Skilur ekki hvers vegna Þórólfur og Willum taka menningu fram yfir háskólastarf Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. febrúar 2022 13:38 Áslaug Arna vill afnema eins metra regluna í háskólum strax. Vísir/Vilhelm Óljóst er hvort næstu afléttingar á sóttvarnatakmörkunum verði kynntar eftir ríkisstjórnarfund á morgun eða síðar í vikunni. Ráðherra Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að fjarlægðaregla verði afnumin í háskólum og skilur ekki hvers vegna heilbrigðisráðherra tekur menningarviðburði fram yfir háskólastarf. „Ég bind auðvitað vonir við það að hvorki háskólar né önnur starfsemi búi við takmarkanir í langan tíma í viðbót. En á meðan svo er er að minnsta kosti lágmark að háskólar búi ekki við strangari skilyrði en menningin,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Hún vísar þar til eins metra reglunnar sem heilbrigðisráðherra ákvað að fella niður á menningarviðburðum í síðustu viku. Reglan er þó enn í gildi í háskólum landsins. Bindur vonir við afléttingar á morgun Og þetta er Áslaug síður en svo sátt við og hefur kallað eftir því að heilbrigðisráðherra felli regluna einnig niður í skólum. „Ég sé allavega ekki málefnalegar ástæður fyrir því að háskólar búi við meiri eða strangari skilyrði en til dæmis menningin og bind miklar vonir við það að úr þessu verði bætt. Það hefur verið sagt að þetta eigi að skoða þannig ég vona innilega að það gerist ekki seinna en á morgun,“ segir Áslaug Arna. Það verði að gæta að samræmingu í sóttvaratakmörkunum. Það sé enginn munur á því að sitja saman inni í skólastofu heldur en inni í sal á tónleikum eða í leikhúsi. Heilbrigðisráðherra hefur boðað afléttingar í þessari viku, tveimur vikum fyrr en aflléttingaráætlun gerir ráð fyrir. Þó er óvíst hvort þær afléttingar verði kynntar strax eftir ríkisstjórnarfund á morgun eða síðar í vikunni. Hvorki heilbrigðisráðherra né sóttvarnalæknir veittu fréttastofu viðtal fyrir hádegisfréttir. Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Háskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
„Ég bind auðvitað vonir við það að hvorki háskólar né önnur starfsemi búi við takmarkanir í langan tíma í viðbót. En á meðan svo er er að minnsta kosti lágmark að háskólar búi ekki við strangari skilyrði en menningin,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Hún vísar þar til eins metra reglunnar sem heilbrigðisráðherra ákvað að fella niður á menningarviðburðum í síðustu viku. Reglan er þó enn í gildi í háskólum landsins. Bindur vonir við afléttingar á morgun Og þetta er Áslaug síður en svo sátt við og hefur kallað eftir því að heilbrigðisráðherra felli regluna einnig niður í skólum. „Ég sé allavega ekki málefnalegar ástæður fyrir því að háskólar búi við meiri eða strangari skilyrði en til dæmis menningin og bind miklar vonir við það að úr þessu verði bætt. Það hefur verið sagt að þetta eigi að skoða þannig ég vona innilega að það gerist ekki seinna en á morgun,“ segir Áslaug Arna. Það verði að gæta að samræmingu í sóttvaratakmörkunum. Það sé enginn munur á því að sitja saman inni í skólastofu heldur en inni í sal á tónleikum eða í leikhúsi. Heilbrigðisráðherra hefur boðað afléttingar í þessari viku, tveimur vikum fyrr en aflléttingaráætlun gerir ráð fyrir. Þó er óvíst hvort þær afléttingar verði kynntar strax eftir ríkisstjórnarfund á morgun eða síðar í vikunni. Hvorki heilbrigðisráðherra né sóttvarnalæknir veittu fréttastofu viðtal fyrir hádegisfréttir.
Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Háskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira