Mígreni, vefjagigt, bakverkir og aðrir langvinnir verkjasjúkdómar Helga B. Haraldsdóttir skrifar 27. desember 2021 12:01 Fæddist Víkingur Heiðar og aðrir píanósnillingar með snilligáfu? Kannski að einhverju leyti en fyrst og fremst liggur að baki þeirra snilligáfu ótrúlega mikill tími settur í æfingar. Æfingar sem hafa þau áhrif að mýelínslíður á taugafrumum eykst svo taugaboðin berast hraðar. Það sem við veitum athygli og gefum tíma okkar það hefur tilhneigingu til að vaxa. Það sama á við um verki. Þess vegna er það svo að langvinnir verkir hafa tilhneigingu til að aukast með tímanum og dreifa sér þar sem við verðum svo góð í að vera verkjuð, við breytumst í verkjasnillinga. Í flestum tilvikum þegar verkir hafa verið í þrjá mánuði eða lengur þá eru þeir lærðir og hafa lítið með svæðið sem við finnum til á (t.d. bakið) að gera heldur liggja einungis í taugakerfinu. Gerð var rannsókn árið 2004 þar sem þrýstingur var settur á fingur hjá annars vegar verkjalausum og hins vegar fólki með langvinnan verkjasjúkdóm. Í ljós kom að sama áreiti olli mun meiri verkjum hjá þeim sem höfðu langvinnan verkjasjúkdóm. Auðvitað, þeir krónísku eru orðnir svo góðir í að hafa verki. Segulómun við þrýstinginn á fingur sýndi að fleiri svæði í heila lýstu upp hjá þeim sem höfðu langvinna verki en hjá þeim verkjalausu. Önnur rannsókn sýndi að þegar verkir verða langvinnir þá færast verkirnir yfir á tilfinningasvæði í heilanum Hashmi og fél. Brain - 2013. Allt er þegar þrennt er svo ég ætla að bæta við þriðju rannsókninni. Í þessari rannsókn kom í ljós mun minni virkni í heila við verkjaáreiti þegar þátttakendur höfðu læknast af langvinnum verkjum heldur en áður. Það er líka þekkt í verkjafræðum að ef fólk slasar sig á miklum streitutíma þá eru meiri líkur á að verkirnir verði langvinnir. Það að þjást af langvarandi verkjum er síðan mjög streituvaldandi. Þeir valda neikvæðum hugsunum sem auka streituhormónin í líkamanum og þeir valda oft svefnleysi, geta haft slæm áhrif á starfsgetu og náin sambönd. Fólk festist í streitu- og verkjavítahring. En þá er komið að skemmtilega hlutanum. Rannsóknir hafa verið að sýna betur og betur hve sveigjanleiki heilans (e. neuroplasticity) er mikill (nú nenni ég ekki lengur að leita að grein til að vitna í svo þú verður bara að trúa mér eða kíkja á greinarnar hér fyrir ofan - manstu, allt er þegar þrennt er). Við sem sagt breytum heilanum við notkun. Daglega þá hefur það sem við gerum, hugsum og vekjum athygli áhrif á taugafrumurnar okkar og breytir því hver við erum og fólk getur náð mikilli stjórn á tilfinningalífi sínu og verkjum. Ég leyfi mér að fullyrða, það má taka stórt upp í sig á jólunum, að langflestir krónískir verkjasjúklingar geti losnað úr verkjakrumlunni með því einu að vinna með hugsun og hegðun. Mér tókst það og miklum fjölda annarra. Vertu nú góð/góður/gott við þig og gefðu nýrri hugsun séns, það eru nú einu sinni jólin. Ég mæli með að skoða efni frá t.d. Lorimer Moseley, Howard Schubiner, Pain Psychology Center og tmswiki. Ég er líka með efni á heimasíðunni minni verkjalaus.is, svo sem hljóðvarpið mitt, Verkjacastið. Ef þú last þetta langt en situr nú og fussar og hugsar að hjá þér sé bein við bein í bakinu, það hafirðu staðfest af lækni. Þá vil ég segja við þig að það er fullt af fólki að leika sér þarna úti, verkjalaust, með bein við bein í bakinu. Þetta hef ég frá hryggskurðlækni sem heitir David Hanscom. Við fullorðna fólkið fáum öll slit, rétt eins og við komumst ekki hjá gráu hári og hrukkum, en það þýðir ekki að það valdi verkjum. Höfundur er sálfræðingur á sálfræðistofunni Verkjalaus og viðurkenndur meðferðaraðili í Verkjaendurferlun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft Skoðun Skoðun Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Fæddist Víkingur Heiðar og aðrir píanósnillingar með snilligáfu? Kannski að einhverju leyti en fyrst og fremst liggur að baki þeirra snilligáfu ótrúlega mikill tími settur í æfingar. Æfingar sem hafa þau áhrif að mýelínslíður á taugafrumum eykst svo taugaboðin berast hraðar. Það sem við veitum athygli og gefum tíma okkar það hefur tilhneigingu til að vaxa. Það sama á við um verki. Þess vegna er það svo að langvinnir verkir hafa tilhneigingu til að aukast með tímanum og dreifa sér þar sem við verðum svo góð í að vera verkjuð, við breytumst í verkjasnillinga. Í flestum tilvikum þegar verkir hafa verið í þrjá mánuði eða lengur þá eru þeir lærðir og hafa lítið með svæðið sem við finnum til á (t.d. bakið) að gera heldur liggja einungis í taugakerfinu. Gerð var rannsókn árið 2004 þar sem þrýstingur var settur á fingur hjá annars vegar verkjalausum og hins vegar fólki með langvinnan verkjasjúkdóm. Í ljós kom að sama áreiti olli mun meiri verkjum hjá þeim sem höfðu langvinnan verkjasjúkdóm. Auðvitað, þeir krónísku eru orðnir svo góðir í að hafa verki. Segulómun við þrýstinginn á fingur sýndi að fleiri svæði í heila lýstu upp hjá þeim sem höfðu langvinna verki en hjá þeim verkjalausu. Önnur rannsókn sýndi að þegar verkir verða langvinnir þá færast verkirnir yfir á tilfinningasvæði í heilanum Hashmi og fél. Brain - 2013. Allt er þegar þrennt er svo ég ætla að bæta við þriðju rannsókninni. Í þessari rannsókn kom í ljós mun minni virkni í heila við verkjaáreiti þegar þátttakendur höfðu læknast af langvinnum verkjum heldur en áður. Það er líka þekkt í verkjafræðum að ef fólk slasar sig á miklum streitutíma þá eru meiri líkur á að verkirnir verði langvinnir. Það að þjást af langvarandi verkjum er síðan mjög streituvaldandi. Þeir valda neikvæðum hugsunum sem auka streituhormónin í líkamanum og þeir valda oft svefnleysi, geta haft slæm áhrif á starfsgetu og náin sambönd. Fólk festist í streitu- og verkjavítahring. En þá er komið að skemmtilega hlutanum. Rannsóknir hafa verið að sýna betur og betur hve sveigjanleiki heilans (e. neuroplasticity) er mikill (nú nenni ég ekki lengur að leita að grein til að vitna í svo þú verður bara að trúa mér eða kíkja á greinarnar hér fyrir ofan - manstu, allt er þegar þrennt er). Við sem sagt breytum heilanum við notkun. Daglega þá hefur það sem við gerum, hugsum og vekjum athygli áhrif á taugafrumurnar okkar og breytir því hver við erum og fólk getur náð mikilli stjórn á tilfinningalífi sínu og verkjum. Ég leyfi mér að fullyrða, það má taka stórt upp í sig á jólunum, að langflestir krónískir verkjasjúklingar geti losnað úr verkjakrumlunni með því einu að vinna með hugsun og hegðun. Mér tókst það og miklum fjölda annarra. Vertu nú góð/góður/gott við þig og gefðu nýrri hugsun séns, það eru nú einu sinni jólin. Ég mæli með að skoða efni frá t.d. Lorimer Moseley, Howard Schubiner, Pain Psychology Center og tmswiki. Ég er líka með efni á heimasíðunni minni verkjalaus.is, svo sem hljóðvarpið mitt, Verkjacastið. Ef þú last þetta langt en situr nú og fussar og hugsar að hjá þér sé bein við bein í bakinu, það hafirðu staðfest af lækni. Þá vil ég segja við þig að það er fullt af fólki að leika sér þarna úti, verkjalaust, með bein við bein í bakinu. Þetta hef ég frá hryggskurðlækni sem heitir David Hanscom. Við fullorðna fólkið fáum öll slit, rétt eins og við komumst ekki hjá gráu hári og hrukkum, en það þýðir ekki að það valdi verkjum. Höfundur er sálfræðingur á sálfræðistofunni Verkjalaus og viðurkenndur meðferðaraðili í Verkjaendurferlun.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun