„Þetta er bara spurning um tíma“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. janúar 2022 13:09 Bíll sem sat fastur í snjóflóðinu í gær. Jónþór Eiríksson Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, hefur áhyggjur af viðvarandi snjóflóðahættu og segir það ekki spurningu um hvort heldur hvenær illa fer. Ítrekað hafi verið bent á nauðsyn þess að leggja jarðgöng að en íbúar tali fyrir daufum eyrum stjórnvalda. „Það eru bílar sem hafa setið fastir í flóðinu, verið ofan á flóðinu og farið sitt hvoru megin við bíla. Þetta er bara spurning um tíma,“ segir Bragi. Greint var frá því í gærkvöldi að fjöldi snjóflóða hefðu fallið á veginn um Súðavíkurhlíð. Veginum var hins vegar ekki lokað fyrr en eftir að snjóflóðin féllu. Bragi segir stöðuna hafa verið erfiða í gær. „Það var ræstur út mannskapur og við fórum í það að reyna að útbúa vistarverur fyrir fólk sem myndi hugsanlega festast. Samkvæmt fyrstu upplýsingum stóð til að það væru fáir á ferðinni enda gul veðurviðvörun, en þetta reyndust vera nokkuð margir bílar,“ segir Bragi. „Það var þarna barnahópur og fjölskyldufólk og svo tíndist til. Þarna voru fimm-sex flutningabílar og einstaklingar á ferðinni og það þurfti að koma öllum í hús. Hér er covidfaraldur og við erum ekki með gistiheimili eða hótel þannig að það þurfti bara að opna það sem hægt var. Ræsa út Rauða krossinn, björgunarsveit, verktaka til að moka. Þannig að það var í rauninni allt sett á hvolf og þetta gekk svona fram á nótt.“ Hann segir að gærdagurinn, 16. janúar, hafi reynst mörgum erfiður en á þessum degi árið 1995 féll mannskætt snjóflóð í bænum. Bragi furðar sig á því að ekkert sé brugðist við viðvarandi snjóflóðahættu. „Okkur finnst við tala fyrir frekar daufum eyrum. Ef það er einhver snjósöfnun í hlíðinni þá er hún lokuð í tíma og ótíma, auðvitað með öryggi í huga en það er ekki sérlega gott að búa við þetta.” Súðavíkurhreppur Veður Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira
„Það eru bílar sem hafa setið fastir í flóðinu, verið ofan á flóðinu og farið sitt hvoru megin við bíla. Þetta er bara spurning um tíma,“ segir Bragi. Greint var frá því í gærkvöldi að fjöldi snjóflóða hefðu fallið á veginn um Súðavíkurhlíð. Veginum var hins vegar ekki lokað fyrr en eftir að snjóflóðin féllu. Bragi segir stöðuna hafa verið erfiða í gær. „Það var ræstur út mannskapur og við fórum í það að reyna að útbúa vistarverur fyrir fólk sem myndi hugsanlega festast. Samkvæmt fyrstu upplýsingum stóð til að það væru fáir á ferðinni enda gul veðurviðvörun, en þetta reyndust vera nokkuð margir bílar,“ segir Bragi. „Það var þarna barnahópur og fjölskyldufólk og svo tíndist til. Þarna voru fimm-sex flutningabílar og einstaklingar á ferðinni og það þurfti að koma öllum í hús. Hér er covidfaraldur og við erum ekki með gistiheimili eða hótel þannig að það þurfti bara að opna það sem hægt var. Ræsa út Rauða krossinn, björgunarsveit, verktaka til að moka. Þannig að það var í rauninni allt sett á hvolf og þetta gekk svona fram á nótt.“ Hann segir að gærdagurinn, 16. janúar, hafi reynst mörgum erfiður en á þessum degi árið 1995 féll mannskætt snjóflóð í bænum. Bragi furðar sig á því að ekkert sé brugðist við viðvarandi snjóflóðahættu. „Okkur finnst við tala fyrir frekar daufum eyrum. Ef það er einhver snjósöfnun í hlíðinni þá er hún lokuð í tíma og ótíma, auðvitað með öryggi í huga en það er ekki sérlega gott að búa við þetta.”
Súðavíkurhreppur Veður Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira