Skotárásir tengist oftast deilum milli aðila en almenningur geti hlotið skaða af Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. febrúar 2022 23:30 Hér gefur að líta þrívíddarprentaða útgáfu af AR-15 riffli. Vert er að taka fram að myndin er frá Bandaríkjunum og tengist efni fréttarinnar aðeins með óbeinum hætti. Jahi Chikwendiu/The Washington Post via Getty Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir skipta miklu máli að vopnalöggjöf hér á landi sé sterk og lögregla geti með skilvirkum hætti fylgt henni eftir. Þó skotárásir hér á landi hafi almennt beinst að ákveðnum aðilum sé alltaf hætta á að almenningur hljóti skaða af. Skotvopnið sem notað var í árás í miðbæ Reykjavíkur um helgina var þrívíddarprentuð byssa, en legið hefur fyrir um nokkurt skeið að nú sé hægt að nýta tæknina til slíks. Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra, segir þetta vera eitt af því sem lögreglan hefur fylgst með á síðustu árum. Hann var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Við verðum náttúrulega alltaf að setja þetta í samhengi við vilja og getu einstaklingsins til þess að nota svona vopn og þá gegn almenningi eða einhverjum öðrum. Það þarf að horfa til margra þátta þegar við erum að meta áhættu gagnvart samfélaginu þegar kemur að þessum málum,“ segir Runólfur. Hann segir það sem mestu máli skipta að vopnalöggjöfin hér á landi sé góð, og að eftirlit með framfylgni þeirra sé gott. „Hvað varðar frumkvæðislöggæslu, að lögreglan hafi styrk og getu til þess að sinna frumkvæðislöggæslu þegar við erum að eiga við fólk í þessum svokölluðu undirheimum. Já, þetta er að aukast hjá okkur þannig að við þurfum að bregðast við með styrkri frumkvæðislöggæslu, tel ég.“ Árásir beinist að ákveðnum aðilum en almenningur geti skaðast Aðspurður hvort almenningur þurfi að hafa áhyggjur af stöðu mála segir Runólfur að rannsóknir lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tveimur skotárásum, þeirri sem varð í miðbæ Reykjavíkur um helgina og svo annarri sem varð í Grafarholti á fimmtudag, bendi til þess að þær snúist báðar um átök milli einstaklinga og enginn vilji hafi staðið til þess að skaða aðra en þá sem áttu í deilum. En það er aldrei að vita hvað getur gerst, og þessar kúlur geta farið í ýmsar áttir? „Akkúrat, og það er það sem við heyrum frá nágrannalöndum okkar þar sem þetta hefur verið vandamál líka. Auðvitað getur það komið fyrir líka að almenningur verði fyrir einhverju tjóni eða skaða þegar svona átök eiga sér stað á milli einstaklinga í þessum hópum. En sem betur fer eru það undantekningatilvik, en það er ekki hægt að útiloka það að almenningur geti skaðast í þessum átökum.“ Runólfur segir að skoða þurfi að auka heimildir lögreglu í takt við þá þróun sem virðist vera að eiga sér stað. „Það er alltaf þannig að lögreglan, við þurfum að eiga gott samtal við það samfélag sem við erum að þjóna og það skiptir rosalega miklu máli að traust til lögreglu sé mikið. Ef almenningur upplifir það að lögreglan hafi of víðtækar heimildir þá er það heldur ekki gott,“ segir Runólfur og ítrekar að samtal þurfi að eiga sér stað til þess að ná fram góðu jafnvægi í þessum málaflokki. Runólfur Þórhallsson starfar hjá greiningardeild Ríkislögreglustjóra.Vísir/Arnar Hefur verið rætt að fylgst verði með þrívíddarprentun Runólfur segir þá að erfitt sé að leggja mat á hvaða þýðingu það hafi að nú sé hægt að þrívíddarprenta vopn, líkt og það sem notað var í skotárásinni um helgina. „Við þurfum bara að vera með gott og öflugt eftirlit, frumkvæðislöggæslu sem getur þá minnkað þessa áhættu en þetta held ég að sé ekki nein stór tíðindi í þessu. Þetta hefur legið fyrir í mörg ár, að það sé hægt að búa til svona byssur.“ Þá hafi verið rætt innan löggæslukerfisins að þrívíddarprentarar fari á lista yfir tæki og tól sem lögreglan þurfi að hafa eftirlit með, en Runólfur segir langsótt að það verði að veruleika, í það minnsta eins og sakir standa. Mikil aukning í byssuinnflutningi safnara Í Reykjavík síðdegis í dag var einnig rætt við Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi hjá leyfadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í tengslum við fréttir af auknum fjölda útkalla sem lögregla fær nú vegna vopnaburðar. Síðastliðið sumar var greint frá því að 252 sjálfvirk skotvopn hefðu verið flutt hingað til lands árið 2020. Árið á undan hefðu þau nítján. Árið 2018 hafi þau verið tvö og árin þar á undan ekkert. Þá væru 180 vélbyssur í einkaeigu hér á landi. Jónas segir aukninguna koma til vegna breyttrar túlkunar á skilyrðum til innflutningsleyfis. „Þetta var túlkað þannig að byssurnar þyrftu að hafa verið á Íslandi til að fengist innflutningsleyfi. Síðan breytist þessi túlkun í það að sé ekki skilyrði að eintakið hafi verið á Íslandi og það einfaldaði söfnurum að flytja byssur til landsins. Það er sem sagt skýringin á aukningu á þessum safnvopnum,“ segir Jónas. Hann segir innflutningstölur á veiði- og íþróttabyssum hins vegar mun stöðugri, og í raun í takt við þá fimm hundruð einstaklinga sem fái skotvopnaleyfi á ári hverju. Vopnum frekar stolið en smyglað Aðspurður hvort þau vopn sem notuð séu í undirheimunum séu skráð hér á landi eða ekki segist Jónas lítið geta tjáð sig um þau mál sem nú eru til rannsóknar, skotárásirnar tvær sem urðu á fimmtudag og aðfaranótt sunnudags. „En það er mjög sjaldgæft að við haldleggjum óskráð vopn eða eitthvað sem hefur verið smyglað til landsins. Þetta er nánast alltaf eitthvað sem hefur verið stolið hér á landi.“ Jónas áætlar að fjöldi skráðra skotvopna hér á landi sé á bilinu 70.000 til 80.000, og dreifist á um 25.000 manns. Síðustu tölur sem hann hafi skoðað hafi sett Ísland í kringum 30. sæti á lista yfir þau lönd þar sem byssueign er mest. „En inni í þessum tölum hjá okkur eru til dæmis loftbyssur, sem eru ekki skráðar erlendis. Og við erum með gamlar byssur, óvirkar byssur, og höldum vel utan um þetta og það er inni í þessum tölum.“ Jónas Hafsteinsson starfar hjá leyfadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Sigurjón Byssur með tengsl við sögu landsins Til þess að fá safnaraleyfi þarf einstaklingur að hafa haft skotvopnaleyfi í minnst fimm ár, hafa yfir að ráða sérstakri geymslu sem háð er úttekt og vöktunarkerfi sem búið er myndavélum sem tengdar eru öryggisfyrirtæki eða farsíma safnarans. Þá miðar lögreglan almennt við að til að vopn teljist til safnvopna þurfi þau að hafa tengsl við sögu landsins og séu framleidd fyrir lok seinni heimsstyrjaldar. Með tengslum við sögu landsins er átt við að þær hafi til að mynda verið notaðar í seinni heimsstyrjöldinni hér á landi. Sjálfur sagðist Jónas ekki hafa sérstaka skoðun á því hvort 180 vélbyssur í einkaeigu hér á landi væri til marks um að byssueign á landinu væri „komin úr böndunum,“ líkt og þáttastjórnandi orðaði það. „Það eru mjög skiptar skoðanir um það, hvort það er mikið eða lítið, og auðvitað fer það eftir því hvað við miðum við. Þetta er nýtt hjá okkur, þetta var sveltur markaður þannig að það kom þarna stökk en mér finnst við vera byrjaðir að merkja það að það dragi úr innflutningi og sölu. Þetta er takmarkaður hópur sem hefur áhuga á þessu,“ segir Jónas og bendir á að slíkar byssur megi ekki nota til veiða og sérstakt leyfi þurfi til þess að fá að skjóta úr þeim í mark, og þá á sérstaklega viðurkenndum skotvöllum. „Markaðurinn er ekki mjög stór fyrir þessar byssur, af því að markaðurinn er svo takmarkaður.“ Óljóst hvernig brugðist yrði við nýjum aðferðum Jónas segir það alltaf til skoðunar hjá lögreglu hvort hægt sé að efla eftirlit, til að mynda með því að fjölga eftirlitsheimsóknum og auka gæði þeirra. Hann segir þá algjörlega nýja stöðu komna upp ef fólk er farið að geta þrívíddarprentað byssur. Sérðu fyrir þér hvernig hægt er að bregðast við því? „Ekki í fljótu bragði. Nei, ég get ekki alveg svarað því hér og nú.“ Skotvopn Lögreglumál Skotárás í Grafarholti Skotárás við Bergstaðastræti Tengdar fréttir Mögnuð tækni misnotuð: Byssur þrívíddarprentaðar á Íslandi Skotvopnið sem notað var í árás í miðbæ Reykjavíkur um helgina var þrívíddarprentuð byssa. Slík lífshættuleg vopn er, eins og tæknin er orðin, hægt að prenta í ódýrum prenturum heima við — prenturum sem hægt er að kaupa í íslenskum raftækjaverslunum. 14. febrúar 2022 19:57 Vill skoða að vopna lögregluna með rafbyssum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra vill skoða að vopna almenna íslenska lögreglumenn með rafbyssum. Hann segir tölur yfir vélbyssur hér á landi sláandi en 252 sjálfvirk skotvopn voru flutt inn til landsins árið 2020. 14. febrúar 2022 11:39 Tvítugur árásarmaður þekkti fórnarlambið sem hann skaut í brjóstið Um tugur lögregluþjóna vopnaðist þegar þrír ungir menn voru teknir höndum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn þeirra hafði skotið mann í brjóstið og lögreglan rannsakar nú hvort málið tengist annarri skotárás sem framin var á fimmtudaginn í síðustu viku. 13. febrúar 2022 19:10 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra, segir þetta vera eitt af því sem lögreglan hefur fylgst með á síðustu árum. Hann var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Við verðum náttúrulega alltaf að setja þetta í samhengi við vilja og getu einstaklingsins til þess að nota svona vopn og þá gegn almenningi eða einhverjum öðrum. Það þarf að horfa til margra þátta þegar við erum að meta áhættu gagnvart samfélaginu þegar kemur að þessum málum,“ segir Runólfur. Hann segir það sem mestu máli skipta að vopnalöggjöfin hér á landi sé góð, og að eftirlit með framfylgni þeirra sé gott. „Hvað varðar frumkvæðislöggæslu, að lögreglan hafi styrk og getu til þess að sinna frumkvæðislöggæslu þegar við erum að eiga við fólk í þessum svokölluðu undirheimum. Já, þetta er að aukast hjá okkur þannig að við þurfum að bregðast við með styrkri frumkvæðislöggæslu, tel ég.“ Árásir beinist að ákveðnum aðilum en almenningur geti skaðast Aðspurður hvort almenningur þurfi að hafa áhyggjur af stöðu mála segir Runólfur að rannsóknir lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tveimur skotárásum, þeirri sem varð í miðbæ Reykjavíkur um helgina og svo annarri sem varð í Grafarholti á fimmtudag, bendi til þess að þær snúist báðar um átök milli einstaklinga og enginn vilji hafi staðið til þess að skaða aðra en þá sem áttu í deilum. En það er aldrei að vita hvað getur gerst, og þessar kúlur geta farið í ýmsar áttir? „Akkúrat, og það er það sem við heyrum frá nágrannalöndum okkar þar sem þetta hefur verið vandamál líka. Auðvitað getur það komið fyrir líka að almenningur verði fyrir einhverju tjóni eða skaða þegar svona átök eiga sér stað á milli einstaklinga í þessum hópum. En sem betur fer eru það undantekningatilvik, en það er ekki hægt að útiloka það að almenningur geti skaðast í þessum átökum.“ Runólfur segir að skoða þurfi að auka heimildir lögreglu í takt við þá þróun sem virðist vera að eiga sér stað. „Það er alltaf þannig að lögreglan, við þurfum að eiga gott samtal við það samfélag sem við erum að þjóna og það skiptir rosalega miklu máli að traust til lögreglu sé mikið. Ef almenningur upplifir það að lögreglan hafi of víðtækar heimildir þá er það heldur ekki gott,“ segir Runólfur og ítrekar að samtal þurfi að eiga sér stað til þess að ná fram góðu jafnvægi í þessum málaflokki. Runólfur Þórhallsson starfar hjá greiningardeild Ríkislögreglustjóra.Vísir/Arnar Hefur verið rætt að fylgst verði með þrívíddarprentun Runólfur segir þá að erfitt sé að leggja mat á hvaða þýðingu það hafi að nú sé hægt að þrívíddarprenta vopn, líkt og það sem notað var í skotárásinni um helgina. „Við þurfum bara að vera með gott og öflugt eftirlit, frumkvæðislöggæslu sem getur þá minnkað þessa áhættu en þetta held ég að sé ekki nein stór tíðindi í þessu. Þetta hefur legið fyrir í mörg ár, að það sé hægt að búa til svona byssur.“ Þá hafi verið rætt innan löggæslukerfisins að þrívíddarprentarar fari á lista yfir tæki og tól sem lögreglan þurfi að hafa eftirlit með, en Runólfur segir langsótt að það verði að veruleika, í það minnsta eins og sakir standa. Mikil aukning í byssuinnflutningi safnara Í Reykjavík síðdegis í dag var einnig rætt við Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi hjá leyfadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í tengslum við fréttir af auknum fjölda útkalla sem lögregla fær nú vegna vopnaburðar. Síðastliðið sumar var greint frá því að 252 sjálfvirk skotvopn hefðu verið flutt hingað til lands árið 2020. Árið á undan hefðu þau nítján. Árið 2018 hafi þau verið tvö og árin þar á undan ekkert. Þá væru 180 vélbyssur í einkaeigu hér á landi. Jónas segir aukninguna koma til vegna breyttrar túlkunar á skilyrðum til innflutningsleyfis. „Þetta var túlkað þannig að byssurnar þyrftu að hafa verið á Íslandi til að fengist innflutningsleyfi. Síðan breytist þessi túlkun í það að sé ekki skilyrði að eintakið hafi verið á Íslandi og það einfaldaði söfnurum að flytja byssur til landsins. Það er sem sagt skýringin á aukningu á þessum safnvopnum,“ segir Jónas. Hann segir innflutningstölur á veiði- og íþróttabyssum hins vegar mun stöðugri, og í raun í takt við þá fimm hundruð einstaklinga sem fái skotvopnaleyfi á ári hverju. Vopnum frekar stolið en smyglað Aðspurður hvort þau vopn sem notuð séu í undirheimunum séu skráð hér á landi eða ekki segist Jónas lítið geta tjáð sig um þau mál sem nú eru til rannsóknar, skotárásirnar tvær sem urðu á fimmtudag og aðfaranótt sunnudags. „En það er mjög sjaldgæft að við haldleggjum óskráð vopn eða eitthvað sem hefur verið smyglað til landsins. Þetta er nánast alltaf eitthvað sem hefur verið stolið hér á landi.“ Jónas áætlar að fjöldi skráðra skotvopna hér á landi sé á bilinu 70.000 til 80.000, og dreifist á um 25.000 manns. Síðustu tölur sem hann hafi skoðað hafi sett Ísland í kringum 30. sæti á lista yfir þau lönd þar sem byssueign er mest. „En inni í þessum tölum hjá okkur eru til dæmis loftbyssur, sem eru ekki skráðar erlendis. Og við erum með gamlar byssur, óvirkar byssur, og höldum vel utan um þetta og það er inni í þessum tölum.“ Jónas Hafsteinsson starfar hjá leyfadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Sigurjón Byssur með tengsl við sögu landsins Til þess að fá safnaraleyfi þarf einstaklingur að hafa haft skotvopnaleyfi í minnst fimm ár, hafa yfir að ráða sérstakri geymslu sem háð er úttekt og vöktunarkerfi sem búið er myndavélum sem tengdar eru öryggisfyrirtæki eða farsíma safnarans. Þá miðar lögreglan almennt við að til að vopn teljist til safnvopna þurfi þau að hafa tengsl við sögu landsins og séu framleidd fyrir lok seinni heimsstyrjaldar. Með tengslum við sögu landsins er átt við að þær hafi til að mynda verið notaðar í seinni heimsstyrjöldinni hér á landi. Sjálfur sagðist Jónas ekki hafa sérstaka skoðun á því hvort 180 vélbyssur í einkaeigu hér á landi væri til marks um að byssueign á landinu væri „komin úr böndunum,“ líkt og þáttastjórnandi orðaði það. „Það eru mjög skiptar skoðanir um það, hvort það er mikið eða lítið, og auðvitað fer það eftir því hvað við miðum við. Þetta er nýtt hjá okkur, þetta var sveltur markaður þannig að það kom þarna stökk en mér finnst við vera byrjaðir að merkja það að það dragi úr innflutningi og sölu. Þetta er takmarkaður hópur sem hefur áhuga á þessu,“ segir Jónas og bendir á að slíkar byssur megi ekki nota til veiða og sérstakt leyfi þurfi til þess að fá að skjóta úr þeim í mark, og þá á sérstaklega viðurkenndum skotvöllum. „Markaðurinn er ekki mjög stór fyrir þessar byssur, af því að markaðurinn er svo takmarkaður.“ Óljóst hvernig brugðist yrði við nýjum aðferðum Jónas segir það alltaf til skoðunar hjá lögreglu hvort hægt sé að efla eftirlit, til að mynda með því að fjölga eftirlitsheimsóknum og auka gæði þeirra. Hann segir þá algjörlega nýja stöðu komna upp ef fólk er farið að geta þrívíddarprentað byssur. Sérðu fyrir þér hvernig hægt er að bregðast við því? „Ekki í fljótu bragði. Nei, ég get ekki alveg svarað því hér og nú.“
Skotvopn Lögreglumál Skotárás í Grafarholti Skotárás við Bergstaðastræti Tengdar fréttir Mögnuð tækni misnotuð: Byssur þrívíddarprentaðar á Íslandi Skotvopnið sem notað var í árás í miðbæ Reykjavíkur um helgina var þrívíddarprentuð byssa. Slík lífshættuleg vopn er, eins og tæknin er orðin, hægt að prenta í ódýrum prenturum heima við — prenturum sem hægt er að kaupa í íslenskum raftækjaverslunum. 14. febrúar 2022 19:57 Vill skoða að vopna lögregluna með rafbyssum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra vill skoða að vopna almenna íslenska lögreglumenn með rafbyssum. Hann segir tölur yfir vélbyssur hér á landi sláandi en 252 sjálfvirk skotvopn voru flutt inn til landsins árið 2020. 14. febrúar 2022 11:39 Tvítugur árásarmaður þekkti fórnarlambið sem hann skaut í brjóstið Um tugur lögregluþjóna vopnaðist þegar þrír ungir menn voru teknir höndum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn þeirra hafði skotið mann í brjóstið og lögreglan rannsakar nú hvort málið tengist annarri skotárás sem framin var á fimmtudaginn í síðustu viku. 13. febrúar 2022 19:10 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
Mögnuð tækni misnotuð: Byssur þrívíddarprentaðar á Íslandi Skotvopnið sem notað var í árás í miðbæ Reykjavíkur um helgina var þrívíddarprentuð byssa. Slík lífshættuleg vopn er, eins og tæknin er orðin, hægt að prenta í ódýrum prenturum heima við — prenturum sem hægt er að kaupa í íslenskum raftækjaverslunum. 14. febrúar 2022 19:57
Vill skoða að vopna lögregluna með rafbyssum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra vill skoða að vopna almenna íslenska lögreglumenn með rafbyssum. Hann segir tölur yfir vélbyssur hér á landi sláandi en 252 sjálfvirk skotvopn voru flutt inn til landsins árið 2020. 14. febrúar 2022 11:39
Tvítugur árásarmaður þekkti fórnarlambið sem hann skaut í brjóstið Um tugur lögregluþjóna vopnaðist þegar þrír ungir menn voru teknir höndum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn þeirra hafði skotið mann í brjóstið og lögreglan rannsakar nú hvort málið tengist annarri skotárás sem framin var á fimmtudaginn í síðustu viku. 13. febrúar 2022 19:10