Baráttu Gæslunnar við vindmylluna lokið Tryggvi Páll Tryggvason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 4. janúar 2022 19:47 Vindmyllan féll með braki og brestum. Vísir Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. Ásgeir Guðjónsson, sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni, stóð vaktina í átta klukkutíma í nístingskulda þegar önnur tveggja vindmylla var sprengd niður í dag. Hér að neðan má sjá viðtal við hann sem tekið var eftir að verkefni dagsins var lokið. Vindmyllan skemmdist í bruna í miklu roki á nýársdag og ákveðið var að fá sprengjusveitina til að fella hana niður. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Hábæs, eiganda vindmyllunnar sagði það nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að hún ylli skaða. Fljótlega kom þó í ljós að um mikla aðgerð yrði að ræða. Í fyrsta lagi var vindmyllan mikið mannvirki, sextíu metrar á hæð og fleiri tugir tonna. Eftir að aðgerðir hófust á vettvangi kom einnig í ljós að undirstöður hennar væru nokkuð styrkar. Fyrsta hleðslan var sprengd rétt fyrir klukkan tvö í dag undur vökulum augum sérfræðinga Landhelgisgæslunnar, lögreglu og slökkviliðs sem gættu öryggis á staðnum. Niður vildi myllan þó ekki. Þá var ekkert um annað að ræða en að reyna aftur og í tilraun tvö var meira magni af sprengiefni hlaðið á vindmylluna. En, allt kom fyrir ekki. Eftir sprengingu númer þrjú mynduðust göt á vindmylluna og bundu menn vonir við það að hleðsla númer þrjú, sem sprengd var um klukkan hálf fimm, myndu ná myllunni niður. Sagan endurtók sig hins vegar. Fjölmargir fylgdust með beinni útsendingu Vísis frá vettvangi og gerðu netverjar óspart grín að þrjósku vindmyllunnar. Fjórða tilraunin var reynd um klukkan hálf fimm en eins og áður haggaðist vindmylland ekki. Sérfræðingar Gæslunnar eyddu ekki miklum tíma í að meta aðstæður eftir það og hlóðu strax í sprengju númer fimm sem var sprengd klukkan sex. Allt kom fyrir ekki, myllan stóð enn. Á þessum tímapunkti mátti sjá að myllan hékk á stálbút og bundu menn því miklar vonir við að sjötta hleðslan myndi ná að klára verkið. Töluverð bið var þó á því þar sem sækja þurfti fleiri hleðslur til Reykjavíkur. Menn á vegum Gæslunnar brunuðu með meira sprengiefni á staðinn og rétt eftir klukkan hálf sjö var sjötta hleðslan sprengd. Sjötta sprengjan dugði til og fékk vindmyllan löturhægt niður til jarðar með töluverðum brestum. Löngum vinnudegi lokið hjá þeim sem komu að aðgerðum.
Ásgeir Guðjónsson, sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni, stóð vaktina í átta klukkutíma í nístingskulda þegar önnur tveggja vindmylla var sprengd niður í dag. Hér að neðan má sjá viðtal við hann sem tekið var eftir að verkefni dagsins var lokið. Vindmyllan skemmdist í bruna í miklu roki á nýársdag og ákveðið var að fá sprengjusveitina til að fella hana niður. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Hábæs, eiganda vindmyllunnar sagði það nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að hún ylli skaða. Fljótlega kom þó í ljós að um mikla aðgerð yrði að ræða. Í fyrsta lagi var vindmyllan mikið mannvirki, sextíu metrar á hæð og fleiri tugir tonna. Eftir að aðgerðir hófust á vettvangi kom einnig í ljós að undirstöður hennar væru nokkuð styrkar. Fyrsta hleðslan var sprengd rétt fyrir klukkan tvö í dag undur vökulum augum sérfræðinga Landhelgisgæslunnar, lögreglu og slökkviliðs sem gættu öryggis á staðnum. Niður vildi myllan þó ekki. Þá var ekkert um annað að ræða en að reyna aftur og í tilraun tvö var meira magni af sprengiefni hlaðið á vindmylluna. En, allt kom fyrir ekki. Eftir sprengingu númer þrjú mynduðust göt á vindmylluna og bundu menn vonir við það að hleðsla númer þrjú, sem sprengd var um klukkan hálf fimm, myndu ná myllunni niður. Sagan endurtók sig hins vegar. Fjölmargir fylgdust með beinni útsendingu Vísis frá vettvangi og gerðu netverjar óspart grín að þrjósku vindmyllunnar. Fjórða tilraunin var reynd um klukkan hálf fimm en eins og áður haggaðist vindmylland ekki. Sérfræðingar Gæslunnar eyddu ekki miklum tíma í að meta aðstæður eftir það og hlóðu strax í sprengju númer fimm sem var sprengd klukkan sex. Allt kom fyrir ekki, myllan stóð enn. Á þessum tímapunkti mátti sjá að myllan hékk á stálbút og bundu menn því miklar vonir við að sjötta hleðslan myndi ná að klára verkið. Töluverð bið var þó á því þar sem sækja þurfti fleiri hleðslur til Reykjavíkur. Menn á vegum Gæslunnar brunuðu með meira sprengiefni á staðinn og rétt eftir klukkan hálf sjö var sjötta hleðslan sprengd. Sjötta sprengjan dugði til og fékk vindmyllan löturhægt niður til jarðar með töluverðum brestum. Löngum vinnudegi lokið hjá þeim sem komu að aðgerðum.
Landhelgisgæslan Rangárþing ytra Slökkvilið Lögreglumál Vindmyllur í Þykkvabæ Tengdar fréttir „Það er mjög seigt í turninum“ Það hefur reynst mun erfiðara en reiknað var með að fella vindmylluna í Þykkvabæ. Eftir fimm tilraunir sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er nú beðið eftir fleiri hleðslum frá Reykjavík. 4. janúar 2022 19:03 Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16 Bein útsending: Vindmyllan í Þykkvabæ sprengd Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar stefnir á að sprengja upp úr hádegi vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Sprengingin verður í beinni útsendingu á Vísi. 4. janúar 2022 11:51 Vindmyllan í Þykkvabæ brann á nýársdag Önnur vindmyllanna sem stendur við Þykkvabæ brann í gær. Þær hafa nú báðar eyðilagst í eldi en hin brann sumarið 2017. 2. janúar 2022 13:05 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
„Það er mjög seigt í turninum“ Það hefur reynst mun erfiðara en reiknað var með að fella vindmylluna í Þykkvabæ. Eftir fimm tilraunir sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er nú beðið eftir fleiri hleðslum frá Reykjavík. 4. janúar 2022 19:03
Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16
Bein útsending: Vindmyllan í Þykkvabæ sprengd Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar stefnir á að sprengja upp úr hádegi vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Sprengingin verður í beinni útsendingu á Vísi. 4. janúar 2022 11:51
Vindmyllan í Þykkvabæ brann á nýársdag Önnur vindmyllanna sem stendur við Þykkvabæ brann í gær. Þær hafa nú báðar eyðilagst í eldi en hin brann sumarið 2017. 2. janúar 2022 13:05