Snælduvitlaust veður en hærra hitastig hafi hjálpað til Atli Ísleifsson skrifar 7. febrúar 2022 10:33 Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir óveðrið hafa verið nokkuð öðruvísi en búist var við. vísir/vilhelm Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að verkefnin vegna óveðursins í nótt hafa verið í kringum sextíu. Hann segir veðrið hafa verið nokkuð öðruvísi en fyrirfram var búist við. „Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur í nótt hérna á höfuðborgarsvæðinu. Við ræstum aðgerðastjórnstöðina á miðnætti og svo var það um klukkan tvö sem fyrstu verkefnin fóru að koma inn og þau urðu um sextíu áður en yfir lauk.“ Var þeirra meira eða minna en þið bjuggust við? „Þetta var öðruvísi. Veðrið var alveg snælduvitlaust og vindstrengir hér á höfuðborgarsvæðinu voru mjög sterkir. En það sem var okkur í hag var að hitastigið var aðeins hærra en við bjuggumst við þannig að snjókoman var minni sem þýðir það að það eru miklu minni vandamál sem blasa við okkur hérna í morgunsárið.“ Hann segir að snjóruðningstækin hafi getað farið út á venjulegum tíma í morgun svo flestar stofnbrautir séu í góðu standi. Ástandið á húsagötum sé hins vegar mismunandi og fari svolítið eftir hve hátt þær standa. Sjá má viðtalið við Ásgeir Þór í heild sinni í spilaranum að neðan. Viðtalið var tekið um klukkan sjö í morgun. Veður Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Björgunarsveitir reikna með fleiri útköllum seinni partinn Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að nóttin hafi gengið vel þar sem björgunarsveitir hafi byrjað að fá útköll rétt fyrir fjögur. Það hafi því virst sem að spáin væri að ganga eftir. 7. febrúar 2022 09:52 Færðin farin að spillast í efri byggðum borgarinnar Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að nokkuð hafi verið um foktjón í veðrinu sem nú gengur yfir. Flest verkefni björgunarsveitanna hafa verið á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum og Suðurlandi. 7. febrúar 2022 05:48 Veðurvaktin á Vísi: Byrjað að lægja víðast hvar eftir næturveðrið Fárviðrið sem nú gengur yfir landið á að fara að slota á höfuðborgarsvæðinu og Suðvesturlandi en rauð viðvörun sem gefin var út fyrir svæðið í gær er í gildi til klukkan átta. Færð á höfuðborgarsvæðinu er betri en menn höfðu leyft sér að vona. 6. febrúar 2022 14:45 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Sjá meira
„Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur í nótt hérna á höfuðborgarsvæðinu. Við ræstum aðgerðastjórnstöðina á miðnætti og svo var það um klukkan tvö sem fyrstu verkefnin fóru að koma inn og þau urðu um sextíu áður en yfir lauk.“ Var þeirra meira eða minna en þið bjuggust við? „Þetta var öðruvísi. Veðrið var alveg snælduvitlaust og vindstrengir hér á höfuðborgarsvæðinu voru mjög sterkir. En það sem var okkur í hag var að hitastigið var aðeins hærra en við bjuggumst við þannig að snjókoman var minni sem þýðir það að það eru miklu minni vandamál sem blasa við okkur hérna í morgunsárið.“ Hann segir að snjóruðningstækin hafi getað farið út á venjulegum tíma í morgun svo flestar stofnbrautir séu í góðu standi. Ástandið á húsagötum sé hins vegar mismunandi og fari svolítið eftir hve hátt þær standa. Sjá má viðtalið við Ásgeir Þór í heild sinni í spilaranum að neðan. Viðtalið var tekið um klukkan sjö í morgun.
Veður Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Björgunarsveitir reikna með fleiri útköllum seinni partinn Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að nóttin hafi gengið vel þar sem björgunarsveitir hafi byrjað að fá útköll rétt fyrir fjögur. Það hafi því virst sem að spáin væri að ganga eftir. 7. febrúar 2022 09:52 Færðin farin að spillast í efri byggðum borgarinnar Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að nokkuð hafi verið um foktjón í veðrinu sem nú gengur yfir. Flest verkefni björgunarsveitanna hafa verið á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum og Suðurlandi. 7. febrúar 2022 05:48 Veðurvaktin á Vísi: Byrjað að lægja víðast hvar eftir næturveðrið Fárviðrið sem nú gengur yfir landið á að fara að slota á höfuðborgarsvæðinu og Suðvesturlandi en rauð viðvörun sem gefin var út fyrir svæðið í gær er í gildi til klukkan átta. Færð á höfuðborgarsvæðinu er betri en menn höfðu leyft sér að vona. 6. febrúar 2022 14:45 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Sjá meira
Björgunarsveitir reikna með fleiri útköllum seinni partinn Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að nóttin hafi gengið vel þar sem björgunarsveitir hafi byrjað að fá útköll rétt fyrir fjögur. Það hafi því virst sem að spáin væri að ganga eftir. 7. febrúar 2022 09:52
Færðin farin að spillast í efri byggðum borgarinnar Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að nokkuð hafi verið um foktjón í veðrinu sem nú gengur yfir. Flest verkefni björgunarsveitanna hafa verið á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum og Suðurlandi. 7. febrúar 2022 05:48
Veðurvaktin á Vísi: Byrjað að lægja víðast hvar eftir næturveðrið Fárviðrið sem nú gengur yfir landið á að fara að slota á höfuðborgarsvæðinu og Suðvesturlandi en rauð viðvörun sem gefin var út fyrir svæðið í gær er í gildi til klukkan átta. Færð á höfuðborgarsvæðinu er betri en menn höfðu leyft sér að vona. 6. febrúar 2022 14:45