Gleðilegt ár? Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2022 08:30 Nýtt ár markar nýtt upphaf, vonandi upphafið að einhverju farsælu. Þó faraldurinn herji enn á okkur og smittölur séu háar erum við vonandi að sjá upphafið að endalokum covid, a.m.k. í þeirra mynd sem það hefur markað líf okkar síðastliðna 23 mánuði. Nú þegar við horfum fram veginn þurfum við að huga að þeim verkefnum sem okkar bíða. Rannsóknir sýna að covid hefur haft alvarlegar afleiðingar á líðan fólks, sérstaklega ungs fólks. Þunglyndiseinkenni þeirra mælast meiri en áður og andleg heilsa þeirra er verri. Skjátími barna hefur aukist, grunnskólanemendum finnst námið minna skemmtilegt og vanlíðan framhaldsskólanemenda hefur aukist. Börn og ungmenni hreyfa sig líka minna. Daglegt líf fatlaðs fólks hefur raskast töluvert. Eldra fólk er meira einmana, faraldurinn hefur dregið úr félagslegum samskiptum eldri bæjarbúa sem og annarra. Þetta er slæm þróun, þróun sem við þurfum að taka alvarlega og bregðast við af festu og fagmensku. Hér þurfa ríki og sveitarfélög að grípa inn í. Tengjum fólk! Hjálpum fólki að nýta sér tæknina svo auðveldara sé fyrir fólk að hafa samband við fjölskyldu og vini til að viðhalda tengslum og tengslaneti. Eflum fjarheilbrigðisþjónustu til að tengja fólk saman. Við þurfum að fræða, upplýsa og tengja saman, það er ákveðin gjá milli netfæddu kynslóðarinnar og hinna sem eldri eru. Gleymum því ekki að síminn er magnað tæki! Við þurfum samhliða að auka sálfræðiþjónustu og almennt aðgengi að heilbrigðisþjónustu en við getum gert svo margt annað líka. Vinnan framundan er að skilgreina nánar verkefnin og þá fjárfestingu sem þarf til þess að við náum betri árangri í átt að bættri andlegri líðan fólks. Opinberar ákvarðanir og aðgerðir geta dregið úr áhrifum faraldursins og það þurfum við sem berum þar ábyrgð að hafa í huga. Það hefur t.d. jákvæð áhrif á líðan barna og ungmenna að þau geti mætt í skólann. Ýmis konar félagsleg þátttaka er okkur öllum mikilvæg. Í Garðabæ hefur verið lögð mikil áhersla á öflugt íþrótta- og tómstundastarf fyrir fólk á öllum aldri, það starf hefur sennilega aldrei verið jafn mikilvægt og einmitt nú. Við þurfum því að styðja enn frekar við fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf. Umhverfið, hreyfing og andleg líðan Friðun á náttúrperlum og aðgengi að þeim eru verðmæti til framtíðar sem við sem nú lifum njótum. Það er mikilvægt fyrir fólk á öllum aldri að hreyfa sig og fá súrefni í lungun. Við þurfum því að hvetja til aukinnar hreyfingar hjá öllum aldurshópum. Skapa vettvang fyrir fleiri göngu-, hlaupa og hjólahópa og tryggja að stígakerfið í bænum sé aðgengilegt jafnt sumar sem vetur. Við Garðbæingar erum í einstakri stöðu með aðgengi að fallegu umhverfi, opnum svæðum og einstökum nátttúruperlum. Við getum gert opin svæði enn meira aðlaðandi með t.d. kaffi- og kakóvögnum, ein vaffla getur líka gert allt betra! Góður bæjarbragur og líf á Garðatorgi skiptir líka máli, það getur verið gott fyrir lundina að rölta um Garðatorgið og upplifa mannlífið. Við getum gert miðbæinn okkar enn meira aðlaðandi og það er verkefni sem setja þarf í gang. Mikilvægast að öllu er þó að við stöndum saman. Andleg heilsa snýst um tilfinningar okkar og líðan. Garðabær er einstakt samfélag og hér er mannauður mikill. Innviðir eru góðir og hjá sveitarfélaginu starfar frábært starfsfólk sem hefur lagt mikið á sig. Sýnum samkennd og pössum hvert annað. Saman getum við gert stórkostlega hluti. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Nýtt ár markar nýtt upphaf, vonandi upphafið að einhverju farsælu. Þó faraldurinn herji enn á okkur og smittölur séu háar erum við vonandi að sjá upphafið að endalokum covid, a.m.k. í þeirra mynd sem það hefur markað líf okkar síðastliðna 23 mánuði. Nú þegar við horfum fram veginn þurfum við að huga að þeim verkefnum sem okkar bíða. Rannsóknir sýna að covid hefur haft alvarlegar afleiðingar á líðan fólks, sérstaklega ungs fólks. Þunglyndiseinkenni þeirra mælast meiri en áður og andleg heilsa þeirra er verri. Skjátími barna hefur aukist, grunnskólanemendum finnst námið minna skemmtilegt og vanlíðan framhaldsskólanemenda hefur aukist. Börn og ungmenni hreyfa sig líka minna. Daglegt líf fatlaðs fólks hefur raskast töluvert. Eldra fólk er meira einmana, faraldurinn hefur dregið úr félagslegum samskiptum eldri bæjarbúa sem og annarra. Þetta er slæm þróun, þróun sem við þurfum að taka alvarlega og bregðast við af festu og fagmensku. Hér þurfa ríki og sveitarfélög að grípa inn í. Tengjum fólk! Hjálpum fólki að nýta sér tæknina svo auðveldara sé fyrir fólk að hafa samband við fjölskyldu og vini til að viðhalda tengslum og tengslaneti. Eflum fjarheilbrigðisþjónustu til að tengja fólk saman. Við þurfum að fræða, upplýsa og tengja saman, það er ákveðin gjá milli netfæddu kynslóðarinnar og hinna sem eldri eru. Gleymum því ekki að síminn er magnað tæki! Við þurfum samhliða að auka sálfræðiþjónustu og almennt aðgengi að heilbrigðisþjónustu en við getum gert svo margt annað líka. Vinnan framundan er að skilgreina nánar verkefnin og þá fjárfestingu sem þarf til þess að við náum betri árangri í átt að bættri andlegri líðan fólks. Opinberar ákvarðanir og aðgerðir geta dregið úr áhrifum faraldursins og það þurfum við sem berum þar ábyrgð að hafa í huga. Það hefur t.d. jákvæð áhrif á líðan barna og ungmenna að þau geti mætt í skólann. Ýmis konar félagsleg þátttaka er okkur öllum mikilvæg. Í Garðabæ hefur verið lögð mikil áhersla á öflugt íþrótta- og tómstundastarf fyrir fólk á öllum aldri, það starf hefur sennilega aldrei verið jafn mikilvægt og einmitt nú. Við þurfum því að styðja enn frekar við fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf. Umhverfið, hreyfing og andleg líðan Friðun á náttúrperlum og aðgengi að þeim eru verðmæti til framtíðar sem við sem nú lifum njótum. Það er mikilvægt fyrir fólk á öllum aldri að hreyfa sig og fá súrefni í lungun. Við þurfum því að hvetja til aukinnar hreyfingar hjá öllum aldurshópum. Skapa vettvang fyrir fleiri göngu-, hlaupa og hjólahópa og tryggja að stígakerfið í bænum sé aðgengilegt jafnt sumar sem vetur. Við Garðbæingar erum í einstakri stöðu með aðgengi að fallegu umhverfi, opnum svæðum og einstökum nátttúruperlum. Við getum gert opin svæði enn meira aðlaðandi með t.d. kaffi- og kakóvögnum, ein vaffla getur líka gert allt betra! Góður bæjarbragur og líf á Garðatorgi skiptir líka máli, það getur verið gott fyrir lundina að rölta um Garðatorgið og upplifa mannlífið. Við getum gert miðbæinn okkar enn meira aðlaðandi og það er verkefni sem setja þarf í gang. Mikilvægast að öllu er þó að við stöndum saman. Andleg heilsa snýst um tilfinningar okkar og líðan. Garðabær er einstakt samfélag og hér er mannauður mikill. Innviðir eru góðir og hjá sveitarfélaginu starfar frábært starfsfólk sem hefur lagt mikið á sig. Sýnum samkennd og pössum hvert annað. Saman getum við gert stórkostlega hluti. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun