Hafa vísað 27 frá Íslandi vegna skorts á gögnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. desember 2021 15:57 Lögregla er reglulega kölluð til á Keflavíkurflugvelli þegar skortur er á gögnum frá ferðamönnum. Vísir/Vilhelm Lögregla var kölluð til aðstoðar á Keflavíkurflugvelli 440 sinnum frá 1. júní til 15. desember vegna þess að gögn ferðamanna voru ekki talin fullnægjandi. Af þeim var 27 einstaklingum vísað frá landi vegna þessa. Þetta kemur fram í svari sviðsstjóra landamærasviðs ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Beiðni nefndarinnar var send vegna þess að til skoðunar er framlenging gildistíma bráðabirgðaákvæðis í loftferðalögum um tímabundnar skyldur flugrekenda þegar hætta er á að farsóttir berist til Íslands. Umhverfis- og samgöngunefnd óskaði eftir minnisblöðum um þrennt: Í fyrsta lagi gögnum um heildartölu komufarþega frá því að reglur settar skv. lögum nr. 41/2021 tóku gildi, þar af hversu margir eru íslenskir ríkisborgarar og farþegar búsettir á Íslandi (EES-borgarar). Í öðru lagi um framkvæmd sóttvarnareftirlits á Keflavíkurflugvelli, með skoðun viðeigandi skjala og sýnatöku og skoðun skjala við byrðingu erlendis. Í þriðja lagi tölfræði um hversu margir hafi komið til landsins án fullnægjandi gagna og hve mörgum hafi verið vísað frá landi af þeim sökum. Óska eftir trúnaði um framkvæmd eftirlitsins Fram kemur í svarinu að um 791 þúsund manns hafi komið til Íslands á tímabilinu. Ekki liggi þó fyrir upplýsingar um heildarfjölda íslenskra ríkisborgara og farþega búsetta á Íslandi af heildarfjöldanum. Samkvæmt forskráningarkerfi landlæknis er hlutfall íslenskra ríkisborgara 21 prósent og EES og EFTA borgara 42 prósent, samtals 63% af heildarfjölda komufarþega á umræddu tímabili. Ríkislögreglustjóri vísar í stöðuskýrslu starfshóps um aðgerðir á landamærum vegna Covid-19 varðandi fyrirspurn um framkvæmd sóttvarnaeftirlits. Er vakin athygli á að stöðuskýrslan hafi verið unnin sem umræðuskjal og ekki ætluð til opinberrar birtingar. Er því óskað eftir því að trúnaður ríki um skýrsluna. 440 tilvik og 27 vísað úr landi Að lokum vísar Jón Pétur Jónsson, sviðsstjóri landamærasviðs ríkislögreglustjóra, til þess að nokkur fjöldi ferðamanna komi á hverjum degi til landsins þar sem gögn séu ekki talin fullnægjandi. Í þeim tilvikum sé lögreglan kölluð til aðstoðar. „Frá 1. júní til 15. desember eru skráð 440 tilvik í kerfum lögreglu. Á sama tímabili voru 27 einstaklingum frávísað á þeim grundvelli að þeir uppfylltu ekki kröfur um viðeigandi gögn við komu,“ segir í svari sviðsstjórans. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Þetta kemur fram í svari sviðsstjóra landamærasviðs ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Beiðni nefndarinnar var send vegna þess að til skoðunar er framlenging gildistíma bráðabirgðaákvæðis í loftferðalögum um tímabundnar skyldur flugrekenda þegar hætta er á að farsóttir berist til Íslands. Umhverfis- og samgöngunefnd óskaði eftir minnisblöðum um þrennt: Í fyrsta lagi gögnum um heildartölu komufarþega frá því að reglur settar skv. lögum nr. 41/2021 tóku gildi, þar af hversu margir eru íslenskir ríkisborgarar og farþegar búsettir á Íslandi (EES-borgarar). Í öðru lagi um framkvæmd sóttvarnareftirlits á Keflavíkurflugvelli, með skoðun viðeigandi skjala og sýnatöku og skoðun skjala við byrðingu erlendis. Í þriðja lagi tölfræði um hversu margir hafi komið til landsins án fullnægjandi gagna og hve mörgum hafi verið vísað frá landi af þeim sökum. Óska eftir trúnaði um framkvæmd eftirlitsins Fram kemur í svarinu að um 791 þúsund manns hafi komið til Íslands á tímabilinu. Ekki liggi þó fyrir upplýsingar um heildarfjölda íslenskra ríkisborgara og farþega búsetta á Íslandi af heildarfjöldanum. Samkvæmt forskráningarkerfi landlæknis er hlutfall íslenskra ríkisborgara 21 prósent og EES og EFTA borgara 42 prósent, samtals 63% af heildarfjölda komufarþega á umræddu tímabili. Ríkislögreglustjóri vísar í stöðuskýrslu starfshóps um aðgerðir á landamærum vegna Covid-19 varðandi fyrirspurn um framkvæmd sóttvarnaeftirlits. Er vakin athygli á að stöðuskýrslan hafi verið unnin sem umræðuskjal og ekki ætluð til opinberrar birtingar. Er því óskað eftir því að trúnaður ríki um skýrsluna. 440 tilvik og 27 vísað úr landi Að lokum vísar Jón Pétur Jónsson, sviðsstjóri landamærasviðs ríkislögreglustjóra, til þess að nokkur fjöldi ferðamanna komi á hverjum degi til landsins þar sem gögn séu ekki talin fullnægjandi. Í þeim tilvikum sé lögreglan kölluð til aðstoðar. „Frá 1. júní til 15. desember eru skráð 440 tilvik í kerfum lögreglu. Á sama tímabili voru 27 einstaklingum frávísað á þeim grundvelli að þeir uppfylltu ekki kröfur um viðeigandi gögn við komu,“ segir í svari sviðsstjórans.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira