Stökkið: „Ég veit ekki betur en að ég sé eini Íslendingurinn í Kyoto eins og er“ Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar 13. febrúar 2022 07:00 Sigmundur stundar nám í Japan. Fatahönnuðurinn Sigmundur Páll Freysteinsson er búsettur í Kyoto í Japan og stundar þar mastersnám í fatahönnun með áherslu á textíl og sjálfbærni. Þar sem strangt bann var sett á landamærin vegna heimsfaraldursins er hann einn eins og er en eiginkona hans Ída Pálsdóttir og dóttir þeirra Kaía Blær koma loksins til hans í mánuðinum. Stökkið er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. View this post on Instagram A post shared by Sigmundur P. F. (@sigmundurpf) Hvar ertu búsettur?Ég er búsettur í Kyoto í Japan. Kyoto er gamla höfuðborgin í Japan sem á sér langa sögu með miklum menningararfi þar sem gamlar hefðir eru haldnar hátt á lofti. Við völdum að búa í Kyoto þar sem hún er góð borg til að stunda framhaldsnám, er fjölskylduvæn og afskaplega falleg með heillandi menningu. Með hverjum býrðu úti?Síðustu mánuði hef ég verið einn í Kyoto vegna þess að Japan hefur haft strangt bann á landamærunum vegna heimsfaraldursins. Við fengum hinsvegar loksins þær góðu fréttir að Ída eiginkona mín og Kaía dóttir okkar gátu fengið Visa og flutt til mín til Kyoto í febrúar þar sem við munum búa saman. View this post on Instagram A post shared by Sigmundur P. F. (@sigmundurpf) Hvenær fluttirðu út?Ég flutti út síðasta haust en ferðalagið hafði átt sér langan aðdraganda og óvissa um hvenær hægt væri að fara út vegna lokaðra landamæra í Japan en leið og tækifærið gafst þá flutti ég til Kyoto með litlum fyrirvara. „Síðan lokuðu landamærin aftur áður en fjölskyldan náði að koma út en loksins er sú bið á enda.“ Langaði þig alltaf til þess að flytja út?Okkur hefur alltaf langað að búa erlendis, stunda nám og vinnu og upplifa heiminn áður en við komum okkur endanlega fyrir á Íslandi. Ég hafði lengi verið spenntur fyrir að búa í Japan og þegar tækifæri gafst til að stunda nám í Kyoto ákváðum við að byrja þar. Okkur langar að búa líka í Evrópu áður en við förum aftur til Íslands en við sjáum hvaða tækifæri koma í ljós eftir dvöl okkar í Kyoto. Fallegur gróður í Kyoto.Aðsend Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana?Heimsfaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á flutningana. Japan hefur haft ein ströngustu landamæralokun í heiminum í gegnum heimsfaraldurinn og hefur ekki verið hægt að heimsækja Japan sem ferðamaður í tvö ár núna og maður sér varla fyrir endann á því. Það krefst venjulega mikils undirbúnings að fá Visa til að búa í Japan en Covid gerði það ferli virkilega langt og strangt. Ég fékk Visa og gat farið fyrst út og síðan í framhaldinu þurftum við að undirbúa Visa fyrir fjölskylduna. Þegar ég kom til landsins þurfti ég að fara í sóttkví á hóteli í 15 nætur sem er ansi langt miðað við önnur lönd. Tilkoma Omicron frestaði því að fjölskyldan gæti komið og var mikil óvissa um hvenær við gætum sameinast. Loksins er þó allt komið á hreint í þessu ferli en það tók nokkra mánuði frá byrjun til enda. View this post on Instagram A post shared by Sigmundur P. F. (@sigmundurpf) Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja? Undirbúningur var lengi í vinnslu en við höfðum verið að hugsa um þetta í rúm tvö ár áður en við fluttum. Þegar maður flytur út með lítið barn krefst þess að maður þarf að kynna sér aðstæður vel til að hafa hugmynd um hvernig verður að aðlagast nýjum lífstíl. „Það fór mikil tími í undirbúningsvinnu að kynna sér menninguna, finna rétta námið og skrifa undir leigusamning.“ View this post on Instagram A post shared by Sigmundur P. F. (@sigmundurpf) Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að flytja til útlanda?Það er skynsamlegt að kynna sér staðsetninguna vel til að geta komið sér vel fyrir í nýjan lífsstíl, sérstaklega þegar maður flytur með börn. Það þarf þó sérstaklega að undirbúa sig vel þegar maður flytur til Japan en það tekur við flóð af pappírsvinnu og formsatriðum sem þurfa að vera til staðar til að geta búið hérna. View this post on Instagram A post shared by Sigmundur P. F. (@sigmundurpf) Hvernig komstu í kynni við námið og verkefnin sem þú ert í?Ég komst í kynni við leiðbeinandann minn í náminu hérna úti í gegnum Katrínu Maríu Káradóttur sem var leiðbeinandinn minn í Listaháskólanum en við unnum verkefni saman eftir útskrift sem hafði tengingar til Japan. Síðan fékk ég styrk fyrir framhaldsnám frá japanska ríkinu sem heitir „MEXT scholarship“ og er hægt að sækja um einu sinni á ári hjá japanska sendiráðinu á Íslandi. „Sá styrkur gerði þetta ævintýri mögulegt og hvet ég alla sem að hafa áhuga á að stunda framhaldsnám í Japan að sækja um þennan styrk.“ View this post on Instagram A post shared by Sigmundur P. F. (@sigmundurpf) Hvers saknarðu mest við Ísland?Hér í Kyoto eru veturinn mjög kaldur en húsin byggð með örþunna veggi án einangrunar og kyndingin er voða lítil. Þó að veturinn sé mun erfiðari á Íslandi sakna ég þess að vera í vel einangruðu húsi með góða ofna. „Eins góður og maturinn er í Japan sakna ég þó mikið matarins á Íslandi, mest sakna ég þó að hitta fjölskyldu og vini.“ View this post on Instagram A post shared by Sigmundur P. F. (@sigmundurpf) Hvers saknarðu minnst við Ísland?Ég sakna minnst skammdegisins og langa vetrarins á Íslandi. Það er mjög góð tilfinning að byrja alla morgna í dagsbirtu hérna. Hvernig er veðrið?Japan er með fjórar árstíðir, veturinn er kaldur en veðurfarið er almennt stillt, sumarið verðir síðan gríðarlega heitt og rakt og líklegast erfiðasti tíminn til að vera í Japan. Vor og haust eru bestu árstíðirnar til að heimsækja og veðrið best á þeim tíma. Veðurfarið er almennt stillt. Hvaða ferðamáta notast þú við?Kyoto er mjög hjólreiðavæn borg og fer ég allar mína daglegu leiðir á hjóli. Ef maður þarf að fara lengra þá tek ég lestina eða strætó en Japan er þekkt fyrir framúrskarandi samgöngur og ég tek undir það. Kemurðu oft til Íslands?Það er ansi langt og kostnaðarsamt að fara frá Japan til Íslands þannig planið okkar er að koma heim einu sinni á ári í ágúst og september þegar það er frí í skólanum View this post on Instagram A post shared by Sigmundur P. F. (@sigmundurpf) Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna?Það er almennt ódýrara að búa í Japan en það er mun ódýrara að leigja húsnæði og fara út að borða til dæmis. Margt upplifi ég svipað dýrt og á Íslandi en til dæmis rafmagn, ávextir og símreikningurinn er mun dýrari hér. Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út?Vegna þess að Japan er enn með lokuð landamæri vegna heimsfaraldursins hefur enginn getað planað neinar heimsóknir hingað út. Það eru þó ansi margir sem bíða spenntir eftir því koma í heimsókn um leið og tækifærið gefst. View this post on Instagram A post shared by Sigmundur P. F. (@sigmundurpf) Er sterkt íslendingasamfélag þar sem þú ert?Ég veit ekki betur en að ég sé eini Íslendingurinn í Kyoto eins og er. Áttu þér uppáhalds stað? Uppáhaldið mitt er að labba um Kyoto, borgin er svo fjölbreytt og full af menningu að það er alltaf hægt að finna eitthvað nýtt og spennandi til að skoða sama hvað maður mun vera hérna lengi. „Á eftir Kyoto finnst mér skemmtilegast að heimsækja hverfin Harajuku og Shibuya í Tokyo .“ Fallegur dagur í Kyoto.Aðsend Hvaða matsölustöðum myndirðu mæla með?Japan er með ótrúlega matargerð og ættu allir að geta fundið eitthvað sem þeir fýla. Margir staðir í Kyoto leggja mikla áherslu á að nota árstíðabundið hráefni Ég myndi mæla með að prófa Kaiseki matargerð þar sem borið eru fram margir litlir réttir í takti við árstíðina. View this post on Instagram A post shared by Sigmundur P. F. (@sigmundurpf) Hvað er eitthvað sem allir verða að í Kyoto?Ef þú átt leið til Kyoto mæli ég með að gefa þér góðan tíma til að labba um borgina og skoða sig um, heimsækja japanskan garð og hof, njóta þess að borða góðan mat og fara í baðhús. View this post on Instagram A post shared by Sigmundur P. F. (@sigmundurpf) Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti?Á virkum degi er fer tíminn allur í fjölskyldu og námið en um helgar og hvert skipti sem að tækifæri gefst fer tíminn í að kynna sér borgina, menninguna og allt það magnaða sem Kyoto og nágrenni hefur upp á að bjóða. Sigmundi finnst gaman að rölta og skoða sig um.Aðsend Hvað er það besta við Kyoto?Það besta við Kyoto er að þrátt fyrir að vera stórborg er hún mjög róleg, hljóðlát, stutt í náttúruna, mjög fjölskylduvæn og ótrúlega falleg. Hvað er það versta við Kyoto?Það erfiðasta er hversu mikil pappírsvinna og formsatriði sem fylgir því að búa hér og oftar en ekki miklir tungumálaerfiðleikar þannig það þarf að gefa sér góðan tíma og passa að allt sé á hreinu. View this post on Instagram A post shared by Sigmundur P. F. (@sigmundurpf) Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands?Við sjáum fyrir okkur að flytja aftur til Íslands þegar við erum búin að upplifa heiminn saman erlendis. Þegar maður flytur frá Íslandi fer maður að sjá heimalandið frá öðru sjónarhorni og ég hlakka til að flytja aftur heim í framtíðinni þegar að það kemur að því. Stökkið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stökkið: Býr hvergi og hefur ferðast til níutíu landa Björn Pálsson hefur ferðast um heiminn og búið á flakki víðsvegar síðstu tólf árin. Hann er ekki með fasta búsetu í neinu landi, býr og ferðast mest með sjálfum sér og lifir hinum svokallaða Nomad lífsstíl. 9. febrúar 2022 07:01 Stökkið: „Ég gæti labbað út í hælaskóm, ruslapoka og með uppstoppaða hænu á hausnum“ Förðunarfræðingurinn Alexander Sigurður Sigfússon er búsettur í London þar sem honum líður eins og heima hjá sér. Það er erfitt að fá atvinnuleyfi þar en það hefur ekki stoppað hann í að leyfa hæfileikum sínum að njóta sín í hinum ýmsu verkefnum úti og hér heima. 6. febrúar 2022 07:00 Stökkið: Vildi prófa eitthvað annað en „týpísku” Kaupmannahöfn Sonja Sófusdóttir býr í Kaupmannahöfn eftir að hafa upphaflega flutt til Svíþjóðar í nám. Hún flutti ein út á vit ævintýranna og býr í dag með íslenskri vinkonu sinni. Hún starfar hjá Deloitte og elskar að hafa það hygge með vinum. 3. febrúar 2022 07:01 Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Sjá meira
Stökkið er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. View this post on Instagram A post shared by Sigmundur P. F. (@sigmundurpf) Hvar ertu búsettur?Ég er búsettur í Kyoto í Japan. Kyoto er gamla höfuðborgin í Japan sem á sér langa sögu með miklum menningararfi þar sem gamlar hefðir eru haldnar hátt á lofti. Við völdum að búa í Kyoto þar sem hún er góð borg til að stunda framhaldsnám, er fjölskylduvæn og afskaplega falleg með heillandi menningu. Með hverjum býrðu úti?Síðustu mánuði hef ég verið einn í Kyoto vegna þess að Japan hefur haft strangt bann á landamærunum vegna heimsfaraldursins. Við fengum hinsvegar loksins þær góðu fréttir að Ída eiginkona mín og Kaía dóttir okkar gátu fengið Visa og flutt til mín til Kyoto í febrúar þar sem við munum búa saman. View this post on Instagram A post shared by Sigmundur P. F. (@sigmundurpf) Hvenær fluttirðu út?Ég flutti út síðasta haust en ferðalagið hafði átt sér langan aðdraganda og óvissa um hvenær hægt væri að fara út vegna lokaðra landamæra í Japan en leið og tækifærið gafst þá flutti ég til Kyoto með litlum fyrirvara. „Síðan lokuðu landamærin aftur áður en fjölskyldan náði að koma út en loksins er sú bið á enda.“ Langaði þig alltaf til þess að flytja út?Okkur hefur alltaf langað að búa erlendis, stunda nám og vinnu og upplifa heiminn áður en við komum okkur endanlega fyrir á Íslandi. Ég hafði lengi verið spenntur fyrir að búa í Japan og þegar tækifæri gafst til að stunda nám í Kyoto ákváðum við að byrja þar. Okkur langar að búa líka í Evrópu áður en við förum aftur til Íslands en við sjáum hvaða tækifæri koma í ljós eftir dvöl okkar í Kyoto. Fallegur gróður í Kyoto.Aðsend Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana?Heimsfaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á flutningana. Japan hefur haft ein ströngustu landamæralokun í heiminum í gegnum heimsfaraldurinn og hefur ekki verið hægt að heimsækja Japan sem ferðamaður í tvö ár núna og maður sér varla fyrir endann á því. Það krefst venjulega mikils undirbúnings að fá Visa til að búa í Japan en Covid gerði það ferli virkilega langt og strangt. Ég fékk Visa og gat farið fyrst út og síðan í framhaldinu þurftum við að undirbúa Visa fyrir fjölskylduna. Þegar ég kom til landsins þurfti ég að fara í sóttkví á hóteli í 15 nætur sem er ansi langt miðað við önnur lönd. Tilkoma Omicron frestaði því að fjölskyldan gæti komið og var mikil óvissa um hvenær við gætum sameinast. Loksins er þó allt komið á hreint í þessu ferli en það tók nokkra mánuði frá byrjun til enda. View this post on Instagram A post shared by Sigmundur P. F. (@sigmundurpf) Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja? Undirbúningur var lengi í vinnslu en við höfðum verið að hugsa um þetta í rúm tvö ár áður en við fluttum. Þegar maður flytur út með lítið barn krefst þess að maður þarf að kynna sér aðstæður vel til að hafa hugmynd um hvernig verður að aðlagast nýjum lífstíl. „Það fór mikil tími í undirbúningsvinnu að kynna sér menninguna, finna rétta námið og skrifa undir leigusamning.“ View this post on Instagram A post shared by Sigmundur P. F. (@sigmundurpf) Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að flytja til útlanda?Það er skynsamlegt að kynna sér staðsetninguna vel til að geta komið sér vel fyrir í nýjan lífsstíl, sérstaklega þegar maður flytur með börn. Það þarf þó sérstaklega að undirbúa sig vel þegar maður flytur til Japan en það tekur við flóð af pappírsvinnu og formsatriðum sem þurfa að vera til staðar til að geta búið hérna. View this post on Instagram A post shared by Sigmundur P. F. (@sigmundurpf) Hvernig komstu í kynni við námið og verkefnin sem þú ert í?Ég komst í kynni við leiðbeinandann minn í náminu hérna úti í gegnum Katrínu Maríu Káradóttur sem var leiðbeinandinn minn í Listaháskólanum en við unnum verkefni saman eftir útskrift sem hafði tengingar til Japan. Síðan fékk ég styrk fyrir framhaldsnám frá japanska ríkinu sem heitir „MEXT scholarship“ og er hægt að sækja um einu sinni á ári hjá japanska sendiráðinu á Íslandi. „Sá styrkur gerði þetta ævintýri mögulegt og hvet ég alla sem að hafa áhuga á að stunda framhaldsnám í Japan að sækja um þennan styrk.“ View this post on Instagram A post shared by Sigmundur P. F. (@sigmundurpf) Hvers saknarðu mest við Ísland?Hér í Kyoto eru veturinn mjög kaldur en húsin byggð með örþunna veggi án einangrunar og kyndingin er voða lítil. Þó að veturinn sé mun erfiðari á Íslandi sakna ég þess að vera í vel einangruðu húsi með góða ofna. „Eins góður og maturinn er í Japan sakna ég þó mikið matarins á Íslandi, mest sakna ég þó að hitta fjölskyldu og vini.“ View this post on Instagram A post shared by Sigmundur P. F. (@sigmundurpf) Hvers saknarðu minnst við Ísland?Ég sakna minnst skammdegisins og langa vetrarins á Íslandi. Það er mjög góð tilfinning að byrja alla morgna í dagsbirtu hérna. Hvernig er veðrið?Japan er með fjórar árstíðir, veturinn er kaldur en veðurfarið er almennt stillt, sumarið verðir síðan gríðarlega heitt og rakt og líklegast erfiðasti tíminn til að vera í Japan. Vor og haust eru bestu árstíðirnar til að heimsækja og veðrið best á þeim tíma. Veðurfarið er almennt stillt. Hvaða ferðamáta notast þú við?Kyoto er mjög hjólreiðavæn borg og fer ég allar mína daglegu leiðir á hjóli. Ef maður þarf að fara lengra þá tek ég lestina eða strætó en Japan er þekkt fyrir framúrskarandi samgöngur og ég tek undir það. Kemurðu oft til Íslands?Það er ansi langt og kostnaðarsamt að fara frá Japan til Íslands þannig planið okkar er að koma heim einu sinni á ári í ágúst og september þegar það er frí í skólanum View this post on Instagram A post shared by Sigmundur P. F. (@sigmundurpf) Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna?Það er almennt ódýrara að búa í Japan en það er mun ódýrara að leigja húsnæði og fara út að borða til dæmis. Margt upplifi ég svipað dýrt og á Íslandi en til dæmis rafmagn, ávextir og símreikningurinn er mun dýrari hér. Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út?Vegna þess að Japan er enn með lokuð landamæri vegna heimsfaraldursins hefur enginn getað planað neinar heimsóknir hingað út. Það eru þó ansi margir sem bíða spenntir eftir því koma í heimsókn um leið og tækifærið gefst. View this post on Instagram A post shared by Sigmundur P. F. (@sigmundurpf) Er sterkt íslendingasamfélag þar sem þú ert?Ég veit ekki betur en að ég sé eini Íslendingurinn í Kyoto eins og er. Áttu þér uppáhalds stað? Uppáhaldið mitt er að labba um Kyoto, borgin er svo fjölbreytt og full af menningu að það er alltaf hægt að finna eitthvað nýtt og spennandi til að skoða sama hvað maður mun vera hérna lengi. „Á eftir Kyoto finnst mér skemmtilegast að heimsækja hverfin Harajuku og Shibuya í Tokyo .“ Fallegur dagur í Kyoto.Aðsend Hvaða matsölustöðum myndirðu mæla með?Japan er með ótrúlega matargerð og ættu allir að geta fundið eitthvað sem þeir fýla. Margir staðir í Kyoto leggja mikla áherslu á að nota árstíðabundið hráefni Ég myndi mæla með að prófa Kaiseki matargerð þar sem borið eru fram margir litlir réttir í takti við árstíðina. View this post on Instagram A post shared by Sigmundur P. F. (@sigmundurpf) Hvað er eitthvað sem allir verða að í Kyoto?Ef þú átt leið til Kyoto mæli ég með að gefa þér góðan tíma til að labba um borgina og skoða sig um, heimsækja japanskan garð og hof, njóta þess að borða góðan mat og fara í baðhús. View this post on Instagram A post shared by Sigmundur P. F. (@sigmundurpf) Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti?Á virkum degi er fer tíminn allur í fjölskyldu og námið en um helgar og hvert skipti sem að tækifæri gefst fer tíminn í að kynna sér borgina, menninguna og allt það magnaða sem Kyoto og nágrenni hefur upp á að bjóða. Sigmundi finnst gaman að rölta og skoða sig um.Aðsend Hvað er það besta við Kyoto?Það besta við Kyoto er að þrátt fyrir að vera stórborg er hún mjög róleg, hljóðlát, stutt í náttúruna, mjög fjölskylduvæn og ótrúlega falleg. Hvað er það versta við Kyoto?Það erfiðasta er hversu mikil pappírsvinna og formsatriði sem fylgir því að búa hér og oftar en ekki miklir tungumálaerfiðleikar þannig það þarf að gefa sér góðan tíma og passa að allt sé á hreinu. View this post on Instagram A post shared by Sigmundur P. F. (@sigmundurpf) Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands?Við sjáum fyrir okkur að flytja aftur til Íslands þegar við erum búin að upplifa heiminn saman erlendis. Þegar maður flytur frá Íslandi fer maður að sjá heimalandið frá öðru sjónarhorni og ég hlakka til að flytja aftur heim í framtíðinni þegar að það kemur að því.
Stökkið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stökkið: Býr hvergi og hefur ferðast til níutíu landa Björn Pálsson hefur ferðast um heiminn og búið á flakki víðsvegar síðstu tólf árin. Hann er ekki með fasta búsetu í neinu landi, býr og ferðast mest með sjálfum sér og lifir hinum svokallaða Nomad lífsstíl. 9. febrúar 2022 07:01 Stökkið: „Ég gæti labbað út í hælaskóm, ruslapoka og með uppstoppaða hænu á hausnum“ Förðunarfræðingurinn Alexander Sigurður Sigfússon er búsettur í London þar sem honum líður eins og heima hjá sér. Það er erfitt að fá atvinnuleyfi þar en það hefur ekki stoppað hann í að leyfa hæfileikum sínum að njóta sín í hinum ýmsu verkefnum úti og hér heima. 6. febrúar 2022 07:00 Stökkið: Vildi prófa eitthvað annað en „týpísku” Kaupmannahöfn Sonja Sófusdóttir býr í Kaupmannahöfn eftir að hafa upphaflega flutt til Svíþjóðar í nám. Hún flutti ein út á vit ævintýranna og býr í dag með íslenskri vinkonu sinni. Hún starfar hjá Deloitte og elskar að hafa það hygge með vinum. 3. febrúar 2022 07:01 Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Sjá meira
Stökkið: Býr hvergi og hefur ferðast til níutíu landa Björn Pálsson hefur ferðast um heiminn og búið á flakki víðsvegar síðstu tólf árin. Hann er ekki með fasta búsetu í neinu landi, býr og ferðast mest með sjálfum sér og lifir hinum svokallaða Nomad lífsstíl. 9. febrúar 2022 07:01
Stökkið: „Ég gæti labbað út í hælaskóm, ruslapoka og með uppstoppaða hænu á hausnum“ Förðunarfræðingurinn Alexander Sigurður Sigfússon er búsettur í London þar sem honum líður eins og heima hjá sér. Það er erfitt að fá atvinnuleyfi þar en það hefur ekki stoppað hann í að leyfa hæfileikum sínum að njóta sín í hinum ýmsu verkefnum úti og hér heima. 6. febrúar 2022 07:00
Stökkið: Vildi prófa eitthvað annað en „týpísku” Kaupmannahöfn Sonja Sófusdóttir býr í Kaupmannahöfn eftir að hafa upphaflega flutt til Svíþjóðar í nám. Hún flutti ein út á vit ævintýranna og býr í dag með íslenskri vinkonu sinni. Hún starfar hjá Deloitte og elskar að hafa það hygge með vinum. 3. febrúar 2022 07:01