Skýrslur teknar af um tuttugu börnum vegna manns sem grunaður er um fjölmörg brot Eiður Þór Árnason skrifar 7. janúar 2022 14:08 Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu, bæði hér á landi og erlendis. Vísir Búið er að framlengja gæsluvarðhald yfir karlmanni á sjötugsaldri sem grunaður er um fjölmörg brot gegn börnum. Féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á kröfu lögreglunnar um að það yrði framlengt um fjórar vikur. Maðurinn var upphaflega dæmdur í fjögurra vikna gæsluvarðhald í desember og rann það út í gær. Þetta staðfestir Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá úrskurðinum. Ævar segir að rannsóknin sé umfangsmikil og miði vel áfram. Rúmlega 40 hafi mætt í skýrslutöku hjá lögreglu vegna málsins og um helmingur þeirra séu börn. Grunaður um að hafa sent ellefu ára barni klámfengin skilaboð Maðurinn er grunaður um fjölmörg blygðunarsemisbrot gegn börnum og barnaverndarlagabrot. Landsréttur staðfesti í desember fyrri gæsluvarðhaldsúrskurðinn en í dómnum kemur fram að lögregla hafi 22 mál til rannsóknar sem tengjast manninum. Unnið væri að því að afla frekari gagna vegna rannsóknar málanna. Hann er grunaður um að hafa sent börnum á aldrinum ellefu til sextán ára ýmist klámfengin skilaboð og/eða myndir af kynferðislegum toga í gegnum samskiptaforritið Snapchat. Í nokkrum málum er hann einnig grunaður um að hafa reynt að fá börnin til að hitta sig en hann er meðal annars grunaður um að hafa reynt að mæla sér mót við ellefu ára gamalt barn eftir að hafa sent því klámfengin skilaboð. Er það mat lögreglu að um sé að ræða afbrotahrinu sem nauðsynlegt sé að stöðva. Brotaferill mannsins hafi verið nánast samfelldur frá því í maí á þessu ári. Ítrekað brotið af sér eftir að honum var sleppt úr haldi Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða karlmann sem var handtekinn í sumar eftir að hafa sett sig í samband við fimm ólögráða stúlkur, viðhaft við þær kynferðislegt tal og reynt að fá þær til að hitta sig. Eftir að manninum var sleppt úr haldi er hann grunaður um að hafa ítrekað brotið af sér með sams konar hætti. Fréttastofa greindi frá því í júní að fjölmargar tilkynningar hefðu borist lögreglu frá foreldrum vegna mannsins. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu, bæði hér á landi og erlendis. Hann var einn af þeim sem reyndi að hitta 13 ára gamla tálbeitu í fréttaskýringaþættingum Kompás árið 2006. Lögreglumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Fjölmörg börn á aldrinum ellefu til sextán ára þolendur í máli mannsins Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni á sjötugsaldri sem grunaður er um fjölmörg blygðunarsemisbrot gegn börnum og barnaverndarlagabrot. Hann er meðal annars grunaður um að hafa reynt að mæla sér mót við ellefu ára gamalt barn eftir að hafa sent því klámfengin skilaboð. 15. desember 2021 14:06 Í gæsluvarðhald grunaður um fjölmörg brot gegn börnum Karlmaður á sjötugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald til 6. janúar, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 9. desember 2021 17:14 Maður á sjötugsaldri handtekinn fyrir að tæla ólögráða stúlkur Karlmaður á sjötugsaldri var handtekinn í síðustu viku eftir að hafa sett sig í samband við fimm ólögráða stúlkur, klæmst við þær og reynt að fá þær til að hitta sig. Eftir að manninum var sleppt úr haldi er hann grunaður um að hafa ítrekað brotið af sér með sams konar hætti. 9. júní 2021 18:50 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Þetta staðfestir Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá úrskurðinum. Ævar segir að rannsóknin sé umfangsmikil og miði vel áfram. Rúmlega 40 hafi mætt í skýrslutöku hjá lögreglu vegna málsins og um helmingur þeirra séu börn. Grunaður um að hafa sent ellefu ára barni klámfengin skilaboð Maðurinn er grunaður um fjölmörg blygðunarsemisbrot gegn börnum og barnaverndarlagabrot. Landsréttur staðfesti í desember fyrri gæsluvarðhaldsúrskurðinn en í dómnum kemur fram að lögregla hafi 22 mál til rannsóknar sem tengjast manninum. Unnið væri að því að afla frekari gagna vegna rannsóknar málanna. Hann er grunaður um að hafa sent börnum á aldrinum ellefu til sextán ára ýmist klámfengin skilaboð og/eða myndir af kynferðislegum toga í gegnum samskiptaforritið Snapchat. Í nokkrum málum er hann einnig grunaður um að hafa reynt að fá börnin til að hitta sig en hann er meðal annars grunaður um að hafa reynt að mæla sér mót við ellefu ára gamalt barn eftir að hafa sent því klámfengin skilaboð. Er það mat lögreglu að um sé að ræða afbrotahrinu sem nauðsynlegt sé að stöðva. Brotaferill mannsins hafi verið nánast samfelldur frá því í maí á þessu ári. Ítrekað brotið af sér eftir að honum var sleppt úr haldi Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða karlmann sem var handtekinn í sumar eftir að hafa sett sig í samband við fimm ólögráða stúlkur, viðhaft við þær kynferðislegt tal og reynt að fá þær til að hitta sig. Eftir að manninum var sleppt úr haldi er hann grunaður um að hafa ítrekað brotið af sér með sams konar hætti. Fréttastofa greindi frá því í júní að fjölmargar tilkynningar hefðu borist lögreglu frá foreldrum vegna mannsins. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu, bæði hér á landi og erlendis. Hann var einn af þeim sem reyndi að hitta 13 ára gamla tálbeitu í fréttaskýringaþættingum Kompás árið 2006.
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Fjölmörg börn á aldrinum ellefu til sextán ára þolendur í máli mannsins Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni á sjötugsaldri sem grunaður er um fjölmörg blygðunarsemisbrot gegn börnum og barnaverndarlagabrot. Hann er meðal annars grunaður um að hafa reynt að mæla sér mót við ellefu ára gamalt barn eftir að hafa sent því klámfengin skilaboð. 15. desember 2021 14:06 Í gæsluvarðhald grunaður um fjölmörg brot gegn börnum Karlmaður á sjötugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald til 6. janúar, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 9. desember 2021 17:14 Maður á sjötugsaldri handtekinn fyrir að tæla ólögráða stúlkur Karlmaður á sjötugsaldri var handtekinn í síðustu viku eftir að hafa sett sig í samband við fimm ólögráða stúlkur, klæmst við þær og reynt að fá þær til að hitta sig. Eftir að manninum var sleppt úr haldi er hann grunaður um að hafa ítrekað brotið af sér með sams konar hætti. 9. júní 2021 18:50 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Fjölmörg börn á aldrinum ellefu til sextán ára þolendur í máli mannsins Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni á sjötugsaldri sem grunaður er um fjölmörg blygðunarsemisbrot gegn börnum og barnaverndarlagabrot. Hann er meðal annars grunaður um að hafa reynt að mæla sér mót við ellefu ára gamalt barn eftir að hafa sent því klámfengin skilaboð. 15. desember 2021 14:06
Í gæsluvarðhald grunaður um fjölmörg brot gegn börnum Karlmaður á sjötugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald til 6. janúar, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 9. desember 2021 17:14
Maður á sjötugsaldri handtekinn fyrir að tæla ólögráða stúlkur Karlmaður á sjötugsaldri var handtekinn í síðustu viku eftir að hafa sett sig í samband við fimm ólögráða stúlkur, klæmst við þær og reynt að fá þær til að hitta sig. Eftir að manninum var sleppt úr haldi er hann grunaður um að hafa ítrekað brotið af sér með sams konar hætti. 9. júní 2021 18:50