Hvað er eiginlega þetta Be Real? Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2022 21:01 Fréttamaður mundar hér nýtekið BeReal af viðmælendum sínum, þriðja árs nemum í Verzló. Vísir/Egill Ungmenni fagna tilkomu nýs samfélagsmiðils sem leggur höfuðáhersu á hversdagsleikann og hafnar stílíseruðum glamúr miðla á borð við Instagram. Þau telja miðilinn kominn til að vera. Samfélagsmiðlinum Be Real var hleypt af stokkunum árið 2020 en vinsældir hans jukust hratt í fyrra. Undir lok árs hafði hann stimplað sig rækilega inn í samfélagsmiðlaflóru Íslendinga en smáforritið er einmitt núna á toppi lista yfir þau forrit sem flestir hlaða niður í síma sína um þessar mundir. Rúnar Vilberg Nafnið Be Real gæti útlagst á íslensku sem „Vertu ekta“ og í nafninu er virknin einmitt fólgin. Notendur fá allir í einu meldingu eins og sést hér fyrir ofan í símann einu sinni á dag, á handahófskenndum tíma í hvert sinn, og hafa þar með tvær mínútur til að birta mynd úr sínu daglega amstri. „Þetta heitir Be Real og þú verður að vera Real. Þú mátt ekki beila á að gera þetta. Þú verður að gera þetta. Annars ertu bara lélegur,“ segir Gústav Nilsson, nemi á þriðja ári í Verzlunarskóla Íslands. Skólasystkinin Gústav Nilsson, Emma Sól Jónsdóttir, Hrafnhildur Árnadóttir og Kári Freyr Kristinsson.Vísir/Egill Ekki eftirsóknarvert að birting taki nokkrar tilraunir Já, á Be Real eiga notendur nefnilega að virða tímamörkin, til þess er leikurinn gerður. Myndir sem berast seint, eða hafa jafnvel verið teknar í annarri eða þriðju atrennu, eru kirfilega merktar. „En þá sérðu kannski; þessi reyndi þrisvar að taka myndina,“ segir Emma Sól Jónsdóttir nemandi Verzlunarskólans, og svipurinn gefur til kynna að það þyki ef til vill ekki nógu gott. Gústav tekur undir. „Þá er sú manneskja að vanda sig alltof mikið, það er ekki „Be Real“,“ segir hann. Enginn filter Krakkarnir segja miðilinn kominn til að vera, einkum vegna þess að hann krefjist ekki fullkomnunar eins og til dæmis Instagram. „Ég held að þetta sé að reyna að vinna á móti samfélagsmiðlunum þar sem er geggjuð glansmynd. Þetta er bara núna,“ segir Emma. „Og enginn filter sem þú getur sett á þetta eða neitt,“ bætir Hrafnhildur Árnadóttir við. Kári Freyr Kristinsson tekur í sama streng. „Ég allavega pæli ekki ég þarf að líta vel út, ég bara pósta því sem ég er að gera núna. Það er sjarminn við þetta.“ Viðtal við þau Gústav, Emmu, Hrafnhildi og Kára má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan, sem og tilraun fréttamanns til að birta sjálfur mynd á Be Real. Tækni Samfélagsmiðlar Skóla - og menntamál Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Samfélagsmiðlinum Be Real var hleypt af stokkunum árið 2020 en vinsældir hans jukust hratt í fyrra. Undir lok árs hafði hann stimplað sig rækilega inn í samfélagsmiðlaflóru Íslendinga en smáforritið er einmitt núna á toppi lista yfir þau forrit sem flestir hlaða niður í síma sína um þessar mundir. Rúnar Vilberg Nafnið Be Real gæti útlagst á íslensku sem „Vertu ekta“ og í nafninu er virknin einmitt fólgin. Notendur fá allir í einu meldingu eins og sést hér fyrir ofan í símann einu sinni á dag, á handahófskenndum tíma í hvert sinn, og hafa þar með tvær mínútur til að birta mynd úr sínu daglega amstri. „Þetta heitir Be Real og þú verður að vera Real. Þú mátt ekki beila á að gera þetta. Þú verður að gera þetta. Annars ertu bara lélegur,“ segir Gústav Nilsson, nemi á þriðja ári í Verzlunarskóla Íslands. Skólasystkinin Gústav Nilsson, Emma Sól Jónsdóttir, Hrafnhildur Árnadóttir og Kári Freyr Kristinsson.Vísir/Egill Ekki eftirsóknarvert að birting taki nokkrar tilraunir Já, á Be Real eiga notendur nefnilega að virða tímamörkin, til þess er leikurinn gerður. Myndir sem berast seint, eða hafa jafnvel verið teknar í annarri eða þriðju atrennu, eru kirfilega merktar. „En þá sérðu kannski; þessi reyndi þrisvar að taka myndina,“ segir Emma Sól Jónsdóttir nemandi Verzlunarskólans, og svipurinn gefur til kynna að það þyki ef til vill ekki nógu gott. Gústav tekur undir. „Þá er sú manneskja að vanda sig alltof mikið, það er ekki „Be Real“,“ segir hann. Enginn filter Krakkarnir segja miðilinn kominn til að vera, einkum vegna þess að hann krefjist ekki fullkomnunar eins og til dæmis Instagram. „Ég held að þetta sé að reyna að vinna á móti samfélagsmiðlunum þar sem er geggjuð glansmynd. Þetta er bara núna,“ segir Emma. „Og enginn filter sem þú getur sett á þetta eða neitt,“ bætir Hrafnhildur Árnadóttir við. Kári Freyr Kristinsson tekur í sama streng. „Ég allavega pæli ekki ég þarf að líta vel út, ég bara pósta því sem ég er að gera núna. Það er sjarminn við þetta.“ Viðtal við þau Gústav, Emmu, Hrafnhildi og Kára má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan, sem og tilraun fréttamanns til að birta sjálfur mynd á Be Real.
Tækni Samfélagsmiðlar Skóla - og menntamál Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira