geta lítið annað gert en að bíða átekta eftir aðstoð. Frá aðgerðum BjörgunarfélagsHornafjarðar í dag.Björgunarfélag Hornafjarðar „Þeir eru að gera allt rétt í viðbrögðum við ástandinu. Þeir eru búnir að grafa sig í fönn og eru komnir ofan í poka,“ segir Guðbrandur sem vonast til þess að veðrið fari batnandi. „Það er búið að vera niður í þriggja metra skyggni, snjóbylur og mikil ofankoma en vindurinn er aðeins að ganga niður. Það er von til þess að það sé að létta til.“ Vanir Tékkar Friðrik Friðriksson, formaður svæðisstjórnar hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar, segir allar upplýsingar liggja fyrir um hverjir mennirnir séu og hvernig leiðangurinn átti að vera. „Þeir hafa verið á Íslandi áður og þverað Ísland tvisvar, en þó ekki jökul,“ segir Friðrik. Í bæði skiptin hafi þeir verið á gönguskíðum að vetri til. Um sé að ræða reynda kappa. Verið að flytja snjóbílinn áleiðis á jökulinn.Björgunarfélag Hornafjarðar „Við náum sambandi við þá í gegnum neyðarsendinn með skilaboðum. Síðustu skilaboð sem við sendum voru klukkan tólf þegar við óskuðum eftir því að þeir kveiktu á snjóflóðaýlunum,“ segir Friðrik. Klukkan var um 13:30 þegar þegar fréttastofa náði tali af Friðriki. Þá sagði hann áhyggjur vera að Tékkarnir væru fentir í kaf því ofankoman væri gríðarleg. Veður væri þó að skána. „Fullt af tækjum eru komin upp á jökul. Sleðar og snjóbílar eiga svona 12-14 kílómetra í punktinn,“ segir Friðrik. Hraði farartækjanna sé um 14 kílómetrar á klukkustund svo vonir standi til að vera komnir á staðinn eftir um klukkustund. Frá aðgerðum björgunarsveitarinnar.Björgunarfélag Hornafjarðar Á jöklinum.Björgunarfélag Hornafjarðar
Fjallamennska Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Tengdar fréttir Tugir leita erlends gönguskíðafólks á Vatnajökli Fimmtíu björgunarsveitarmenn frá níu björgunarsveitum eru á leið upp á Vatnajökul vegna neyðarkalls sem barst frá neyðarsendi í gærkvöldi eða nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. 15. febrúar 2022 11:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Tugir leita erlends gönguskíðafólks á Vatnajökli Fimmtíu björgunarsveitarmenn frá níu björgunarsveitum eru á leið upp á Vatnajökul vegna neyðarkalls sem barst frá neyðarsendi í gærkvöldi eða nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. 15. febrúar 2022 11:17
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent