Bein útsending: Formannsefni Eflingar takast á í Pallborðinu Heimir Már Pétursson skrifar 8. febrúar 2022 11:50 Ólöf Helga Adolfsdóttir starfandi varaformaður félagsins, Sólveig Anna Jónsdóttir fyrrverandi formaður og Guðmundur Baldursson stjórnarmaður í Eflingu bjóða sig fram til formanns Eflingar. vísir/vilhelm Kosningar til embættis formanns Eflingar og helmings stjórnarsæta hefst í fyrramálið og stendur yfir í viku. Ólöf Helga Adolfsdóttir starfandi varaformaður félagsins, Sólveig Anna Jónsdóttir fyrrverandi formaður og Guðmundur Baldursson stjórnarmaður í Eflingu bjóða sig fram til formanns. Þau mæta öll í beina útsendingu í Pallborðinu hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan tvö. Beina útsendingu má sjá í spilaranum að neðan og í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi. Þá verður textalýsing frá Pallborðinu hér neðst í fréttinni fyrir þá sem ekki eiga þess kost að hlusta. Mikil ólga hefur verið innan Eflingar undanfarin misseri og raunar má segja að gustað hafi um félagið allt frá því Sólveig Anna Jónsdóttir var fyrst kjörin formaður félagsins árið 2018. Hún kom eins og stormsveipur til forystu í þessu öðru fjölmennasta stéttarfélagi á almennum vinnumarkaði með rúmlega 27 þúsund félagsmenn. Lífskjarasamningarnir voru undirritaðir hinn 3. apríl 2019 að undangengnum verkfallsaðgerðum.Stöð 2/Sigurjón Félagið boðaði til verkfalla í aðdraganda lífskjarasamninganna svo kölluðu og margir þakka forystu hennar innan Eflingar og Ragnars Þórs Ingólfssonar í forystu fjölmennasta félagsins VR fyrir þann árangur sem náðist með samningunum varðandi kjör þeirra lægst launuðu. Sólveig Anna Jónsdóttir setti óneitanlega svip á kjaraviðræðurnar sem síðar leiddu til lífskjarasamninganna svo kölluðu.Vísir/Vilhelm Það gekk hins vegar á ýmsu innan Eflingar allt frá því Sólveig Anna tók við forystu í félaginu. Hún var þó endurkjörin formaður árið 2020. Átökin á skrifstofu félagsins héldu þó áfram og leiddu meðal annars til þess að fjörtíu af um fimmtíu starfsmönnum hættu störfum með ýmsum formerkjum í stjórnartíð Sólveigar Önnu og Víðis. Í lok október sauð endanlega uppúr þegar starfsfólk varð ekki við ósk Sólveigar Önnu um að samþykkja stuðningyfirlýsingu við hana. Hún sagði af sér eftir það og Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri félagsins og hennar aðal stuðningsmaður sagði upp störfum. Ólöf Helga Adolfsdóttir var skipuð tímabundið í embætti varaformanns Eflingar eftir að Sólveig Anna sagði af sér um mánaðamótin október/nóvember í fyrra.Stöð 2/Sigurjón Eftir það var Ólöf Helga Adolfsdóttir skipuð tímabundið í embætti varaformanns félagsins. Hún komst í kastljós fjölmiðla þegar Efling undir forystu Sólveigar Önnu mótmælti uppsögn hennar hjá Air Iceland Connect (nú innanlandsflug Icelandair). Þar hafði hún starfað sem hlaðmaður og var jafnframt trúnaðarmaður starfsfólks. Nú er hún formannsefni uppstillingarnefndar Eflingar. Guðmundur Baldursson stjórnarmaður í Eflingu komst í umræðuna þegar hann krafðist þess að forysta félagsins afhenti honum samantekt þriggja trúnaðarmanna á skrifstofu Eflingar um líðan starfsfólks sem send var Viðari og Sólveigu Önnu. Hann taldi sig eiga rétt á því að fá þessar upplýsingar í ljósi setu sinnar í stjórn félagsins. Þeirri ósk var hafnað. Guðmundur Baldurssonstjórnarmaður í Eflingu hefur verið einn mest áberandi gagnrýnandi starfshátta Sólveigar Önnu og Viðars Þorsteinssonar innan Eflingar.Stöð 2/Egill Guðmundur var upphaflega í stuðningsliði Sólveigar Önnu þegar hún bauð sig fyrst fram til formennsku en varð síðar einn aðal gagnrýnandi starfshátta hennar og Viðars. Nú býður hann fram sjálfstæðan framboðslista til forystu í Eflingu. Kosningarnar hjá Eflingu verða rafrænar og hefjast klukkan 9 í fyrramálið og standa til klukkan 20 hinn 15. febrúar. Einnig verður hægt að kjósa á skrifstofu félagsins í Guðrúnartúni og skrifstofu Eflingar að Breiðmörk 19 í Hveragerði. Á báðum stöðum er opið frá miðvikuddeginum 9. febrúar til sunnudagsins 13. febrúar frá klukkan 09.00 til 15.00 og mánudaginn 14. og þriðjudaginn 15. febrúar frá klukkan 09.00 til 20.00. Pallborðið hefst í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00.
Þau mæta öll í beina útsendingu í Pallborðinu hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan tvö. Beina útsendingu má sjá í spilaranum að neðan og í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi. Þá verður textalýsing frá Pallborðinu hér neðst í fréttinni fyrir þá sem ekki eiga þess kost að hlusta. Mikil ólga hefur verið innan Eflingar undanfarin misseri og raunar má segja að gustað hafi um félagið allt frá því Sólveig Anna Jónsdóttir var fyrst kjörin formaður félagsins árið 2018. Hún kom eins og stormsveipur til forystu í þessu öðru fjölmennasta stéttarfélagi á almennum vinnumarkaði með rúmlega 27 þúsund félagsmenn. Lífskjarasamningarnir voru undirritaðir hinn 3. apríl 2019 að undangengnum verkfallsaðgerðum.Stöð 2/Sigurjón Félagið boðaði til verkfalla í aðdraganda lífskjarasamninganna svo kölluðu og margir þakka forystu hennar innan Eflingar og Ragnars Þórs Ingólfssonar í forystu fjölmennasta félagsins VR fyrir þann árangur sem náðist með samningunum varðandi kjör þeirra lægst launuðu. Sólveig Anna Jónsdóttir setti óneitanlega svip á kjaraviðræðurnar sem síðar leiddu til lífskjarasamninganna svo kölluðu.Vísir/Vilhelm Það gekk hins vegar á ýmsu innan Eflingar allt frá því Sólveig Anna tók við forystu í félaginu. Hún var þó endurkjörin formaður árið 2020. Átökin á skrifstofu félagsins héldu þó áfram og leiddu meðal annars til þess að fjörtíu af um fimmtíu starfsmönnum hættu störfum með ýmsum formerkjum í stjórnartíð Sólveigar Önnu og Víðis. Í lok október sauð endanlega uppúr þegar starfsfólk varð ekki við ósk Sólveigar Önnu um að samþykkja stuðningyfirlýsingu við hana. Hún sagði af sér eftir það og Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri félagsins og hennar aðal stuðningsmaður sagði upp störfum. Ólöf Helga Adolfsdóttir var skipuð tímabundið í embætti varaformanns Eflingar eftir að Sólveig Anna sagði af sér um mánaðamótin október/nóvember í fyrra.Stöð 2/Sigurjón Eftir það var Ólöf Helga Adolfsdóttir skipuð tímabundið í embætti varaformanns félagsins. Hún komst í kastljós fjölmiðla þegar Efling undir forystu Sólveigar Önnu mótmælti uppsögn hennar hjá Air Iceland Connect (nú innanlandsflug Icelandair). Þar hafði hún starfað sem hlaðmaður og var jafnframt trúnaðarmaður starfsfólks. Nú er hún formannsefni uppstillingarnefndar Eflingar. Guðmundur Baldursson stjórnarmaður í Eflingu komst í umræðuna þegar hann krafðist þess að forysta félagsins afhenti honum samantekt þriggja trúnaðarmanna á skrifstofu Eflingar um líðan starfsfólks sem send var Viðari og Sólveigu Önnu. Hann taldi sig eiga rétt á því að fá þessar upplýsingar í ljósi setu sinnar í stjórn félagsins. Þeirri ósk var hafnað. Guðmundur Baldurssonstjórnarmaður í Eflingu hefur verið einn mest áberandi gagnrýnandi starfshátta Sólveigar Önnu og Viðars Þorsteinssonar innan Eflingar.Stöð 2/Egill Guðmundur var upphaflega í stuðningsliði Sólveigar Önnu þegar hún bauð sig fyrst fram til formennsku en varð síðar einn aðal gagnrýnandi starfshátta hennar og Viðars. Nú býður hann fram sjálfstæðan framboðslista til forystu í Eflingu. Kosningarnar hjá Eflingu verða rafrænar og hefjast klukkan 9 í fyrramálið og standa til klukkan 20 hinn 15. febrúar. Einnig verður hægt að kjósa á skrifstofu félagsins í Guðrúnartúni og skrifstofu Eflingar að Breiðmörk 19 í Hveragerði. Á báðum stöðum er opið frá miðvikuddeginum 9. febrúar til sunnudagsins 13. febrúar frá klukkan 09.00 til 15.00 og mánudaginn 14. og þriðjudaginn 15. febrúar frá klukkan 09.00 til 20.00. Pallborðið hefst í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Pallborðið Tengdar fréttir Segir „afbrigðilega stemningu“ ríkja innan ASÍ Sólveig Anna telur að félög innan Alþýðusambandsins hyggist blanda sér í komandi formannskosningar Eflingar. Markmiðið sé að koma í veg fyrir að B-listi hennar beri sigur úr býtum í kosningunum. 8. febrúar 2022 00:08 Allir þrír listarnir lögmætir og kosning hefst á miðvikudag Framboðslistar Ólafar Helgu Adolfsdóttur, Sólveigar Önnu Jónsdóttur og Guðmundar Jónatans Baldurssonar vegna formannskosninga í stéttarfélaginu Eflingu hafa allir verið taldir lögmætir og hefst kosning meðal félagsmanna miðvikudaginn næsta og mun standa til klukkan 20 15. febrúar næstkomandi. 4. febrúar 2022 14:19 Framkvæmdastjórinn vísar kenningum forvera síns á bug Fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar þvertekur fyrir að hafa lagt undirmenn sína í einelti eða sýnt þeim kvenfyrirlitningu. Hann telur tímasetningu úttektar sem málar upp dökka mynd af stjórnunarháttum hans ekki vera tilviljun, enda sé formannsslagur á næsta leiti. Eftirmaður hans í starfi segir það af og frá. 3. febrúar 2022 23:15 Viðar hafi gerst sekur um einelti og kvenfyrirlitningu Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, gerðist sekur um einelti og kvenfyrirlitningu gegn starfsfólki skrifstofu Eflingar að því er fram kemur í skýrslu sálfræði- og ráðgjafastofunnar Lífs og sálar, sem fengin var til að gera úttekt á vinnustaðnum í vetur. 3. febrúar 2022 11:35 Árangur náist þegar fólk stendur saman og stígur fram „Íslenska valdastéttin, oftar en ekki með stuðningi verkalýðsforystunnar, hefur sett mikið púður í að telja verkafólki trú um að barátta borgi sig ekki.“ Þetta segja Sólveig Anna Jónsdóttir og Michael Bragi Whalley í aðsendri grein á Vísi. 3. febrúar 2022 08:11 Bein útsending: Fulltrúar stríðandi fylkinga í Eflingu mæta í Pallborðið Lagt verður til á stjórnarfundi Eflingar í dag að Agnieszka Ewa Ziółkowska varaformaður félagsins verði sett í embætti formanns til bráðabirgða í stað Sólveigar Önnu Jónsdóttur sem sagði af sér formannsembættinu á sunnudagskvöld. 4. nóvember 2021 11:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Segir „afbrigðilega stemningu“ ríkja innan ASÍ Sólveig Anna telur að félög innan Alþýðusambandsins hyggist blanda sér í komandi formannskosningar Eflingar. Markmiðið sé að koma í veg fyrir að B-listi hennar beri sigur úr býtum í kosningunum. 8. febrúar 2022 00:08
Allir þrír listarnir lögmætir og kosning hefst á miðvikudag Framboðslistar Ólafar Helgu Adolfsdóttur, Sólveigar Önnu Jónsdóttur og Guðmundar Jónatans Baldurssonar vegna formannskosninga í stéttarfélaginu Eflingu hafa allir verið taldir lögmætir og hefst kosning meðal félagsmanna miðvikudaginn næsta og mun standa til klukkan 20 15. febrúar næstkomandi. 4. febrúar 2022 14:19
Framkvæmdastjórinn vísar kenningum forvera síns á bug Fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar þvertekur fyrir að hafa lagt undirmenn sína í einelti eða sýnt þeim kvenfyrirlitningu. Hann telur tímasetningu úttektar sem málar upp dökka mynd af stjórnunarháttum hans ekki vera tilviljun, enda sé formannsslagur á næsta leiti. Eftirmaður hans í starfi segir það af og frá. 3. febrúar 2022 23:15
Viðar hafi gerst sekur um einelti og kvenfyrirlitningu Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, gerðist sekur um einelti og kvenfyrirlitningu gegn starfsfólki skrifstofu Eflingar að því er fram kemur í skýrslu sálfræði- og ráðgjafastofunnar Lífs og sálar, sem fengin var til að gera úttekt á vinnustaðnum í vetur. 3. febrúar 2022 11:35
Árangur náist þegar fólk stendur saman og stígur fram „Íslenska valdastéttin, oftar en ekki með stuðningi verkalýðsforystunnar, hefur sett mikið púður í að telja verkafólki trú um að barátta borgi sig ekki.“ Þetta segja Sólveig Anna Jónsdóttir og Michael Bragi Whalley í aðsendri grein á Vísi. 3. febrúar 2022 08:11
Bein útsending: Fulltrúar stríðandi fylkinga í Eflingu mæta í Pallborðið Lagt verður til á stjórnarfundi Eflingar í dag að Agnieszka Ewa Ziółkowska varaformaður félagsins verði sett í embætti formanns til bráðabirgða í stað Sólveigar Önnu Jónsdóttur sem sagði af sér formannsembættinu á sunnudagskvöld. 4. nóvember 2021 11:30