Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Eiður Þór Árnason skrifar 21. desember 2021 21:25 Emmsjé Gauti segist geta nokkuð vel við unað. Instagram Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. Nýju takmarkanirnar voru kynntar að loknum ríkisstjórnarfundi og taka gildi á miðnætti á morgun 22. desember. Við gildistökuna verður 200 manns leyft að vera saman í hólfi á viðburðum í stað 500 gegn framvísun hraðprófa eða vottorða. Vegna þessa ríkti mikil óvissa um það hvort Jólavinir myndu stíga á stokk á Þorláksmessu en reglugerðin hefur ekki áhrif á fyrri tónleika þeirra sem fram fara á morgun. Greint var frá því fyrr í kvöld að Bubbi Morthens hafi fengið sambærilegt vilyrði vegna Þorláksmessutónleika sinna í Hörpu og að bæði atvinnuleikhúsin í Reykjavík hafi áður fengið undanþágu frá nýhertum takmörkunum. Í öllum tilfellum voru þær veittar á grundvelli þess að viðburðahaldarar hafi haft lítið tækifæri til að bregðast við breytingunum með svo skömmum fyrirvara. Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, kemur fram á Jólavinum ásamt Aron Can, Sölku Sól, Steinda JR, Selmu Björns, Herra Hnetusmjör og fleirum. Þrír tónleikar fara fram á morgun og annað eins á Þorláksmessu. Ekkert áfengi í húsinu „Það er bara frábært að stjórnvöld séu að koma til móts við fólk sem var búið að plana tónleika og svo átti að flauta allt af korter í gigg. Þetta er í raun og veru að halda lífi í sýningunni og vinnu hjá endalaust af fólki sem er búið að leggja allt sitt hjarta í sýninguna,“ sagði Gauti Þeyr þegar Vísir náði tali af honum rétt áður en hann steig á svið á generalprufu kvöldsins. Það eina sem breytist við undanþáguna er engin veitingasala verði í húsinu á meðan tónleikarnir fara fram. Sem fyrr þurfa allir gestir að framvísa neikvæðri niðurstöðu hraðprófs eða gildum vottorðum við innganginn. „Sýningarnar haldast óbreyttar. Við erum búin að eyða svakalegum fjármunum og tíma í að auka sóttvarnir á svæðinu. Maður er að gera allt í sínu valdi til að hafa þetta upp á tíu,“ segir Gauti Þeyr og lofar framúrskarandi sýningum báða dagana. Tónlist Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Nýju takmarkanirnar voru kynntar að loknum ríkisstjórnarfundi og taka gildi á miðnætti á morgun 22. desember. Við gildistökuna verður 200 manns leyft að vera saman í hólfi á viðburðum í stað 500 gegn framvísun hraðprófa eða vottorða. Vegna þessa ríkti mikil óvissa um það hvort Jólavinir myndu stíga á stokk á Þorláksmessu en reglugerðin hefur ekki áhrif á fyrri tónleika þeirra sem fram fara á morgun. Greint var frá því fyrr í kvöld að Bubbi Morthens hafi fengið sambærilegt vilyrði vegna Þorláksmessutónleika sinna í Hörpu og að bæði atvinnuleikhúsin í Reykjavík hafi áður fengið undanþágu frá nýhertum takmörkunum. Í öllum tilfellum voru þær veittar á grundvelli þess að viðburðahaldarar hafi haft lítið tækifæri til að bregðast við breytingunum með svo skömmum fyrirvara. Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, kemur fram á Jólavinum ásamt Aron Can, Sölku Sól, Steinda JR, Selmu Björns, Herra Hnetusmjör og fleirum. Þrír tónleikar fara fram á morgun og annað eins á Þorláksmessu. Ekkert áfengi í húsinu „Það er bara frábært að stjórnvöld séu að koma til móts við fólk sem var búið að plana tónleika og svo átti að flauta allt af korter í gigg. Þetta er í raun og veru að halda lífi í sýningunni og vinnu hjá endalaust af fólki sem er búið að leggja allt sitt hjarta í sýninguna,“ sagði Gauti Þeyr þegar Vísir náði tali af honum rétt áður en hann steig á svið á generalprufu kvöldsins. Það eina sem breytist við undanþáguna er engin veitingasala verði í húsinu á meðan tónleikarnir fara fram. Sem fyrr þurfa allir gestir að framvísa neikvæðri niðurstöðu hraðprófs eða gildum vottorðum við innganginn. „Sýningarnar haldast óbreyttar. Við erum búin að eyða svakalegum fjármunum og tíma í að auka sóttvarnir á svæðinu. Maður er að gera allt í sínu valdi til að hafa þetta upp á tíu,“ segir Gauti Þeyr og lofar framúrskarandi sýningum báða dagana.
Tónlist Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57