Svarar Kolbrúnu Bergþórsdóttur fullum hálsi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 29. janúar 2022 18:29 Borgarstórn Reykjavíkur fundar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs segist hafa hlegið upphátt við lesturs nýlegs leiðara Kolbrúnar Bergþórsdóttur blaðamanns. Í pistlinum segir Kolbrún forystumenn meirihluta borgarstjórnar daufa og litlausa í skugga borgarstjóra. Leiðari Kolbrúnar birtist í Fréttablaðinu í gær en þar gagnrýnir hún þá flokka sem mynda meirihluta borgarstjórnar, utan Samfylkingarinnar, harðlega. Hún segir Viðreisn, Vinstri græna og Pírata karakterlausa og máttlausa og telur að frambjóðendur flokkanna verði í vandræðum í komandi kosningabaráttu. „Borgarbúar verða alls ekki varir við að flokkarnir sem mynda meirihluta borgarstjórnar séu ólíkir. Samstarfið hefur gert þá svo keimlíka að engu er líkara en þeir hafi runnið saman í einn flokk. Viðreisn, Vinstri græn og Píratar eru orðnir eins og daufgerð útgáfa af Samfylkingunni,“ segir Kolbrún meðal annars í leiðaranum. „Frambjóðendur flokkanna munu því væntanlega reyna að stíga út úr litleysinu, rembast við að ljóma af karakter og þylja utan að loforðaflauminn um allt sem þeir ætli að vinna borgarbúum til hagsældar komist þeir aftur í Ráðhúsið,“ heldur Kolbrún áfram. „Er ég litlaust tilbrigði í skugga dags?“ Þessu er Þórdís Lóa alls ekki sammála en hún sendi inn grein á Vísi fyrr í dag sem bar yfirskriftina „Er ég litlaust tilbrigði í skugga Dags?“ Í greininni gagnrýnir hún leiðara Kolbrúnar harðlega. Hún bendir á að meirihlutinn í borginni sé skýrt dæmi um gott samstarf ólíkra flokka en það þýði þó ekki að flokkarnir séu sammála um allt. „Ég hef gaman að svona pistlum og ég hló upphátt nokkrum sinnum því litlaus og dauf eru ekki lýsingarorð sem ég myndi nota yfir sjálfa mig, sem fékk þau burtfararorð úr Seljaskóla hér forðum að ég væri kraftmikil stelpa en kjaftfor og erfið,“ segir Þórdís Lóa og bætir við að sama megi segja um Líf Magneudóttur og Dóru Björt borgarfulltrúa. Fána forystumanna sé langt frá því að vera litlaus. „Það er vissulega verkefni framundan að draga fram sérstöðu hvers og eins flokks en það verður ekki erfitt og er í raun alveg skýrt í dag ef fólk opnar augun fyrir því. Opna augun og hlusta er kannski lykilþáttur í þessu öllu,“ segir Þórdís Lóa í greininni. Borgarstjórn Viðreisn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Er ég litlaust tilbrigði í skugga Dags? Hin stórgóði pistlahöfundur, Kolbrún Bergþórsdóttir skrifaði áhugaverðan leiðara í Fréttablaðið í gær. Þar spurði hún hvort væri ekki bara best að kjósa Dag í borgarstjórnarkosningum í vor þar sem hinir flokkarnir sem mynda þar meirihluta séu hvort eð er litlausir og daufir í skugga hins skínandi borgarstjóra. 29. janúar 2022 08:01 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Leiðari Kolbrúnar birtist í Fréttablaðinu í gær en þar gagnrýnir hún þá flokka sem mynda meirihluta borgarstjórnar, utan Samfylkingarinnar, harðlega. Hún segir Viðreisn, Vinstri græna og Pírata karakterlausa og máttlausa og telur að frambjóðendur flokkanna verði í vandræðum í komandi kosningabaráttu. „Borgarbúar verða alls ekki varir við að flokkarnir sem mynda meirihluta borgarstjórnar séu ólíkir. Samstarfið hefur gert þá svo keimlíka að engu er líkara en þeir hafi runnið saman í einn flokk. Viðreisn, Vinstri græn og Píratar eru orðnir eins og daufgerð útgáfa af Samfylkingunni,“ segir Kolbrún meðal annars í leiðaranum. „Frambjóðendur flokkanna munu því væntanlega reyna að stíga út úr litleysinu, rembast við að ljóma af karakter og þylja utan að loforðaflauminn um allt sem þeir ætli að vinna borgarbúum til hagsældar komist þeir aftur í Ráðhúsið,“ heldur Kolbrún áfram. „Er ég litlaust tilbrigði í skugga dags?“ Þessu er Þórdís Lóa alls ekki sammála en hún sendi inn grein á Vísi fyrr í dag sem bar yfirskriftina „Er ég litlaust tilbrigði í skugga Dags?“ Í greininni gagnrýnir hún leiðara Kolbrúnar harðlega. Hún bendir á að meirihlutinn í borginni sé skýrt dæmi um gott samstarf ólíkra flokka en það þýði þó ekki að flokkarnir séu sammála um allt. „Ég hef gaman að svona pistlum og ég hló upphátt nokkrum sinnum því litlaus og dauf eru ekki lýsingarorð sem ég myndi nota yfir sjálfa mig, sem fékk þau burtfararorð úr Seljaskóla hér forðum að ég væri kraftmikil stelpa en kjaftfor og erfið,“ segir Þórdís Lóa og bætir við að sama megi segja um Líf Magneudóttur og Dóru Björt borgarfulltrúa. Fána forystumanna sé langt frá því að vera litlaus. „Það er vissulega verkefni framundan að draga fram sérstöðu hvers og eins flokks en það verður ekki erfitt og er í raun alveg skýrt í dag ef fólk opnar augun fyrir því. Opna augun og hlusta er kannski lykilþáttur í þessu öllu,“ segir Þórdís Lóa í greininni.
Borgarstjórn Viðreisn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Er ég litlaust tilbrigði í skugga Dags? Hin stórgóði pistlahöfundur, Kolbrún Bergþórsdóttir skrifaði áhugaverðan leiðara í Fréttablaðið í gær. Þar spurði hún hvort væri ekki bara best að kjósa Dag í borgarstjórnarkosningum í vor þar sem hinir flokkarnir sem mynda þar meirihluta séu hvort eð er litlausir og daufir í skugga hins skínandi borgarstjóra. 29. janúar 2022 08:01 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Er ég litlaust tilbrigði í skugga Dags? Hin stórgóði pistlahöfundur, Kolbrún Bergþórsdóttir skrifaði áhugaverðan leiðara í Fréttablaðið í gær. Þar spurði hún hvort væri ekki bara best að kjósa Dag í borgarstjórnarkosningum í vor þar sem hinir flokkarnir sem mynda þar meirihluta séu hvort eð er litlausir og daufir í skugga hins skínandi borgarstjóra. 29. janúar 2022 08:01