Hefnd busanna Baldur Thorlacius skrifar 2. febrúar 2022 07:00 Titill greinarinnar vísar til hinnar stórgóðu kvikmyndar Revenge of the Nerds (þýtt sem Hefnd busanna, höldum okkur við þá hugtakanotkun hér), sem kom út á níunda áratug síðustu aldar. Myndin fjallar í mjög stuttu máli um upprisu busa (e. nerds) í bandarískum háskóla og baráttu þeirra við hóp andstyggilegra íþróttatöffara (e. jocks). Ég biðst velvirðingar á því að spilla fyrir endanum, en busarnir stóðu uppi sem sigurvegarar. Einstaklingar hafa lengi verið hálfgerðir busar á verðbréfamarkaði. Undanskildir, litið niður á þá og ekki boðið í nein partý. Stundum var talað um fjárfestingar einstaklinga sem „dumb money“. Ég ætla að þýða það sem kjánakrónur. En þetta hefur heldur betur verið að breytast. Víða um heim hafa einstaklingar verið að láta til sín taka í verðbréfaviðskiptum. Yfirleitt er það með nokkuð hófstilltum hætti, þar sem fólk er einfaldlega að ráðstafa sparifé sínu og fjárfesta til langs tíma. Á Íslandi höfum við séð þátttöku einstaklinga í hlutabréfaviðskiptum stóraukast, fjöldi einstaklinga sem átti hlutabréf hefur hækkað frá rúmlega 8 þúsund manns árið 2009 í yfir 29 þúsund manns í lok árs 2021. Í ýktustu dæmunum erlendis hafa aftur á móti stórir hópar einstaklinga tekið sig saman og t.d. keypt umfangsmikinn hlut í tilteknum fyrirtækjum sem vogunarsjóðir höfðu tekið stórar skortstöður í. Svo sem í tilfelli GameStop og fleiri fyrirtækja – eins og ég skrifaði um fyrir ári síðan. Þar var ekki um að ræða kjánakrónur heldur þaulskipulagða og nokkuð vel ígrundaða fjárfestingu hóps einstaklinga sem notaði spjallþræði og samfélagsmiðla til að samræma aðgerðir sínar. Og það virkaði (a.m.k. að einhverju leyti). Kokhraustir vogunarsjóðsstjórar hrökkluðust til baka með skottið á milli lappanna. Rétt eins og íþróttatöffararnir í Hefnd busanna. Caitlin McCabe, blaðakona The Wall Street Journal, fjallaði um þessa þróun í nýlegum pistli sínum, „Day Traders as ‘Dumb Money’? The Pros Are Now Paying Attention“, þar sem hún rekur hvernig afstaða sjóðsstjóra til einstaklingsfjárfesta hefur breyst á undanförnu ári. Þeir tala ekki lengur um kjánakrónur heldur fylgjast 85% vogunarsjóða og 42% eignastýringaraðila grannt með samfélagsmiðlum til að greina hvað hjörðin gerir næst, skv. nýlegri könnun Bloomberg Intelligence. Margir velta því fyrir sér hvort einstaklingsfjárfestar muni hverfa á braut um leið og markaðsaðstæður versna. McCabe bendir aftur á móti á að rannsóknir sýni að einstaklingar hafi til þessa sýnt talsverða seiglu á erfiðum dögum á markaðnum og í reynd hjálpað til við að draga úr sveiflum og auka seljanleika við slíkar aðstæður. Það veit auðvitað enginn hvað koma skal í þeim efnum, en eins og málin standa eru einstaklingsfjárfestar sem heild farnir að jafnast á við allra stærstu fagfjárfestana – og stundum gott betur. Einstaklingar hafa t.a.m. verið í lykilhlutverki í hlutafjárútboðum hér á landi sl. tvö ár. Busarnir eru komnir með sæti við borðið og verða ekki hundsaðir í bráð. Þetta kallar á nýja nálgun í fjármögnun og fjárfestatengslum, þar sem enn meiri áhersla er lögð á gagnsæi og jafnræði. Og því ber að fanga. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Kauphöllin Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Sjá meira
Titill greinarinnar vísar til hinnar stórgóðu kvikmyndar Revenge of the Nerds (þýtt sem Hefnd busanna, höldum okkur við þá hugtakanotkun hér), sem kom út á níunda áratug síðustu aldar. Myndin fjallar í mjög stuttu máli um upprisu busa (e. nerds) í bandarískum háskóla og baráttu þeirra við hóp andstyggilegra íþróttatöffara (e. jocks). Ég biðst velvirðingar á því að spilla fyrir endanum, en busarnir stóðu uppi sem sigurvegarar. Einstaklingar hafa lengi verið hálfgerðir busar á verðbréfamarkaði. Undanskildir, litið niður á þá og ekki boðið í nein partý. Stundum var talað um fjárfestingar einstaklinga sem „dumb money“. Ég ætla að þýða það sem kjánakrónur. En þetta hefur heldur betur verið að breytast. Víða um heim hafa einstaklingar verið að láta til sín taka í verðbréfaviðskiptum. Yfirleitt er það með nokkuð hófstilltum hætti, þar sem fólk er einfaldlega að ráðstafa sparifé sínu og fjárfesta til langs tíma. Á Íslandi höfum við séð þátttöku einstaklinga í hlutabréfaviðskiptum stóraukast, fjöldi einstaklinga sem átti hlutabréf hefur hækkað frá rúmlega 8 þúsund manns árið 2009 í yfir 29 þúsund manns í lok árs 2021. Í ýktustu dæmunum erlendis hafa aftur á móti stórir hópar einstaklinga tekið sig saman og t.d. keypt umfangsmikinn hlut í tilteknum fyrirtækjum sem vogunarsjóðir höfðu tekið stórar skortstöður í. Svo sem í tilfelli GameStop og fleiri fyrirtækja – eins og ég skrifaði um fyrir ári síðan. Þar var ekki um að ræða kjánakrónur heldur þaulskipulagða og nokkuð vel ígrundaða fjárfestingu hóps einstaklinga sem notaði spjallþræði og samfélagsmiðla til að samræma aðgerðir sínar. Og það virkaði (a.m.k. að einhverju leyti). Kokhraustir vogunarsjóðsstjórar hrökkluðust til baka með skottið á milli lappanna. Rétt eins og íþróttatöffararnir í Hefnd busanna. Caitlin McCabe, blaðakona The Wall Street Journal, fjallaði um þessa þróun í nýlegum pistli sínum, „Day Traders as ‘Dumb Money’? The Pros Are Now Paying Attention“, þar sem hún rekur hvernig afstaða sjóðsstjóra til einstaklingsfjárfesta hefur breyst á undanförnu ári. Þeir tala ekki lengur um kjánakrónur heldur fylgjast 85% vogunarsjóða og 42% eignastýringaraðila grannt með samfélagsmiðlum til að greina hvað hjörðin gerir næst, skv. nýlegri könnun Bloomberg Intelligence. Margir velta því fyrir sér hvort einstaklingsfjárfestar muni hverfa á braut um leið og markaðsaðstæður versna. McCabe bendir aftur á móti á að rannsóknir sýni að einstaklingar hafi til þessa sýnt talsverða seiglu á erfiðum dögum á markaðnum og í reynd hjálpað til við að draga úr sveiflum og auka seljanleika við slíkar aðstæður. Það veit auðvitað enginn hvað koma skal í þeim efnum, en eins og málin standa eru einstaklingsfjárfestar sem heild farnir að jafnast á við allra stærstu fagfjárfestana – og stundum gott betur. Einstaklingar hafa t.a.m. verið í lykilhlutverki í hlutafjárútboðum hér á landi sl. tvö ár. Busarnir eru komnir með sæti við borðið og verða ekki hundsaðir í bráð. Þetta kallar á nýja nálgun í fjármögnun og fjárfestatengslum, þar sem enn meiri áhersla er lögð á gagnsæi og jafnræði. Og því ber að fanga. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun