Alvarlegur matvælaskortur í tuttugu löndum Heimsljós 3. febrúar 2022 11:29 Ljósmynd: SÞ Líklegt er að alvarlegur matvælaskortur eigi eftir að aukast á næstu mánuðum í tuttugu löndum eða á tilteknum svæðum, að mati Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Samkvæmt nýútgefinni skýrslu stofnananna eru horfur dökkar fyrir tímabilið frá febrúar til maí á þessu ári og viðbúið að hungur setji líf milljóna manna í bráða hættu. Svæðin tuttugu í heiminum þar sem hungur sverfur að. Samkvæmt skýrslunni – Hunger Hotspots FAO-WFP early warnings on acute food insecurity – er brýn þörf á markvissum mannúðaraðgerðum til bjargar mannslífum á fyrrnefndum tuttugu svæðum. Sérstaklega eru slíkar aðgerðir mikilvægar til að afstýra hungri og dauða í Eþíópíu, Nígeríu, Suður-Súdan og Jemen. Ennfremur er óttast um aðstæður íbúa Afganistan þar sem sífellt fleiri búa við sult. Í skýrslunni er gerð grein fyrir tillögum um forgangsröðun neyðarviðbragða og aðgerða í hverju landi fyrir sig. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent
Samkvæmt nýútgefinni skýrslu stofnananna eru horfur dökkar fyrir tímabilið frá febrúar til maí á þessu ári og viðbúið að hungur setji líf milljóna manna í bráða hættu. Svæðin tuttugu í heiminum þar sem hungur sverfur að. Samkvæmt skýrslunni – Hunger Hotspots FAO-WFP early warnings on acute food insecurity – er brýn þörf á markvissum mannúðaraðgerðum til bjargar mannslífum á fyrrnefndum tuttugu svæðum. Sérstaklega eru slíkar aðgerðir mikilvægar til að afstýra hungri og dauða í Eþíópíu, Nígeríu, Suður-Súdan og Jemen. Ennfremur er óttast um aðstæður íbúa Afganistan þar sem sífellt fleiri búa við sult. Í skýrslunni er gerð grein fyrir tillögum um forgangsröðun neyðarviðbragða og aðgerða í hverju landi fyrir sig. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent