Endurgreiðum ungu fólki og barnafjölskyldum lóðaverð Gunnar Þór Sigurjónsson skrifar 8. febrúar 2022 17:31 Hafnarfjörður hefur setið eftir síðustu ár þegar kemur að íbúafjölgun og árangri í húsnæðismálum. Staðreyndin er sú að það er alvarlegur skortur á húsnæði í Hafnarfirði sem stendur í vegi fyrir vexti sveitarfélagsins. Það er af sem áður var þegar nægt framboð á húsnæði á ódýrara verði en í nágrannasveitarfélögunum gerði Hafnarfjörð að góðum kosti fyrir ungt fólk og barnafjölskyldur sem voru að koma undir sig fótunum. Þess í stað hefur stefna bæjarstjórnar Sjálfstæðisflokksins í lóða- og húsnæðismálum síðustu átta ár tryggt að í dag er ungt fólk og barnafjölskyldur jafn ofurseld skorti og okri á húsnæðismarkaði í Hafnarfirði og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Afleiðingin er fækkun bæjarbúa og að fjölskyldur leita frekar út fyrir höfuðborgarsvæðið að hentugu húsnæði og sveitarfélagi til að búa sér heimili til framtíðar. Tími alvöru lausna í húsnæðismálum Þessari þróun verður að snúa við strax með beinum aðgerðum. Hafnarfjarðarbær á t.d. að endurgreiða kaupendum íbúða lóðaverð umfram lágmark svo uppsprengt uppboðsverð haldi fjölskyldum ekki frá bæjarfélaginu. Það er alvöru lausn sem gerir Hafnarfjörð að aðlaðandi framtíðarheimili fyrir venjulegar fjölskyldur og ungt fólk. Það er lausn sem gerir allt í senn, gerir ungu fólki auðveldara að eignast húsnæði, lækkar skuldabyrði ungra barnafjölskyldna og styrkir tekjugrunn sveitarfélagsins til lengri tíma litið, enda greiðir fjölskylda á meðaltekjum sem skýtur rótum í Hafnarfirði meðgjöfina margfalt til baka með útsvarinu til sveitarfélagsins. Það eru svona lausnir sem Samfylkingin í Hafnarfirði á að standa fyrir, praktískar alvöru lausnir sem koma íbúum Hafnarfjarðar strax til góða og tryggja vöxt og uppbyggingu bæjarfélagsins inn í framtíðina. Tími sterkari þjónustu við fjölskyldur í Hafnarfirði Það er öllu sveitarfélaginu í hag að vera í stöðugri uppbyggingu og ábyrgum vexti enda skapast við það heilmikil verðmæti, bæði fyrir íbúana og samfélagið okkar í heild. Hafnarfjörður þarf því að koma til móts við kröfur ungs fólks, hvort sem það er í húsnæðismálum eða samfélagslegri ábyrgð. Hafnarfjörður þarf ekki einungis að fara rífa í sig í gang varðandi framboð og verð á húsnæði heldur þurfum við að leggja aukna áherslu á á græn hverfi sem styðja við umhverfisvænan lífsstíl.Samhliða því má ekki gleyma því að að ungar fjölskyldur sækja eðlilega frekar í barnvæn hverfi og samfélög og að þjónusta við barnafjölskyldur skiptir miklu máli þegar tekin er ákvörðun um framtíðarheimili. Til þess að laða ungt fólk að Hafnarfirði þá má bærinn ekki standa í ágreiningi við leikskólakennara og undirmannaður þegar kemur að faglærðum sérfræðingum barna. Ef við tryggjum ungu fólki aðgang að hentugu og fjárhagslega skynsamlegu húsnæði með aðgang að góðri þjónustu leik- og grunnskóla þá getur Hafnarfjörður fljótt aftur orðið raunhæfur kostur fyrir ungt fólk til að búa sér framtíðarheimili. Sjálfstæðisflokkurinn hefur borið fyrir sig ýmsar afsakanir til að réttlæta skortstöðuna sem byggst hefur upp síðustu átta ár, en tími afsakana er liðinn. Næsta kjörtímabil þarf að vera tími raunverulegra lausna í húsnæðismálum í Hafnarfirði. Kjósum nýtt fólk fyrir nýjan tíma. Höfundur sækist eftir 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Hafnarfjörður hefur setið eftir síðustu ár þegar kemur að íbúafjölgun og árangri í húsnæðismálum. Staðreyndin er sú að það er alvarlegur skortur á húsnæði í Hafnarfirði sem stendur í vegi fyrir vexti sveitarfélagsins. Það er af sem áður var þegar nægt framboð á húsnæði á ódýrara verði en í nágrannasveitarfélögunum gerði Hafnarfjörð að góðum kosti fyrir ungt fólk og barnafjölskyldur sem voru að koma undir sig fótunum. Þess í stað hefur stefna bæjarstjórnar Sjálfstæðisflokksins í lóða- og húsnæðismálum síðustu átta ár tryggt að í dag er ungt fólk og barnafjölskyldur jafn ofurseld skorti og okri á húsnæðismarkaði í Hafnarfirði og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Afleiðingin er fækkun bæjarbúa og að fjölskyldur leita frekar út fyrir höfuðborgarsvæðið að hentugu húsnæði og sveitarfélagi til að búa sér heimili til framtíðar. Tími alvöru lausna í húsnæðismálum Þessari þróun verður að snúa við strax með beinum aðgerðum. Hafnarfjarðarbær á t.d. að endurgreiða kaupendum íbúða lóðaverð umfram lágmark svo uppsprengt uppboðsverð haldi fjölskyldum ekki frá bæjarfélaginu. Það er alvöru lausn sem gerir Hafnarfjörð að aðlaðandi framtíðarheimili fyrir venjulegar fjölskyldur og ungt fólk. Það er lausn sem gerir allt í senn, gerir ungu fólki auðveldara að eignast húsnæði, lækkar skuldabyrði ungra barnafjölskyldna og styrkir tekjugrunn sveitarfélagsins til lengri tíma litið, enda greiðir fjölskylda á meðaltekjum sem skýtur rótum í Hafnarfirði meðgjöfina margfalt til baka með útsvarinu til sveitarfélagsins. Það eru svona lausnir sem Samfylkingin í Hafnarfirði á að standa fyrir, praktískar alvöru lausnir sem koma íbúum Hafnarfjarðar strax til góða og tryggja vöxt og uppbyggingu bæjarfélagsins inn í framtíðina. Tími sterkari þjónustu við fjölskyldur í Hafnarfirði Það er öllu sveitarfélaginu í hag að vera í stöðugri uppbyggingu og ábyrgum vexti enda skapast við það heilmikil verðmæti, bæði fyrir íbúana og samfélagið okkar í heild. Hafnarfjörður þarf því að koma til móts við kröfur ungs fólks, hvort sem það er í húsnæðismálum eða samfélagslegri ábyrgð. Hafnarfjörður þarf ekki einungis að fara rífa í sig í gang varðandi framboð og verð á húsnæði heldur þurfum við að leggja aukna áherslu á á græn hverfi sem styðja við umhverfisvænan lífsstíl.Samhliða því má ekki gleyma því að að ungar fjölskyldur sækja eðlilega frekar í barnvæn hverfi og samfélög og að þjónusta við barnafjölskyldur skiptir miklu máli þegar tekin er ákvörðun um framtíðarheimili. Til þess að laða ungt fólk að Hafnarfirði þá má bærinn ekki standa í ágreiningi við leikskólakennara og undirmannaður þegar kemur að faglærðum sérfræðingum barna. Ef við tryggjum ungu fólki aðgang að hentugu og fjárhagslega skynsamlegu húsnæði með aðgang að góðri þjónustu leik- og grunnskóla þá getur Hafnarfjörður fljótt aftur orðið raunhæfur kostur fyrir ungt fólk til að búa sér framtíðarheimili. Sjálfstæðisflokkurinn hefur borið fyrir sig ýmsar afsakanir til að réttlæta skortstöðuna sem byggst hefur upp síðustu átta ár, en tími afsakana er liðinn. Næsta kjörtímabil þarf að vera tími raunverulegra lausna í húsnæðismálum í Hafnarfirði. Kjósum nýtt fólk fyrir nýjan tíma. Höfundur sækist eftir 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun