Skoða sölu á Malbikunarstöðinni Höfða sem er á leið til Hafnarfjarðar Atli Ísleifsson skrifar 20. janúar 2022 13:28 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. VÍSIR/VILHELM Borgarráð Reykjavíkurborgar afgreiddi í dag samning um brottflutning Malbikunarstöðvarinnar Höfða frá Sævarhöfða í Reykjavík þar sem til stendur að koma á nýrri byggð. Sömuleiðis var ákveðið að kanna kosti og galla þess að selja hundrað prósenta hlut borgarinnar í Malbikunarstöðinni líkt og kveðið er á í meirihlutasáttmálanum. Þetta staðfestir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, í samtali við Vísi. „Þessi samningur kveður á um hvað Malbikunarstöðin Höfði taki með sér, tímasetningar varðandi niðurrif, hvernig stöðin eigi að skilja við sig og annað slíkt.“ Í meirihlutasáttmála Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna var kveðið á að um fundinn yrði nýr staður fyrir Malbikunarstöðina. „Við fundum lóð uppi á Esjumelum, en fyrirtækið fann svo lóð í Hafnarfirði þar sem áður var starfrækt malbikunarstöð. Þar hafi því ýmsir innviðir verið þegar til staðar.“ Þórdís Lóa segir að nú verði ráðist í að skoða kosti og galla sölu borgarinnar á Malbikunarstöðinni Höfða. Hún segist sjálf vera á því að réttast sé að selja fyrirtækið. „Ég er á því að borgin eigi ekki að starfa á svona samkeppnismarkaði, en á sama tíma skiptir auðvitað máli að það ríki sannarlega samkeppni á þessum markaði. En við förum nú í að skoða þetta.“ Í samkomulaginu segir að flutningi á Malbilunarstöðinni skuli vera lokið 28. febrúar 2022, niðurrif á malbikunarstöðinni í apríl 2022, niðurrif á mulningsfæribandi skal vera lokið í júlí 2022 og afurðarsíló og tankar skulu vera settir í sölu eða endurvinnslu og skal því vera lokið sumarið 2023. Borgin gerir ráð fyrir 20 þúsund manna hverfi á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog, þar sem gert sé ráð fyrir blandaðri byggð með íbúðum og léttri þjónustustarfsemi. Reykjavík Borgarstjórn Samkeppnismál Skipulag Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Í dag verður bein útsending á vegum Reykjavíkurborgar til að kynna hugmyndir um nýtt 20 þúsund manna hverfi á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog. Útsendingin hefst klukkan 17 og byggist dagskrá á stuttum kynningum fjölmargra sem komið hafa að verkefninu til þessa. 25. febrúar 2021 16:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Þetta staðfestir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, í samtali við Vísi. „Þessi samningur kveður á um hvað Malbikunarstöðin Höfði taki með sér, tímasetningar varðandi niðurrif, hvernig stöðin eigi að skilja við sig og annað slíkt.“ Í meirihlutasáttmála Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna var kveðið á að um fundinn yrði nýr staður fyrir Malbikunarstöðina. „Við fundum lóð uppi á Esjumelum, en fyrirtækið fann svo lóð í Hafnarfirði þar sem áður var starfrækt malbikunarstöð. Þar hafi því ýmsir innviðir verið þegar til staðar.“ Þórdís Lóa segir að nú verði ráðist í að skoða kosti og galla sölu borgarinnar á Malbikunarstöðinni Höfða. Hún segist sjálf vera á því að réttast sé að selja fyrirtækið. „Ég er á því að borgin eigi ekki að starfa á svona samkeppnismarkaði, en á sama tíma skiptir auðvitað máli að það ríki sannarlega samkeppni á þessum markaði. En við förum nú í að skoða þetta.“ Í samkomulaginu segir að flutningi á Malbilunarstöðinni skuli vera lokið 28. febrúar 2022, niðurrif á malbikunarstöðinni í apríl 2022, niðurrif á mulningsfæribandi skal vera lokið í júlí 2022 og afurðarsíló og tankar skulu vera settir í sölu eða endurvinnslu og skal því vera lokið sumarið 2023. Borgin gerir ráð fyrir 20 þúsund manna hverfi á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog, þar sem gert sé ráð fyrir blandaðri byggð með íbúðum og léttri þjónustustarfsemi.
Reykjavík Borgarstjórn Samkeppnismál Skipulag Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Í dag verður bein útsending á vegum Reykjavíkurborgar til að kynna hugmyndir um nýtt 20 þúsund manna hverfi á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog. Útsendingin hefst klukkan 17 og byggist dagskrá á stuttum kynningum fjölmargra sem komið hafa að verkefninu til þessa. 25. febrúar 2021 16:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Í dag verður bein útsending á vegum Reykjavíkurborgar til að kynna hugmyndir um nýtt 20 þúsund manna hverfi á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog. Útsendingin hefst klukkan 17 og byggist dagskrá á stuttum kynningum fjölmargra sem komið hafa að verkefninu til þessa. 25. febrúar 2021 16:30