Áfram í varðhaldi eftir að hafa gengið í gildru lögreglu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. janúar 2022 11:08 Lögregla lagði gildru fyrir parið. Vísir/Vilhelm Kona sem er annar helmingur pars sem gekk í gildu lögreglu eftir að hafa verið grunað um stórfellt fíkniefnabrot mun sitja áfram í gæsluvarðhaldi fram í næsta mánuð. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis, eftir að konan kærði úrskurð héraðsdóms til Landsréttar. Parið hefur verið ákært fyrir að hafa flutt inn fjögur kíló af kókaíni hingað til lands með flutningaskipinu Mistral, í eigu Smyril Line, í október á síðasta ári. Fíkniefnin fundust vandlega falin í gólfi bifreiðar við tollskoðun hér á landi. Lögregla greip til þess ráðs að skipta út kókaíninu fyrir gerviefni. Tveimur dögum eftir tollskoðun bílsins sótti parið bílinn á tollsvæði Smyril Line í Þorlákshöfn og óku bílnum að heimili sínu í Reykjavík, en parið er búsett hér á landi. Lögreglan fylgdist grannt með parinu en maðurinn sótti gerviefnin sem falin voru í bílnum degi eftir komu þeirra til Reykjavíkur. Maðurinn var umsvifalaust handtekinn af lögreglu og konan var handtekin á heimili sínu skömmu síðar. Neita bæði sök Í úrskurði Landsréttar kemur fram að í skýrslutökum vegna málsins sagðist konan kannast við meintan innflutning á efnunum, maðurinn neitaði hins vegar að tjá sig um hin meintu brot. Við þingfestingu málsins neituðu þau bæði sök. Í greinargerð lögreglu segir að konan liggi undir sterkum grun um stórfelld fíkniefnalagabrot sem þyki mjög alvarleg og geti varðað allt að tólf ára fangelsi. Landsréttur staðfesti sem fyrr segir úrskurð héraðsdóms og þarf konan að sæta gæsluvarðhaldi til 8. febrúar næstkomandi. Dómsmál Lögreglumál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Stórfellt fíkniefnasmygl með Smyril Line: Fjórum kílóum af kókaíni skipt út fyrir gerviefni Karl og kona á þrítugs- og fertugsaldri hafa verið ákærð fyrir að hafa flutt inn fjögur kíló af kókaíni hingað til lands með flutningaskipinu Mistral, í eigu Smyril Line, í október á síðasta ári. Fíkniefnin fundust vandlega falin í gólfi bifreiðar við tollskoðun hér á landi. 8. janúar 2022 09:04 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Fleiri fréttir Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Sjá meira
Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis, eftir að konan kærði úrskurð héraðsdóms til Landsréttar. Parið hefur verið ákært fyrir að hafa flutt inn fjögur kíló af kókaíni hingað til lands með flutningaskipinu Mistral, í eigu Smyril Line, í október á síðasta ári. Fíkniefnin fundust vandlega falin í gólfi bifreiðar við tollskoðun hér á landi. Lögregla greip til þess ráðs að skipta út kókaíninu fyrir gerviefni. Tveimur dögum eftir tollskoðun bílsins sótti parið bílinn á tollsvæði Smyril Line í Þorlákshöfn og óku bílnum að heimili sínu í Reykjavík, en parið er búsett hér á landi. Lögreglan fylgdist grannt með parinu en maðurinn sótti gerviefnin sem falin voru í bílnum degi eftir komu þeirra til Reykjavíkur. Maðurinn var umsvifalaust handtekinn af lögreglu og konan var handtekin á heimili sínu skömmu síðar. Neita bæði sök Í úrskurði Landsréttar kemur fram að í skýrslutökum vegna málsins sagðist konan kannast við meintan innflutning á efnunum, maðurinn neitaði hins vegar að tjá sig um hin meintu brot. Við þingfestingu málsins neituðu þau bæði sök. Í greinargerð lögreglu segir að konan liggi undir sterkum grun um stórfelld fíkniefnalagabrot sem þyki mjög alvarleg og geti varðað allt að tólf ára fangelsi. Landsréttur staðfesti sem fyrr segir úrskurð héraðsdóms og þarf konan að sæta gæsluvarðhaldi til 8. febrúar næstkomandi.
Dómsmál Lögreglumál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Stórfellt fíkniefnasmygl með Smyril Line: Fjórum kílóum af kókaíni skipt út fyrir gerviefni Karl og kona á þrítugs- og fertugsaldri hafa verið ákærð fyrir að hafa flutt inn fjögur kíló af kókaíni hingað til lands með flutningaskipinu Mistral, í eigu Smyril Line, í október á síðasta ári. Fíkniefnin fundust vandlega falin í gólfi bifreiðar við tollskoðun hér á landi. 8. janúar 2022 09:04 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Fleiri fréttir Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Sjá meira
Stórfellt fíkniefnasmygl með Smyril Line: Fjórum kílóum af kókaíni skipt út fyrir gerviefni Karl og kona á þrítugs- og fertugsaldri hafa verið ákærð fyrir að hafa flutt inn fjögur kíló af kókaíni hingað til lands með flutningaskipinu Mistral, í eigu Smyril Line, í október á síðasta ári. Fíkniefnin fundust vandlega falin í gólfi bifreiðar við tollskoðun hér á landi. 8. janúar 2022 09:04