Ef það er eitt sem við getum verið án ... Ragnar Þór Pétursson skrifar 7. janúar 2022 13:00 Á dimmasta degi ársins hér á norðurhveli birtu Alþjóðasamtök kennara ákall vegna stöðu skólamála á suðurhveli Jarðar á tímum heimsfaraldurs. Randi Weingarten og Mugwena Malulekehófu grein sína á vef kennarasamtakanna á orðunum: „Ef það er eitt sem sem við getum alveg verið án eftirleiðis þá eru það biðlistar í líkbrennsluofna.“ Í greininni er bent hve veruleiki fólks í heimsfaraldri sé gríðarlega ólíkur eftir heimshlutum. Bjargir gegn vánni séu allt aðrar í ríkum og meðalríkum löndum en í fátækum löndum. Nú, þegar börn efnameira fólks í heiminum snúa til baka í skólana sína, finnast svæði í Suður-Afríku þar sem börn geta mest mætt í skólann fjórum sinnum í mánuði. Innviðir menntakerfa fátækra landa koma víða í veg fyrir að hægt sé að starfrækja skóla og vandinn verður dýpri vegna þess hve lítill hluti bóluefna ratar í hendur heilbrigðisstarfsfólks í hinum fátækari heimshlutum. Kórónuveirufaraldurinn er hvorki fyrsta né síðasta heilsufarsváin sem alþjóðasamfélagið glímir við. Bólusótt var útrýmt og lömunarveiki er á sömu leið. Veirur, gerlar og aðrar sóttkveikjur eru yfirleitt þess eðlis að þær gera ekki mannamun. Raunhæfar og langvarandi varnir gegn sjúkdómum gera það ekki heldur. Á Íslandi hefur heilmikið verið rætt um mikilvægi þess að halda uppi eðlilegu skólastarfi og verja börn fyrir skaðlegum áhrifum heimsfaraldurs. Það eru forréttindi að vera barn í íslensku samfélagi á tímum sem þessum. Skólastarf hefur hér einkennst af minni röskunum en nokkurs staðar á byggðu bóli síðustu tvö ár. Alþjóðlegar áskoranir krefjast alþjóðlegar samstöðu og stuðnings. Alvöru vandamál gera kröfu um alvöru lausnir. Mannkynssagan er á öllum tímum stráð dæmum um samfélög sem tekið hafa á raunverulegum áskorunum með dýpkuðum hugmyndafræðilegum ágreiningi, ofsóknum, ofbeldi og kúgun. Í samfélagi okkar, og um allan heim, er fólk á lífi sem þekkir af eigin raun hvað það er að tilheyra samfélagi sem sundrar sjálfum sér í heift og hatri. Án mannúðar og menntunar eru framfarir útilokaðar. Framfarir eru grundvallarforsenda friðar. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur þegar aukið bilið milli ríkra og fátækra í heiminum. Þar er einna alvarlegast að heil kynslóð barna hefur þegar farið á mis við tækifæri menntunarinnar. Án menntunar stendur þessi kynslóð berskjölduð gagnvart harðnandi áskorunum heimsins. Á þrengingartímum er eðlilegt að líta sér nær og huga að því sem stendur manni næst. Til lengri tíma er víðsýnin þó eina vörnin gegn þrengingum. Við erum að skrifa okkar kafla í mannkynssögunni nú. Við ættum að reyna að skilja þannig við þá sögu að við getum leyft okkur að vera dálítið stolt. Til þess eigum við töluvert af skrifunum eftir. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Ragnar Þór Pétursson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Sjá meira
Á dimmasta degi ársins hér á norðurhveli birtu Alþjóðasamtök kennara ákall vegna stöðu skólamála á suðurhveli Jarðar á tímum heimsfaraldurs. Randi Weingarten og Mugwena Malulekehófu grein sína á vef kennarasamtakanna á orðunum: „Ef það er eitt sem sem við getum alveg verið án eftirleiðis þá eru það biðlistar í líkbrennsluofna.“ Í greininni er bent hve veruleiki fólks í heimsfaraldri sé gríðarlega ólíkur eftir heimshlutum. Bjargir gegn vánni séu allt aðrar í ríkum og meðalríkum löndum en í fátækum löndum. Nú, þegar börn efnameira fólks í heiminum snúa til baka í skólana sína, finnast svæði í Suður-Afríku þar sem börn geta mest mætt í skólann fjórum sinnum í mánuði. Innviðir menntakerfa fátækra landa koma víða í veg fyrir að hægt sé að starfrækja skóla og vandinn verður dýpri vegna þess hve lítill hluti bóluefna ratar í hendur heilbrigðisstarfsfólks í hinum fátækari heimshlutum. Kórónuveirufaraldurinn er hvorki fyrsta né síðasta heilsufarsváin sem alþjóðasamfélagið glímir við. Bólusótt var útrýmt og lömunarveiki er á sömu leið. Veirur, gerlar og aðrar sóttkveikjur eru yfirleitt þess eðlis að þær gera ekki mannamun. Raunhæfar og langvarandi varnir gegn sjúkdómum gera það ekki heldur. Á Íslandi hefur heilmikið verið rætt um mikilvægi þess að halda uppi eðlilegu skólastarfi og verja börn fyrir skaðlegum áhrifum heimsfaraldurs. Það eru forréttindi að vera barn í íslensku samfélagi á tímum sem þessum. Skólastarf hefur hér einkennst af minni röskunum en nokkurs staðar á byggðu bóli síðustu tvö ár. Alþjóðlegar áskoranir krefjast alþjóðlegar samstöðu og stuðnings. Alvöru vandamál gera kröfu um alvöru lausnir. Mannkynssagan er á öllum tímum stráð dæmum um samfélög sem tekið hafa á raunverulegum áskorunum með dýpkuðum hugmyndafræðilegum ágreiningi, ofsóknum, ofbeldi og kúgun. Í samfélagi okkar, og um allan heim, er fólk á lífi sem þekkir af eigin raun hvað það er að tilheyra samfélagi sem sundrar sjálfum sér í heift og hatri. Án mannúðar og menntunar eru framfarir útilokaðar. Framfarir eru grundvallarforsenda friðar. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur þegar aukið bilið milli ríkra og fátækra í heiminum. Þar er einna alvarlegast að heil kynslóð barna hefur þegar farið á mis við tækifæri menntunarinnar. Án menntunar stendur þessi kynslóð berskjölduð gagnvart harðnandi áskorunum heimsins. Á þrengingartímum er eðlilegt að líta sér nær og huga að því sem stendur manni næst. Til lengri tíma er víðsýnin þó eina vörnin gegn þrengingum. Við erum að skrifa okkar kafla í mannkynssögunni nú. Við ættum að reyna að skilja þannig við þá sögu að við getum leyft okkur að vera dálítið stolt. Til þess eigum við töluvert af skrifunum eftir. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun