Sköpum gott veður í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson skrifar 10. febrúar 2022 08:30 Í Reykjavík á sér stað gróskumikið skólastarf á öllum skólastigum. Að starfinu stendur öflugur hópur kennara, starfsfólks og stjórnenda. Skólar, félagsmiðstöðvar og frístundaheimili borgarinnar eru fullir af framúrskarandi fagfólki sem við þurfum að gefa tækifæri til að blómstra í störfum sínum. Reykjavíkurborg undir forystu núverandi meirihluta setti fram metnaðarfulla Menntastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2030 og hefur unnið markvisst að innleiðingu undanfarin misseri. Á skömmum tíma hafa orðið til mörg gríðarlega spennandi verkefni bæði í leik- og grunnskólum borgarinnar. Undanfarin misseri hefur hins vegar álagið í skólum verið með þeim hætti að erfitt er að fá hugarró til að setjast niður og skapa. Kennsla er skapandi starf í grunninn. Á hverri sekúndu þarftu að taka ákvarðanir um framvindu kennslustundarinnar og þess á milli ertu að skapa ný verkefni, tengingar, leiðangra og rannsóknir með nemendum. Það vita það allir sem hafa reynt að það er erfitt að fá skipun um að setjast niður og vera skapandi. Álagið á kennara og starfsfólk skóla hefur verið of mikið í alltof langan tíma. Það má líkja ástandinu við óveður og kennarar eru í hlutverki kotbænda. Þegar veðrinu slotar tímabundið þá þéttir þú kannski glugga en þú smíðar ekki nýtt hús. Sköpun krefst hugarróar, að þú hafir ráðrúm til að setjast niður án þess að þurfa að kasta mæðinni. Sköpun þarf að gerast í öryggi og frjóum jarðvegi. Skapandi skólastarf gerist í samtali og við þurfum að styðja við teymisvinnu fagfólks. Við vitum í raun ekkert af hverju við erum að missa en ég er fullviss um að ef við léttum á álagi þar sem starfsfólk fær tíma og orku þá verður til einhver galdur. Núverandi meirihluti hefur stóraukið möguleika fagfólks til að þróa skólastarfið, t.d. með styrkjum, en við verðum að gefa þeim betra ráðrúm til að skapa og styðja þannig enn frekar við innleiðingu á nýrri menntastefnu. Treystum fagfólkinu okkar. Það verður að vera forgangsatriði borgarstjórnar á næsta kjörtímabili að skapa gott veður í skólum borgarinnar, létta álagi á starfsfólki skóla og skapa þeim starfsaðstæður þar þessi mannauður skólakerfisins fær tækifæri til að toppa sig. Höfundur er grunnskólakennari og býður sig fram í 5. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Grunnskólar Skóla - og menntamál Samfylkingin Reykjavík Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Í Reykjavík á sér stað gróskumikið skólastarf á öllum skólastigum. Að starfinu stendur öflugur hópur kennara, starfsfólks og stjórnenda. Skólar, félagsmiðstöðvar og frístundaheimili borgarinnar eru fullir af framúrskarandi fagfólki sem við þurfum að gefa tækifæri til að blómstra í störfum sínum. Reykjavíkurborg undir forystu núverandi meirihluta setti fram metnaðarfulla Menntastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2030 og hefur unnið markvisst að innleiðingu undanfarin misseri. Á skömmum tíma hafa orðið til mörg gríðarlega spennandi verkefni bæði í leik- og grunnskólum borgarinnar. Undanfarin misseri hefur hins vegar álagið í skólum verið með þeim hætti að erfitt er að fá hugarró til að setjast niður og skapa. Kennsla er skapandi starf í grunninn. Á hverri sekúndu þarftu að taka ákvarðanir um framvindu kennslustundarinnar og þess á milli ertu að skapa ný verkefni, tengingar, leiðangra og rannsóknir með nemendum. Það vita það allir sem hafa reynt að það er erfitt að fá skipun um að setjast niður og vera skapandi. Álagið á kennara og starfsfólk skóla hefur verið of mikið í alltof langan tíma. Það má líkja ástandinu við óveður og kennarar eru í hlutverki kotbænda. Þegar veðrinu slotar tímabundið þá þéttir þú kannski glugga en þú smíðar ekki nýtt hús. Sköpun krefst hugarróar, að þú hafir ráðrúm til að setjast niður án þess að þurfa að kasta mæðinni. Sköpun þarf að gerast í öryggi og frjóum jarðvegi. Skapandi skólastarf gerist í samtali og við þurfum að styðja við teymisvinnu fagfólks. Við vitum í raun ekkert af hverju við erum að missa en ég er fullviss um að ef við léttum á álagi þar sem starfsfólk fær tíma og orku þá verður til einhver galdur. Núverandi meirihluti hefur stóraukið möguleika fagfólks til að þróa skólastarfið, t.d. með styrkjum, en við verðum að gefa þeim betra ráðrúm til að skapa og styðja þannig enn frekar við innleiðingu á nýrri menntastefnu. Treystum fagfólkinu okkar. Það verður að vera forgangsatriði borgarstjórnar á næsta kjörtímabili að skapa gott veður í skólum borgarinnar, létta álagi á starfsfólki skóla og skapa þeim starfsaðstæður þar þessi mannauður skólakerfisins fær tækifæri til að toppa sig. Höfundur er grunnskólakennari og býður sig fram í 5. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun