Fimm góð ráð til að ná markmiðunum okkar árið 2022 Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. janúar 2022 07:01 Ingrid Kuhlman gefur okkur góð ráð til að auka líkurnar á því að við náum markmiðum okkar árið 2022. Til dæmis hvernig við getum byrjað að hreyfa okkur reglulega ef það er eitthvað sem við hingað til höfum sjaldnast náð að halda út. Vísir/Vilhelm Við þekkjum þetta flest; um áramót lítum við yfir farinn veg, fyllumst bjartsýni og setjum okkur markmið fyrir gott og spennandi nýtt ár. Hversu margir ætli það séu til dæmis, sem eru að taka fyrsta daginn sinn í megrun í dag? Að setja sér markmið um áramót er reyndar kjörinn tímapunktur. Það fyrsta sem við þurfum þó að gera er að velta því fyrir okkur: Hverju viljum við breyta? Til mikils er að vinna því þegar við náum góðum árangri, líður okkur vel sem aftur skilar sér í því að við erum enn betri í öllu því sem við gerum, hvort heldur sem er heima fyrir eða í vinnu. Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar, er með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Við fengum Ingrid til að leiða okkur í gegnum nokkur góð ráð, sem gera okkur líklegri til að ná markmiðum okkar. Það getur nefnilega verið ýmislegt hjá okkur, sem gerir það að verkum að við erum ekki að ná þeim. Til dæmis þegar við ætlum að breyta einhverri hegðun okkar, en endum með að breyta engu og verðum svolítið svekkt út í okkur sjálf fyrir vikið. Ingrid segir margt koma til sem skýrir þetta út. Til dæmis það að okkur vanti hvata eða ábyrgðartilfinningu gagnvart því sem við ætlum okkur. Þreyta og streita getur heft okkur og eins þetta sem við þekkjum öll: Að standast ekki freistingar. En hvernig væri að takast á við markmið ársins með öðru hugarfari en áður og byrja strax í dag? Eitt af góðu ráðum Ingridar er að skipta út óæskilegri hegðun fyrir æskilega hegðun. Sem dæmi mætti nefna ef við drekkum áfengi eftir vinnu til að slaka á, þá kallast það að skipta yfir í æskilega hegðun ef við gerum eittvað í staðinn sem gefur okkur sömu slökun: Það gæti verið eitthvað eins og að fara í göngutúr með hundinn, gera teygjuæfingar, stunda hugleiðslu eða fara í heitt bað. Vísir/Vilhelm Góðu ráðin Hér eru nokkur hagnýt skref frá Ingrid, sem geta hjálpað okkur að gera raunhæfa áætlun um breytta hegðun. 1. Finndu persónulega ástæðu fyrir breyttri hegðun Þú ert líklegri til að taka upp nýja hegðun ef þú hefur marktæka persónulega ástæðu. Ef þú hefur ekki hreyft þig í langan tíma, eða hefur ekki sérstaklega gaman af hvers konar hreyfingu, hefur þú hugsanlega reynt að sannfæra þig um að þér muni líða rosalega vel eftir æfingu. Þessi aðferð virkar kannski fyrir fólk sem hefur mikla áhugahvöt til hreyfingar, en ef hreyfing veitir þér ekki ánægju munu þessi rök ekki vera nógu sannfærandi til að koma þér í ræktina. Í staðinn skaltu íhuga persónulegt gildi þess að hreyfa þig. Hreyfing gæti til dæmis hjálpað þér við að sofa betur, bæta heilsu þína eða verja meiri tíma með vinum þínum. 2. Settu þér sértæk markmið Þó að áform um að sinna áhugamálum betur, gefa sér meiri tíma fyrir sjálfan þig eða koma meiru í verk séu góð byrjun, ert þú líklegri til að ná árangri þegar þú setur þér sértæk og framkvæmanleg markmið um að „mæta í bókaklúbbinn á miðvikudagskvöldum“, „stunda daglega skapandi skrif í 30 mínútur“ eða „svara tölvupóstum strax eftir hádegismatinn“. Þegar markmiðið innifelur vel skilgreinda hegðun verður auðveldara að muna, framkvæma og halda utan um framfarirnar. 3. Taktu lítil en mikilvæg skref í einu Þegar kemur að hegðunarbreytingu er góð regla að taka lítil skref í einu í stað þess að setja sér of háleit markmið. Ef þú ætlar að drekka meira vatn getur markmið um að drekka tvo lítra á dag verið of metnaðarfullt og leitt til þess að þú efist um árangurinn og gefist jafnvel upp. Í stað þess væri raunhæfara að ákveða að drekka vatnsglas eftir að þú ferð á fætur og síðan með hverri máltíð. Síðan getur þú aukið skammtinn smám saman. 4. Skiptu út óæskilegri hegðun fyrir æskilega hegðun Ef þú ákveður að gera minna af einhverju sem hefur verið reglulegur hluti af lífi þínu, eins og að minnka snarl milli mála, verja minni tíma á samfélagsmiðlum eða horfa minna á sjónvarpið, er líklegt að sú hegðunarbreyting fylgi tilfinningu um skort. Löngunin til að sækja í sama farið getur þá verið sterk. Fólk sem fylgir lágkolvetnamataræði getur sem dæmi upplifað að löngunin í sterkju og sykur verður það mikil að það ákveður að víkja frá matarplaninu og fær sér pizzu. Góð leið til að draga úr líkum á því að þú upplifir tilfinningalegan skort er að einblína á það sem þú ætlar að gera. Í stað þess að „taka færri síðdegislúra“, „borða minna ruslfæði“ eða „horfa ekki á sjónvarpið fyrir svefninn“ er hægt að setja sér sem markmið að „fara í göngutúr eftir hádegismatinn“, „borða vænan skammt af grænmeti með kvöldmatnum“ og „lesa fyrir svefninn“. Til að skipta út óæskilegri hegðun er gott að finna staðgengil sem þjónar svipuðum tilgangi. Ef þú drekkur sem dæmi áfengi eftir vinnu í þeim tilgangi að slaka á gætirðu ákveðið að fara frekar í göngutúr með hundinn, gera teygjuæfingar, stunda hugleiðslu eða fara í heitt bað. Þessar athafnir geta veitt þér svipaða slökun. 5. Veltu fyrir þér gagnlegum viðbrögðum við mótlæti Hegðunarbreytingar geta verið erfiðar og skapað neikvæðar hugsanir og tilfinningar. Hugsanir eins og „þetta er of erfitt“ eða „ég mun aldrei ná þessu“ geta valdið pirringi og sjálfsgagnrýni. Líklegt er að hindranir verði á vegi þínum og því er mikilvægt að sýna velvild í eigin garð og velta fyrir þér hvernig þú gætir brugðist við þeim. Hluti af því er að skoða hugsanir sínar. Ef þú lítur sem dæmi á mótlæti sem sönnun þess að það sé eitthvað að þér, að þú getir aldrei gert neitt rétt eða að hlutirnir muni aldrei lagast, er gott að athuga hvort hugsanir þínar og ályktanir gætu verið nákvæmari. Komu utanaðkomandi atriði eins og veikindi eða slys í veg fyrir breytingar? Hvað er að ganga vel í lífi þínu? Er mótlætið varanlegt eða tímabundið? Þegar þú hefur öðlast raunsæjan skilning á því sem gerðist er gott að gefa þér ráð. Hvað gæti gagnast þér í þessum aðstæðum? Svarið gæti verið að endurskoða áætlun þína, útrýma hindrunum, setja mörk eða biðja vin eða fjölskyldumeðlim um aðstoð. Gerðu það sem í þínu valdi stendur til að auka tilfinningu þína fyrir persónulegri stjórn og sannfæringu um að þú getir breytt hegðun þinni, leyst vandamál og stutt sjálfan þig. Þá verða þér allir vegir færir. Góðu ráðin Heilsa Tengdar fréttir Ósýnilega vinnan þín (sem er launalaus) Við getum bætt tímastjórnunina okkar verulega með því að verða meðvitaðri um í hverju skuggavinnan okkar felst alla daga. 29. október 2021 07:01 Þegar snobbaðir vinnufélagar fara í taugarnar á þér Það er með ólíkindum hvernig hugurinn getur fengið okkur til að eyða orku að óþörfu. Mjög oft þá að láta eitthvað í fari annarra fara óskaplega í taugarnar á okkur. Til dæmis þeirra snobb. 3. desember 2021 07:01 Stjórnendur þurfa að huga að starfsfólkinu en ekki aðeins hluthöfum og viðskiptavinum „Svo mánuðum skiptir hafa starfsmenn fylgt sé að baki stjórnendum og gert það sem gera þarf,“ segir Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie en bendir á að eftir tuttugu mánaða tímabil í heimsfaraldri, sé mikilvægt fyrir stjórnendur nú að skoða sambandið sitt við starfsfólk. 26. nóvember 2021 07:01 Lífið breyttist: Fékk ADHD greiningu 33 ára og faðir hans um sjötugt „Eins og allir vita þá er „normal“ ekki til. Ef allir væru eins þá væri líf okkar allra heldur snautt. Punktur,“ segir Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD samtakanna. 3. nóvember 2021 07:01 Þurfum að þjálfa og styrkja tilfinningavöðvann okkar Tilfinningaviðbrögðin okkar eru ekki hönnuð fyrir nútímann og þess vegna erum við oftar í dag að upplifa líðan eins og kvíða, depurð, áhyggjur, þunglyndi, svefnleysi og fleira. En við getum þjálfað okkur í andlegri heilsu, rétt eins og þeirri líkamlegu. 21. október 2021 07:00 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Sjá meira
Að setja sér markmið um áramót er reyndar kjörinn tímapunktur. Það fyrsta sem við þurfum þó að gera er að velta því fyrir okkur: Hverju viljum við breyta? Til mikils er að vinna því þegar við náum góðum árangri, líður okkur vel sem aftur skilar sér í því að við erum enn betri í öllu því sem við gerum, hvort heldur sem er heima fyrir eða í vinnu. Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar, er með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Við fengum Ingrid til að leiða okkur í gegnum nokkur góð ráð, sem gera okkur líklegri til að ná markmiðum okkar. Það getur nefnilega verið ýmislegt hjá okkur, sem gerir það að verkum að við erum ekki að ná þeim. Til dæmis þegar við ætlum að breyta einhverri hegðun okkar, en endum með að breyta engu og verðum svolítið svekkt út í okkur sjálf fyrir vikið. Ingrid segir margt koma til sem skýrir þetta út. Til dæmis það að okkur vanti hvata eða ábyrgðartilfinningu gagnvart því sem við ætlum okkur. Þreyta og streita getur heft okkur og eins þetta sem við þekkjum öll: Að standast ekki freistingar. En hvernig væri að takast á við markmið ársins með öðru hugarfari en áður og byrja strax í dag? Eitt af góðu ráðum Ingridar er að skipta út óæskilegri hegðun fyrir æskilega hegðun. Sem dæmi mætti nefna ef við drekkum áfengi eftir vinnu til að slaka á, þá kallast það að skipta yfir í æskilega hegðun ef við gerum eittvað í staðinn sem gefur okkur sömu slökun: Það gæti verið eitthvað eins og að fara í göngutúr með hundinn, gera teygjuæfingar, stunda hugleiðslu eða fara í heitt bað. Vísir/Vilhelm Góðu ráðin Hér eru nokkur hagnýt skref frá Ingrid, sem geta hjálpað okkur að gera raunhæfa áætlun um breytta hegðun. 1. Finndu persónulega ástæðu fyrir breyttri hegðun Þú ert líklegri til að taka upp nýja hegðun ef þú hefur marktæka persónulega ástæðu. Ef þú hefur ekki hreyft þig í langan tíma, eða hefur ekki sérstaklega gaman af hvers konar hreyfingu, hefur þú hugsanlega reynt að sannfæra þig um að þér muni líða rosalega vel eftir æfingu. Þessi aðferð virkar kannski fyrir fólk sem hefur mikla áhugahvöt til hreyfingar, en ef hreyfing veitir þér ekki ánægju munu þessi rök ekki vera nógu sannfærandi til að koma þér í ræktina. Í staðinn skaltu íhuga persónulegt gildi þess að hreyfa þig. Hreyfing gæti til dæmis hjálpað þér við að sofa betur, bæta heilsu þína eða verja meiri tíma með vinum þínum. 2. Settu þér sértæk markmið Þó að áform um að sinna áhugamálum betur, gefa sér meiri tíma fyrir sjálfan þig eða koma meiru í verk séu góð byrjun, ert þú líklegri til að ná árangri þegar þú setur þér sértæk og framkvæmanleg markmið um að „mæta í bókaklúbbinn á miðvikudagskvöldum“, „stunda daglega skapandi skrif í 30 mínútur“ eða „svara tölvupóstum strax eftir hádegismatinn“. Þegar markmiðið innifelur vel skilgreinda hegðun verður auðveldara að muna, framkvæma og halda utan um framfarirnar. 3. Taktu lítil en mikilvæg skref í einu Þegar kemur að hegðunarbreytingu er góð regla að taka lítil skref í einu í stað þess að setja sér of háleit markmið. Ef þú ætlar að drekka meira vatn getur markmið um að drekka tvo lítra á dag verið of metnaðarfullt og leitt til þess að þú efist um árangurinn og gefist jafnvel upp. Í stað þess væri raunhæfara að ákveða að drekka vatnsglas eftir að þú ferð á fætur og síðan með hverri máltíð. Síðan getur þú aukið skammtinn smám saman. 4. Skiptu út óæskilegri hegðun fyrir æskilega hegðun Ef þú ákveður að gera minna af einhverju sem hefur verið reglulegur hluti af lífi þínu, eins og að minnka snarl milli mála, verja minni tíma á samfélagsmiðlum eða horfa minna á sjónvarpið, er líklegt að sú hegðunarbreyting fylgi tilfinningu um skort. Löngunin til að sækja í sama farið getur þá verið sterk. Fólk sem fylgir lágkolvetnamataræði getur sem dæmi upplifað að löngunin í sterkju og sykur verður það mikil að það ákveður að víkja frá matarplaninu og fær sér pizzu. Góð leið til að draga úr líkum á því að þú upplifir tilfinningalegan skort er að einblína á það sem þú ætlar að gera. Í stað þess að „taka færri síðdegislúra“, „borða minna ruslfæði“ eða „horfa ekki á sjónvarpið fyrir svefninn“ er hægt að setja sér sem markmið að „fara í göngutúr eftir hádegismatinn“, „borða vænan skammt af grænmeti með kvöldmatnum“ og „lesa fyrir svefninn“. Til að skipta út óæskilegri hegðun er gott að finna staðgengil sem þjónar svipuðum tilgangi. Ef þú drekkur sem dæmi áfengi eftir vinnu í þeim tilgangi að slaka á gætirðu ákveðið að fara frekar í göngutúr með hundinn, gera teygjuæfingar, stunda hugleiðslu eða fara í heitt bað. Þessar athafnir geta veitt þér svipaða slökun. 5. Veltu fyrir þér gagnlegum viðbrögðum við mótlæti Hegðunarbreytingar geta verið erfiðar og skapað neikvæðar hugsanir og tilfinningar. Hugsanir eins og „þetta er of erfitt“ eða „ég mun aldrei ná þessu“ geta valdið pirringi og sjálfsgagnrýni. Líklegt er að hindranir verði á vegi þínum og því er mikilvægt að sýna velvild í eigin garð og velta fyrir þér hvernig þú gætir brugðist við þeim. Hluti af því er að skoða hugsanir sínar. Ef þú lítur sem dæmi á mótlæti sem sönnun þess að það sé eitthvað að þér, að þú getir aldrei gert neitt rétt eða að hlutirnir muni aldrei lagast, er gott að athuga hvort hugsanir þínar og ályktanir gætu verið nákvæmari. Komu utanaðkomandi atriði eins og veikindi eða slys í veg fyrir breytingar? Hvað er að ganga vel í lífi þínu? Er mótlætið varanlegt eða tímabundið? Þegar þú hefur öðlast raunsæjan skilning á því sem gerðist er gott að gefa þér ráð. Hvað gæti gagnast þér í þessum aðstæðum? Svarið gæti verið að endurskoða áætlun þína, útrýma hindrunum, setja mörk eða biðja vin eða fjölskyldumeðlim um aðstoð. Gerðu það sem í þínu valdi stendur til að auka tilfinningu þína fyrir persónulegri stjórn og sannfæringu um að þú getir breytt hegðun þinni, leyst vandamál og stutt sjálfan þig. Þá verða þér allir vegir færir.
Góðu ráðin Heilsa Tengdar fréttir Ósýnilega vinnan þín (sem er launalaus) Við getum bætt tímastjórnunina okkar verulega með því að verða meðvitaðri um í hverju skuggavinnan okkar felst alla daga. 29. október 2021 07:01 Þegar snobbaðir vinnufélagar fara í taugarnar á þér Það er með ólíkindum hvernig hugurinn getur fengið okkur til að eyða orku að óþörfu. Mjög oft þá að láta eitthvað í fari annarra fara óskaplega í taugarnar á okkur. Til dæmis þeirra snobb. 3. desember 2021 07:01 Stjórnendur þurfa að huga að starfsfólkinu en ekki aðeins hluthöfum og viðskiptavinum „Svo mánuðum skiptir hafa starfsmenn fylgt sé að baki stjórnendum og gert það sem gera þarf,“ segir Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie en bendir á að eftir tuttugu mánaða tímabil í heimsfaraldri, sé mikilvægt fyrir stjórnendur nú að skoða sambandið sitt við starfsfólk. 26. nóvember 2021 07:01 Lífið breyttist: Fékk ADHD greiningu 33 ára og faðir hans um sjötugt „Eins og allir vita þá er „normal“ ekki til. Ef allir væru eins þá væri líf okkar allra heldur snautt. Punktur,“ segir Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD samtakanna. 3. nóvember 2021 07:01 Þurfum að þjálfa og styrkja tilfinningavöðvann okkar Tilfinningaviðbrögðin okkar eru ekki hönnuð fyrir nútímann og þess vegna erum við oftar í dag að upplifa líðan eins og kvíða, depurð, áhyggjur, þunglyndi, svefnleysi og fleira. En við getum þjálfað okkur í andlegri heilsu, rétt eins og þeirri líkamlegu. 21. október 2021 07:00 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Sjá meira
Ósýnilega vinnan þín (sem er launalaus) Við getum bætt tímastjórnunina okkar verulega með því að verða meðvitaðri um í hverju skuggavinnan okkar felst alla daga. 29. október 2021 07:01
Þegar snobbaðir vinnufélagar fara í taugarnar á þér Það er með ólíkindum hvernig hugurinn getur fengið okkur til að eyða orku að óþörfu. Mjög oft þá að láta eitthvað í fari annarra fara óskaplega í taugarnar á okkur. Til dæmis þeirra snobb. 3. desember 2021 07:01
Stjórnendur þurfa að huga að starfsfólkinu en ekki aðeins hluthöfum og viðskiptavinum „Svo mánuðum skiptir hafa starfsmenn fylgt sé að baki stjórnendum og gert það sem gera þarf,“ segir Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie en bendir á að eftir tuttugu mánaða tímabil í heimsfaraldri, sé mikilvægt fyrir stjórnendur nú að skoða sambandið sitt við starfsfólk. 26. nóvember 2021 07:01
Lífið breyttist: Fékk ADHD greiningu 33 ára og faðir hans um sjötugt „Eins og allir vita þá er „normal“ ekki til. Ef allir væru eins þá væri líf okkar allra heldur snautt. Punktur,“ segir Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD samtakanna. 3. nóvember 2021 07:01
Þurfum að þjálfa og styrkja tilfinningavöðvann okkar Tilfinningaviðbrögðin okkar eru ekki hönnuð fyrir nútímann og þess vegna erum við oftar í dag að upplifa líðan eins og kvíða, depurð, áhyggjur, þunglyndi, svefnleysi og fleira. En við getum þjálfað okkur í andlegri heilsu, rétt eins og þeirri líkamlegu. 21. október 2021 07:00