„Okkur þykir þetta náttúrulega gríðarlega miður“ Snorri Másson skrifar 12. febrúar 2022 19:19 Sigfús Ómar Höskuldsson, varaformaður kjörstjórnar. Vísir Varaformaður kjörstjórnar hjá Samfylkingunni harmar úrvinnslu máls Guðmundar Inga Þóroddssonar frambjóðanda, sem var úrskurðaður ókjörgengur degi fyrir prófkjör. Sérfræðingur í stjórnskipunarrétti segir verra að taka þurfi svona ákvarðanir með eins stuttum fyrirvara og að deila megi um hvort lögin séu nógu skýr. Nokkur ólga hefur verið innan Samfylkingarinnar í Reykjavík eftir að tilkynnt var um það í gær að Guðmundi Inga Þóroddssyni hafi verið meinuð þátttaka í flokksvali daginn fyrir prófkjör, enda væri hann ekki með óflekkað mannorð meðan á reynslulausn hans stæði. Síðan hefur hann sjálfur þurft að biðja stuðningsfólk sitt að anda með nefinu. „Það er náttúrulega skýrt að kjörgengið hafði verið staðfest hjá kjörstjórn. Þeir voru búnir að staðfesta og búnir að kanna það, þannig að þetta kom vissulega á óvart að þeir færu allt í einu að fetta fingur út í þetta núna bara svona degi fyrir kosningar eða tveimur,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson frambjóðandi. Finnst þér þú vera með óflekkað mannorð? „Mér finnst það, já, samkvæmt lögunum,“ segir Guðmundur Ingi. Hægt að deila um skýrleika laganna Kári Hólmar Ragnarsson lektor í stjórnskipunarrétti telur að heppilegra hefði verið að meiri tími hefði gefist til úrvinnslu málsins og telur vel mögulegt að ýmis ákvæði nýrra kosningalaga komi til álita nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Kári segir ágreininginn hér kristallast í því hvenær maður teljist hafa afplánað refsingu að fullu. „Í lagatextanum er þetta orðað þannig að maður þurfi að hafa afplánað að fullu. En í greinargerð með frumvarpinu er talað um að það að hafa lokið reynslulausn sé skilyrði fyrir að hafa afplánað að fullu,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. „Það er hægt að deila um það hvort þetta sé nógu skýrt í lagatextanum sjálfum. Að mínu viti hefði verið ágætt að hafa þetta bara inni í textanum.“ Kári Hólmar Ragnarsson lektor.Vísir/Einar „Vandræðalega seint í ferlinu“ Sigfús Ómar Höskuldsson, varaformaður kjörstjórnar, segir vandann helst hafa legið í því hve seint ábendingar hafi borist kjörstjórn um möguleikann á að Guðmundur væri ekki kjörgengur. Þá hafi kjörstjórnin ekki viljað fara sjálf í frumkvæðisathugun enda vilji hún ekki mismuna frambjóðendum með því. „Niðurstaðan talar sínu máli lagalega og okkur þykir þetta náttúrulega gríðarlega miður og svona vandræðalega seint í ferlinu. En ábendingin kom seint og við vorum að vinna með gögn sem reyndust ekki rétt og þess vegna fór sem fór, því miður fyrir okkur og viðkomandi frambjóðanda,“ segir Sigfús. Samfylkingin Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Kom á óvart að vera meinuð þátttaka í prófkjöri á síðustu stundu Guðmundi Inga Þóroddssyni frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík var meinuð þátttaka í prófkjörinu á síðustu stundu þar sem hann er enn á reynslulausn eftir fangelsisvist. Hann telur sig hins vegar kjörgengan samkvæmt lögum. 12. febrúar 2022 11:57 „Samfylkingunni ber að lúta landslögum“ Guðmundur Ingi Þóroddsson frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki tilefni fyrir stuðningsmenn sína að segja sig úr flokknum. Greint var frá því í gærkvöldi að Guðmundi hafi verið meinuð þátttaka í prófkjörinu þar sem hann er á reynslulausn eftir fangelsisvist. 12. febrúar 2022 15:03 Guðmundi meinuð þátttaka í prófkjöri Samfylkingarinna Kjörstjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ógilt framboð Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, í prófkjöri Samfylkingarinnar til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. 12. febrúar 2022 01:12 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Nokkur ólga hefur verið innan Samfylkingarinnar í Reykjavík eftir að tilkynnt var um það í gær að Guðmundi Inga Þóroddssyni hafi verið meinuð þátttaka í flokksvali daginn fyrir prófkjör, enda væri hann ekki með óflekkað mannorð meðan á reynslulausn hans stæði. Síðan hefur hann sjálfur þurft að biðja stuðningsfólk sitt að anda með nefinu. „Það er náttúrulega skýrt að kjörgengið hafði verið staðfest hjá kjörstjórn. Þeir voru búnir að staðfesta og búnir að kanna það, þannig að þetta kom vissulega á óvart að þeir færu allt í einu að fetta fingur út í þetta núna bara svona degi fyrir kosningar eða tveimur,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson frambjóðandi. Finnst þér þú vera með óflekkað mannorð? „Mér finnst það, já, samkvæmt lögunum,“ segir Guðmundur Ingi. Hægt að deila um skýrleika laganna Kári Hólmar Ragnarsson lektor í stjórnskipunarrétti telur að heppilegra hefði verið að meiri tími hefði gefist til úrvinnslu málsins og telur vel mögulegt að ýmis ákvæði nýrra kosningalaga komi til álita nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Kári segir ágreininginn hér kristallast í því hvenær maður teljist hafa afplánað refsingu að fullu. „Í lagatextanum er þetta orðað þannig að maður þurfi að hafa afplánað að fullu. En í greinargerð með frumvarpinu er talað um að það að hafa lokið reynslulausn sé skilyrði fyrir að hafa afplánað að fullu,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. „Það er hægt að deila um það hvort þetta sé nógu skýrt í lagatextanum sjálfum. Að mínu viti hefði verið ágætt að hafa þetta bara inni í textanum.“ Kári Hólmar Ragnarsson lektor.Vísir/Einar „Vandræðalega seint í ferlinu“ Sigfús Ómar Höskuldsson, varaformaður kjörstjórnar, segir vandann helst hafa legið í því hve seint ábendingar hafi borist kjörstjórn um möguleikann á að Guðmundur væri ekki kjörgengur. Þá hafi kjörstjórnin ekki viljað fara sjálf í frumkvæðisathugun enda vilji hún ekki mismuna frambjóðendum með því. „Niðurstaðan talar sínu máli lagalega og okkur þykir þetta náttúrulega gríðarlega miður og svona vandræðalega seint í ferlinu. En ábendingin kom seint og við vorum að vinna með gögn sem reyndust ekki rétt og þess vegna fór sem fór, því miður fyrir okkur og viðkomandi frambjóðanda,“ segir Sigfús.
Samfylkingin Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Kom á óvart að vera meinuð þátttaka í prófkjöri á síðustu stundu Guðmundi Inga Þóroddssyni frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík var meinuð þátttaka í prófkjörinu á síðustu stundu þar sem hann er enn á reynslulausn eftir fangelsisvist. Hann telur sig hins vegar kjörgengan samkvæmt lögum. 12. febrúar 2022 11:57 „Samfylkingunni ber að lúta landslögum“ Guðmundur Ingi Þóroddsson frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki tilefni fyrir stuðningsmenn sína að segja sig úr flokknum. Greint var frá því í gærkvöldi að Guðmundi hafi verið meinuð þátttaka í prófkjörinu þar sem hann er á reynslulausn eftir fangelsisvist. 12. febrúar 2022 15:03 Guðmundi meinuð þátttaka í prófkjöri Samfylkingarinna Kjörstjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ógilt framboð Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, í prófkjöri Samfylkingarinnar til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. 12. febrúar 2022 01:12 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Kom á óvart að vera meinuð þátttaka í prófkjöri á síðustu stundu Guðmundi Inga Þóroddssyni frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík var meinuð þátttaka í prófkjörinu á síðustu stundu þar sem hann er enn á reynslulausn eftir fangelsisvist. Hann telur sig hins vegar kjörgengan samkvæmt lögum. 12. febrúar 2022 11:57
„Samfylkingunni ber að lúta landslögum“ Guðmundur Ingi Þóroddsson frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki tilefni fyrir stuðningsmenn sína að segja sig úr flokknum. Greint var frá því í gærkvöldi að Guðmundi hafi verið meinuð þátttaka í prófkjörinu þar sem hann er á reynslulausn eftir fangelsisvist. 12. febrúar 2022 15:03
Guðmundi meinuð þátttaka í prófkjöri Samfylkingarinna Kjörstjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ógilt framboð Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, í prófkjöri Samfylkingarinnar til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. 12. febrúar 2022 01:12