„Umtalsverðar fjárhæðir“ en óljóst hvernig á að skattleggja þær Snorri Másson skrifar 14. janúar 2022 09:26 Guðbjörg Þorsteinsdóttir lögmaður hjá Deloitte Legal. Vísir/Sigurjón Talið er að þúsundir Íslendinga hafi hagnast verulega á rafmyntarviðskiptum á meðan enginn skýr lagarammi er til um skattlagningu í málaflokknum. Lögfræðingur segir tímabært að stjórnvöld bregðist við breyttum tímum. Árlegur Skattadagur Deloitte var haldinn í gær í samstarfi við Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins. Á meðal þeirra sem flutti erindi var Guðbjörg Þorsteinsdóttir lögmaður, sem ræddi um ýmsa agnúa sem megi sníða af skattkerfinu. Einn slíkur agnúi er umgjörð rafmynta, þar sem löggjöfin hefur að sögn Guðbjargar dregist aftur úr þróuninni. „Þúsundir Íslendinga eru að fjárfesta í rafmyntum. Þetta eru umtalsverðar fjárhæðir og það eru fjölmargir sem hafa atvinnu af námugreftri. Ríkisskattstjóri hefur gefið út hvert sitt álit er. Þetta eru skattskyldar tekjur og þú getur haft skattskyldan hagnað af þessu. En það eru samt sem áður engin skýr ákvæði um þetta í lögunum,“ segir Guðbjörg í samtali við fréttastofu. Vöxtur rafmyntarinnar hefur verið stopull, fyrst hægur en svo ævintýralegur á allra síðustu árum. Sá sem keypti Bitcoin fyrir 100 Bandaríkjadali árið 2011 ætti í dag Bitcoin að andvirði 4,3 milljóna dala. Það er því ljóst að skýr löggjöf um skattlagningu á slíkum hagnaði gæti haft mikla þýðingu. „Fjármálaráðherra var spurður um þetta 2018 og hann sagði að hann hefði hug á því að skipa starfshóp til að skoða nánari skattlagningu á þessum fyrirbærum. En við höfum ekkert séð í þeim efnum. En nú eru liðin þónokkur ár síðan, þannig að ég held að það sé alveg tímabært,“ segir Guðbjörg. Taka má dæmi: Ef einhver ætti Bitcoin fyrir um 1.000 dali, sem myndi síðan hækka í verði upp í 1.500 dali, þannig að hagnaðurinn næmi 500 dölum, þyrfti hann að telja það fram? „Þú átt að telja hann fram,“ segir Guðbjörg. „Skattayfirvöld hafa gefið út leiðbeiningar í þeim efnum. Og þú átt líka að borga fjármagnstekjuskatt af þeim hagnaði. En engu að síður eru þetta fyrirbæri sem voru eðlilega ekki inni í skattalögunum á sínum tíma þegar þau voru sett fyrir áratugum síðan. Þannig að núna er bara mikilvægt að það sé bara tekið sérstaklega á þessu.“ Rafmyntir Skattar og tollar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Árlegur Skattadagur Deloitte var haldinn í gær í samstarfi við Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins. Á meðal þeirra sem flutti erindi var Guðbjörg Þorsteinsdóttir lögmaður, sem ræddi um ýmsa agnúa sem megi sníða af skattkerfinu. Einn slíkur agnúi er umgjörð rafmynta, þar sem löggjöfin hefur að sögn Guðbjargar dregist aftur úr þróuninni. „Þúsundir Íslendinga eru að fjárfesta í rafmyntum. Þetta eru umtalsverðar fjárhæðir og það eru fjölmargir sem hafa atvinnu af námugreftri. Ríkisskattstjóri hefur gefið út hvert sitt álit er. Þetta eru skattskyldar tekjur og þú getur haft skattskyldan hagnað af þessu. En það eru samt sem áður engin skýr ákvæði um þetta í lögunum,“ segir Guðbjörg í samtali við fréttastofu. Vöxtur rafmyntarinnar hefur verið stopull, fyrst hægur en svo ævintýralegur á allra síðustu árum. Sá sem keypti Bitcoin fyrir 100 Bandaríkjadali árið 2011 ætti í dag Bitcoin að andvirði 4,3 milljóna dala. Það er því ljóst að skýr löggjöf um skattlagningu á slíkum hagnaði gæti haft mikla þýðingu. „Fjármálaráðherra var spurður um þetta 2018 og hann sagði að hann hefði hug á því að skipa starfshóp til að skoða nánari skattlagningu á þessum fyrirbærum. En við höfum ekkert séð í þeim efnum. En nú eru liðin þónokkur ár síðan, þannig að ég held að það sé alveg tímabært,“ segir Guðbjörg. Taka má dæmi: Ef einhver ætti Bitcoin fyrir um 1.000 dali, sem myndi síðan hækka í verði upp í 1.500 dali, þannig að hagnaðurinn næmi 500 dölum, þyrfti hann að telja það fram? „Þú átt að telja hann fram,“ segir Guðbjörg. „Skattayfirvöld hafa gefið út leiðbeiningar í þeim efnum. Og þú átt líka að borga fjármagnstekjuskatt af þeim hagnaði. En engu að síður eru þetta fyrirbæri sem voru eðlilega ekki inni í skattalögunum á sínum tíma þegar þau voru sett fyrir áratugum síðan. Þannig að núna er bara mikilvægt að það sé bara tekið sérstaklega á þessu.“
Rafmyntir Skattar og tollar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira