Undanþága Djokovic veldur reiði: „Höfum verið höfð að fíflum“ Sindri Sverrisson skrifar 5. janúar 2022 09:31 Novak Djokovic vann þrjú risamót á síðasta ári og er fremsti tennisspilari heims. Getty/Oscar Gonzalez Ástralir eru bæði reiðir og undrandi yfir því að tennisstjarnan Novak Djokovic hafi fengið undanþágu til að koma til landsins og spila á opna ástralska mótinu sem hefst í Melbourne 17. janúar. Þetta segir ástralski miðillinn ABC News. Djokovic hefur ekki viljað gefa upp hvort hann sé bólusettur gegn kórónuveirunni og því þótti ólíklegt að hann yrði með á mótinu. Í gær greindi Serbinn frá því á samfélagsmiðlum að hann hefði fengið undanþágu til að keppa. Mótshaldarar og stjórnvöld í Viktoríufylki, þar sem mótið fer fram, staðfestu í gær að Djokovic yrði með og fullyrtu að hann væri með „raunverulegt sjúkdómsástand sem uppfyllti skilyrði fyrir undanþágu“. Ýmsir heimamenn hafa furðað sig á þessu, meðal annars Kevin Bartlett sem er goðsögn í áströlskum fótbolta. „Novak Djokovic er besti tenniskappi sögunnar. Gleymið Laver, Agassi, Federer, Sampras, Nadal, McEnroe, Connors og Borg því Novak hefur unnið 20 risatitla, 87 titla til viðbótar og þénað milljarða dollara án þess að við vissum að hann glímdi við sjúkdómsvandamál. Við höfum verið höfð að fíflum,“ skrifaði Bartlett á Twitter. Tennisskríbentinn Ben Rothenberg birti reglur ástralskra stjórnvalda um undanþágur og sagði ljóst að undanþága Djokovic vekti upp spurningar um hvort hún væri réttmæt. Though we now know that Djokovic plans to play the #AusOpen, there will still be considerable speculation about the legitimacy of his exemption.What acute major medical condition, as listed here by Australian authorities, could a healthy #1-ranked athlete have? pic.twitter.com/Qe12SWTMJo— Ben Rothenberg (@BenRothenberg) January 4, 2022 „Hvaða „bráðasjúkdómsástand“, eins og áströlsk stjórnvöld nefna á sínum lista, gæti heilbrigður, efsti maður heimslista í íþrótt, verið með?“ spurði Rothenberg. „Ef að hann neitar að fá bólusetningu þá á hann ekki að fá að koma hingað“ „Þetta er mjög athyglisvert. Ég ætla ekki að segja fleira,“ sagði ástralski tennisspilarinn Alex de Minaur, spurður út í málið á blaðamannafundi. Jamie Murray, eldri bróðir Andy Murray, gaf í skyn að Djokovic fengi sérmeðferð: „Ég held að ef það væri ég sem væri ekki bólusettur þá myndi ég ekki fá undanþágu… en vel gert hjá honum að fá leyfi til að koma til Ástralíu og keppa,“ sagði Murray. „Þegar allt kemur til alls þá verður maður að treysta því að það sé góð ástæða fyrir því að hann fékk undanþágu vegna sjúkdómsástands,“ sagði Murray. Stephen Parnis, læknir á bráðamóttöku í Viktoríufylki, sagði um skelfileg skilaboð að ræða til þeirra sem reyndu að hefta útbreiðslu Covid-19. „Mér er alveg sama hversu góður tennisspilari hann er. Ef að hann neitar að fá bólusetningu þá á hann ekki að fá að koma hingað. Ef að það er satt að hann hafi fengið undanþágu þá eru það hræðileg skilaboð til milljóna manns sem reyna að minnka hættuna af Covid-19 gagnvart sér og öðrum. Bólusetning sýnir virðingu gagnvart öðrum, Novak,“ skrifaði Parnis. Tennis Ástralía Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Fleiri fréttir Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sjá meira
Þetta segir ástralski miðillinn ABC News. Djokovic hefur ekki viljað gefa upp hvort hann sé bólusettur gegn kórónuveirunni og því þótti ólíklegt að hann yrði með á mótinu. Í gær greindi Serbinn frá því á samfélagsmiðlum að hann hefði fengið undanþágu til að keppa. Mótshaldarar og stjórnvöld í Viktoríufylki, þar sem mótið fer fram, staðfestu í gær að Djokovic yrði með og fullyrtu að hann væri með „raunverulegt sjúkdómsástand sem uppfyllti skilyrði fyrir undanþágu“. Ýmsir heimamenn hafa furðað sig á þessu, meðal annars Kevin Bartlett sem er goðsögn í áströlskum fótbolta. „Novak Djokovic er besti tenniskappi sögunnar. Gleymið Laver, Agassi, Federer, Sampras, Nadal, McEnroe, Connors og Borg því Novak hefur unnið 20 risatitla, 87 titla til viðbótar og þénað milljarða dollara án þess að við vissum að hann glímdi við sjúkdómsvandamál. Við höfum verið höfð að fíflum,“ skrifaði Bartlett á Twitter. Tennisskríbentinn Ben Rothenberg birti reglur ástralskra stjórnvalda um undanþágur og sagði ljóst að undanþága Djokovic vekti upp spurningar um hvort hún væri réttmæt. Though we now know that Djokovic plans to play the #AusOpen, there will still be considerable speculation about the legitimacy of his exemption.What acute major medical condition, as listed here by Australian authorities, could a healthy #1-ranked athlete have? pic.twitter.com/Qe12SWTMJo— Ben Rothenberg (@BenRothenberg) January 4, 2022 „Hvaða „bráðasjúkdómsástand“, eins og áströlsk stjórnvöld nefna á sínum lista, gæti heilbrigður, efsti maður heimslista í íþrótt, verið með?“ spurði Rothenberg. „Ef að hann neitar að fá bólusetningu þá á hann ekki að fá að koma hingað“ „Þetta er mjög athyglisvert. Ég ætla ekki að segja fleira,“ sagði ástralski tennisspilarinn Alex de Minaur, spurður út í málið á blaðamannafundi. Jamie Murray, eldri bróðir Andy Murray, gaf í skyn að Djokovic fengi sérmeðferð: „Ég held að ef það væri ég sem væri ekki bólusettur þá myndi ég ekki fá undanþágu… en vel gert hjá honum að fá leyfi til að koma til Ástralíu og keppa,“ sagði Murray. „Þegar allt kemur til alls þá verður maður að treysta því að það sé góð ástæða fyrir því að hann fékk undanþágu vegna sjúkdómsástands,“ sagði Murray. Stephen Parnis, læknir á bráðamóttöku í Viktoríufylki, sagði um skelfileg skilaboð að ræða til þeirra sem reyndu að hefta útbreiðslu Covid-19. „Mér er alveg sama hversu góður tennisspilari hann er. Ef að hann neitar að fá bólusetningu þá á hann ekki að fá að koma hingað. Ef að það er satt að hann hafi fengið undanþágu þá eru það hræðileg skilaboð til milljóna manns sem reyna að minnka hættuna af Covid-19 gagnvart sér og öðrum. Bólusetning sýnir virðingu gagnvart öðrum, Novak,“ skrifaði Parnis.
Tennis Ástralía Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Fleiri fréttir Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sjá meira