Skólastjórnendur upplifi bréf Arnars Þórs sem hótun Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. janúar 2022 20:15 Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. vísir/helena Skólastjórnendur upplifa kröfu varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að þeir verði kallaðir til ábyrgðar vegna bólusetninga barna, sem hótun, að sögn sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Um sé að ræða hræðsluáróður sem ekki eigi að taka mark á. Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi héraðsdómari sem nú er í forsvari fyrir samtökin Ábyrgð og frelsi, sendi skólastjórnendum bréf í vikunni þar sem hann gagnrýnir bólusetningar barna. Hann segir í bréfinu að starfsfólk skóla megi ekki taka þátt í að börn séu gerð að ógn og að ekki megi firra sig ábyrgð með vísan til fákunnáttu. Bólusetningar stríði gegn siðareglum kennara og viðtakendur beðnir um að undirrita bréfið með vísan til faglegrar og siðferðislegrar ábyrgðar sinnar í þessu samhengi, líkt og það er orðað í bréfinu. Ómaklegt að beina þessu að stjórnendum „Ég veit að margir stjórnendur upplifa þetta sem hótun til sín og ég hefði talið öllu nær að beina sjónum að þeim sem bera ábyrgð og taka þessar ákvarðanir,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Það séu heilbrigðisyfirvöld, heilsugæsla og sveitarstjórnir sem ákveði hvort og hvar bólusetningar barna fari fram en ekki skólastjórnendur eða starfsfólk skólanna. Þarna sé að ákveðnu leyti um hræðsluáróður að ræða. „Mér finnst þetta ómaklega gert að beina spjótum að okkar ágætu stjórnendum sem svo sannarlega hafa staðið i ströngu núna á öllu Covid-tímabilinu og þurfa að fá þessa sendingu til viðbótar,“ segir Helgi. Skólastarfsmenn beri ekki ábyrgðina Arnar Þór segir í bréfi sínu að bóluefnin séu ekki fullrannsökuð og að börn eigi að njóta vafans. Helgi segir að engar ákvarðanir séu teknar nema með öll gögn til hliðsjónar. „Þungamiðjan í hinni vísindalegu aðferð er efinn. Og menn stökkva ekki af stað fyrr en búið að rannsaka og rannsaka aftur. Þórólfur hefur verið sérstaklega varkár með þetta, varkár í yfirlýsingum þangað til hann er búinn að safna niðurstöðum rannsóknar víða að og þar til hann tekur ákvörðun og kemur með sínar tillögur. Það má ekki gleyma því að það eru vísindin þarna að baki,“ segir Helgi. Sérðu einhverja ástæðu til að bregðast við þessu? „Mín áskorun til stjórnenda er bara að munið að það eru sveitarstjórnirnar sem bera ábyrgð á þessu og heilbrigðisyfirvöld, ekki þið,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Veltu upp ábyrgð kennara á bólusetningu barna í löngu bréfi Varaþingmaðurinn og lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson sendi langt opið bréf fyrir hönd samtakanna Ábyrgð og frelsi þar sem kennarar, meðal annarra, voru spurðir hvort þeir vildu bera ábyrgð á bólusetningu grunnskólabarna ef allt færi á versta veg. 8. janúar 2022 13:17 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi héraðsdómari sem nú er í forsvari fyrir samtökin Ábyrgð og frelsi, sendi skólastjórnendum bréf í vikunni þar sem hann gagnrýnir bólusetningar barna. Hann segir í bréfinu að starfsfólk skóla megi ekki taka þátt í að börn séu gerð að ógn og að ekki megi firra sig ábyrgð með vísan til fákunnáttu. Bólusetningar stríði gegn siðareglum kennara og viðtakendur beðnir um að undirrita bréfið með vísan til faglegrar og siðferðislegrar ábyrgðar sinnar í þessu samhengi, líkt og það er orðað í bréfinu. Ómaklegt að beina þessu að stjórnendum „Ég veit að margir stjórnendur upplifa þetta sem hótun til sín og ég hefði talið öllu nær að beina sjónum að þeim sem bera ábyrgð og taka þessar ákvarðanir,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Það séu heilbrigðisyfirvöld, heilsugæsla og sveitarstjórnir sem ákveði hvort og hvar bólusetningar barna fari fram en ekki skólastjórnendur eða starfsfólk skólanna. Þarna sé að ákveðnu leyti um hræðsluáróður að ræða. „Mér finnst þetta ómaklega gert að beina spjótum að okkar ágætu stjórnendum sem svo sannarlega hafa staðið i ströngu núna á öllu Covid-tímabilinu og þurfa að fá þessa sendingu til viðbótar,“ segir Helgi. Skólastarfsmenn beri ekki ábyrgðina Arnar Þór segir í bréfi sínu að bóluefnin séu ekki fullrannsökuð og að börn eigi að njóta vafans. Helgi segir að engar ákvarðanir séu teknar nema með öll gögn til hliðsjónar. „Þungamiðjan í hinni vísindalegu aðferð er efinn. Og menn stökkva ekki af stað fyrr en búið að rannsaka og rannsaka aftur. Þórólfur hefur verið sérstaklega varkár með þetta, varkár í yfirlýsingum þangað til hann er búinn að safna niðurstöðum rannsóknar víða að og þar til hann tekur ákvörðun og kemur með sínar tillögur. Það má ekki gleyma því að það eru vísindin þarna að baki,“ segir Helgi. Sérðu einhverja ástæðu til að bregðast við þessu? „Mín áskorun til stjórnenda er bara að munið að það eru sveitarstjórnirnar sem bera ábyrgð á þessu og heilbrigðisyfirvöld, ekki þið,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Veltu upp ábyrgð kennara á bólusetningu barna í löngu bréfi Varaþingmaðurinn og lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson sendi langt opið bréf fyrir hönd samtakanna Ábyrgð og frelsi þar sem kennarar, meðal annarra, voru spurðir hvort þeir vildu bera ábyrgð á bólusetningu grunnskólabarna ef allt færi á versta veg. 8. janúar 2022 13:17 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Veltu upp ábyrgð kennara á bólusetningu barna í löngu bréfi Varaþingmaðurinn og lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson sendi langt opið bréf fyrir hönd samtakanna Ábyrgð og frelsi þar sem kennarar, meðal annarra, voru spurðir hvort þeir vildu bera ábyrgð á bólusetningu grunnskólabarna ef allt færi á versta veg. 8. janúar 2022 13:17