Ólympíumeistarinn á sínum öðrum Ólympíuleikum á aðeins sex mánuðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2022 17:00 Ayumu Hirano fagnar gullverðlaunum sínum í nótt. AP/Francisco Seco Það er einstakt að Ólympíuleikar fari nú fram með aðeins sex mánaða millibili en það er jafnframt óalgengt að fólk nái að keppa á bæði Sumar- og Vetrarólympíuleikum. Einn af Ólympíumeisturum næturinnar náði því samt og það á mettíma. Japaninn Ayumu Hirano varð í nótt Ólympíumeistari í hálfpípu snjóbrettakeppninnar á Vetrarólympíuleikunum í Peking eftir að hafa endað keppnina með því að ná tveimur bestu ferðum keppninnar undir lokin. View this post on Instagram A post shared by The Olympic Games (@olympics) Hann klúðraði fyrstu ferð og þótt ekki fá alveg sanngjarna einkunn í ferð númer tvö. Það var hins vegar enginn vafi eftir að Hirano skilaði frábærum einkunnum í tveimur síðustu ferðunum. Hirano hafði betur í baráttunni við Ástralann Scotty James sem fékk silfur og Svisslendinginn Jan Scherrer sem fékk brons. Bandaríska goðsögnin Shaun White, sem hefur unnið þessa greina á þremur Ólympíuleikum þar á meðal fyrir fjórum árum, varð að sætta sig við fjórða sætið. White var að keppa á síðustu leikum en hann er orðinn 35 ára gamall. Hinn 23 ára gamli Hirano var reyndar búinn að bíða lengi eftir þessu gulli því hann varð að sætta sig við silfur í þessari grein bæði á leikunum í Sochi árið 2014 sem og á leikunum í Pyeongchang árið 2018. It s a #Gold medal for Hirano Ayumu of Japan in the Men s #Snowboard Halfpipe! What an incredible final run to snatch the title!Amazing job on winning his 3rd consecutive medal in this event!#Beijing2022— Olympics (@Olympics) February 11, 2022 Ayumu hafði ekki náð að landa gullinu fyrr en í nótt en hann kannski bjó að þeirri reynslu að hafa keppt á Ólympíuleikum fyrir aðeins sex mánuðum síðan. Hirano keppti nefnilega á hjólabretti á Ólymíuleikunum í Tókýó í ágúst síðastliðnum. Leikarnir áttu auðvitað að fara fram sumarið 2020 en fóru ekki fram fyrr en ári síðar vegna kórónuveirufaraldursins. Hirano komst reyndar ekki í úrslitin í hjólabrettakeppninni og varð þar að sætta sig við fjórtánda sætið. Einn af þeim sem Hirano vann í keppninni í nótt var bróðir hans Kaishu Hirano sem er fjórum árum yngri en hann. Snjóbrettaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Sjá meira
Japaninn Ayumu Hirano varð í nótt Ólympíumeistari í hálfpípu snjóbrettakeppninnar á Vetrarólympíuleikunum í Peking eftir að hafa endað keppnina með því að ná tveimur bestu ferðum keppninnar undir lokin. View this post on Instagram A post shared by The Olympic Games (@olympics) Hann klúðraði fyrstu ferð og þótt ekki fá alveg sanngjarna einkunn í ferð númer tvö. Það var hins vegar enginn vafi eftir að Hirano skilaði frábærum einkunnum í tveimur síðustu ferðunum. Hirano hafði betur í baráttunni við Ástralann Scotty James sem fékk silfur og Svisslendinginn Jan Scherrer sem fékk brons. Bandaríska goðsögnin Shaun White, sem hefur unnið þessa greina á þremur Ólympíuleikum þar á meðal fyrir fjórum árum, varð að sætta sig við fjórða sætið. White var að keppa á síðustu leikum en hann er orðinn 35 ára gamall. Hinn 23 ára gamli Hirano var reyndar búinn að bíða lengi eftir þessu gulli því hann varð að sætta sig við silfur í þessari grein bæði á leikunum í Sochi árið 2014 sem og á leikunum í Pyeongchang árið 2018. It s a #Gold medal for Hirano Ayumu of Japan in the Men s #Snowboard Halfpipe! What an incredible final run to snatch the title!Amazing job on winning his 3rd consecutive medal in this event!#Beijing2022— Olympics (@Olympics) February 11, 2022 Ayumu hafði ekki náð að landa gullinu fyrr en í nótt en hann kannski bjó að þeirri reynslu að hafa keppt á Ólympíuleikum fyrir aðeins sex mánuðum síðan. Hirano keppti nefnilega á hjólabretti á Ólymíuleikunum í Tókýó í ágúst síðastliðnum. Leikarnir áttu auðvitað að fara fram sumarið 2020 en fóru ekki fram fyrr en ári síðar vegna kórónuveirufaraldursins. Hirano komst reyndar ekki í úrslitin í hjólabrettakeppninni og varð þar að sætta sig við fjórtánda sætið. Einn af þeim sem Hirano vann í keppninni í nótt var bróðir hans Kaishu Hirano sem er fjórum árum yngri en hann.
Snjóbrettaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Sjá meira