Rask á innanlandsflugi vegna hvassviðris og éljagangs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2022 11:26 Lægðin sem gengur yfir Bandaríkin mun berast hingað til Íslands á morgun. Krafturinn verður þó farinn úr henni að mestu en búast má við talsverðri snjókomu á landinu öllu. AP Photo/Julio Cortez Veturinn hefur látið rækilega til sín taka á norðurhveli jarðar um helgina, með tilheyrandi óþægindum. Búast má við talsverðum samgöngutruflunum vegna veðurofsa á landinu í dag en gular veðurviðvaranir eru í gildi á öllu vestanverðu landinu. Veðurfræðingur varar fólk við því að stunda útivist vegna hvassviðris og éljagangs. Veðurofsi er víða á norðurhveli jarðar og er vart annað í fréttum vestanhafs og í Evrópu en veðrið sem gengur þar yfir. Fárviðri gengur yfir Skandinavíu, bátar slitnuðu frá bryggju í Noregi og þúsundir misstu rafmagn. Yfirvöld í Noregi og Danmörku hafa biðlað til fólks að fara ekki úr húsi. Stormur hefur gengið yfir Skandinavíu síðastliðinn sólarhring. Hér má sjá starfsmann Helsinkiborgar að störfum við að moka snjó við dómkirkjutorgið.AP/Heikki Saukkomaa Slæmur stormur gekk þá yfir Bretlandseyjar í gær og aftur er spáð stormi norðantil á Bretlandseyjum í kvöld. Tveir fórust í veðurofsanum þar í gær. Þá hefur hríðarveður gengið yfir norðaustanverð Bandaríkin síðastliðinn sólarhring og sumsstaðar féll allt að 80 cm snjór. „Þetta veður sem var í Bandaríkjunum í gær, sú lægð kemur á morgun til okkar og verður snjókoma víða um land en hún verður búin að missa mestan dampinn þannig að það verður ekkert mjög hvasst með henni. En það mun snjóa víða um land á morgun og það verður í raun sama lægð og var í Bandaríkjunum í gær,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Í myndbandinu hér að neðan má sjá éljaganginn á Selfossi í dag. Gular veðurviðvaranir eru í gildi á vestanverðu landinu í dag og fólk varað við því að vera mikið á ferðinni milli landshluta. Búið er að fella niður flug milli Ísafjarðar og Reykjavíkur í dag vegna veðurs og fylgst verður náið með framvindu þess og hvort fella þurfi niður fleiri innanlandsflug. Þetta sagði Ásdís Ýr Péturdsóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við fréttastofu. „Þetta er hvassviðri og éljagangur og það er mjög hvasst sérstaklega í éljunum sjálfum. Þetta er fyrst og fremst leiðinlegt útivistaveður og svo gætu orðið samgöngutruflanir sérstaklega á fjallvegum og á öðrum vegum, úti á landi sérstaklega.“ Veður Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Fleiri fréttir Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Stormur og talsvert vatnsveður á vestanverðu landinu Styttir upp með kvöldinu og frystir um mest allt land Rigning sunnantil og víða snjókoma norðanlands Tvískipt veður á landinu Sjá meira
Veðurofsi er víða á norðurhveli jarðar og er vart annað í fréttum vestanhafs og í Evrópu en veðrið sem gengur þar yfir. Fárviðri gengur yfir Skandinavíu, bátar slitnuðu frá bryggju í Noregi og þúsundir misstu rafmagn. Yfirvöld í Noregi og Danmörku hafa biðlað til fólks að fara ekki úr húsi. Stormur hefur gengið yfir Skandinavíu síðastliðinn sólarhring. Hér má sjá starfsmann Helsinkiborgar að störfum við að moka snjó við dómkirkjutorgið.AP/Heikki Saukkomaa Slæmur stormur gekk þá yfir Bretlandseyjar í gær og aftur er spáð stormi norðantil á Bretlandseyjum í kvöld. Tveir fórust í veðurofsanum þar í gær. Þá hefur hríðarveður gengið yfir norðaustanverð Bandaríkin síðastliðinn sólarhring og sumsstaðar féll allt að 80 cm snjór. „Þetta veður sem var í Bandaríkjunum í gær, sú lægð kemur á morgun til okkar og verður snjókoma víða um land en hún verður búin að missa mestan dampinn þannig að það verður ekkert mjög hvasst með henni. En það mun snjóa víða um land á morgun og það verður í raun sama lægð og var í Bandaríkjunum í gær,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Í myndbandinu hér að neðan má sjá éljaganginn á Selfossi í dag. Gular veðurviðvaranir eru í gildi á vestanverðu landinu í dag og fólk varað við því að vera mikið á ferðinni milli landshluta. Búið er að fella niður flug milli Ísafjarðar og Reykjavíkur í dag vegna veðurs og fylgst verður náið með framvindu þess og hvort fella þurfi niður fleiri innanlandsflug. Þetta sagði Ásdís Ýr Péturdsóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við fréttastofu. „Þetta er hvassviðri og éljagangur og það er mjög hvasst sérstaklega í éljunum sjálfum. Þetta er fyrst og fremst leiðinlegt útivistaveður og svo gætu orðið samgöngutruflanir sérstaklega á fjallvegum og á öðrum vegum, úti á landi sérstaklega.“
Veður Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Fleiri fréttir Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Stormur og talsvert vatnsveður á vestanverðu landinu Styttir upp með kvöldinu og frystir um mest allt land Rigning sunnantil og víða snjókoma norðanlands Tvískipt veður á landinu Sjá meira